Fréttablaðið - 16.12.2011, Side 44

Fréttablaðið - 16.12.2011, Side 44
8 föstudagur 16. desember H elga er fædd og upp- alin á Akureyri og fékk snemma mik- inn áhuga á hann- yrðum og hönn- un. „Móðir mín og báðar ömmur voru allar miklar hannyrðakon- ur og það ýtti undir hönnunar- áhuga minn að vera svona mikið í kringum þær,“ útskýrir Helga. Hún hóf nám í félagsfræði við Háskóla Íslands eftir stúdents- próf en uppgötvaði fljótlega að námið hentaði henni ekki og söðlaði um. Hún flutti til Dan- merkur og stundaði fatahönn- unarnám við Hellerup Textil Col- lege og lærði þar margt nytsam- legt. „Við lærðum saumaskap og allt sem viðkom framleiðsluferl- inu en persónulega fannst mér vanta svolítið upp á hönnunar- hlutann sjálfan í náminu. Ég fór þess vegna í skiptinám til London til að bæta því við mig.“ Að náminu loknu fékk Helga vinnu sem aðstoðarhönnuður hjá tískumerkinu All Saints og vann þar í rúmt ár. Hún segir tísku- bransann mjög erfiðan og að vinnudagarnir hjá All Saints hafi verið langir og strangir en um leið lærdómsríkir. „Ég vann hjá einni ónefndri konu sem var hreinlega með pískinn á okkur allan daginn. Við máttum alls ekki mæta seint til vinnu og hún var mjög ströng og leiðinleg við undirmenn sína en ég held að ég hafi aldrei lært jafn mikið af nokkurri manneskju og henni. Hún gaf okkur mikla ábyrgð og ætlaðist til þess að við stæðum undir henni og skiluð- um verkefnum af okkur á réttum tíma. Þó að þetta hafi verið erfitt var þetta líka alveg ómetanleg reynsla.“ SKAPAÐI FYRSTU FATALÍNU ILSE JACOBSEN Helga segist hafa viljað næla sér í starfsreynslu hjá ólíkum hönn- unarfyrirtækjum að hönnunar- náminu loknu og verða sér þannig úti um alla þá vitneskju sem hún þurfti til að reka eigið fyrirtæki. Eftir ár hjá All Saints flutti hún til Íslands ásamt manni sínum og dóttur og hóf þá störf hjá íslenska tískumerkinu Nikita. Nokkru síðar flutti fjölskyldan aftur búferlum, í þetta sinn til Bandaríkjanna. „Þá hafði ég eignast mitt annað barn, lítinn strák. Mér fannst lítið um falleg föt á stráka og fór því að grúska og skoða á meðan ég var í fæðingarorlofinu og þar með kviknaði eiginlega hugmyndin að Ígló. Það liðu þó einhver ár á milli þess og þar til ég stofnaði fyrir- tækið árið 2008.“ Eftir dvölina í Bandaríkjunum flutti fjölskyldan aftur til Dan- merkur. Helga störf hjá danska hönnuðinum Ilse Jacobsen þar sem hún hafði yfirumsjón með fyrstu fatalínu hönnuðarins. Helga var þá búsett á Íslandi en flaug reglulega til vinnu sinnar í Dan- mörku. „Markhópur Ilse Jacobsen er töluvert ólíkur markhópum All Saints og Nikita en mér fannst mjög gaman að fá tækifæri til að takast á við ný verkefni. Þegar maður vinnur fyrir aðra hönn- uði þarf maður alltaf að vinna eftir ákveðnum reglum og leggja metnað sinn í að kynna sér það sem viðskiptavinurinn vill. Það er mikilvægt að geta hannað flík út frá öðru en sjálfri mér.