Fréttablaðið - 16.12.2011, Page 40

Fréttablaðið - 16.12.2011, Page 40
4 föstudagur 16. desember Sendum í póstkröfu Kringlan 4 - 12 Reykjavík s: 588 - 1705 Hafnarstræti 106, göngugötunni Akureyri s: 463 - 3100 Lj ós m yn da ri He id a. is M - 3XL 3 litir 5.900.- S - XL 2 litir 5.900.- Skyrta S - XL 5.900.- Golla S - XL 4 litir 4.950.- Gallabuxur bláar 8.900.- Gallabuxur svartar stretch 9.900.- Aldur: Jóhann: 31. Sædís: 26. Starf: Jóhann: Stjórnandi vídeóframleiðslu hjá CCP í Sjanghæ. Sædís: Fjármála- ráðgjafi og viðburðastjórnandi. Búseta: Sjanghæ, Jing‘an-svæðið. Hversu lengi hefur þú búið í borg- inni? Rúmlega eitt og hálft ár. Hver er helsti kosturinn við búsetu í borginni? Jó- hann: Fjölbreytnin, menningin og ævintýrin sem geta leynst á hverju horni. Sædís: Ef New York er borgin sem aldrei sefur, þá er Sjanghæ borgin sem aldrei sest niður. Það á vel við mig. Af hverju fluttir þú þangað: Jóhann: Mér bauðst staða hjá CCP í Sjanghæ en mig hefur allt- af langað að búa í stórborg. Sú staðreynd að þessi tiltekna stór- tborg var í Asíu gerði það enn meira spennandi. Sædís: Mig hefur alltaf langað að láta reyna á að búa annars stað- ar en á Íslandi og þegar tækifærið að flytja til Sjanghæ bauðst fannst mér einfaldlega ekki annað hægt en að láta á það reyna. Ef þú mættir taka einn hlut með þér aftur heim til Íslands, hvað væri það? Jó- hann: Sherpas. Alveg mögnuð heimsendingarþjónusta sem sendir heim frá helstu veitinga- stöðunum í borginni. Sædís: Það væri ekki hlutur heldur rétt- ur, sem heitir Spicy Chicken in Stone Pot af uppáhaldsveitinga- staðnum mínum, People‘s 7. Á erfitt með að ímynda mér lífið án hans. Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana þegar þú vaknar? Jóhann: Teygi mig í iPad-inn og skoða veðrið og fréttir sniðnar að mínum smekk í gegnum forritið Zite. Sædís: Teygi mig í iPhone-inn og skoða tölvupóstinn. Hvaða stað í borginni er nauðsynlegt fyrir ferðamenn að skoða? Bæði: Að fara upp í hæstu bygginuna í borg- inni (Shanghai World Financial Center) í ljósaskiptunum og verða vitni að umbreytingunni sem á sér stað þegar ljósadýrð- in tekur völdin er ansi mögnuð upplifun. Í einni setningu, hvern- ig myndirðu lýsa þjóðinni? Jóhann: Sparsöm, hagnýt og nýtir tækifærin þegar þau bjóð- ast. Sædís: Kínverska þjóðin er gríðar lega fjölmenn og ansi for- vitin að eðlisfari. Dagur í lífi Íslendings: Jóhann Örn Reynisson og Sædís Kolbrún Steinsdóttir SPARSAMT OG FORVITIÐ FÓLK Magnað útsýni Útsýnið úr efsta útsýnis- punkti borgarinnar í Shanghai World Financial Center. Innkaup Að versla hjá Avocado Lady. Kaupkonan á horninu. Horft yfir borgina Útsýnið af svölunum hjá okkur. Borgin Nanjing-göngugatan. Í góðra vina hópi Við ásamt vinum á góðri stundu í garðinum á veitingahúsinu Cotton‘s. Vinnustaðirnir Myndir af okkur fyrir utan vinnustaðina okkar. Skrifstofan hennar Sædísar er á 36. hæð í þessari byggingu. Sjanghæ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.