Fréttablaðið - 15.12.2011, Side 64

Fréttablaðið - 15.12.2011, Side 64
15. desember 2011 FIMMTUDAGUR48 Ríólítreglan er barna- og fjölskyldusaga eftir Krist- ínu Helgu Gunnarsdóttur sem fjallar um tryggðar- bandalag fimm ungmenna, sem þau stofna með sér til að standa saman gegn ógnaröflum hulduheima. Fyrir nokkrum árum byggði fjöl- skylda sér hús á holti í úthverfi Reykjavíkur. Brjóta þurfti kletta- borg að húsabaki. Eftir að fjöl- skyldan flutti inn varð fljótlega vart við umgang annarra en heim- ilisfólksins. Talsvert bar á skruðn- ingum, skellum og dynkjum. Sjón- varpstæki fór í gang, ljós lifnuðu og hlutir hurfu og komu aftur í ljós. Svo rammt kvað að þessu að börnin veigruðu sér við að vera ein heima. Að lokum þurftu húsráð- endur að fá til sín sérlegan huldu- miðil til að ná sáttum við flótta- fólkið sem eigraði um nýja húsið. Sérfræðingurinn náði samningum við huldufólkið með því að grá- grýtishnullungi, úr horfnu kletta- borginni að húsabaki, var komið fyrir á baðherbergi hjónanna á neðri hæðinni. Þar stendur grjót- ið enn í dag, á miðju marmaragólf- inu, og hjónin klofa yfir það til að komast í sturtuna sína. Saga af erfiðum aðstæðum Þessi nýlega reykvíska huldufólks- saga varð Kristínu Helgu Gunn- arsdóttur innblástur fyrir nýjustu skáldsöguna, Ríólítregluna. Með slæðist ein tröllasaga og sagan af ribbaldanum Torfa í Klofa, sem flúði til fjalla með allt sitt hyski og hafurtask þegar svarti dauði síðari lagðist á landsmenn á miðöldum. Í Ríólítreglunni er sögð saga fimm meðlima tryggðarbanda- lags, sem þeir stofna með sér til að standa saman gegn ógnaröflum hulduheima. Þetta er líka saga um flóknar og erfiðar aðstæður fjór- tán ára ungmenna, saga um mun- aðarleysi og skuggaleg leyndarmál sem börn geta geymt. Kristín Helga fór í rannsóknar- leiðangur á fjöll við undirbún- ing bókarinnar. „Ég er alltaf á einhverju fjallaflakki. Í þetta sinn gekk ég inn jökulgilið, inn í Þrengsli og kannaði þessar slóðir sem ég ætlaði að láta mínar sögu- persónur fara um og feta þannig í fótspor Torfa í Klofa. Það er svo skemmti- legt hvernig sagan af Torfa rennur saman við þjóðsögurnar. Það er til þessi dásamlega saga af honum, þegar hann flýr með allt sitt hafurtask upp á Torfajökul. Þar er sagt frá því hvernig jök- ullinn er klofinn í tvennt og inni í honum miðjum sé þessi dásamlegi skógi vaxni dalur. Þarna sett- ist hann með sitt fólk. Það eru afkomendur hans sem mínar sögupersónur eru að kljást við.“ Með grjót í poka Kristín Helga hefur áður unnið með þjóðsögur í verkum sínum, meðal annars í Draugaslóð, þar sem Fjalla-Eyvindur og Reyni- staðabræður komu við sögu. „Það fennir fljótt yfir þessar þjóðsög- ur. Þegar ég var að skrifa Drauga- slóð komst ég að því að mörg börn vita lítið um Fjalla-Eyvind. Börnin höfðu líka kannski heyrt söguna af Reynistaðarbræðrum en gátu ekki haft hana eftir. Ég hef gaman af því að nota minni úr huldufólks- sögum og þjóðsögum. Um leið varðveitast þessir gömlu fjársjóðir vonandi betur í hugum krakkanna okkar.“ Kristín Helga hefur fengið góð viðbrögð við bókinni, bæði hjá dætr- um sínum þremur, henn- ar helstu gagnrýnendum, og fjölda grunnskóla- barna sem hún hefur heimsótt að undanförnu, á vegum verkefnisins Skáld í skólum. Með sér hefur hún borið grjót í poka. „Ég tek ríólít með mér í upplestrana. Ríólít er það sama og líparít en við erum eina þjóðin í heiminum sem kallar þessa bergtegund líp- arít. Krökkunum finnst ógurlega gaman að skoða þetta litríka grjót. Ríólít er líka þeim eiginleikum gætt að það verndar mann gegn fortíðinni, hjálpar manni að taka ákvarðanir og eflir sjálfstraustið. Ég hef verið í því að dreifa ríólít- molum.“ holmfridur@frettabladid.is 48 menning@frettabladid.is MEÐ VINNUFÉLAGANUM, EMILÍU FLUGU „Emilía er harðduglegur kjölturakki og finnst allt dásamlegt sem ég segi og skrifa,“ segir Kristín Helga um vinnufélaga sinn, Emilíu Flugu. MYND/ÚR EINKASAFNI RÍÓLÍTMOLI Í LÓFA Það er gott að bera ríólítmola með sér þegar ferðast er um ókunnar slóðir. Hann verndar gegn fortíð, eflir sjálfstraust og hjálpar til við að taka ákvarðanir. MYND/ÚR EINKASAFNI Sönn nútímasaga af huldu- fólki og þjóðsögur í bland JÓLATÓNLEIKAR Á AKUREYRI Kammerkórarnir Ísold og Hymnodia halda saman jólatónleika í Akureyrarkirkju í kvöld klukkan 20.30. Með þeim koma fram Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðluleikari, Hjörleifur Örn Jónsson slagverksleikari og Eyþór Ingi Jónsson harmóníumleikari. Á efnisskránni eru vel þekkt jólalög auk þess sem frumflutt verður nýtt lag sem Michael Jón Clarke samdi fyrir kórinn. Þá verða leikin tvö nýleg jólalög eftir Daníel Þorsteinsson og ný útsetning eftir Eyþór Inga Jónsson Jan-Philipp Fruehsorge, listfræð- ingur og galleríisti, fjallar um teikninguna í samtímamyndlist í alþjóðlegu og listsögulegu sam- hengi í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur klukkan 20 í kvöld. Erindi Fruehsorge er í tengslum við sýninguna Hraðari og hægari línur. Þá mun sýningarstjórinn Birta Guðjónsdóttir einnig leggja orð í belg. Jan-Philipp Fruehsorge hefur skrifað og fjallað sérstaklega umteikningu sem listmiðli. Á sýningunni Hraðari og hæg- ari línur eru sýnd valin verk í eigu listsafnaranna Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur. Línurnar skýrast 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 METSÖLULISTI EYMUNDSSON 07.12.11 - 13.12.11 Konan við 1000˚ - Hallgrímur Helgason Sómamenn og fleira fólk - Bragi Kristjónsson Jarðlag í tímanum - Hannes Pétursson Húshjálpin - kilja - Kathryn Stockett Hjarta mannsins - Jón Kalman Stefánsson Málverkið - Ólafur Jóhann Ólafsson Holl ráð Hugos - Hugo Þórisson Gamlinginn sem skreið út um gluggann - Jonas Jonasson Einvígið - Arnaldur Indriðason Brakið - Yrsa Sigurðardóttir SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT Ég hef gaman af því að nota minni úr huldufólks- sögum og þjóðsögum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.