Fréttablaðið - 15.12.2011, Side 24

Fréttablaðið - 15.12.2011, Side 24
15. desember 2011 FIMMTUDAGUR24 24 hagur heimilanna Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, gerði sín verstu kaup þegar hún keypti sér allt of litla skó á útsölu. Skórnir voru númer 36 en Hildigunnur notar venjulega númer 38. „Þeir voru rosalega flottir og á svo mikilli útsölu að ég ákvað að kaupa þá,“ segir Hildigunnur sem hefur þó aldrei náð að ganga í skónum sínum. „Ég ætlaði að troða mér í þá, en það gekk ekki.“ Hún tímir þó ekki að henda parinu og vonast til þess að geta gefið þá einhverj- um með smærri fætur en hún sjálf. Hins vegar gerði Hildigunnur afar góð kaup árið 2007, sem einnig urðu að gjöf. Það var 2000 árgerð af Ford Fiesta og greiddi hún 170 þúsund fyrir kaggann. „Hann hefur ekki hikstað síðan og gengur eins og klukka,“ segir Hildi- gunnur, en hún gaf litlu systur sinni bílinn fyrr í ár. „Hún var mjög ánægð með það og nú á ég inni fullt af greiðum,“ segir Hildigunnur. NEYTANDINN: HILDIGUNNUR HAFSTEINSDÓTTIR, LÖGFRÆÐINGUR HJÁ NEYTENDASAMTÖKUNUM Ekki kaupa of litla skó þótt þeir séu á mikilli útsölu Neytendasamtökin vara við kaupum á gjafabréfum með stuttum gildistíma. Sam- tökunum berast reglulega kvartanir um að viðskipta- vinum sé meinað að nýta útrunnin bréf. Það er mat talsmanna samtakanna að gildistíminn ætti að vera að minnsta kosti fjögur ár sem er almennur fyrningar- frestur á kröfum. „Við fáum reglulega kvartanir um að seljandi hafi meinað viðskipta- vini að nýta gjafabréf vegna þess að gildistíminn var útrunninn. Ef ekkert stendur á gjafabréfinu um gildistíma þá er gildistíminn klárlega fjögur ár frá útgáfudegi sem er almennnur fyrningarfrest- ur. Margir seljendur gjafabréfa ákveða núna einhliða hver gildis- tíminn eigi að vera og okkur finnst þessir stuttu gildistímar óeðlileg framkoma við viðskiptavinina sem eiga peninga inni hjá fyrirtækj- unum,“ segir Brynhildur Péturs- dóttir, fulltrúi hjá Neytendasam- tökunum. Hún segir seljendur gjafabréfa skjóta sig í fótinn með slíkum við- skiptaháttum. „Það er vitlaust af þeim að taka ekki við gjafabréfi þótt gildistíminn sé útrunninn. Þeir missa viðkomandi viðskipta- vin og hugsanlega fleiri. Seljand- inn er búinn að fá greitt fyrir gjafabréfið og ef hann neitar við- skiptavini um þjónustu jafngild- ir það því að hann taki gjöfina og stingi henni í vasann.“ Bryndís segir gjafabréf flug- félaga í raun sérkafla vegna mik- illa takmarkana. „Það liggur við að við getum ekki mælt með þeim þar sem þau nýtast afar illa í sumum tilfellum.“ Hún bendir á að oft sé um tak- markað sætaframboð að ræða í hverri vél. Bókunartíminn sé stuttur og ferðatímabilið einnig. „Gjafabréfin breytast í inn- eignarnótu ef þau eru ekki nýtt á tímabilinu. Hjá Iceland Express gildir inneignarnótan í tvö ár en í eitt ár hjá Icelandair. Við fáum margar kvartanir vegna þess að fólk brennur inni með gjafa- bréf frá flugfélögunum. Þetta eru alltof strangir skilmálar og þeir bitna örugglega á fleirum en þeim sem hafa samband við okkur. Það tala ekki allir við okkur sem lenda í þessu,“ segir Brynhildur. „Við viljum minna neytendur á að gleyma ekki að nota inneign- arnóturnar sínar og gjafabréfin því þeir fá ekkert verði seljandi gjaldþrota. Við viljum jafnframt vita af þeim tilfellum þegar neyt- endum er meinað að nýta sér gjafabréf. Vel kemur til greina að upplýsa opinberlega um slík fyrirtæki.“ Að sögn Brynhildar bjóða nokk- ur fyrirtæki gjafabréf til sölu án sérstaks gildistíma. „Slíkt er til fyrirmyndar og fögnum við því.“ Nauðsynlegt að kanna gildistíma gjafabréfa Allir þeir aðilar sem Neytendastofa gerði könnun hjá á dögunum vegna voga sem notaðar eru í viðskiptum til að kaupa og selja gull eru orðnar löggildingarskyldar. Neytendastofa gerði könnun hjá þessum aðilum á dögunum sökum þess að slíkar vogir þurfa að vera löggildingar- skyldar til að tryggja að þær vigti rétt. Í ljós kom að engin vog reynd- ist vera löggild. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi stofnunarinnar. Neytendastofa hvetur þá sem eiga í slíkum viðskiptum að athuga hvort þær vogir sem eru notaðar hafi gilda löggildingu. Samkvæmt stofnuninni er hægt að sjá hvort vogin sé löggilt með því að skoða löggildingarmiða og athuga gildis- tíma. ■ Verslun Allar vogir sem vigta gull komnar í lag 299 JÓLAÖS Gjafabréf eru vinsæl jólagjöf. Slík gjöf getur þó orðið verðlaus við eigendaskipti fyrirtækis eða gjaldþrot hafi eigandi bréfsins dregið á langinn að nýta sér það. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GÓÐ HÚSRÁÐ Bakstur Þurrkaðir ávextir Ef þurrkaðir ávextir eru notaðir í kökur og brauð er gott að velta þeim upp úr örlitlu af hveiti áður en þeir fara í deigið. Ef þeir hafa harðnað við geymslu er fínt að setja þá örstutta stund við væga stillingu í örbylgjuofn. Heimild: Leiðbeiningastöð heimilanna KRÓNUR var meðalverð á 200 grömmum af suðusúkkulaði í nóvember samkvæmt Hag- stofunni. Á sama tíma í fyrra var verðið 295 krónur, en 2009 var það 359 krónur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.