Fréttablaðið - 15.12.2011, Page 18

Fréttablaðið - 15.12.2011, Page 18
15. desember 2011 FIMMTUDAGUR18 Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING: Hugmyndir um virkjun Ölfusár við Selfoss Veiðimálastofnun hefur sent frá sér skýrslu um áhrif virkjunar við Selfoss á fiskistofna á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár. Ekki verður skýrsla stofnunar- innar skilin öðruvísi en að með virkjunarframkvæmd- um sé teflt á tæpasta vað hvað varðar laxa- og sil- ungsstofna í mörgum ám í einu stærsta vatnakerfi landsins. Sveitarfélagið Árborg og Selfoss- veitur bs., sem er sjálfstætt félag sem heyrir undir sveitarfélagið, endurvöktu fyrir skemmstu hug- myndir um að reisa vatnsaflsvirkj- un í Ölfusá við Selfoss, svokallaða Selfossvirkjun. Var sótt um rann- sóknaleyfi til Orkustofnunar í lok september sem var gefið út fyrir réttu ári. Þessar hugmyndir gengu í endur- nýjun lífdaga vegna fyrirhugaðrar byggingar nýrrar brúar yfir Ölfusá norðan við Selfoss, en hugmyndin gerir ráð fyrir því að brúin verði nýtt sem stíflugarður nýrrar virkj- unar. Með því að slá tvær flugur í einu höggi á þennan hátt er Selfoss- virkjun talin hagkvæmari kostur en margir aðrir virkjunarkostir sem koma til álita í dag. Í umsókn um rannsóknaleyf- ið kemur fram að fyrri rannsókn- ir séu hverfandi en það er helst Vegagerðin sem hefur aflað upp- lýsinga vegna umhverfismats og áætlana um tvöföldun Suður- landsvegar en brúin er hluti þeirr- ar framkvæmdar. Í umsókn um rannsóknaleyfi kemur fram að umhverfisáhrif verða einskorðuð við árfarveg Ölfusár og aðallega þurfi að huga að tveimur atriðum, flóðahættu og áhrifum á fiskgengd. Veiðiparadís Á vatnasvæði Ölfusár-Hvítár lifa allar þær tegundir fiska sem finn- ast í fersku vatni á Íslandi. Lax er víðast hvar ríkjandi tegund en á svæðinu eru einnig stórir stofnar urriða og bleikju. Fiskgengi hluti vatnasvæðisins þar sem uppeldi er á sjógengnum laxfiskum er nálægt 320 kílómetrar samanlagt. Umtalsverðar nytjar eru af veiði á vatnasvæðinu og eru veiðistofn- ar laxa og silunga þar meðal þeirra stærstu á landinu. Stunduð er neta- veiði, sem er bundin við jökulvatn- ið og stangveiði sem einkum er stunduð í hliðaránum og við ósa þeirra. Alls eru 267 jarðir aðilar að Veiðifélagi Árnesinga sem er félag þeirra sem eiga veiðirétt á vatnasvæðinu. Veiðifélag Árnes- inga tekur til fiskgenga hluta vatnasvæðisins og nær til jarða við Ölfusá, Hvítá, Sog og þveráa þess, Brúará og Hagaós, Hólaá, Tungu- fljót að fossinum Faxa, Litlu-Laxá, Stóru-Laxá og Dalsá/Fossá, svo nokkrar séu nefndar. Að auki eru veiðiréttarhafar við Tungufljót ofan við fossinn Faxa og Varmá- Þorleifslæk en sérstök veiðifélög eru um þessi svæði. Netaveiði er stunduð frá 20 til 30 jörðum og alls er veitt með 76 til 85 stöngum í laxveiði í alls 105 daga. Fjöldi stangardaga getur því orðið allt að 9.450 í lax- veiði á ári. Í silungsveiði eru rúmlega 18 þúsund stangardagar. Umtalsverðar nytjar eru því af veiði á vatna- svæðinu og verðmæti veiða á göngufiskum. Má áætla að verðmæti á göngufiskum til veiði- réttarhafa á vatnasvæð- inu sé hátt í 150 millj- ónir króna. Við þetta bætist óbeint verðmæti sem rennur til ferða- þjónustu og annarra á svæðinu sem getur tvö- eða þrefaldað þessa upphæð, samanber úttekt sem Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands gerði árið 2004. Veiðimaðurinn Bjarni Júlíusson, formaður