Fréttablaðið - 15.12.2011, Side 84

Fréttablaðið - 15.12.2011, Side 84
15. desember 2011 FIMMTUDAGUR68 RÝMIN GARS ALA 3 SMÁ RAR – LAUG AVEGI 25 Leggin gs frá 1.990 ,- Toppa r frá 1 .990,- Kjálar frá 2. 990,- Skór f rá 3.9 90,- Fyrir tuttugu árum fluttu Margrét Hrafnsdóttir og Jón Óttar Ragnarsson til Los Angeles og settust á skólabekk í kvikmyndagerð. En það er fyrst núna að þau eru að láta drauminn ræt- ast. „Við vorum að koma frá Kanada og London, Við byrjum á fullu að undirbúa tökur í Montréal þann 7. janúar, tökurnar hefjast í lok febrúar og svo verðum við hér- lendis í mars,“ segir Margrét Hrafnsdóttir kvikmyndafram- leiðandi. Hún og eiginmaður hennar, Jón Óttar Ragnarsson, eru að leggja lokahönd á undir- búning kvikmyndarinnar Kill the Poet sem fjallar um storma- samt líf Steins Steinarrs, félaga hans í Unuhúsi og samband hans við listakonurnar Louisu Matt- híasdóttur og Nínu Tryggvadótt- ur. Með aðalhlutverkin í myndinni fara þau Nick Stahl, Anita Briem og Nína Dögg Filippusdóttir. Bankahrunið setur strik Myndin hefur verið lengi í vinnslu og framleiðsla hennar hefur oft staðið tæpt. „Við vorum næstum því búin að sigla henni í örugga höfn 2007, leikararnir voru komnir og allt var klappað og klárt þegar bankahrunið varð,“ segir Margrét og bætir því við að þá hafi þau þurft að standa frammi fyrir erf- iðum ákvörðunum. „Við þurftum að horfa raunsætt á málið, hvort við ætluðum virkilega að fara í þessa þrautagöngu, að byrja aftur fjármögnun á myndinni. Við sjáum ekki eftir þeirri ákvörðun í dag.“ Margrét er jafnframt viss um að Kill the Poet eigi meira erindi við fólk í dag en hún átti kannski fyrir hrun. Hún fjalli um lista- menn sem eru að berjast fyrir lífi sínu. „Louisa og Nína Tryggva- dóttir hittast til að mynda í París og flýja stríðið saman til Íslands. Þessi hópur listamanna myndast hérna út af stríðsástandi og það á svo sterkt við í dag.“ Gerir mynd með William Hurt Þau hjónin eru með fleiri járn í eldinum á kvikmyndasvið- inu. Margrét er hluti af fram- leiðendateymi spennutryllis- ins Terra Infirma sem skartar meðal annars stórleikaran- um William Hurt í stóru hlut- verki ásamt Terence Stamp. Margrét hefur lagt það til að ein- hverjar tökur myndarinnar fari fram hér á landi auk þess sem íslenskum leikara hefur verið boðið að leika í myndinni. „Ég kynntist þessu fólki í gegnum meðframleiðanda okkar í Kill the Poet. Um leið og maður hefur sýnt að maður getur hluti þá opnast einhverjar dyr,“ segir Margrét. Herbalife hliðarskrefið Margrét og Jón Óttar eru kannski þekktust sem Herbalife-hjónin hér á landi. Kvikmyndagerðin hefur samt alltaf átt hug þeirra og hjarta, hún var ástæðan fyrir því að þau fluttu út. „Ég kynntist Herbalife úti árið 1996 og grunaði aldrei að þetta ætti eftir að verða svona stórt. Fyrirtækið var virt en þótti kannski ekkert sérstaklega „kúl“.“ En það átti svo sannarlega eftir að breytast, offitufaraldur- inn svokallaði hefur breytt við- horfi fólks, heilsumarkaðurinn fer sífellt stækkandi og Herbalife er nú skráð á hlutabréfamarkað í New York með David Beckham og Lionel Messi sem sína helstu tals- menn.“ Margrét segir að þau hefðu aldrei getað farið út í kvikmynda- gerð af þessari stærðargráðu ef ekki hefði verið fyrir Herbalife- ævintýrið. „Okkar bakgrunnur er fyrst og fremst menning og listir. Ragnar í Smára framleiddi smjör- líki til að geta haldið uppi lista- mönnum. Maður verður að hafa sterkan fjárhagslegan bakgrunn til að geta lagt af stað í svona ferðalag.“ Unnið með Clinton Árin eru orðin fimmtán í Banda- ríkjunum og Margrét hefur reynt ýmislegt. Hún er dyggur stuðn- ingsmaður Demókrataflokksins og vann náið með Hillary Clin- ton þegar hún reyndi að fá útnefn- ingu flokksins til forsetaframboðs. „Hún er alveg einstök kona,“ segir Margrét um Hillary Margrét mun eyða tveimur mán- uðum í að vinna við kosningabar- áttu Demókrataflokksins á næsta ári en þá verða forsetakosning- ar og Barack Obama sækist eftir endurkjöri. Margrét segist trúa því að hann nái því takmarki. „Hann hefur kannski ekki staðið undir væntingum og að mínu mati fór hann of snemma út í þetta. En hann verður áfram forseti Banda- ríkjanna því framboð Repúblikana er bara ekki beysið og komið svo langt út í hægri öfgar, nema ein- hver nýr og spennandi fari í fram- boð.“ Herbalife kom mér í kvikmyndabransann VIÐ LEIÐI STEINS STEINARRS Margrét Hrafnsdóttir framleiðir tvær myndir á næstunni: Kill the Poet, sem eiginmaðurinn Jón Óttar leikstýrir, og svo Terra Inferma með William Hurt og Terence Stamp í stórum hlutverkum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.