Fréttablaðið - 21.12.2011, Page 8

Fréttablaðið - 21.12.2011, Page 8
21. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR8 Verslunin Arna KoKo Stíll Belladonna Skóbúð Selfoss – Austurvegi 13–15 Eyjavík Mössubúð Skóbúð Húsavíkur Ozone – Kirkjubraut 12, Akranesi LEÐURSKÓR HÚSNÆÐISMÁL Leiguíbúðum á höfuð borgarsvæðinu þarf að fjölga um tæplega níu þúsund á næstu þremur árum til að mæta eftir- spurn. Til lengri tíma þarf þeim að fjölga um 13 þúsund á svæðinu og 16 þúsund á landinu öllu. Um 94% fjölgunarinnar á höfuðborgar- svæðinu þurfa að vera í Reykja- vík þar sem langflestir framtíðar- leigjendur vilja búa. Um 70% fleiri Íslend- ingar vilja leigja sér íbúð en gera það í dag. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem Capacent vann fyrir Reykjavíkur borg og ber nafnið „Staða, horfur og möguleikar á húsnæðisleigumark- aði árið 2011“. Skýrslan var kynnt í borgarráði í síðustu viku. C apac ent gerði könnun á ýmsum þátt- um sem tengjast þörf fyrir íbúðarhúsnæði. Úrtakið í henni var 1.396, fjöldi svarenda 811 og svarhlutfall því 58,1%. Úrtakið var vegið til að endurspegla betur þýðið, sem eru Íslendingar 18 ára og eldri. Í skýrslu Capacent kemur fram að 18,7% Íslendinga hafi leigt húsnæði um síðustu áramót. Það er mun minna hlutfall en í Dan- mörku (33,7%), Svíþjóð (30,3%) og 15 stofnríkjum Evrópusambands- ins (29,1%). Eina landið í saman- burðinum sem er með sambæri- legt hlutfall á leigumarkaði og Ísland er Noregur (14,6%). Samkvæmt könnun Capacent vilja 70% fleiri Íslendingar leigja sér íbúð en gera það í dag. Þar af er aukningin langmest á höfuð- borgarsvæðinu, og þá sérstaklega í Reykjavík, en um 38% þeirra sem vilja búa í Reykjavík telja líklegt eða öruggt að þeir muni leigja sér húsnæði í framtíðinni. Í skýrslunni segir að „slíkt myndi jafngilda meira en tvöföldun leigj- enda í Reykjavík því einungis um 19% þeirra sem búa í Reykjavík segjast búa í leiguhúsnæði,“ en alls er 9.841 leiguhúsnæði í höfuð- borginni í dag. Eftirspurn þeirra er því 12.091 umfram þær leiguíbúðir sem til eru. Í greiningunni kemur fram að um fimm þús- und leiguíbúðir þurfi að rísa til að anna eftir- spurn í póstnúmeri 101. Næstvinsælustu hverfin eru Hlíðarnar og Vestur bærinn, póst- númer 105 og 107. Í skýrslu Capacent segir að það blasi því við að þeir sem hafa hug á að leigja „vilji flestir vera miðsvæðis. Ekki ein- ungis í höfuð borginni heldur í miðbæ höfuð- borgarinnar“. Skýrsluhöfundar segja að leiguhúsnæði á landinu sé fjarri því að anna eftirspurn á næstu þremur árum. Alls þyrfti að fjölga leiguíbúðum um 7.852 á tímabilinu til að mæta henni. Til lengri tíma þyrfti þeim að fjölga um 15.968. Skammtímaþörfin á höfuð- borgar svæðinu er meiri en á land- inu öllu, sem gefur til kynna að offramboð á leiguhúsnæði sé utan þess. Alls þarf 8.801 leiguíbúð til að mæta eftirspurn á næstu þrem- ur árum. Til lengri tíma þarf leiguúrræðum á höfuðborgar- svæðinu að fjölga um 12.904. Í skýrslu Capacent kemur fram að 12.091 af þeim íbúðum þurfi að rísa í Reykjavík, eða 94%. thordur@frettabladid.is 1 Hvaða þekktu byggingu í Reykja- vík hefur Orkuveitan til sölu? 2 Hvað heitir danska fyrirtækið sem hefur keypt Húsasmiðjuna? 3 Hvað nefnist arftaki Kim Jong-il á valdastóli í Norður-Kóreu? SVÖR: 1. Perluna 2. Bygma 3. Kim Jong-un Leiguhúsnæði á landinu öllu hlutfall íbúðir Leiguhúsnæði 17,80% 23.136 Örugg/líkleg til að leigja næst 30,08% 39.104 Eftirspurn umfram íbúðir 12,28% 15.968 Leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu Leiguhúsnæði 10,96% 14.251 Örugg/líkleg til að leigja næst 20,89% 27.155 Eftirspurn umfram íbúðir 9,93% 12.904 Leiguhúsnæði í Reykjavík Leiguhúsnæði 7,57% 9.841 Örugg/líkleg til að leigja næst 16,87% 21.932 Eftirspurn umfram íbúðir 9,30% 12.091 Heimild: Capacent Hlutfall landsmanna sem leigir nú og þeir sem vilja leigja Ísland Noregur Danmörk Svíþjóð 15 stofnríki ESB Leiga á markaði 18,70% 14,60% 33,70% 30,30% 29,10% á markaðsverði 10,40% 10,70% 33,70% 29,80% 16,20% á niðurgreiddri leigu 8,30% 3,90% 0,00% 0,50% 12,90% Á húsnæði 81,30% 85,40% 66,30% 69,70% 71,00% Á lánum 