Fréttablaðið - 15.12.2011, Side 98

Fréttablaðið - 15.12.2011, Side 98
15. desember 2011 FIMMTUDAGUR82 NFL „Hver er þessi Tim Tebow?“ Það er spurning sem ansi margir hafa verið að spyrja sig undanfarnar vikur. Tebow hefur komið eins og stormsveipur inn í NFL-deild- ina og þó svo að flestir sérfræðingar segi að hann geti lítið og hafi ekkert að gera í NFL- deildina er hann búinn að vinna sjö leiki af þeim átta sem hann hefur spilað í deildinni. Nú eru allt í einu farnar að heyrast raddir um að velji eigi leikmanninn þann besta í NFL-deildinni. Lið Denver Broncos byrjaði leiktíðina hörmulega og vann aðeins einn af fyrstu fimm leikjum sínum. Tebow fékk tækifæri í fimmta leiknum og eftir það hefur gengi liðsins gjörbreyst þannig að Denver er búið að vinna síðustu sex leiki sína. Í mörgum þeirra hefur Tebow alls ekki verið góður. Reyndar oft hreinlega mjög lélegur. Hann hefur samt ítrekað stigið upp í lokin og klárað leiki á lygilegan hátt. Einn leik vann hann þó svo að hann hefði aðeins klárað tvær sendingar í leiknum. Slíkt á ekki að vera hægt. Kallaður „Mile High Messiah” Hjá Tebow virðist allt vera hægt. Engin furða er að menn kalli hann kraftaverka- mann og í Bandaríkjunum er nú talað um „Mile High Messiah“, en Denver leikur sína leiki á Mile High, ekki fjarri Klettafjöll- unum. Þrír af þessum leikjum hafa unnist í framlengingu, en það er met í NFL-deild- inni. Ekkert lið hefur áður unnið þrjá leiki í framlengingu á einu tímabili. Tebow þurfti ekki marga leiki til. Leikir Denver með Tebow innanborðs eru ávísun á spennu og dramatík. Það er beðið eftir því að það fjari undan þessu ótrúlega gengi en Tebow virðist vart geta tapað. Það er reyndar engin nýlunda hjá leik- manninum, sem á að baki farsælan feril í háskólaboltanum. Saga þessa unga manns er einnig einstök, en bakgrunnur hans er ólíkur bakgrunni annarra leikmanna í deild- inni. Foreldrarnir trúboðar og Tebow var krafta- verkabarn Hinn 24 ára gamli Tebow er fæddur í borg- inni Makati á Filippseyjum, þar sem for- eldrar hans sinntu trúboði. Faðir hans er prestur og móðir hans var alin upp við heraga enda dóttir ofursta í bandaríska hernum. Hún veiktist afar illa er hún gekk með Tim og féll meðal annars í dá. Ástand henn- ar var svo slæmt að mælt var með því að hún færi í fóstureyðingu. Hún átti á hættu að deyja og búist var við því að barnið myndi fæðast andvana. Hún neitaði því. Má því segja að Tim sé kraftaverkabarn. Hann er yngstur fimm systkina og ekkert þeirra gekk í grunnskóla. Þau voru í heima- skóla hjá móður sinni, þar sem trúin var einnig í fyrirrúmi. Þarf því ekki að koma á óvart að Tim sé mjög trúaður og fari reglu- lega með bænir í leikjum ásamt því að biðja fyrir og eftir leik. Messías lentur í Klettafjöllunum NFL-leikstjórnandinn Tim Tebow er mjög óvænt orðinn ein stærsta stjarnan í bandarísku íþróttalífi. Þessi strangtrúaði drengur hefur þaggað niður í nær öllum sérfræðingum. Þeim finnst flestum að hann geti ekki neitt. Þrátt fyrir það framkallar Tebow kraftaverk í nær hverjum leik og getur ekki hætt að vinna. ÞAGGAR NIÐUR Í EFASEMDARMÖNNUM Tim Tebow hefur unnið leiki á ótrúlegan hátt og er talað um kraftaverk í þeim efnum. Hann fær alvöru próf um næstu helgi er hann mætir Tom Brady. