Fréttablaðið - 16.12.2011, Side 4

Fréttablaðið - 16.12.2011, Side 4
16. desember 2011 FÖSTUDAGUR4 SAMFÉLAGSMÁL Meirihluti velferðarnefndar Alþingis hefur lagt til að þingsályktunartillaga um að heimila skuli staðgöngumæðrun verði samþykkt. Tveimur minnihlutaálitum var skilað þar sem lagst var gegn því að tillagan yrði sam- þykkt nú. Þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir að vel- ferðarráðherra skipi starfshóp til að undirbúa frumvarp til laga sem heimili staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Flutningsmenn tillögunnar eru 23 þingmenn úr öllum flokkum nema Hreyfing- unni. Meirihluti velferðarnefndar telur að tillagan sé vel unnin og leggur áherslu á að breytingar sem gerðar hafi verið milli þinga séu mjög til bóta. Tillagan var einnig lögð fram á síðasta þingi, en nú hefur meðal annars verið lögð meiri áhersla á hag og réttindi barnsins og staðgöngumóður. Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar, skilaði minnihlutaáliti sem Birg- itta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, var samþykk. Birgitta er áheyrnarfulltrúi í nefnd- inni. Þær segjast ekki geta stutt tillöguna að svo komnu máli. Meirihluti umsagnaraðila hafi verið á móti tillögunni í fyrra og hið sama sé uppi á teningnum nú. Erfið siðferðileg álitamál eigi eftir að gaumgæfa og ræða. Eygló Harðardóttir, þing- maður Framsóknarflokks, skilaði öðru minni- hlutaáliti þar sem hún bendir á svipaða hluti og leggur áherslu á að málið verði unnið frekar áður en ákvörðun um smíði frumvarps verður tekin. - þeb STAÐGÖNGUMÆÐRUN 23 þingmenn hafa lagt fram tillögu um að staðgöngumæðrun verði heimiluð. Tveimur minnihlutaálitum var skilað og meirihluti umsagnaraðila setur spurningarmerki við tillöguna. NORDICPHOTOS/GETTY Meirihluti velferðarnefndar leggur til að skipaður verði starfshópur sem smíði frumvarp um málið: Meirihlutinn vill leyfa staðgöngumæðrun VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 5° 4° 3° 6° 5° 4° 4° 22° 5° 17° 10° 23° 1° 11° 15° 4°Á MORGUN Fremur hægur vindur. SUNNUDAGUR Vaxandi S-átt SV-til. -4 -5 -4 -3 -3 -1 -3 0 -4 -3 -8 2 4 5 8 7 12 11 4 3 5 7 -2 -5 -6 -7 -6 -1 1 -6 -9 -5 HELGIN Strekk- ingur austast í dag en fremur hægur vindur um allt land á morgun. Stöku él á morgun en fínt veður fyrir jólaundirbúning. Vaxandi S-átt SV-til á sunnudag með úrkomu síðdegis og á sunnudags- kvöld. Nokkuð bjart og hægur vindur A-til. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður Klassískar kiljur í hundraðatali Tilvalin jólagjöf! Collins Classics ritröðin: 499 kr. Mikið úrval bóka á góðu verði. Jólatilboð á tugum nýrra íslenskra bóka. Kynntu þér úrvalið á boksala.is Háskóli Íslands Háskólatorgi S. 570 0777 boksala@boksala.is GENGIÐ 15.12.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 217,0188 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 122,20 122,78 189,24 190,16 158,68 159,56 21,348 21,472 20,391 20,511 17,451 17,553 1,5675 1,5767 187,67 188,79 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is FERÐAFÓLK Erlendum ferðamönnum sem fara um Leifsstöð fjölgaði um fimmtung fyrri helming ársins í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HAGTÖLUR Heildarumsvif fyrir- tækja í ferðaþjónustu árið 2009 námu ríflega 230 milljörðum króna, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Í Hagtíðindum er sagt að gera megi ráð fyrir að útgjöld erlendra ferðamanna hafi verið liðlega 117 milljarðar króna á árinu 2010 eða rúmlega fimm prósentum hærri en árið áður. Fram til júní í ár hafði erlendum ferðamönnum sem fara frá Leifsstöð fjölgað um tæpt 21 prósent. „Á sama tíma má gera ráð fyrir að útgjöld erlendra ferða- manna hér innanlands hafi aukist um tæp 16 prósent,“ segir á vef Hagstofunnar. - óká Ferðamannatekjur aukast: Aukning um 16 prósent milli ára NEYTENDUR Neytendasamtökin eru fylgjandi því að settar verði reglur sem skylda skyndibitastaði til að merkja hitaeiningar á matseðla. Samtökin hafa sent umsögn við þingsályktunartillögu þess efnis, að því er fram kemur á vef þeirra. Neytendasamtökin telja að stjórnvöldum sé skylt að bregð- ast við þróun er varðar sívaxandi offitu Íslendinga. Því verði að telj- ast grundvallaratriði að neytendur séu upplýstir um næringargildi og fjölda hitaeininga í þeim mat sem þeir kaupa. - sv Merkingar á skyndibitastaði: Vilja reglur um hitaeiningar DANMÖRK Málsmeðferð í dóms- máli Amager-mannsins svokall- aða, sem ákærður er fyrir fjölda nauðgana og morða í nágrenni Amager í Kaupmannahöfn á rúmum 20 árum, lauk í gær. Dómur verður kveðinn upp á mánudag og refsing á fimmtu- dag. Hinn ákærði þvertekur fyrir að hafa framið glæpina sem hann er sakaður um, þar af eru tvö morð, þrátt fyrir að lífsýni úr honum hafi fundist í þremur tilfellum. „Ég veit að ég er 100% sak- laus. Það er maður einhvers staðar þarna úti sem með sama DNA og ég. Hann er sjúkur og hatar konur, en það geri ég ekki.