67,10% 61,30% 52,80% 56,80% 33,10% Skuldlaust 14,20% 24,10% 13,50% 12,90% 37,90% Tölurnar fyrir Ísland eru frá 2010 en fyrir önnur lönd eru þau frá 2009. Heimild: Skýrsla Capacent. Tölurnar í henni eru fengnar frá Eurostat. Búsetuform milli landa Fjölga þarf leiguíbúðum á landinu um 16 þúsund Gríðarleg eftirspurn er eftir leiguhúsnæði. Um 70% fleiri Íslendingar vilja leigja íbúð en gera það í dag. Langflestir væntanlegir leigjendur vilja búa í Reykjavík. Um fimm þúsund íbúðir vantar í miðbæinn. REYKJAVÍK Í skýrslunni kemur fram að langmest þörf eftir leiguhúsnæði er í Reykja- vík og að flestir væntanlegir leigjendur vilja búa miðsvæðis í höfuðborginni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA nýrra leiguíbúða á höfuðborgarsvæð- inu þurfa að vera í Reykjavík ef marka má vilja framtíðar- leigjenda. Fjölga þarf leiguíbúðum um tæplega níu þúsund á höfuðborgarsvæð- inu á næstu þremur árum. ÚR SKÝRSLU CAPACENT 94% SJÁVARÚTVEGUR Gangi áform stjórn- valda eftir um 27 prósent veiði- gjald af framlegð (EBITDA) fiskiskipaflotans munu útgerðir í Vestmannaeyjum greiða 1.245 milljónir króna á ári miðað við fyrirliggjandi forsendur á þessu fiskveiðiári. Þetta kemur fram á vefsvæði LÍÚ og leitt út úr svari sjávar- útvegs- og landbúnaðarráð- herra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar, þingmanns Sjálfstæðis flokksins. Upphæðin er sett í samhengi við kaupverð á einum nýjasta togara Vestmannaeyinga, Þórunni Sveinsdóttur VE 401, sem er um það bil sama upphæð. Viðbúið er að fjöldi fyrirtækja muni neyðast til að hætta rekstri, sameinast arðbærustu fyrir- tækjunum eða þau lendi í þroti, segir í frétt LÍÚ. Aðrar byggðir sem greiða háar upphæðir eru auk Vestmannaeyja, Reykjavík með um 1.150 milljónir króna, Grindavík greiðir 654 millj- ónir króna, Akranes 496 milljónir króna, Neskaupstaður 456 millj- ónir króna og Hornafjörður mun greiða 388 milljónir króna. - shá Áform um 27% veiðigjald harðlega gagnrýnd af hagsmunasamtökum: Eyjamenn greiða 1,3 milljarða Í VESTMANNAEYJAHÖFN Gríðarlegar upphæðir ganga frá útgerð til ríkis og sveitarfélaga með hækkun á veiðigjaldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR SJÁVARÚTVEGUR Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans var 287.370 tonn fyrstu þrjá mán- uði fiskveiðiársins sem hófst 1. septem ber. Það er heldur meiri afli en á sama tímabili í fyrra þegar 262.448 tonn veiddust. Aflinn var hins vegar svipaður á þessu tímabili árið 2009. Muninn milli ára má helst rekja til þess að uppsjávarafli hefur aukist um 20 þúsund tonn frá því í fyrra. Heildaruppsjávar- afli fyrstu þrjá mánuði fiskveiði- ársins var 165 þúsund tónn. Þá var botnfiskaflinn 5 þúsund tonnum meiri en á sama tímabili í fyrra, var 119 þúsund tonn. - mþl Meiri afli fyrstu 3 mánuðina: Fiskveiðiárið fer vel af stað VEIÐAR Botnfiskafli fyrstu þrjá mánuði fiskveiðiársins jókst um rúm 4 prósent og uppsjávarafli um 14 prósent. DANMÖRK Mette Gjerskov, mat- vælaráðherra Danmerkur, hefur í kjölfar harðrar gagnrýni úr mörgum þingflokkum ákveðið að greiða sjálf fyrir sérstakan klefa við skrifstofu sína þar sem hún getur reykt. Reykingabann mun gilda í hús- næði danska þingsins frá og með áramótum. Til þess að geta haldið áfram að reykja innanhúss lét Gjerskov útbúa reykingaklefann á kostnað skattgreiðenda. Samkvæmt frétt Jyllands- Posten nam kostnaðurinn 34 þús- undum danskra króna, jafngildi rúmlega 730 þúsunda íslenskra króna. - ibs Matvælaráðherra innréttar: Greiðir fyrir eigin reykklefa EFNAHAGSMÁL Vísitala byggingar- kostnaðar hefur hækkað um 11,4 prósent síðustu 12 mánuði sam- kvæmt tölum Hagstofu Íslands. Um miðjan desember var vísi- talan 112,3 stig sem er hækkun um 0,6 prósent frá fyrri mánuði. Fram kemur að verð á innlendu efni hafi hækkað um 0,8 prósent en verð á innfluttu efni um 0,2 prósent. Vinnuliðir hækkuðu um 0,7 pró- sent, sem að hluta skýrist af samn- ingsbundnum desemberuppbótum. Vélar, flutningur og orkunotkun hækkaði um 0,8 prósent. - óká Innlent efni hækkar meira: Byggingar- kostnaður eykst VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.