Fréttablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 50
15. DESEMBER 2011 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● hátíðarmatur ● Nautasteik roastbeef (innanlæri) 1 kg = 1 klst. ● Kálfabógur með beini 1 kg = 1½ - 2 klst. ● Lambalæri með beini 2,5 kg = 1½ - 2 klst. ● Lambahryggur í heilu 2-2,5 kg = 1½ klst. ● Svínakambur, pörusteik 2 kg = 1½ - 2 klst. ● Hamborgarhryggur 40-45 mínútur pr. kg ● Kalkúnn í heilu 5-6 kg = 4-4½ klst. ● Kjúklingur, heill 1,4 kg = 1½ klst. Ef um minni steikur er að ræða, tIl dæmis lund, er best að byrja á að „loka“ steikinni með því að brúna hana fyrst á pönnu og láta hana svo klárast í ofni. Þá er kjöthita- mælir alveg ómissandi. Munið að láta steikina „jafna sig“ á fati í um10 mínútur áður en hún er borin á borð og skorin. ELDUNARTÍMI HANGIKJÖTS Hangikjöt er sett í pott með köldu vatni og suðan látin koma mjög hægt upp, í allt að klukkutíma. Þá er kjötið soðið í 20-30 mínútur, potturinn tekinn af hellunni og kjötið látið kólna í soðinu. Ef elda á hangikjötslæri í heilu með beini, sem er um það bil 2,5 kg, er gott að pakka lærinu vel í álpappír (matta hliðin látin snúa út). Lærið fer síðan í kaldan ofn stilltan á 200 °C og bakað þannig í 2 klukkustund. Kjötið verður einstaklega mjúkt og safaríkt við þessa aðferð. KJARNHITI Í KJÖTI EFTIR TEGUNDUM, MÆLDUR ÞEGAR ÞAÐ ER TEKIÐ ÚR OFNINUM ● Nautakjöt – rautt (rare) = 55-60 °C ● Nautakjöt – meðalsteikt (medium) = 60-65 °C ● Nautakjöt – gegnsteikt (well done) = 65-68 °C ● Hreindýrakjöt – rautt (rare) 55-60 °C ● Hreindýrakjöt – meðal (medium) 60-65 °C ● Hreindýrakjöt – gegnsteikt (Well done) = 65-68 °C ● Kálfakjöt – rautt (rare) = 58-60 °C ● Kálfakjöt – meðal (medium) = 60-65 °C ● Kálfakjöt – gegnsteikt (well done) = 65-68 °C ● Lambakjöt – meðalsteikt (medium) = 70 °C ● Lambakjöt – gegnsteikt (well done) = 75 °C ● Hangikjöt – vel soðið = 68-70 °C ● Svínakjöt – meðalsteikt (medium) = 65 °C ● Svínakjöt – gegnsteikt (well done) = 75 °C ● Kalkúnabrjóst – gegnsteikt = 70 °C ● Kalkúnn heill – 68-70 °C Réttur hiti og réttur litur Eldunartími kjöts fer eftir tegund, lagi og fituinnihaldi. NORDICPHOTOS/GETTY Til að steikin heppnist sem allra best um hátíðarnar þarf að huga vel að því hve lengi þarf að elda það og við hve mikinn hita. Á vef Leiðbeiningastöð heimilanna er að finna gagnlegar upplýsingar um eldunartíma kjöts. Eldunar- og steikingartími kjöts fer eftir ýmsu. Til dæmis tegund og aldri sláturdýrsins, laginu á steikinni og hve fituinnihald í vöðvanum er hátt. Mælt er með notkun kjöthitamælis til að fá steikina eins og best getur orðið. Þá er mikilvægt að yfirborð steikarinnar nái ætíð 75° hita til að drepa niður bakteríur ef þær eru til staðar. Hér fyrir neðan er gefinn upp til viðmiðunar eldunartími nokkurra kjöt- tegunda en miðað er við að kjötið sé sett í kaldan ofn sem stilltur er á 200°. Tíminn og hitastigið fer meira eftir þykkt steikurinnar en vigt. Bæði hitastig og tímalengd getur því orðið breytileg. Við leggjum áherslu á ferskt og gott hráefni en vör-urnar framleiðum við að mestu sjálf,“ segir Sigríður H. Björnsdóttir hjá Kjöthöllinni. Fyrirtækið byggir á gömlum gildum, en afi Sigríðar, Christi- an Christensen, stofnaði Kjöt- höllina árið 1944 á Klömbr- um. Björn og Sveinn Christen- sen tóku við af föður sínum árið 1974 ásamt eiginkonum sínum, Sigfríði Friðþjófsdóttur og Unni Birgisdóttur, og í dag vinna dætur þeirra, Sigríður og Anna Björk Sveinsdóttir, einnig í fyrirtækinu. Gamlar vinnsluaðferðir eru hafðar í heiðri í Kjöthöllinni en einnig hefur vöruþróun orðið mikil. „Við bjóðum upp á það helsta í kjötvöru sem fólk setur á jólahlaðborðið, lifrarkæfu og paté, rifjasteik, roastbeef, svína- rúllupylsu, grafið nautafile, tví- reykt hangikjöt og fleira spenn- andi,“ segir Sigríður. „Lifrarkæf- una og villipatéið er hægt að fá í stórum formum til að stinga í ofn. Þá á vel við að bera pa- téið fram með steiktu beikoni, sveppum og sultuðum rauð- lauk eða rifsberjasultu,“ segir Sigríður. Þeir sem búa patéið til sjálfir geta fengið hakkaða svínalifur og hakkað svínaspekk í Kjöt- höllinni. „Þá er bara eftir að blanda saman við kryddi, beik- oni, svína- eða kálfakjöti, eftir smekk. Kálfakjöt eigum við yfir- leitt alltaf á boðstólum, svo sem læri og snitsel,“ segir Sigríður og Anna Björk bendir á að jóla- skinkan í Kjöthöllinni sé einnig vinsæl á jólaborðið. „Við lögum skinkuna sjálf að sænskri forskrift, en hún var fyrst löguð af afa okkar Christi- an Christensen. Skinkan er syk- ursaltað svínalæri sem hægt er að fá með beini eða án. Ein- staklega gott er að sjóða hana og setja síðan í ofn með sinn- epshjúp og baka þar til hjúpur- inn verður gullinbrúnn. Flestir kaupa aðeins umfram til að eiga í ísskápnum og borða kalda, til dæmis með góðu sinnepi,“ segir Anna. „Við vinnum einnig ham- borgarhrygginn okkar sjálf. Þá bjóðum við upp á lambakjöt, til dæmis úrbeinað læri eða létt- reykt lambakjöt, og villibráð svo sem hreindýr, villigæsir og skoskar rjúpur. Nautakjöt og kalkúnn er einnig vinsælt á há- tíðarborðið og hægt er að panta hjá okkur jóla- og áramótamat- inn og sækja rétt fyrir jól,“ segir Anna. „Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu.“ Sérútbúin jólasteik Kjöthöllin er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1944 á Klömbrum á Klambra- túni. Þar eru gömul gildi í heiðri höfð og áhersla lögð á persónulega þjónustu. Anna Björk Sveinsdóttir og Sigríður H. Björnsdóttir með hátíðarmatinn sem er hægt að panta í Kjöthöllinni og sækja rétt fyrir jól. Verslanir eru í Skipholti 70 og á Háaleitisbraut 58 til 60. www.kjothollin.is. MYND/GVA KYNNING  AUGLÝSING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.