Fréttablaðið - 15.12.2011, Page 30

Fréttablaðið - 15.12.2011, Page 30
15. desember 2011 FIMMTUDAGUR30 TAKTU VÍSI Á HVERJUM MORGNI! FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT LÍFIÐUMRÆÐAN SJÓNVARP VIÐSKIPTI Stjórn Eimskips hefur ákveðið að hafinn skuli undir- búningur að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað seinni hluta næsta árs. Óskað verður eftir því að hlutir í félaginu verði teknir til viðskipta í Kauphöllinni, Nasdaq OMX Iceland. Tvö ár eru nú liðin frá því að Eimskip gekk í gegn- um fjárhagslega og rekstrarlega endur skipulagningu. Boðnir verða út hlutir í félaginu og þeim beint að bæði fagfjár- festum og almennum fjárfestum. Markmiðið er að tryggja góða dreifingu á eignarhaldi í félaginu. Tveir stærstu hluthafar félagsins í dag eru skilanefnd Landsbankans og fjárfestingarsjóðurinn Yucaipa sem eiga samtals 70 prósent hluta- fjár. Nýverið fór fram hlutafjárút- boð í Högum sem eru fyrsta nýja fyrirtækið til að skrá sig í Kaup- höllina frá hruni. - mþl Skráning seinni hluta 2012: Eimskip brátt skráð á markað EFNAHAGSMÁL Stöðugleiki fjármálakerfisins hefur aukist frá því í vor eftir því sem efna- hagsbatinn hefur tekið við sér og endurskipu- lagningu skulda fleygt fram. Framtíðarhorfur eru hins vegar óvissari en alla jafna. Þetta er mat Seðlabankans sem kynnti í gær nýjasta eintak rits síns, Fjármálastöðugleika, sem kemur út tvisvar á ári. Már Guðmundsson seðla- bankastjóri sagði það vera mat bankans að fjár- málakerfið stæði traustari fótum en þegar Fjármála- stöðugleiki var gefinn út síðastliðið vor. Þó bætti hann við að yrði dýpri sam- dráttur í Evrópu en búist er við muni það óhjákvæmi- lega hafa neikvæð áhrif hér á landi, þar á meðal á fjár- málakerfið. Þannig gætu vanskil, sem hafa farið lækkandi, aukist á ný. Harpa Jónsdóttir, aðstoðarframkvæmda- stjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabank- ans, kynnti sjálfa skýrsluna. Hún hóf mál sitt á umfjöllun um ágætar horfur í innlendu efna- hagslífi og óvissar horfur í heimsbúskapnum. Því næst fjallaði hún um þróun fjárhagsstöðu heimila og fyrirtækja sem er nátengd útlána- áhættu bankanna. Í máli Hörpu kom fram að fjárhagsstaða heimila hefur batnað nokkuð á árinu vegna hagvaxtar, minnkandi atvinnuleysis og aukins kaupmáttar. Til viðbótar hafa lágir raunvextir og endurskipulagning skulda bætt stöðuna. Vanskilahlutföll eru enn há en hafa farið hratt lækkandi. Vanskilahlutfall samkvæmt breiðri skilgreiningu lækkaði þannig úr 40 pró- sentum af lánabókum viðskiptabankanna í 25 prósent frá desember á síðasta ári til septem- ber á þessu ári. Samkvæmt þrengri skilgrein- ingu hefur hlutfallið lækkað úr 19 prósentum í 16 prósent á sama tímabili. Staða fyrirtækja hefur einnig batnað á heildina litið en er þó talsvert breytileg eftir geirum. Seðlabankinn áætlar að skuldir heimila og fyrirtækja sem hlutfall af landsframleiðslu séu nú um 314 prósent og hafi lækkað um sem nemur rúmri einni landsframleiðslu frá hámarki þeirra um mitt ár 2009. Þetta hlutfall er þó enn hátt og það sama má segja um skuldir hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu. Eiginfjárstaða fjármálafyrirtækjanna er sterk. Þannig var eigið fé viðskiptabankanna í hlutfalli við áhættuvegnar eignir um 24 prósent í lok