Fréttablaðið - 15.12.2011, Síða 34

Fréttablaðið - 15.12.2011, Síða 34
34 15. desember 2011 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 00000 HALLDÓR F réttablaðið hefur sagt frá því að grunur leiki á að starfs- menn tveggja símafyrirtækja, Vodafone og Símans, hafi lekið upplýsingum um símahleranir lögreglunnar til manna sem voru grunaðir um afbrot og sættu slíkum hler- unum. Um var að ræða rannsóknir sérstaks saksóknara á meintum brotum tengdum bankahruninu. Símahleranir lögreglunnar hafa verið talsvert til umræðu að undanförnu og aðallega af tvennum orsökum, annars vegar vegna gagnrýni á að þetta úrræði sé ofnotað og hins vegar vegna þess að ekkert ytra eftirlit er haft með framkvæmd símafyrirtækjanna á tæknilegum þætti hlerananna, þ.e. að tengja lögregluna við símanúmerin sem á að hlusta. Fréttablaðið sagði í síðasta mán- uði frá því að grunur léki á að starfsmaður Símans hefði notað aðstöðu sína til að hlera síma fyrrverandi maka síns og það mál hefði verið kært til Póst- og fjarskiptastofnunar. Fyrirtækið vísaði grunsemdunum á bug með þeim rökum að slíkt væri ekki tæknilega framkvæmanlegt en tók undir að meira eftirlit væri æskilegt. Þetta nýja mál snýr að seinna áhyggjuefninu. Grunur leikur á að annars vegar hafi upplýsingar lekið frá Vodafone til eins hinna grunuðu í Milestone-málinu og hins vegar að hátt settur starfs- maður í Skipta-samstæðunni, sem er eigandi Símans, hafi sagt grunuðum manni í máli sem tengdist öðru fyrirtæki að verið væri að hlusta á síma hans. Málin komu upp árin 2009 og 2010 og hafa verið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að embætti sérstaks saksóknara kærði þau. Þegar Fréttablaðið fjallaði um símahleranir í síðasta mánuði var leitað eftir upplýsingum hjá öllum símafyrirtækjunum um fram- kvæmd hlerana. Svörin voru á einn veg. Að fengnum dómsúrskurði um að símahlerun sé heimil fari beiðni lögreglunnar um að til- tekin númer séu hleruð inn á lokað vefsvæði. Að því hafi eingöngu lítill hópur tæknimanna aðgang. Stjórnendur símafyrirtækjanna séu ekki í þeim hópi og viti ekki einu sinni hverjir séu í honum. Tæknimennirnir séu bundnir strangri trúnaðarskyldu. Ef grunur saksóknara og lögreglu er réttur hafa ekki aðeins eldveggirnir innan símafyrirtækjanna rofnað og vitneskja um hleranir borizt út fyrir hópinn, heldur hefur sá trúnaður sem allir starfsmenn fjarskiptafyrirtækja eru bundnir líka verið rofinn og upplýsingar borizt út úr fyrirtækjunum. Það er ekki aðeins vandamál vegna þess að það hafi hugsanlega torveldað lögreglurannsókn, heldur einnig og ekki síður vegna þess að hinn almenni símnotandi getur þá ekki treyst því að símafyrir- tækin og starfsmenn þeirra fari að reglum um þagnarskyldu og fjarskiptaleynd. Ef menn brjóta reglur í einu tilviki, hvernig á þá að vera hægt að treysta því að þeir virði þær í öðru? Það þarf að komast til botns í þessu máli og upplýsa nákvæm- lega hvað gerðist. Málið gefur þar að auki endurnýjað tilefni til að bæta eftirlitið með framkvæmd símafyrirtækjanna á hlerunum. Þau hljóta sjálf að sækjast eftir slíku, því að þeirra eigin traust og trúverðugleiki er í húfi. Grunur um leka frá símafyrirtækjum til grun- aðra í sakamálarannsókn er grafalvarlegt mál. Traust í húfi Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Á leikskólum er unnið öflugt starf til þess að auka samskiptahæfni barna. Þó gerir enginn kröfu um að börn séu alltaf málefnaleg. Þau hafa ekki náð þroska til að skilja að setning eins og „þú ert fitubolla“ er ómálefnaleg á meðan „það