Stanga- veiðifélags Reykjavíkur, segir að veiðimenn geti að sjálfsögðu skil- ið áhuga manna á að nýta auðlindir til raforkuframleiðslu. „En lax- og silungsveiði eru dýrmætar auðlind- ir líka. Það er alveg ljóst að virkj- un eins og rætt hefur verið um í Ölfusá getur haft hörmuleg áhrif á fiskistofna árinnar. Það er alveg ljóst að ef illa fer þá mun veiði í Soginu og Stóru-Laxá, þessum forn- frægu veiðiperlum, heyra sögunni til,“ segir Bjarni. Í hnotskurn Rannsókn Veiðimála- stofnunar nær ti l vatnakerfis Ölfusár, fiskistofna á vatna- svæðinu og frummats á hugsanlegum áhrif- um af virkjun. Gerð er grein fyrir mögulegum mótvægisaðgerðum og þeirri áhættu sem verð- ur tekin ef fallist verð- ur á framkvæmdir. Niðurstaða Veiði- málastofnunar er í hnotskurn sú að líkur eru til að virkjunin geti haft umtalsverð áhrif. Sýnt sé að mest af fisk- framleiðslu vatnasvæð- isins á sér stað ofan lón- stæðis virkjunarinnar. Það þýðir að það er afar mikilvægt að fiskgöng- ur raskist ekki. Án virkra mótvægisaðgerða yrði lokað fyrir gönguleið fiska upp ána. Það þýddi endalok þeirra göngu- fiskstofna sem eru ofan stíflu. Hindrun yrði einnig á gönguleið fiska til sjávar. Slíkt gæti tafið gönguseiði og fullorðinn fisk á leið til sjávar með ófyrirséðum afleið- ingum. Virkjunin getur og valdið umtals- verðum neikvæðum áhrifum á veiðinýtingu ef fiskur tefst á ferð sinni upp ána framhjá kafla með skertu rennsli, upp fyrir stíflu og í gegnum inntakslón. Virkjunin veldur því miklu tjóni ef mótvæg- isaðgerðir eru ekki gerðar eða þær virka ekki eins og til er ætlast. Um mótvægisaðgerðir Í skýrslunni er vikið að þeim mót- vægisaðgerðum sem framkvæmda- aðilar hafa nefnt. Forsvarsmenn Selfossveitna hafa sagt að ekki verði ráðist í framkvæmdir án þess að tryggt væri að áhrif yrðu óveru- leg á fiskstofna, en telja jafnframt að mótvægisaðgerðir tryggi að svo verði. Eins segir í skýrslunni að „lík- legt verður að telja að það takist að koma fiski upp fyrir mannvirki virkjunarinnar en upp geti komið ófyrirséð vandamál sem tímafrekt geti orðið að vinna úr. Mesta óviss- an, að mati Veiðimálastofnunar, er um virkni seiða- og fiskfleytu fram hjá stíflu. Slík mannvirki hafa ekki verið byggð hér á landi en þó fyrir- huguð í Urriðafossvirkjun í Þjórsá. Við þetta bætir Guðni Guðbergs- son, sérfræðingur á Veiðimála- stofnun. „Í raun er ekki gott þegar framkvæmdaraðili leggur af stað með virkjunaráform með eins lítið af upplýsingum og reynsluleysi og raunin er varðandi hugmynd- ir Árborgar um Selfossvirkjun. Það vantar mikið upp á varðandi afmörkun og hönnun til að hægt sé að meta með sæmilegri nákvæmni hver áhrifin geti orðið. Að mínu mati er djarft teflt varðandi Sel- fossvirkjun og allt of lítið til að byggja á á þessari stundu og áætl- anir á hugmyndastigi að mestu. Það þyrfti að vera meiri reynsla og vandvirkni við undirbúning. Það þarf mun meiri vitneskju og rann- sóknir ef vel á að vera.