“ - þj Amager-maður bíður dóms: Segist hafa sama DNA og morðinginn DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest dóm Héraðsdóms Norður- lands eystra þess efnis að rúm- lega tvítug kona skuli sæta þriggja mánaða fangelsi og greiða rúmlega 200 þúsund krón- ur í skaðabætur fyrir að kýla aðra konu í andlitið. Hin síðar- nefnda hlaut glóðarauga og blóð- nasir. Atvikið varð á dansgólfi skemmti staðar á Akureyri. Vegna áverka varð sú sem ráðist var á að vera frá vinnu dögum saman, því ekki þótti boðlegt að láta hana mæta til vinnu sem snyrtifræðingur, með bólgið og blátt auga, vegna eðlis starfsins. Árásarkonan hafði áður verið dæmd fyrir ofbeldisbrot og rauf nú skilorð. - jss Fékk þriggja mánaða fangelsi: Gat ekki unnið með glóðarauga ALÞINGI Unnið er að því að afla stuðn- ings við tillögu Sjálfstæðismanna um að ákæra Alþingis á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráð- herra, verði dregin til baka. Vonast er til að hægt verði að leggja tillög- una fram í dag. Heimildarmenn Fréttablaðsins innan Sjálfstæðisflokksins telja sig hafa aflað nægilegs stuðnings við tillöguna. Mikil áhersla er lögð á að fá meðflutningsmenn úr öðrum flokkum, en það mundi gera tillög- una sterkari. Þingflokkur Samfylkingarinn- ar fundaði um málið klukkan 13 í gær og til stóð að funda aftur í gær- kvöldi. Af því varð þó ekki. Oddný G. Harðardóttir, formaður þing- flokksins, sagði í samtali við Vísi að enginn þingmaður flokksins yrði meðflutningsmaður að slíkri tillögu. Það fer ekki saman við orð Sig- mundar Ernis Rúnarssonar sem útilokaði ekki, í samtali við Frétta- blaðið í gærkvöldi, að hann yrði meðflutningsmaður. „Ég þarf að skoða það hvort ég verð meðflutn- ingsmaður, ég áskil mér allan rétt til þess,“ sagði Sigmundur, en hann var á leið til landsins. Þingflokkur Vinstri grænna fundaði um málið í gærkvöldi. Þar var samþykkt að málið yrði ekki lagt fram í nafni þingflokksins. Einstaka þingmenn yrðu þó að ráða hvað þeir gerðu. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins kynnti Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir málið í þingflokknum og styður hún til- löguna. Ekki náðist í Guðfríði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gær. Líklega kemur þingsályktunartil- Leita stuðnings við afturköllun ákæru Sjálfstæðisflokkurinn leitar stuðnings þingmanna annarra flokka um stuðning við að draga ákæru á hendur Geir H. Haarde til baka. Telja sig hafa stuðning í öllum þingflokkum nema Hreyfingunni. Stjórnarþingmaður styður tillöguna. ÁKÆRÐUR Líkur eru á því að þingsálykturnartillaga verði lögð fram í dag um að afturkalla ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hyggst greiða atkvæði með tillögunni, komi hún fram. Til greina komi að vera meðflutnings- maður. „Ég fylgi áfram minni sannfæringu í málinu. Ég greiddi atkvæði gegn því að þessi fjórmenningar yrðu leiddir fyrir dóm og þar á meðal Geir. Mér finnst það ekki Íslendingum sæmandi að afgreiða hrunið með því að ákæra einn mann.“ Alls greiddu níu núverandi þingmenn Samfylkingarinnar gegn því að Geir yrði ákærður. Þeir eru: Árni Páll Árnason, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Guðbjartur Hannesson, Jóhanna Sigurðardóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Össur Skarphéðinsson. Styður tillögu – níu kusu gegn ákæru laga um málið fram í dag. Heimild- ir Fréttablaðsins herma að afbrigða verði leitað til að koma málinu á dagskrá, en tvær nætur verða að líða frá útbýtingu til afgreiðslu. Sjálfstæðismenn telja að tillagan sé þess eðlis að rétt sé að taka hana strax á dagskrá. Störf saksóknara Alþingis komist í uppnám verði til- lagan hangandi yfir honum. Því sé best að kjósa strax um hana. Óvíst er hvort stuðningur er við tillöguna inni á þingi. kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.