Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.12.2011, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 15.12.2011, Qupperneq 36
36 15. desember 2011 FIMMTUDAGUR Það er vond staða fyrir pólitískt kjörna fulltrúa að geta ekki upplýst umbjóðendur sína um innihald svo stórra og mikilvægra samninga sem nýgerður samning- ur Hafnarfjarðarbæjar við þýska skilanefnd Depfa bankans er. Satt best að segja er sú staða ómögu- leg og hún getur ekki gengið til lengdar. Í augnablikinu er hún hins vegar óhjákvæmileg og það vita allir þeir sem sitja í bæjarstjórn og hafa fengið upplýsingar um bæði efni samningsins og forsendur þess og ástæður að viðsemjendur sveitar- félagsins setja fram þá ófrávíkj- anlegu kröfu að um einstök atriði hans ríki tímabundinn trúnaður. Fyrir því eru bæði eðlilegar og málefnalegar ástæður. Þrátt fyrir það velja fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði að róa á sín vanalegu mið, sá fræjum tor- tryggni og kynda undir ófriðarbáli í samfélaginu. Samningurinn og forsendur hans Viðsemjandi Hafnarfjarðarbæjar er FMS Wertmanagement, þýsk skilanefnd, skipuð samkvæmt þýskum lögum. Hún hefur það eina verkefni að innheimta kröf- ur hins fallna banka og draga þannig sem mest úr því tapi sem að endingu mun lenda á þýskum almenningi að greiða. Stór hluti af þeim kröfum sem skilanefnd- in hefur til innheimtu er gagnvart opinberum aðilum, meðal annars íslenskum sveitarfélögum. Staða þeirra í dag er mjög misjöfn. Sum hafa litla sem enga möguleika til vaxtar og þróunar, til aukinna tekna af atvinnustarfsemi eða auðlindum. Önnur búa við sterk- ari stöðu og allt aðrar og jákvæð- ari framtíðarhorfur. Hafnarfjörð- ur er meðal þeirra sveitarfélaga. Staðreyndin er sú að í umrædd- um samningi felst mikilvægur sigur fyrir bæjarbúa í Hafnarfirði, sigur í erfiðu verkefni sem staðið hefur yfir frá því að íslenskt efna- hagslíf hrundi. Fulltrúar þeirra flokka sem mynda meirihluta í bæjarstjórn geta jafnframt verið stoltir af því að hafa náð hagstæðri lendingu í þessu stóra máli en það er ekki síst fyrir að þakka góðu og vönduðu starfsfólki sem hefur unnið ötullega að því undanfarið ár að endurskipuleggja rekstur og fjárhag bæjarins. Þær endalausu upphrópanir og óábyrgu yfirlýsingar sem fulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins hafa staðið fyrir á tímabilinu hafa svo sannar- lega ekki auðveldað þá vinnu eða skapað sveitarfélaginu hagstæð skilyrði til samninga. Þvert á móti hafa þær fyrst og fremst verið til þess fallnar að draga úr trausti gagnvart sveitarfélaginu. Eru skuldir ekki bara skuldir? Uppruni og eðli þeirra skulda sem sveitarfélögin standa frammi fyrir að greiða skiptir höfuðmáli þegar rætt er um mismunandi stöðu þeirra og framtíðarhorfur. Ólíkt sumum þeirra sveitarfélaga sem lent hafa í þröngri stöðu að und- anförnu voru þau lán sem Hafn- arfjarðarbær tók á undanförnum árum ekki tekin til þess að standa undir daglegum rekstri heldur til fjárfestinga í innviðum, til bygg- ingar nýrra skóla, til gatnafram- kvæmda, til nauðsynlegra veitu- framkvæmda og til uppbyggingar í íþrótta- og tómstundamálum barna og unglinga. Skuldir sveitarfélagsins eru því ekki tilkomnar vegna viðvarandi rekstrarvanda eins og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn hafa lagt sig mikið fram um að reyna að sannfæra bæjarbúa um. Síðasta áratuginn hefur rekstur bæjarins að jafnaði skilað tölu- verðri framlegð og þar af leið- andi hefur skapast svigrúm til