Fréttablaðið - 15.12.2011, Side 96

Fréttablaðið - 15.12.2011, Side 96
15. desember 2011 FIMMTUDAGUR80 MUTV, Liverpool TV og Chelsea TV fylgja frítt með áskrift að Stöð 2 Sport 2 Þú færð meirafyrir peningana 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR Misstu ekki trúna um jólin! Sjá! Ég boða yður mikinn fögnuð sem veitast mun öllum lýðnum: Sex heilar umferðir í desember og meira til! Hvaða jólastjarna blikar skærast í ár? Finnur Liverpool galdrana í gömlu skónum hans Kennys? Nær þjálfarinn með rauða trýnið að koma drengjunum sínum til himna á ný? Svörin opinberast í sex helgileikjum með þínu liði í jólamánuðinum. Og minnstu þess að halda sunnudaginn heilagan. Þá koma vitringarnir tveir og færa þér gjafir sínar – bull, ergelsi og firru! Sjáðu sex helgileiki með þínu liði í desember. Tryggðu þér áskrift! Gefðu áskriftarkort að Stöð 2 Sport 2 í jólagjöf. Það fæst hjá okkur í Skaftahlíðinni! Iceland Express kv. í körfu Hamar-Valur 68-73 (29-33) Stig Hamars: Samantha Murphy 30, Katherine Virginia Graham 11, Kristrún Rut Antonsdóttir 8, Álfhildur Þorsteinsdóttir 8 (14 frák.), Jenný Harðardóttir 7, Sóley Guðgeirsdóttir 4. Stig Vals: Melissa Leichlitner 26, Kristrún Sigurjónsdóttir 15, María Ben Erlingsdóttir 8(10 frák.), Guðbjörg Sverrisdóttir 6, Berglind Karen Ingvarsdóttir 6, Signý Hermannsdóttir 4 Þórunn Bjarnadóttir 4, Hallveig Jónsdóttir 2, María Björnsdóttir 2 KR-Haukar 58-70 (26-41) Stig KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 17, Margrét Kara Sturludóttir 12, Helga Einarsdóttir 9, Bryndís Guðmundsdóttir 9, Erica Prosser 7, Hafrún Hálfdánardóttir 2, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 2. Stig Hauka: Hope Elam 20, Margrét Rósa Hálfdánardótir 16, Jence Ann Rhoads 10 (9 stoðs./5 stolnir), Guðrún Ósk Ámundardóttir 9, Íris Sverrisdóttir 9, Auður Ólafsdóttir 6 Snæfell-Keflavík 68-61 (37-24) Stig Snæfells: Hildur Sigurdardóttir 16, Kieraah Marlow 15 (13 frák./6 stoðs.), Hildur Björg Kjartansdóttir 15 (8 frák./7 stoðs.), Alda Leif Jónsdóttir 13, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 6, Björg Guðrún Einarsdóttir 3 Stig Keflavíkur: Jaleesa Butler 21, Birna Valgarðsdóttir 17, Sara Rún Hinriksdóttir 11, Pálína Gunnlaugsdóttir 6 (8 frák./7 stoðs.) r, Sandra Lind Þrastardóttir 2, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Helga Hallgrímsdóttir 2. Njarðvík-Fjölnir 60-68 (24-38) Stig Njarðvíkur: Petrúnella Skúladóttir 21 (12 frák.), Salbjörg Sævarsdóttir 15, Ólöf Helga Pálsdóttir 7 (10 frák./5 stolnir), Emelía Ósk Grétarsdóttir 6, Sara Dögg Margeirsdóttir 5, Erna Hákonardóttir 4, Harpa Hallgrímsdóttir 2. Stig Fjölnis: Brittney Jones 32 (13 stolnir), Erla Sif Kristinsdóttir 12, Birna Eiríksdóttir 8, Bergdís Ragnarsdóttir 7 (11 frák.) Katina Mandylaris 7 (17 frák.), Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2. STAÐAN Í DEILDINNI: Keflavík 13 10 3 1046-928 20 Njarðvík 13 9 4 1087-965 18 KR 13 8 5 990-907 16 Haukar 13 7 6 964-941 14 Snæfell 13 7 5 886-904 14 Valur 13 5 8 885-962 10 Fjölnir 13 4 9 956-1075 8 Hamar 13 2 11 887-1019 4 ÚRSLIT Í GÆR HANDBOLTI Noregur og Danmörk tryggðu sér sæti í undanúrslit- um á HM kvenna í Brasilíu í gær eftir örugga sigra. Heimsmeist- arar Rússa eru hins vegar úr leik eftir tap á móti Frökkum. Danir verða næstir til að mæta Frökk- um sem hafa slegið út bæði Svía og Rússa. Þórir Hergeirsson er að gera frábæra hluti með norska liðið sem hefur spilað