Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.12.2011, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 16.12.2011, Qupperneq 72
16. desember 2011 FÖSTUDAGUR52 Það eru ekki bara karlarnir sem græða á tá og fingri í poppinu heldur hafa konurnar malað gull á árinu sem er að líða. Vefútgáfa bandaríska fjármálatímaritsins Forbes tók saman þær tíu konur sem hafa grætt hvað mest árið 2011. Í grein Forbes um launahæstu konurnar í poppbransanum kemur fram að tímarit- ið studdist við upplýsingar frá Pollstar, sem safnar upplýsingum um tónleikaferðir poppstjarnanna í Bandaríkjunum og RIAA sem eru samtök plötuútgefenda í Amer- íku. Þá ræddi tímaritið einnig við umboðs- menn, lögfræðinga og tónleikahaldara til að fá sem besta mynd af stöðunni. Blaðamaður Forbes bendir hins vegar á að aðeins fimm af tíu launahæstu konunum voru á topp 25 lista blaðsins yfir launahæstu poppstjörn- ur í heimi og aðeins ein hljómsveit á þeim lista hafði söngkonu innan sinna vébanda, Black Eyed Peas. „Konur virðast eiga erfið- ara með að nýta sér frægð sína og velgengni til að afla sér fjár,“ hefur Forbes eftir Lori Landew, lögfræðingi sem hefur sérhæft sig í skemmtanabransanum. Landew bætir því við að hún eigi erfitt með að festa reiður á hver sé ástæðan. Hún efast þó um að það vanti frumkvöðlahugsunina sem einkenn- ir karla í þessum bransa. „Eflaust snýst þetta um skort á sömu tækifærum.“ freyrgigja@frettabladid.is LADY GAGA ÞÉNAÐI MEST ÁRIÐ 2011 1. LADY GAGA (90 MILLJÓNIR) Lady Gaga hefur haft algjöra yfirburði í popp- bransanum undanfarin tvö ár. Hún þénaði nálægt því helmingi meira en næsta söngkona og munar þar mestu um tónleikaferðina Monsterball, hún skilaði 1,3 milljónum dollara í kassann á hverjum degi. Þá tókst Gaga að semja við stórfyrirtæki á borð við Polaroid, Virgin Mobile og PlentyofFish.com sem hafa eflaust gefið vel í aðra hönd. NORDIC PHOTOS/GETTY 2. TAYLOR SWIFT (45 MILLJÓNIR) Þessi 22 ára gamla söngkona er hreinlega óstöðvandi, hún er dýrkuð og dáð meðal landa sinna í Ameríku sem elska auð- vitað kántrí-söngkonur. Mestu munar um nýjustu plötu Swift, Speak Now, sem fékk rífandi dóma í heimalandinu og svo tónleikaferðin sem fylgdi í kjölfarið en hún velti rúmlega 97 milljónum dollara. 3. KATY PERRY (44 MILLJÓNIR) Katy Perry hefur notið ávaxtanna af plötu sinni, Teenage Dream, sem kom út 2010. Platan naut ótrúlegra vinsælda, fimm smáskífur fóru á toppinn og sex laganna náðu topp fimm sætum á lista Billboard. Ekki skemmdi heldur fyrir að tónleikaferð söng- konunnar malaði gull og velti í kringum 48 milljónum dollara. 4. BEYONCÉ KNOWLES (38 MILLJÓNIR) Beyoncé er án nokkurs vafa ein vinsælasta söngkona heims og sennilega ein af þeim áhrifamestu. Fjórða plata hennar, 4, fór rakleiðis á toppinn í Bandaríkjun- um sína fyrstu viku í sölu en þá ruku út 310 þúsund eintök. Hún varð þar með önnur söngkonan í sögunni til að ná því að koma fjórum fyrstu plöt- unum sínum á topp Billboard-listans. Beyoncé stal síðan senunni á MTV-verðlaunahátíðinni í ágúst þegar söngkonan tilkynnti að hún og Jay Z ættu von á barni. HINAR 6. Pink 7. Carrie Underwood 8. Celine Dion 9. Adele 10. Alicia Keys og Britney Spears 5. RIHANNA (29 MILLJÓNIR) Rihanna,söngkonan unga frá Barbados, gaf út sína sjöttu plötu, Talk That Talk, í nóvember á þessu ári. Og hún sló að sjálfsögðu í gegn. Rihanna hefur vakið athygli fyrir djarfa og erótíska framkomu á sviði en hefur jafnframt verið að daðra við sjón- varp og kvikmyndir; hún var aðstoðarkona L.A. Reid í raunveruleikaþættinum X-Factor og mun svo leika í hasarmyndinni Battleship sem verður frumsýnd á næsta ári.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.