Fréttablaðið - 15.12.2011, Page 32

Fréttablaðið - 15.12.2011, Page 32
15. desember 2011 FIMMTUDAGUR32 MYNDIR: Barnaþrælkun á Indlandi INDLAND Ruslatínsla er eitt af því sem fátækt fólk á Ind- landi notar til að afla sér tekna. Stór hluti ruslatínslu- fólksins er á barnsaldri þrátt fyrir að stjórnvöld hafi reynt að draga úr barnavinnu með því til dæmis að leiða skólaskyldu í lög og samþykkja ýmsar áætlanir um útrýmingu fátæktar. Sjaldnast starfar ruslatínslufólkið upp á eigin spýtur, heldur fer út að tína rusl á vegum framtakssamra manna, sem kaupa af þeim ruslið og selja áfram í endurnýtingu eða endurvinnslu. Börnin fara á fætur eldsnemma á morgnana, á meðan ruslið eftir daginn og kvöldið áður er enn að finna á götum borganna. Þau eru oftast með strigapoka og prik, stundum er segulstál á endanum, sem þau nota til að tína upp hvaðeina sem nýtilegt virðist vera. Málmhlutir ýmis konar, föt, skór, pappír og plastílát fara í pokann ásamt öðru sem til fellur. Áður en þau skila afrakstrinum inn þurfa þau að flokka allt saman vandlega og jafnvel þrífa, því ekki taka milli- liðirnir við skítugu drasli sem engin leið er að losna við. Tekjurnar eru ekki miklar, en duga þó til að hjálpa margri fjölskyldunni að draga fram lífið. - gb Tína rusl og flokka Hvergi í heimi er barnavinna algengari en á Indlandi. Í einu úthverfa borgarinnar Jammú fara ruslatínslubörnin á stjá árla morguns, löngu áður en flestir aðrir fara á fætur. Með poka og prik í hendi leita þau uppi allt nýtilegt og hirða. VINNANDI BARN Barnavinna er algengari á Indlandi en annars staðar í heiminum. NORDICPHOTOS/AFP MEÐ POKA OG PRIK Eitt barnanna á leið til vinnu árla morguns í borginni Jammú. NORDICPHOTOS/AFP KOMUST Í FEITT Nokkur börn fundu töluvert magn af nýtilegu dóti á svæði þar sem notaðir bílar eru seldir. NORDICPHOTOS/AFP NESTISPÁSA Eitt ruslatínslubarnanna í Jammú brosir breitt til ljós myndarans. NORDICPHOTOS/AFP SAFNAST Í POKANN Honum hefur tekist að finna sitt af hverju, svo pokinn stækkar að umfangi. NORDICPHOTOS/AFP Í LEIT AÐ NÝTILEGUM HLUTUM Tveir drengir á göngu sinni um eitt úthverfa Jammúborgar í héraðinu Kasmír, nyrst á Indlandi. Með strigapoka og prik með segulstáli á endanum vonast þeir til að finna nýtilega málmhluti eða annað sem hægt er að selja til endurnýtingar eða endurvinnslu. NORDICPHOTOS/AFP
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.