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES „Tebow-reglan” Á síðasta ári settu yfirmenn háskólaíþróttanna nýja reglu í lagasafn sitt. Hún er aldrei kölluð annað en „Tebow-reglan“ enda sett á út af Tim Tebow. Hún gengur út á að leikmenn megi ekki setja nein orð eða auglýsingar í andlitsmálninguna sína. Flestir iðkendur amerísks fótbolta setja svartar línur undir augun fyrir leiki að hermannasið. Tebow gerði gott betur og skrifaði „John 3:16“ í málninguna í einum leik. Í kjölfarið slógu 92 millj- ónir manna þessa setningu inn á Google-leitar- vefinn. Tebow hélt áfram að setja vísanir í Biblíuna undir augun og alltaf tók Google stóran kipp. Nokkuð er síðan yfirmenn NFL-deildarinnar settu slíka reglu hjá sér þannig að Tebow þarf að leita annarra leiða til þess að breiða út fagnaðarerindið. Árið 1996 var reglum í Flórída breytt á þann hátt að krakkar í heimaskóla máttu stunda íþróttir með öðrum skólum. Þar opnaðist gluggi fyrir Tim, sem fór að spila amerískan fótbolta með framhaldsskólanum í hverfinu, en hann bjó þá í Jacksonville. Vakti snemma athygli Í fyrsta skólanum þar sem hann spilaði fékk hann ekki að vera leikstjórnandi og því skipti hann um skóla. Reyndar þurfti hann að flytja lögheimili sitt til þess að geta spilað með skólanum. Þegar hann byrjaði að fara á kostum þar risu deilur um hvort krakkar í heimaskólum mættu spila þar sem þeir vildu. Strákurinn sýndi snemma hvað í honum bjó, en hann var þeim kostum gæddur að geta bæði kastað og hlaupið. Einnig vakti keppnisharka hans athygli, en hann lék eitt sinn heilan hálfleik fótbrotinn og spilaði vel. Hann var valinn besti framhaldsskólaleik- maður Flórída í tvígang og var í kjölfarið eftirsóttur af mörgum háskólum. ESPN sagði hann vera eitt mesta íþrótta- efni í Bandaríkjunum og hann fékk líka umfjöllun í Sports Illustrated-tímaritinu. Hann ákvað á endanum að spila með Florida Gators. Hann var varaleikstjórnandi á fyrsta ári sínu í skólanum en fékk samt talsvert að spila og átti stóran þátt í því að Flórída varð Bandaríkjameistari það ár. Bestur í háskólaboltanum á öðru ári Á öðru ári var hann orðinn byrjunarliðs- maður. Þá var nokkuð talað um að hann kynni ekki að kasta almennilega og um það er reyndar enn rætt. Engu að síður kláraði hann 217 af 317 sendingartilraunum sínum, kastaði fyrir 29 snertimörkum og aðeins sex sinnum kastaði hann boltanum til andstæð- inga. Þess utan hljóp hann um 800 metra með boltann og skoraði þannig 22 snerti- mörk. Hann hljóp 160 metra í einum leik. Tebow setti fjölda meta þetta tímabil og vann að lokum Heisman-bikarinn, sem er veittur besta háskólaleikmanninum í land- inu. Eftirsótt og virðingarverð verðlaun. Tebow var fyrsti maðurinn í sögunni sem fékk þau strax á öðru ári sínu í háskóla. Svipað var upp á teningnum á þriðja árinu. Tebow sló hvert metið á fætur öðru og aftur varð Flórída Bandaríkjameistari. Tebow varð ekki nema þriðji í Heisman- kjörinu að þessu sinni þó svo að hann fengi flest atkvæði í fyrsta sætið. Á meðal eftirminnilegra meta sem hann sló þetta ár var met yfir flest snertimörk hlaupara hjá skólanum. Það met átti Emmitt Smith, einn besti hlaupari sögunnar, en leik- stjórnandinn Tebow skákaði honum. Hugsaði meira um boltann en stelpur Margir vildu sjá hann í NFL-valinu eftir þriðja árið en hann ákvað að klára fjórða árið í skólanum. Með aukinni fjölmiðlaum- fjöllun fóru fjölmiðlar að gerast ágengari. Einn fjölmiðlamaður veiddi upp úr