Fréttablaðið - 16.12.2011, Side 22

Fréttablaðið - 16.12.2011, Side 22
16. desember 2011 FÖSTUDAGUR22 LJÓSMYNDASYRPA: Aðventutónleikar Domus Vox í Hallgrímskirkju Himnesk stemming hjá Domus Vox Húsfyllir var á hinum árlegu aðventutónleikum Domus Vox í Hallgrímskirkju í fyrrakvöld þar sem 230 konur og stúlkur í Stúlknakór Reykjavíkur, Vox feminae og Canta- bile sungu hefðbundna kirkjutónlist undir stjórn Mar- grétar J. Pálmadóttur. Haraldur Guðjónsson fékk að fylgj- ast með undirbúningi stúlknakórsins og æfingum fyrir stóru stundina. GENGIÐ INN KIRKJUGÓLFIÐ Stúlkurnar ganga inn að sviðinu. Gestirnir horfa á, fullir eftirvæntingar. Nú er komið að stóru stund- inni eftir þrotlausar æfingar og undirbúning. Strax er hafinn undirbúningur að næsta stórverkefni sem er flutningur á tónlistinni úr Hringadróttinssögu, með Sinfóníuhljómsveitinni í febrúar. STÓRA STUNDIN NÁLGAST Stúlkurnar voru greinilega spenntar fyrir tónleikana en það var samt stutt í brosið. LOKAÆFINGIN Kórinn hitaði upp raddböndin við undirleik Guðrúnar Árnýjar Guð- mundsdóttur, sem er stjórnandi yngri deilda Stúlknakórs Reykjavíkur. Í VEIÐIMANN Fátt er betra en að taka í spil til að slappa af áður en alvaran tekur við. Í SÍNU FÍNASTA PÚSSI Stúlkurnar komu afar vel fyrir og voru með allt á hreinu bak- sviðs þegar undirbúningurinn var á lokastigi. ALLIR HJÁLPAST AÐ Stúlkurnar hjálpuðust að við undirbúning- inn. Hér er verið að leggja lokahönd á hárgreiðsluna. Á SVIÐINU Stúlknakórinn stóð sig með mikilli prýði sem og allir sem komu fram á tónleikunum, enda voru tónleikagestir í sjöunda himni með frammistöðu listakvennanna. Stúlknakórinn var stofnaður árið 1994, en í honum eru nú um 130 stúlkur á aldrinum fimm ára til 21 árs. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.