er erfitt að framreiða hollan mat fyrir 232 kr. á dag“ telst málefnaleg fullyrð- ing. Þetta er skýringin á því að leikskólabörn segja „pabbi minn er sterkari en pabbi þinn“ til að útkljá deilumál. Þegar tekist er á í borgar- stjórn Reykjavíkur gerir maður ráð fyrir að samræð- ur séu málefnalegar. Yfirlýs- ingar eins og „þú átt heima á asnalegum stað“ eiga ekki að koma málum við á nokk- urn hátt. Það kom því á óvart að sjá grein eftir Oddnýju Sturludóttur í síðustu viku þar sem hún byrjar og endar á því að hnýta í hvar ég rek heimili. Er það þannig sem yfirmaður leikskólamála í Reykjavík vill takast á um málefni? Vill Oddný að ég svari með hnútukasti um hennar persónulegu hagi þegar ég fjalla um skólamál í Reykjavík? Stjórnmálamenn eru dottnir á skrambi lágt plan þegar þetta eru svörin við gagn- rýni á störf þeirra. Lausn borgarstjórans á vandamálum leikskólanna var að foreldrar keyptu meira af smokkum. Hópurinn sem stýrir Reykjavík olli miklum usla og óánægju meðal foreldra og starfsmanna leikskóla með vinnubrögðum í sameining- um leikskóla sem leiddu til mótmæla sem eiga sér vart fordæmi í borgarpólitíkinni. Sú vegferð minnir á storm í vatnsglasi því eftir öll lætin náði meintur sparnaður ekki einu prósenti af heildarút- gjöldum leikskóla. Hugsanlega er of seint fyrir grínframboð Jóns Gnarrs, og Samfylkinguna sem tryggði honum starf borgarstjóra, að grípa til þroskaðri svara en „pabbi minn er sterkari en pabbi þinn“. Hugsanlega er það niðurstaða Oddnýjar að Reykvíking- ar geti ekki tekið hana alvarlega. Ef ekki, væri gott skref að leggja rökræðuhefð leikskólabarna til hliðar. Jafnvel þótt mál- staðurinn sé flókinn eða illverjanlegur. Á leikskóla Leikskóla- mál Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi Vill Oddný að ég svari með hnútukasti um hennar pers- ónulegu hagi þegar ég fjalla um skólamál í Reykjavík? Hin meinta fljótfærni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Framsóknarflokksins, gerði, á þingi í gær, tímasetningu ákvörðunar ESA um að leita til EFTA-dómstólsins varðandi Icesave tortryggilega. Ein- kennilegur flýtir væri hér á ferð og talaði Sigmundur um „fljótfærnisleg vinnubrögð“. Vísaði hann því til stuðnings til samskipta stjórnvalda og stofnunarinnar í vikunni. Rétt er hins vegar að benda á að ESA sendi Íslandi rökstutt álit í málinu 6. júní og svar Íslendinga barst 5. október. ESA hefur undirbúið þau skref sem tilkynnt var um í gær í rúma tvo mánuði. Nú vil ég hætta viðræðum „Það er skoðun mín að strax í dag eigi ríkisstjórnin að draga umsóknina að Evrópusambandinu til baka.“ Svo mælti Vigdís Hauksdóttir á þingi í gær. Vissulega hefur Vigdís nokkuð til síns máls að ótækt er ef Evrópusam- bandið hefur á óeðlilegan hátt skipt sér af ákvörðun ESA. Sem er ansi stórt ef. Hingað til hefur þó ekki þurft úrskurði ESA til að hún vilji draga umsóknina til baka. Bíðum með fullyrðingar Ýmsir kepptust í gær við að spá fyrir um hver úrslitin yrðu fyrir dómstól- um. Margir þeir sem fullyrt höfðu að aldrei kæmi til dómsmáls þykjast nú vita allt um hvernig umrætt dóms- mál fer. Þeir ættu að hafa í huga að stundum er gott að sitja á strák sínum og vera ekki að spá. Þetta mætti Evrópufræðingurinn Eiríkur Bergmann Eiríksson einnig hafa í huga. Hann fullyrti í pistli árið 2009 að gjaldeyrishöftin væru „þráðbeint brot á EES-samningnum“ og velti því upp hvort Ísland yrði rekið úr EES. Í gær kvað EFTA-dómstólinn upp úr með að höftin stæðust samning- inn. kolbeinn@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.