Fréttablaðið - 15.12.2011, Síða 88

Fréttablaðið - 15.12.2011, Síða 88
15. desember 2011 FIMMTUDAGUR72 Hljómsveitin Pollapönk fagnaði útgáfu nýjustu plötu sinn- ar Aðeins meira Pollapönk með tónleikum í Salnum í Kópa- vogi á dögunum. Útgáfutónleikar Pollapönks heppnuðust mjög vel og var fjöldi barna jafnt sem fullorðinna á meðal gesta. Aðeins meira Pollapönk inniheldur tólf frumsamin lög sem eru ætluð öllum aldurshópum. Lögin Ættarmót og Hananú hafa nú þegar náð vinsældum. KRAKKARNIR SÁU POLLAPÖNK FJÖLSKYLDUSTEMNING Sigríður Eir Guðnadóttir, kona Pollapönkarans Haraldar Freys Gíslasonar, ásamt svilkonu sinni Láru Rúnarsdóttir, sem er gift Pollapönkaranum Arnari Þór Gíslasyni, bróður Haraldar Freys. Hérna eru þær með dætrum sínum Huld Haraldsdóttur, Hrönn Haraldsdóttur og Emblu Guðríði Arnarsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GAMAN Sigríður Þorsteinsdóttir, Ingibjörg Þórðardóttir, Ingibjörg Kristmundsdóttir, Ragnheiður Kristín Þórðardóttir og Sigrún Þorsteinsdóttir skemmtu sér vel á tón- leikunum. STUÐ Miriam Daníelsdóttir, Elínóra Krist- jánsdóttir og Hjörvar Óli Kristjánsson. Í STUÐI Stefanía Dís Oddgeirsdóttir, Katla Björt Oddgeirsdóttir, Arnar Ari Hauksson, Viktor Orri Oddgeirsson og Guðmundur Róbert Oddgeirsson voru í stuði á tónleikunum. TVEIR TÖFFARAR Egill Jónsson og Ari Freyr Kristinsson sáu Pollapönk. HIN FJÖGUR FRÆKNU Ása Jenný Ágústdóttir, Ásta Katrín Ágústsdóttir, Álfrún Tinna Guðnadóttir og Albert Arnarson ætluðu sko ekki að missa af tónleikunum. POLLAPÖNKARI Haraldur Freyr Gíslason söng lög af nýju plötunni. Breska söngkonan Cheryl Cole er greinilega búin að jafna sig á sambandsslitunum við knatt- spyrnukappann Ashley Cole, en blaðið The Sun hermir að hún sé byrjuð með upptökustjóranum Patrizio Pigliapoco. Hann er 21 árs gamall og því sjö árum yngri en Cole. Parið kynntist þegar Piglia- poco stjórnaði upptökum Cole vestanhafs og segir The Sun þau vera ástfangin upp fyrir haus. Cole hefur enn ekki staðfest sögusagnirnar. Kærastinn sjö árum yngri en Cheryl BROSIR BREITT Cheryl Cole er byrjuð með upptökustjóranum Patrizio Piglia- poco samkvæmt The Sun. NORDICPHOTOS/GETTY Tónlist ★★★★ Land míns föður Einar Scheving Sannkallaður gæðagripur Land míns föður er önnur sólóplata trommu- leikarans Einars Scheving. Sú fyrri, Cycles, var instrúmental djassplata með frumsömdu efni. Flott plata sem fékk m.a. Íslensku tón- listarverðlaunin. Land míns föður er ólík, þó að djassinn sé áfram grunnurinn. Á henni eru bæði þekkt íslensk þjóðlög og lög eftir Einar, flest við ljóð þekktra íslenskra skálda. Platan er tileinkuð föður Einars, Árna Scheving, sem lést árið 2007, en hann var mikils metinn tónlistarmaður. Um leið er platan óður til lands og þjóðar. Á henni koma fram, auk Einars, hljóðfæraleikar- arnir Skúli Sverrisson, Óskar Guðjónsson, Eyþór Gunn- arsson, Davíð Þór Jónsson og Guðmundur Pétursson og söngvararnir Egill Ólafsson, KK, Ragnheiður Gröndal, Raggi Bjarna, Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius. Einvala lið. Þetta er sannkölluð gæðaplata. Tónlistin er mjög vönduð, bæði útsetningar og flutningur, og það sama má segja um umslagið og plötubæklinginn. Platan rennur vel í gegn, á hægu tempói. Á henni eru mörg flott lög, eigin- lega hvergi veikur punktur. Mitt uppáhaldslag er samt Stríðið, sem Einar samdi við ljóð Halldórs Laxness og Egill Ólafsson syngur af mikilli tilfinningu. Á heildina litið flott þjóðleg djassplata. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Einar Scheving fer á kostum ásamt einvala liði tónlistarfólks. Rúm ellefu þúsund manns hafa séð myndband Geirs Ólafssonar við lagið Við hoppum af nýrri barna- plötu hans, Amma er best. Aðspurður segir Geir viðbrögð- in meiri en hann bjóst við. „Yfir- leitt gerir maður myndbönd svona til gamans. En það er bæði gaman að fólk hefur skoðanir á mynd- bandinu og líka laginu. Það er kominn 51 sem líkar þetta og 17 sem mislíkar, þannig að það er töluverður munur. Það er gaman líka að sjá „statusana“ á Youtube því það er að fá áhorf annars stað- ar í heiminum líka,“ segir Geir og á við Bandaríkin. „Það er dálítið skemmtilegt en við erum fyrst og fremst að hugsa um íslenska mark- aðinn og það sem við erum að gera hér.“ Öll lögin á Amma er best eru eftir Guðmund Rúnar Lúðvíksson. Leikstjóri myndbandins var Frið- rik Grétarsson og var það María Rut, ellefu ára dóttir hans, sem myndskreytti það. - fb Geir vinsæll á netinu SÁTTUR Geir Ólafsson er ánægður með viðtökurnar við nýja myndbandinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.