Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.12.2011, Qupperneq 90

Fréttablaðið - 15.12.2011, Qupperneq 90
15. desember 2011 FIMMTUDAGUR74 Systurnar Anna Kristrún og Björg Gunnarsdætur halda úti blogginu Over- onecoffee.com en þar er að finna fallega hönnun og sniðugar lausnir í hversdeg- inum. Bloggið er mjög vin- sælt og fær um þrjú þúsund flettingar daglega. „Nafnið kom til vegna þess að bloggið er eitthvað sem maður dundar sér við að skoða yfir einum kaffibolla,“ segir Anna Kristrún Gunnarsdóttir verkefnastjóri sem heldur úti blogginu Overonecof- fee.com ásamt systur sinni Björgu Gunnarsdóttur, margmiðlunar- hönnuði. Systurnar byrjuðu með bloggið í haust en það er vinsælt og á einum mánuði eru flettingar um 26 þús- und. Bloggið er því farið að taka meiri tíma en þær bjuggust við og ýmsar hugmyndir komnar upp um framhaldið. En af hverju byrjuðu þær að blogga? „Við vorum báðar komnar með stútfullar möppur af myndum með fallegri hönnun og lausnum af inter- netinu sem við vissum ekki hvað við ættum að gera við. Björk er marg- miðlunarhönnuður og gerði þessa síðu fyrir okkur en við deilum ein- skærum áhuga á hönnun, föndri og lausnum. Það má því segja að við höfum stofnað bloggið til að halda hugmyndum til haga og beina fólki inn á falleg blogg sem við sjálf- ar lesum,“ segir Anna en hún er í fæðingarorlofi með sitt þriðja barn og staðfestir að hún ráðist yfirleitt í framkvæmdir á borð við bloggið þegar hún er í orlofi. Systurnar blogga á ensku til að ná til fleiri lesenda en á blogginu má meðal annars finna föndurupp- skriftir, hönnun fyrir börn og tísku en Björg er að klára sveinspróf í kjólasaum og stefnir á áframhald- andi nám í fatahönnun. Systurnar ákváðu að hafa sam- band við íslenska hönnuði í desemb- er og hafa eins konar happdrætti á blogginu á íslenskri hönnun og handverki. „Fyrst ætluðum við að hafa þetta svona aðventugjöf og höfðum samband við nokkra hönn- uði,“ segir Anna en eftirspurn- in var mikil og aðventudagatalið er orðið jóladagatal þar sem einn heppinn lesandi fær gjöf á hverj- um degi. „Þetta hefur lagst vel í lesendur enda gaman að fá eitt- hvað fallegt. Við erum með ýmsar hugmyndir í kollinum varðandi það að gera meira úr blogginu en það verður bara að koma í ljós.“ alfrun@frettabladid.is Blogga um hugmyndir og hönnun HUGMYNDARÍKAR Systurnar Björg og Anna Kristrún Gunnarsætur deila ein- skærum áhuga sínum á hönnun með lesendum bloggsins overonecoffee.com. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG Hjartaknúsarinn Ryan Gosling heldur áfram að heilla kvenþjóð- ina og mætir þessa dagana reglu- lega í ballettkennslu. Að sögn einkakennara hans er leikarinn ekki að undirbúa sig fyrir hlut- verk, heldur dansar hann ballett eingöngu ánægjunnar vegna. Gosling er víst mjög hæfi- leikaríkur dansari og hefur orðið betri í uppáhaldsíþrótt sinni, körfubolta, eftir að tím- arnir hófust. Hann æfir ballett- sporin iðulega í körfuboltabux- um og fær fyrir vikið margar augngotur. Ballettinn er bara einn þátt- ur í því að halda Gosling upp- teknum, en hann hefur viður- kennt að þurfa alltaf að hafa nóg fyrir stafni til þess að geta haft ánægju af lífinu. Ballerína í frístundum LIPUR DANSARI Ballett er góð jafn- vægis- og styrktarþjálfun. Það veit Ryan Gosling. NORDICPHOTOS/GETTY Við erum með ýmsar hugmyndir í kollinum varðandi það að gera meira úr blogginu en það verður bara að koma í ljós. ANNA KRISTRÚN GUNNARSDÓTTIR VERKEFNASTJÓRI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.