Fréttablaðið - 16.12.2011, Síða 53

Fréttablaðið - 16.12.2011, Síða 53
Spi l ið er g r u ndva l lað á þykjustu leik barna og örvar ímyndunar aflið. Börnin geta auðvitað spilað Ævintýralandið sjálf en foreldrar sem spila það með börnum sínum gera það á þeirra for- sendum og verða eins konar farþegar í þeirra hugarflugi,“ segir Rúnar Þór Þórarinsson, annar höfunda spils- ins Ævintýralandið sem Pæling ehf. hefur sett á markað. „Spilið gengur þannig fyrir sig að sögumaður dreg- ur sögu af handahófi og les fyrsta hluta hennar upphátt fyrir aðra leik- menn. Þeir eru sögu hetjurnar og það er undir þeim komið að taka ákvarð- anir um framhaldið og leysa verkefni sögunnar í sameiningu. Ólíkt hefð- bundum sögum eru söguhetjurnar virkir þátttakendur og hafa áhrif á atburðarásina með hjálp skemmti- legra fylgigagna svo sem verkfæra, félaga og furðuhluta. Ævintýrin eru fengin úr hugmyndaheimi barna og ganga út á það sem öllum börnum þykir heillandi og skemmtilegt að sjá fyrir sér. Til dæmis að tína jarðar ber, byggja kofa, bjarga einhverjum úr brennandi húsi eða sjá eldgos. Auð- velt er að læra og spila Ævintýra- landið. Það er bæði hugsað fyrir fjöl- skyldur sem vilja eiga skemmtilega stund saman og börn sem einfald- lega hafa áhuga á því að hittast og skemmta sér. Allir geta brugðið sér í hlutverk sögumanns og skemmt sér með jafnt yngri sem eldri.“ Eiginkona Rúnars, María Huld Pétursdóttir, er hinn höfundur spilsins og hugmyndin kviknaði fljótlega eftir að þau eignuðust sitt fyrsta barn, son sem nú er að verða þrettán ára. „Þegar strákurinn var svona eins og hálfs árs fórum við að tala um það hvað við gætum gert til að verða náin honum þegar hann eltist svo hann fyndi til öryggis með okkur. Ég held að allir foreldr- ar vilji að börnin þeirra treysti þeim og segi þeim allt. Okkur fannst að besta leiðin til þess hlyti að vera að taka þátt í hugarflugi barns- ins á for sendum þess. Við kom- umst svo að því þegar við byrjuð- um að setja okkur inn í hans hug- arheim að þegar börnin læra að tala er hugur inn kominn langt fram úr málþroskanum. Þau geta hrein- lega ekki beðið eftir því að læra að tala til að tjá allar tilfinningarn- ar og hugsan irnar sem þau upp- lifa. Í gegnum Ævintýralandið geta foreldrar verið með í þessu ferli og lært að þekkja börnin sín miklu betur. Eitt af markmiðum spilsins er einmitt að örva frásagnar list og sköpunar gáfu barnanna og það að fara saman inn í þennan þykjustu- heim hefur gefið okkur sem fjöl- skyldu meira en okkur óraði nokk- urn tíma fyrir.“ María og Rúnar segja spilið þaulreynt og prófað yfir næstum tíu ára skeið af börnum sínum, vinum þeirra og fjölskyld- um vina og kunningja hérlendis og erlendis. Pæling ehf. er félag sem Rúnar og María stofnuðu utan um út- gáfu Ævintýralandsins ásamt Ólafi Stefáns syni handboltamanni, Reyni Harðar syni, stofnanda CCP, graf- ísku hönnuðunum Hallvarði Jóns- syni, Sverri Ásgeirssyni og Vilhjálmi Inga Vilhjálmssyni og myndlistar- mönnunum Birni Berki Eiríks- syni og Kára Gunnarssyni. Rúnar segir allt þetta fólk hafa komið að hugmyndavinnu spilsins á mis- munandi stigum og sótt hafi verið óspart í sjóð eldri kynslóða til að rifja upp þykjustu leiki í gegnum tíð- ina. Einnig kom Brian Pilkington að gerð spilsins, en hann sá um fjölda myndskreytinga. Þátttakendur eru tveir eða fleiri. Einn er í hlutverki sögumanns hverrar sögu en aðrir eru sögu- hetjur þeirra. „En það er ekki síður mikilvægt að það sé að minnsta kosti eitt barn, á aldrinum fjögurra til tólf ára, í hópnum,“ segir Rúnar, „því það er í huga barnsins sem ævintýrið á uppruna sinn.“ Kynning - Auglýsing „Ævintýrin eru fengin úr hugmyndaheimi barna og ganga út á eitthvað sem öllum börnum þykir heillandi og skemmtilegt.“ Ævintýrin lifa í æskunni Ævintýralandið er nýtt íslenskt borðspil sem Pæling ehf. hefur sett á markað. Spilið byggir á þykjustuleikjum barna og markmiðið er að örva frásagnarlist og sköpunargáfu allra þátttakenda auk þess að styrkja fjölskyldu- og vinatengsl.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.