“ Helga starfaði í níu ár sem hönnuður hjá nokkrum ólíkum tískumerkjum og að þeim tíma loknum fannst henni hún loks til- búin í sjálfstæðan rekstur. „Það er svo miklu meira sem felst í starfi hönnuðar en bara að hanna flík því það þarf líka að kunna á fram- leiðsluferlið allt. Ég mundi alltaf mæla með því að nýútskrifað- ir hönnuðir færu út að vinna og nældu sér í starfsreynslu. Maður lærir svo mikið af því að vinna fyrir aðra og á sama tíma bygg- ir maður upp sambönd og tengsl við annað bransafólk, sem nýtist manni vel í eigin rekstri. Hjá Ni- kita sá ég til að mynda um vöru- þróun og lærði ýmislegt við fram- leiðslu sem nýtist mér þegar Ígló var stofnað. Mér fannst styrkur að ég gæti séð um framleiðsluferlið allt sjálf.“ ÚR KVENTÍSKUNNI Í BARNATÍSKUNA Eftir þessi níu ár innan kventísku- bransans ákvað Helga að snúa sér alfarið að hönnun barnafatnaðar. Hún segir mikinn mun á hinum hraða heimi kventískunnar og hinum krúttlega heimi barnatísk- unnar. „Ég fékk bara nóg. Kven- tískan breytist svo ört og sá part- ur tískuheimsins er svo stór og hraður á meðan barnatískan er minni, vinalegri og fjölskyldu- vænni. Kventískan snerist mikið um djamm og að vera sætur og í flottustu fötunum á meðan barna- tískan er einlægari og almenni- legri. Það tók mig ekki langan tíma að kynnast réttu ljósmynd- urunum og réttu bloggurunum og samkeppnin er ekki eins óvægin.“ Fötin frá Ígló eru ætluð börnum frá aldrinum 0 til 10 ára. Helga hefur haft það að leiðarljósi að hanna þægileg og endingargóð föt á börn og skreytir þau með smáat- riðum eins og pífum, slaufum og líflegum mynstrum. „Mig langaði fyrst og fremst að hanna barna- föt sem börnin sjálf mundu vilja klæðast. Ég hef heyrt ómetanlegar sögur um lítil börn sem vilja helst sofa í flísgöllunum frá okkur því þeir eru svo mjúkir. Ég sæki inn- blástur í mín eigin börn og þau fá mikið að segja um hönnunina og eru jafnframt góðir talsmenn merkisins,“ segir hún brosandi. Í dag starfa sex manns hjá Ígló, þar á meðal grafískur hönn- uður, sölu- og markaðsstjóri, birgðamanneskja og verslunar- stjóri og starfsmaður í verslun Ígló við Laugaveg. Merkið fæst á 11 stöðum hér á landi en er auk þess fáanlegt í Danmörku, Sví- þjóð, Noregi, Þýskalandi, Frakk- landi, Bretlandi og Lúxemborg og bætir Helga við að hún sé af- skaplega stolt af því að varan sé einnig seld í Magasin Du Nord í Kaupmannahöfn. Óhætt er að segja fatnaðurinn frá Ígló hafi náð miklum vinsæld- um á heldur skömmum tíma og meðal annars hefur verið fjallað um merkið í tímaritum á borð við Vores Börn, Collezioni Baby og á vefsíðunni Bubble and Speak. Spurð út í nafn merkisins segir Helga það vera tilvísun í kulda og ís. „Kannski hefur það eitthvað með það að gera að þegar maður bjó úti var maður oft spurður að því hvort maður ætti heima í snjóhúsi,“ segir hún. HEIMILIÐ FLÆÐIR AF TEIKNINGUM Helga er gift Jóni Hauki Baldvins- syni og saman eiga þau tvö börn, eina stúlku og dreng. Fjölskyldan hefur búið í Danmörku, Bretlandi og Bandaríkjunum auk þess sem hjónin hafa látið reyna á fjarbúð nokkrum sinnum sökum vinnu. „Það eru vissulega viðbrigði að vera allt í einu einn í útlöndum eða einstætt foreldri á Íslandi en það er nokkuð sem maður tekst á við og veit að er aðeins tímabundið.“ Börnin virðast bæði hafa erft listræna hæfileika móður sinnar BARNATÍSKAN ER EINLÆG OG VINALEG Helga Ólafsdóttir er eigandi og yfirhönnuður barnafatamerkisins Ígló og hefur hlotið mikið lof fyrir hönnun sína bæði hér á landi og erlendis. Viðtal: Sara McMahon Mynd: Haraldur Guðjónsson

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.