Fréttablaðið - 15.12.2011, Side 68

Fréttablaðið - 15.12.2011, Side 68
15. desember 2011 FIMMTUDAGUR52 Kvöldskóli BHS vorönn 2012 Innritun í málmiðnadeild kvöldskóla BHS verður eftirfarandi daga: fimmtudag 15. desember kl. 17 - 19 föstudag 16. desember kl. 17 - 19 Eftirtaldir áfangar verða í boði fyrir málmiðngreinar. Tilvalið fyrir þá sem eru að fara í sveinspróf í málmiðngreinum. Einnig eru kenndar allar suðugreinar, s.s. MIG/MAG, TIG, logsuða og rafsuða, handa- og plötuvinna, aflvélavirkjun og rennismíði, grunnteikning og raf- magnsfræði. EÐL-102 Eðlisfræði ITM-114 Tölvuteikning TTÖ-102 Tölvuteikning RÖK-102 Rökrásir bóklegt RAT-112 Rafeindatækni bóklegt MRM-112 Mælingar í rafmagni REN - allir áfangar Bókleg rennismíði STÝ-102 Bókleg stýritækni VFR-223 Fagbókleg vélfræði AVV-323 Verkleg vélvirkjun HSU-102/212 Verkleg suða HSU 232 Verkleg þunnplötusuða, ál / stál / ryðfrítt LSU-102/202 Verkleg suða RSU-102/202 Verkleg suða STÝ-202 Verkleg stýritækni KÆL-102 Verkleg kælitækni + bókleg REN-103/203 Rennismíði fyrir byrjendur REN-344/443 Rennismíði, framhald Verklegir áfangar Bóklegir áfangar Kennsla hefst föstudaginn 6. janúar Kennslu lýkur mánudaginn 30. apríl Ath.: Áfangar geta fallið niður, náist ekki nægur fjöldi í hópa. Sjá einnig á vef skólans: www.bhs.is Skólameistari Svartur hundur prestsins (Kassinn) Heimsljós (Stóra sviðið) Fim 22.12. Kl. 19:30 Fors. Fös 23.12. Kl. 12:00 Fors. Mán 26.12. Kl. 19:30 Frums. Mið 28.12. Kl. 19:30 2. sýn. Fim 29.12. Kl. 19:30 3. sýn. Lau 7.1. Kl. 19:30 4. sýn. Sun 8.1. Kl. 19:30 5. sýn. Lau 14.1. Kl. 19:30 6. sýn. Sun 15.1. Kl. 19:30 7. sýn. Lau 21.1. Kl. 19:30 8. sýn. Sun 22.1. Kl. 19:30 9. sýn. Lau 28.1. Kl. 19:30 10. sýn. Sun 29.1. Kl. 19:30 11. sýn. Lau 4.2. Kl. 19:30 12. sýn. Sun 5.2. Kl. 19:30 13. sýn. Lau 11.2. Kl. 19:30 1. Aukas. Sun 12.2. Kl. 19:30 2. Aukas. Lau 18.2. Kl. 19:30 14. sýn. Sun 19.2. Kl. 19:30 15. sýn. Lau 25.2. Kl. 19:30 16. sýn. Sun 26.2. Kl. 19:30 17. sýn. Hreinsun (Stóra sviðið) Fös 30.12. Kl. 19:30 15. sýn. Fim 5.1. Kl. 19:30 16. sýn. Fös 13.1. Kl. 19:30 17. sýn. Fös 20.1. Kl. 19:30 18. sýn. Fös 27.1. Kl. 19:30 19. sýn. Mið 28.12. Kl. 13:30 Frums. Fim 29.12. Kl. 13:30 2. sýn. Fim 29.12. Kl. 15:00 3. sýn. Fös 30.12. Kl. 13:30 4. sýn. Fös 30.12. Kl. 15:00 5. sýn. Sun 8.1. Kl. 13:30 6. sýn. Sun 8.1. Kl. 15:00 7. sýn. On Misunderstanding (Kassinn) Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan) Mið 28.12. Kl. 19:30 Frums. Fim 29.12. Kl. 19:30 2. sýn. Fös 30.12. Kl. 19:30 3. sýn. Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö U U U U U Leitin að jólunum Lau 17.12. Kl. 11:00 Lau 17.12. Kl. 13:00 Lau 17.12. Kl. 14:30 Sun 18.12. Kl. 11:00 Sun 18.12. Kl. 13:00 Sun 18.12. Kl. 14:30 Ö Ö Ö Ö Ö Ö U Sun 8.1. Kl. 19:30 33. sýn. Fim 12.1. Kl. 19:30 34. sýn. Fös 20.1. Kl. 19:30 37. sýn. Lau 21.1. Kl. 19:30 38. sýn. Fös 27.1. Kl. 19:30 39. sýn. Lau 28.1. Kl. 19:30 40. sýn. Bækur ★★★★ Með sumt á hreinu - Jakob Frímann Magnús- son lítur um öxl Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir JPV Útgáfa Unaðs- og eftirvæntingar- hrollur fór um margan tón- listarnördinn og áhuga- manninn um íslenska dægurmenningu, undir- ritaðan meðtalinn, þegar fréttist að hinn afbragðs- færi rithöfundur Þór- unn Erlu- Valdimarsdóttir væri í miðjum klíðum að