“ Frekari rannsóknir Það er ekki svo að skilja að ráð- ist verði í framkvæmdir alveg á næstunni. Rannsóknir á svæðinu standa enn þá yfir og segir ekk- ert um hvort framkvæmdaleyfi fáist enda háð umhverfismati sem tekur örugglega tvö ár, er hægt að fullyrða. Þá hefur komið fram hörð andstaða veiðiréttar- og land- eigenda. Í þingsályktunartillögu um Rammaáætlun um nýtingu vatns- afls og jarðvarma var Selfossvirkj- un sett í biðflokk. Verkefnastjórnin setti virkjunina annað hvort í nýt- ingarflokk eða biðflokk en enginn var þeirrar skoðunar að svæðið ætti að stokkast í verndarflokk. Til þessa er horft í sveitarfélaginu en allt stoppar á takmörkuðum gögn- um og allir hljóta að taka undir það með Veiðimálastofnun að ráð- ast verður í ítarlegar og tæmandi rannsóknir áður en nokkuð verður ákveðið um framhaldið. Teflt á tæpasta vað með virkjun ÖLFUSÁ VIÐ SELFOSS Nákvæm útfærsla virkjunar liggur ekki fyrir, en samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdaraðila, Selfossveitum, yrði vatni Ölfusár veitt með stíflu sem tengd yrði brúarmannvirki við Efri-Laugardælaeyju og leitt þaðan um göng eða skurð til virkjunar á vesturbakka árinnar og með útfalli til farvegs Ölfusár neðan við byggðina á Selfossi. Gert er ráð fyrir rennslisvirkjun án vatnsmiðlunar en með inntakslóni sem nær upp eftir ánni ofan stíflu. Ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um hversu langt lónið nær upp eftir ánni eða hversu stórt það verður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hugmynd að virkjun Ölfusár við Selfoss - mótvægisaðgerðir ■ Gert er ráð fyrir að lágmarksrennsli í „gamla“ farvegi Ölfusár verði um 15 m3/s. ■ Farvegur Ölfusár yrði lagfærður með uppbyggingu þrepa sem hefðu þann tilgang að láta umfang vatns- borðsins verða svipað og áður, þ.e. allur flóinn yrði blautur og ásýnd árinnar líkustu því sem áður var. ■ Byggðir verði upp þrír laxastigar. Einn verði við útfall virkjunarinnar og hefði þann tilgang að hjálpa laxinum að velja á milli þess að fara upp ána eða að dvelja fyrir neðan útfallið. Tveir stigar yrðu við lokumann- virkið, hvor sínu megin og hefðu þann tilgang að hjálpa fiskinum að komast upp þá tæplega fjóra metra sem verður hæðarmunur á vatninu fyrir ofan og neðan lokumannvirkið. ■ Byggð yrði upp seiðaveita í lokumannvirkinu sem hefði þann tilgang að fleyta seiðum fram hjá virkjuninni og niður „gamla“ farveginn. ■ Notast yrði við lífríkisvæna útfærslu af Kaplan-vatns- hjóli en þau eru að öllu jöfnu með fjórum spöðum sem snúast frekar hægt miðað við hefðbundin Francis- vatnshjól. Hjólið yrði útfært með snigil-lögun og þannig minnkar það verulega líkur á að hoplax slasist á leiðinni í gegnum virkjunina. ■ Gengið yrði til samninga við netabændur á áhrifasvæði virkjunarinnar um uppkaup á veiðirétti þeirra. Þannig er vonast til að hægt verði að kaupa upp netarétt á allvíð- feðmu svæði og að sá fiskur geti farið lifandi upp ána. ■ Sett yrði upp vöktunarkerfi með fagaðilum sem hefði þann tilgang að fylgjast með því hvort lífríkið sé ekki að vinna eins og gert var ráð fyrir. Komi í ljós einhver frávik frá því sem áætlað var, þá er hægt að auka rennsli um „gamla“ farveg árinnar þar til viðunandi lausn hefur fundist. Ef slík lausn myndi ekki finnast, þá er gert ráð fyrir því að mun meira vatn renni um „gamla“ farveg árinnar á meðan mesta umferð fiska og seiða er um svæðið. ■ Stefnt yrði að því að vöktunarkerfið verði aðgengilegt almenningi í sérstöku fræðslusetri um lífríki Ölfusár. Flóðgáttastífla og brú Brú Inntakslón Veglína Stöðvarhús Frárennslis- skurður Frá ren nsl isg öng BYGGT Á MYND FRÁ VERKÍS Það vantar mikið upp á varðandi afmörkun og hönnun til að hægt sé að meta með sæmilegri nákvæmni hver áhrifin geti orðið. GUÐNI GUÐBERGSSON SÉRFRÆÐINGUR Á VEIÐIMÁLASTOFNUN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.