september sem telst, að sögn Seðlabank- ans, mjög gott í alþjóðlegum samanburði. Þó er nokkurt ójafnvægi í efnahagsreikningum bank- anna; gjaldeyrismisvægi er töluvert og verð- tryggingarmisvægi hefur aukist. Loks verður að mati Seðlabankans að hafa í huga að fjármálafyrirtæki hafa starfað í vernduðu umhverfi frá því í nóvember 2008, vegna gjaldeyrishafta og altækrar innistæðu- tryggingar. Þannig þurfa bankarnir, þrátt fyrir sterka lausafjárstöðu, að afla lánsfjár á erlend- um markaði og lengja í innlendri fjármögnun til lengri tíma litið. magnusl@frettabladid.is Fjármálastöðugleiki aukist Seðlabanki Íslands telur stöðugleika fjármálakerfisins hafa aukist á þessu ári samfara sterkari efnahags- bata og endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja. Skuldir í hagkerfinu eru þó enn talsvert miklar. EIMSKIP Skilanefnd Landsbankans og fjárfestingarsjóðurinn Yucaipa eiga sam- tals 70 prósenta hlut í Eimskipi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Meniga í Landsbankann Meniga heimilisbókhald er nú orðið aðgengilegt í netbanka Landsbankans. Meniga auðveldar notendum að hafa yfirsýn yfir fjármál heimilisins og hjálp- ar þeim við að spara peninga. Meniga er þegar aðgengilegt í netbönkum Íslandsbanka og Arion banka. VIÐSKIPTI FJÁRMÁLAKERFIÐ Niðursveifla á evrusvæðinu gæti haft nokkur óbein áhrif á fjármálakerfið. Þannig gætu vanskil í bankakerfinu aukist vegna fækkunar ferða- manna til Íslands, minni fjárfestingar og aukins titrings á mörkuðum. Seðlabankastjóri vék í máli sínu á blaðamanna- fundinum í gær stuttlega að þeirri umræðu sem farið hefur fram um svigrúm bankanna til afskrifta á skuldum heimilanna. Már sagði umræðuna á stundum hafa verið óábyrga og til þess fallna að draga úr trausti á íslensku banka- og stjórnkerfi. Már sagði hættuna helst vera tvenns konar: „Í fyrsta lagi veldur lítið traust því að aðgerðir bankanna við endurskipulagningu skulda eru tortryggðar með réttu eða röngu. Í öðru lagi getur umræða af þessu tagi grafið undan vilja fjárfesta til að eiga hlut í íslenskum bönkum eða lána þeim fé þar sem þeir telji, með réttu eða röngu, að leikreglur séu ekki eðlilegar eða kunni að vera breytt að geðþótta.“ Már lagði áherslu á að mikilvægt væri fyrir efna- hagsbatann, skuldara og ekki síður framtíðarstöðu fjármálastofnananna sjálfra að skuldir væru endur- skipulagðar með eðlilegum hætti. Hins vegar væri óheppilegt þegar rými bankanna til afskrifta væri tengt við tilflutning eignasafns gömlu bankanna til þeirra nýju. „Tilflutningur eignasafnanna var niður- staða samninga sem fólu í sér að nýju bankarnir keyptu eignirnar á verulegum afslætti gegn því að kröfuhafar gömlu bankanna fengju óbeinan hlut í hugsanlegri virðisaukningu,“ sagði Már og bætti við: „Það hefði aldrei náðst samkomulag um að flytja eignasöfnin yfir í nýju bankanna á þessu verði nema vegna þess að kröfuhafar máttu eiga von á hlutdeild í mögulegri virðisaukningu. Það er ekki hægt að líta þannig á að munurinn á því verði sem eignasöfnin voru færð yfir í bankana á og því verði sem þau virðast hafa núna, sé bara til frjálsrar ráð- stöfunar því það myndi ganga gegn öllum reglum réttarríkisins.“ Óábyrg umræða um afskriftir skulda MÁR GUÐMUNDSSON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.