að greiða niður stóran hluta þeirra skulda sem stofnað var til í síðustu stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins í bænum, á tímabili sem helst verð- ur minnst fyrir glórulausa einka- framkvæmdasamninga. Samninga sem fulltrúar minnihlutans í bæj- arstjórn vilja helst ekki að minnst sé á en Hafnfirðingar eru enn að súpa seyðið af. Þær óháðu úttektir sem gerðar hafa verið á rekstri og fjárhags- stöðu Hafnarfjarðarbæjar að und- anförnu staðfesta þetta og afhjúpa um leið þann óábyrga málflutning sem sjálfstæðismenn í Hafnar- firði hafa staðið fyrir á síðustu misserum og hefur lítinn tilgang annan en að strá ryki í augu bæjar- búa og rjúfa þá mikilvægu sam- stöðu og samkennd sem einkennt hefur hafnfirskt samfélag. Á þeim grunni eygja sjálfstæðis- menn í Hafnarfirði greinilega von sína um að komast til valda. Viðspyrnu náð Þrátt fyrir að skuldir sveitar- félagsins hafi nær tvöfaldast vegna hrunsins stendur Hafnar- fjörður sterkum fótum og fram- tíðin er björt. Vegna mikillar uppbyggingar í innviðum á undan- förnum árum er fjárfestingarþörf bæjarins metin mjög lítil næstu ár og eignastaða að sama skapi sterk. Það þýðir að þegar hjól efnahags- lífsins fara að snúast hraðar mun efnahagur sveitarfélagsins eflast mjög hratt. Í stað þess að fagna nú þeim mikilvæga áfanga sem nú hefur náðst í að endurheimta sterka stöðu sveitarfélagsins, samning- um sem undirstrika bjarta framtíð þess og þann árangur sem náðst hefur í að aðlaga rekstur þess að breyttum aðstæðum, halda sjálf- stæðismenn í bæjarstjórn áfram að stunda sitt makalausa lýð- skrum og ýta undir óraunhæfar væntingar. Þeir eru líka fyrir löngu búnir að gleyma hruninu, hafa strik- að það út úr sögubókum sínum. Það hafa flokksbræður þeirra á Alþingi líka gert, en vert er að minnast síðustu allsherjarsam- komu Flokksins, þar sem fyrrver- andi stjórnarherrar landsins fluttu fimmaurabrandara um pólitíska andstæðinga sína og voru hylltir fyrir með lófaklappi og fótastappi. Á því plani er pólitík þeirra sem ekki kunna að skammast sín. Þeir eru líka fyrir löngu búnir að gleyma hruninu, hafa strikað það út úr sögu- bókum sínum. Leyndarhyggja eða lýðskrum? Stjórnmál Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi AF NETINU Viljum við þetta? Ég er að reyna að stilla mig. En það gengur stundum illa, til dæmis þegar maður les fréttir eins og þessa. Katrín Júlíusdóttir ætlar að fara að „lokka“ hingað trúaða Banda- ríkjamenn. Ha?! Því ekki nuddstofur fyrir ofsatrú- aða zíonista? Því ekki sérstakar heilsulindir fyrir íslamista? Eru trúaðir Bandaríkjamenn einmitt sá hópur sem við viljum tengja við land okkar? Það hlýtur að vera hægt að fara að tína einhver fjallagrös. Allt annað en þetta! blog.eyjan.is/illugi Illugi Jökulsson Dómarar valda upplausn Heimskir rangindamenn í stétt héraðsdómara valda upplausn í samfélaginu. Með röngum dómum í meiðyrða- og móðgunar málum siga þeir útrásar- víkingum og öðrum fjárglæfra- mönnum á sögumenn válegra tíðinda. Þöggunin á uppruna sinn hjá dómurum, sem sjálfvirkt skella milljón króna sekt á hvern fréttamann. Þannig er Gunnlaugur Sigmundsson framsóknarfaðir kominn í málaferli, einnig Pálmi Haraldsson og Jón Ásgeir Jóhannesson. Björn Ingi Hrafnsson hótar líka öllu illu, haldi menn ekki kjafti. Jafnvel Vítisenglar æsa sig í skjóli dómara. Geðbilað ofbeldis- fólk rakar inn sektum. Upplausnin er dómurum um að kenna. jonas.is Jónas Kristjánsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.