tappa af Jakobi Frímanni Magnússyni. Að festa á blað minningar frá mörgum lífum í nokkrum löndum áður en fennti um of yfir fortíðina, eins og þús- undþjalasmiðurinn Jakob orðar það sjálfur. Í raun hafði það verið mál margra lengi vel að ef slíkum lesendum væri akkur í að nokkur leysti frá skjóðunni, á einlægan en jafnframt spennandi hátt, væri það téður Jakob Frímann, Kobbi Magg, Jobbi Maggadon, Jack Magnet, Frí- mann Flygenring … Ástæðan er vitanlega sú að mað- urinn er forvitnilegt eintak. Ham- hleypa til flestra verka, hvort held- ur í tónlist, þátttöku í stjórnmálum eða hvers kyns reddingum, svo fátt sé nefnt. Áberandi, umdeildur og með feitari ferilskrá en flestir á sama reki. Í stuttu máli: flest þau nauðsynlegu hráefni sem prýða ættu safa- r íka ævi- sögu og gera bitastæð- ari en geng- ur og gerist um tónlistar- tengda for- vera sína hér á landi. Segjast verður að í Með sumt á hreinu tak- ist Jakobi og Þórunni ætl- unarverk sitt og vel það. Sögurnar óteljandi, sumar kunnuglegar en aðrar ekki, og lýsingar á staðháttum eru á sínum stað. Allt frá uppvaxtar- árum á Akureyri og í Hlíðunum, Stuðmönnum og Menntaskólan- um í Hamrahlíð (raunar virðist Jakob afar stoltur og jafnvel upp- tekinn af stöðu sinni sem MH-ing- ur enn þann dag í dag) til London, Los Angeles í hinum ýmsu erinda- gjörðum, með viðkomu í kóngsins København, Kína, Indlandi og fleiri stöðum. Frásagnarmátinn er allur Jakobs, sérstakur og stórskemmti- legur, en þó undir styrkri stjórn Þórunnar sem gætir þess að fáum spurningum er ósvarað, þótt gjarn- an sé vangaveltum laumað inn snemma og á ólíklegum stöðum og þær síðar útskýrðar með rökréttri framvindu. Undantekningin frá þessu, sem því miður kemur í veg fyrir að Með sumt á hreinu geti talist fullkom- lega skotheld ævisaga, er sú hlið sem viðkemur sjálfri tónlistinni. Eins mikið og Jakob gengst upp í hlutverki „reddarans“, sjálfvilj- ugur eður ei, er í bókinni hlaupið fullhratt yfir leyndardómana sem hljóta að felast í sköpun margra þeirra dægurperla sem lifað hafa með þjóðinni, jafnvel áratugum saman. Bók sem þessi ætti, að mati undirritaðs, hreint og beint að öskra á hlustendur að rífa upp hverja plötuna á fætur annarri, ýmist til að kortleggja ókönnuð lönd eða endurnýja gömul kynni. Nánari persónulýsingar á litskrúð- ugu og afar misþekktu samstarfs- fólki hefðu einnig verið vel þegnar. Að því sögðu er frásögnin svo persónuleg, átakanleg á köflum (meðal annars af alkóhólisma móður, sambandsslitum, óseðjandi þorsta í vitneskju um eigin þoku- kenndu ættfræði) og vel heppnuð að vandasamt er að sogast ekki með inn í hringekjuna, sem þrátt fyrir allt er yfirleitt sveipuð jákvæðum ljóma. Í bókinni segist Jakob aldrei hafa skilið þörf fólks til að taka sér frí, því hver er tilgangurinn með að hvíla sig á því sem er gaman. Sá andi er lýsandi og skilar sér ræki- lega í þessari skemmtilegu ævi- sögu. Kjartan Guðmundsson Niðurstaða: Stórskemmtileg og einlæg saga manns sem hefur frá margfalt fleiru að segja en flestir hans líkar. Hver hóll, hver þúfa, hvert ból Áratuga hefð er fyrir jóla- söngvum Kórs Langholts- kirkju en kórinn held- ur ferna jólatónleika um helgina. Jón Stefánsson kór- stjóri segir hugmyndina með tónleikunum hafa verið að fá fólk til að losna við jólastressið. „Ég fékk þessa hugmynd