betur með hverjum leik eftir tap á móti Þýskalandi í fyrsta leik. Noregur vann öruggan 30-25 sigur á Króatíu eftir að hafa verið 16-12 yfir í hálfleik og náð mest tíu marka forystu (27-17) í seinni. Dönsku stelpurnar unnu 28-23 sigur á Angóla. Danska liðið, sem var nærri því dottið út fyrir Japan í 16 liða úrslitunum, byrj- aði leikinn mjög vel og var 15-11 yfir hálfleik. Leikmenn Angóla gáfust ekki upp og náðu að breyta muninum úr 20-15 í 20-19 í seinni hálfeik. Þær dönsku voru sterkari á endasprettinum. Frakkar unnu 25-23 sigur á Rússum en þær voru komnar í 24-19 þegar 10 mínútur voru eftir. Leik Brasilíu og Spánar í 8 liða úrslitum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. - óój HM kvenna í handbolta: Þórir með Noreg í undanúrslitin ÞÓRIR HERGEIRSSON Þjálfar norsku stelpurnar með frábærum árangri. AFP KÖRFUBOLTI Kvennakarfan hefur verið opin og skemmtileg í vetur og það sýndi sig og sannaði í leikj- um gærkvöldsins þar sem þrjú efstu lið deildarinnar töpuðu sínum leikjum. Haukakonur fóru í DHL-höllina og unnu KR á sama tíma og Keflavík tapaði fyrir Snæ- felli í Stykkishólmi og Fjölnir vann í Njarðvík. Snæfell vann óvæntan 68-61 sigur á toppliði Keflavíkur í Stykkishólmi. Snæfellskonur eru gríðarlega öflugar á heimavelli og sönnuðu það enn á ný í þessum leik. Snæfellsliðið lagði grunn að forystu sinni með því að breyta stöðunni úr 5-5 í 18-7 í fyrsta leikhluta en Snæfell var síðan 21-11 yfir við lok fyrsta leikhlutans. Snæfellskonur bættu aðeins við í öðrum leikhluta og voru með þrettán stiga forskot í hálfleik, 37-24. Keflavík sótti að þeim í seinni hálfleiknum en Snæfell hélt út og vann sinn sjötta sigur í sjö heimaleikjum í vetur. Haukakonur unnu tólf stiga sigur á KR, 70-58, í DHL-höllinni og hafa þar með unnið báða leiki sína á móti KR-konum í vetur. Liðin mætast síðan í 16 liða úrslitum bikarsins í byrjun janúar. Haukar eru nú aðeins tveimur stigum á eftir KR og með betri árangur í innbyrðisleikjum. KR-konur byrjuðu leikinn vel, komust í 8-0 og voru 13-7 yfir þegar þrjár og hálf mínúta var eftir af fyrsta leikhlutan- um. Haukaliðið skoraði átta síð- ustu stig leikhlutans, vann annan leikhlutann 26-13 og var því með fimmtán stiga forskot í hálfleik, 41-26. KR náði að minnka mun- inn í fjögur stig, 56-60, þegar sex og hálf mínúta var eftir en Hauk- ar unnu lokakafla leiksins 10-2 og tryggðu sér glæsilega sigur. Njarðvík átti því möguleika á því að taka toppsætið af Keflavík með sigri á Fjölni á heimavelli. Fjölnir vann hins vegar átta stiga útisigur í Njarðvík og hefur því unnið tvo leiki í röð og náð fjög- urra stiga forskot á Hamar í fall- baráttunni. Njarðvíkurliðið var búið að vinna fjóra leiki í röð en liðið lék án bandarísku leikmann- anna Shanae Baker-Brice og Lele Hardy og það munaði greinilega mikið um þær. Valskonur áttu góðan endasprett í Hveragerði og tryggðu sér 73-68 sigur með því að vinna lokaleikhlutann 26-18. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hamarsliðið missir frá sér forystu í lokin og liðið hefur nú tapað sjö leikjum í röð. - óój ÖLL TOPPLIÐIN TÖPUÐU Það var mikið um óvænt úrslit í kvennakörfunni í gær því þrjú efstu liðin í deildinni töpuðu, þar af tvö þeirra, Njarðvík og KR, á heimavelli. FRAMHJÁ LITLU SYSTUR Guðrún Ósk Ámundadóttir, fyrirliði Hauka, fer hér fram hjá Margréti Köru Sturludóttur og systur sinni Sigrúnu Ámundadóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.