leik- manninum að hann væri hreinn sveinn. Fékk fjölmiðlamaðurinn miklar skammir fyrir að dreifa slíkum persónuupplýsingum. Leikmaðurinn var að hugsa um íþróttir en ekki stelpur og það sást á spilamennsk- unni. Í lokaleik sínum kastaði hann og hljóp samtals fyrir um 520 metrum, sem er met í úrslitaleik háskólaboltans. Þrátt fyrir frábæran háskólaferil efuð- ustu margir um að Tebow hefði það sem til þyrfti í NFL-deildinni. Það sást vel á því að hann var númer 25 í nýliðavalinu hjá Denver. Efasemdarmennirnir eru enn margir en Tebow vinnur þá hægt og rólega á sitt band þessa dagana. Hann er þegar búinn að koma öllum á óvart með spilamennsku sinni í vetur og verður áhugavert að sjá hvaða kraftaverk trúboðinn framkallar í framtíð- inni. Stuðningsmenn Denver dýrka og dá hann og trúa því að sjálfur Messías sé lentur í Klettafjöllunum. henry@frettabladid.is FÓTBOLTI Harry Redknapp, stjóri Tottenham, vill sjá fótboltann feta í fótspor handboltans og prófa að vera með tvo aðaldóm- ara á vellinum. Redknapp trúir því að það muni fækka mistökum dómara. Redknapp segist gera sér grein fyrir því að erfitt sé að gera svo róttækar breytingar en hann mælir með því að þetta fyrir- komulag verði prófað. „Það má vel vera að ég verði óvinsælasti stjórinn í deildinni fyrir að stinga upp á þessu en ég tel að það sé góð hugmynd að bæta við öðrum aðaldómara,“ sagði Redknapp í pistli sínum í The Sun. „Starf dómara er ekki auð- velt og það vita allir. Ég vil ekki gagnrýna þá og tel að það myndi fækka mistökum að bæta við dómara. Það er betra fyrir alla. Dómarar eru mannlegir og gera mistök eins og aðrir. Við eigum því að hjálpa þeim að fækka mis- tökunum.“ - hbg Harry Redknapp: Vill prófa tvo aðaldómara REDKNAPP Alltaf að stinga upp á ein- hverju sniðugu. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Daily Mail greindi frá því í gær að Chelsea væri til í að sætta sig við gríðarlegt tap út af Fernando Torres og ætlaði að selja hann á 20 milljónir punda í janúar. Torres kom til Chelsea frá Liverpool í janúar síðastliðnum á 50 milljónir punda og hefur aðeins skorað þrjú mörk síðan. Torres er dýrasti leikmaður- inn í sögu enska boltans en hefur sama og ekkert getað hjá Chelsea og félagið er búið að missa þolin- mæðina gagnvart Spánverjanum. Ýmislegt hefur verið gert til þess að hressa Torres við og meðal annars vonuðust forráða- menn Chelsea til þess að koma landa hans, Juans Mata, myndi hjálpa til við að koma honum í gang en það hefur ekki gerst. Torres er á háum launum og Chelsea er sagt vilja losna við baggann sem fylgir Torres og telur fullreynt að hann muni ekki gera nokkuð af viti fyrir félagið. - hbg Fernando Torres: Sagður vera falur á gjafverði FÓTBOLTI Það lak út í gær hvað Ashley Cole öskraði að leikmönn- um Manchester City svo allt varð vitlaust í göngunum eftir leik Chelsea og Man. City. Cole ku hafa öskrað: „Stöð 5, vonandi skemmtið þið ykkur vel þar á fimmtudögum“ og var með því að gera grín að City fyrir að hafa ekki komist áfram í Meist- aradeildinni. City er aftur á móti í Evrópu- deildinni og sú keppni er sýnd á hinni lítt vinsælu Stöð 5 í Eng- landi. Stuðningsmenn Chelsea sungu einmitt „Stöð 5“ grimmt í leiknum til þess að stríða leik- mönnum City. - hbg Ashley Cole til Man. City: Góða skemmt- un á Stöð 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.