árið 1978 að halda tónleika eftir að búðir lokuðu síðasta föstudag fyrir jól. Við byrjuðum í Kristskirkju, og tónleikarnir heppnuðust afar vel. Fólk kom með innkaupapokana og kvaddi jólastressið undir tónleik- unum okkar. Síðan vorum við eitt ár í Bústaðakirkju en frá árinu 1982 höfum við verið í Lang- holtskirkju. Fyrstu jólin var ekki einu sinni komið gler í gluggana og þá kviknaði sú hugmynd að bjóða upp á heitt súkkulaði og smákökur í hléi,“ rifjar Jón Stefánsson, stjórn- andi Kórs Langholtskirkju, upp. „Í fyrstu voru ætíð einir tón- leikar, en aðsóknin jókst á hverju ári og segir Jón að þegar svo var komið að yfir 900 manns voru mættir til að hlýða á tónleikana þá hafi þau gengist við því að það þyrfti að bjóða upp á fleiri tón- leika. „Í fyrstu héldum við þrenna og nú eru þeir orðnir fernir, frá föstudegi til sunnudags. Við syngj- um í rúman klukkutíma en með hléi eru þetta um tveggja klukku- tíma tónleikar, fólk verður auð- vitað að fá færi á að spjalla yfir heita súkkulaðinu og piparkökun- um í hléinu,“ segir Jón. Tónleikarnir eru á föstudag klukkan ellefu, laugardag klukk- an átta og ellefu og á sunnudag klukkan átta. Ásamt Kór Lang- holtskirkju syngur Gradualekór Langholtskirkju en gestakór verð- ur Táknmálskórinn undir stjórn Eyrúnar Ólafsdóttur en hann mun flytja á táknmáli nokkur laganna á tónleikunum með kórum kirkj- unnar. Kórarnir flytja jólalög hvor fyrir sig og einnig allir saman, bæði hátíðleg og einnig með léttri sveiflu. Áheyrendur taka virkan þátt í almennum söng. Hljóðfæra- leikararnir Hallfríður Ólafsdótt- ir og Arna Kristín Einarsdóttir leika á flautur, Monika Abendroth á hörpu og Lára Bryndís Egg- ertsdóttir á orgel. Um létta djass- sveiflu sjá Kjartan Valdemarsson á píanó, Gunnar Hrafnsson á bassa og Pétur Grétarsson á trommur. Einsöngvarar eru Andri Björn Róbertsson, Eivør Pálsdóttir, Guð- rún Matthildur Sigurbergsdótt- ir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Einnig syngjafélagar úr Grad uale- kór Langholtskirkju einsöng. Sungu í gluggalausri kirkju JÓN STEFÁNSSON Eivör Pálsdóttir verður í hópi einsöngvara sem koma fram með Kór Lang- holtskirkju á tónleikunum um helgina. Þar verður meðal annars frumflutt nýtt jólalag eftir hana. „Ég hef einu sinni samið lag fyrir jólatónleika áður, en mér finnst vanalega erfitt að semja jólalög. En svo gerðist það að ég missti pabba minn fyrr á árinu, því miður. Og mér datt í hug að semja lag um það hvernig manni líður eftir að hafa misst einhvern nákominn. Nú nálgast fyrstu jólin án pabba og það verður skrítið að halda jólin án hans,“ segir Eivör, sem tileinkar lagið horfnum ástvinum. Eivör hefur áður sungið á jólatónleikum Langholtskirkju. „Mér finnst eins og jólin séu komin þegar jólatónleikar Kórs Langholtskirkju fara fram,“ segir Eivör. „Og mér tókst meira að segja að fá mömmu og systur mína hingað um helgina, en í næstu viku förum við heim og höldum hefðbundin jól í Færeyjum með stórfjölskyldunni.“ Jólalag Eivarar heitir Jólaminnir á færeysku en Eyþór Árnason snaraði textanum yfir á íslensku. TILEINKAÐ ÞEIM SEM HAFA MISST ÁSTVIN MEÐ KÓR LANGHOLTSKIRKJU Eivør Pálsdóttir hefur áður komið fram á jólatón- leikum Langholtskirkju, til dæmis árið 2005 þegar þessi mynd var tekin.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.