Fréttablaðið - 21.12.2011, Síða 16

Fréttablaðið - 21.12.2011, Síða 16
21. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR16 FERÐAÞJÓNUSTA „Ég fagna meiri fjölbreytni fyrir þessa ferðamenn en sé ekki að það sé nauðsynlegt að hafa þyrlupall við höfnina til þess að þjóna þeim,“ segir Gunnar Rafn Birgisson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Atlantik. Eins og kom fram í Frétta- blaðinu í síðustu viku synjaði stjórn Faxaflóahafna ósk Vestur- flugs ehf. um að fá lóð undir þyrlu- pall við Skarfabakka. Fyrirtækið vill meðal annars þjóna farþeg- um skemmtiferðaskipa í Sunda- höfn. Hjálmar Sveinsson, formað- ur stjórnar Faxaflóahafna, skýrði synjunina með því að skipafélögin hafi ekki sóst eftir slíkri þjónustu og að mikið umstang fylgi því að uppfylla öryggiskröfur vegna þyrluflugs til og frá staðnum. Atlantik er umsvifamest eru í ferðaþjónustu við skemmtiferða- skipin sem koma til Reykjavík- ur. Gunnar Rafn tekur undir með Hjálmari. „Það hefur komið fyrir að við höfum sent fólk í þyrlu- flug en það er mjög sjaldgæft að beðið sé um slíka þjónustu. Hún er mjög dýr og þessir farþegar eru ekki allir milljónamæringar held- ur flest allir venjulegt fólk,“ segir hann. Á hinn bóginn kveðst Gunnar Rafn vel skilja að Vesturflug hafi augastað á lóð nálægt skemmti- ferðaskipunum og farþegum þeirra. Eflaust myndu þá fleiri nýta sé þyrluþjónustuna heldur en þegar hún sé í boði frá Reykja- víkurflugvelli. „Ég hugsa að það séu margir sem vildu gjarnan ná til þessa fólks. Sjálfur hefði ég til dæmis ekkert á móti því að fá úthlutað lóð þarna og geta verið með sölu á ferðum,“ segir hann. Hluti vandans að sögn Gunn- ars er sem sagt takmarkað rými í Sundahöfn. Þyrluþjónusta þar gæti haft truflandi áhrif þegar tvö þús- und farþega skip leggi að bryggju. „Þegar stór skip eru í höfninni er planið yfirfullt af stórum rútum og bílum. Þannig að ég held að það væri ekki til bóta að setja þyrlupall niður nákvæmlega þar. Plássið er takmarkað og það er kannski það sem höfnin er að horfa á í sam- bandi við þyrlupallinn; að það er ekki hægt að koma öllum þeim fyrir sem sína áhuga,“ segir Gunn- ar Rafn. Vesturflug vonast enn til að fá lóðina í Sundahöfn, Talsmaður félagsins segiast ekki vilja tjá sig frekar um málið fyrr en að loknum fundi með fulltrúum Faxaflóahafn- ar í þessari viku. gar@frettabladid.is Þessir farþegar eru ekki allir milljóna- mæringar heldur flest allir venjulegt fólk. GUNNAR RAFN BIRGISSON FRAMKVÆMDASTJÓRI ATLANTIK VERSLANIR Í MIÐBORGINNI VERÐA OPNAR TIL 22 Í KVÖLD MEIRA Á MIÐBORGIN.IS og Á FACEBOOK.COM/MIDBORGIN MUNIÐ JÓLALEIK MIÐBORGARINNAR TÆKNI Íslendingar sendu um 92 milljónir SMS skeyta frá janúar og fram í júní í ár. Þetta gerir um 510 þúsund SMS á dag. Sé fjöld- inn borinn saman við fyrri helm- ing 2010 og 2009, sést að skeyta- sendingum fjölgar töluvert, eða um tíu milljón skeyti á milli ára. Alls voru um 70 milljón SMS skeyti send á fyrri helmingi ársins 2009 og um 83 milljónir í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar um íslenska fjarskiptamarkaðinn á fyrri helmingi ársins 2011. - sv 100 milljón SMS á hálfu ári: Yfir 500 þúsund SMS send á dag Þyrlum sagt ofaukið á kæjanum í Sundahöfn Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Atlantik segir marga vilja lóð eins og þá sem sóst er eftir undir þyrlupall við lægi skemmtiferðaskipa í Sundahöfn. Hann tekur undir með hafnarstjórnnni. Engin eftirspurn sé eftir þyrluþjónustu þar. SKEMMTIFERÐASKIP Í SUNDAHÖFN Gegnt kajanum á Skarfabakka, handa við aðstöðu Viðeyjarferjunnar, vill Vesturflug fá lóð undir þyrlupall. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært tvo karlmenn fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur fyrir sérstak- lega hættulegar líkamsárásir. Mönnunum tveimur, sem eru á þrítugs- og fertugsaldri er gefið að sök að hafa sammælst um að veit- ast í sameiningu að tveimur öðrum mönnum í Ísafjarðarbæ. Hafi þeir leitað mannanna um götur bæjar- ins uns þeir mættust, skipt með sér verkum og ráðist á þá með bareflum. Yngri maðurinn er ákærður fyrir að hafa slegið annan mann- inn að minnsta kosti tvö högg með trékylfu í höfuðið og að minnsta kosti eitt högg með kylfunni í hægri hendi. Eldri árásarmaðurinn er ákærð- ur fyrir að hafa barið hitt fórnar- lambið tvö högg í hægri handlegg með golfkylfu. Báðir mennirn- ir sem ráðist var á hlutu áverka, meðal annars fingurbrot. Annar mannanna krefur árásar- mennina um skaða- og miskabætur upp á tæpa milljón eða 976 þúsund krónur. Hinn krefur þá um bætur að upphæð tæpar 726 þúsund krón- ur. Þá krefst ákæruvaldið þess að mennirnir verði dæmdir til refs- ingar og að bareflin verði gerð upptæk. - jss HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Ríkissaksóknari ákærir tvo menn fyrir sérstaklega hættulegar líkamsárásir: Börðu tvo menn með bareflum FERÐAMÁL Samtök ferðaþjónust- unnar mótmæla harðlega breyt- ingum Alþingis á lögum um gistináttaskatt sem taka gildi um áramótin. Samtökin kalla breytinguna „geðþóttaákvörðun sem gangi þvert á viðmið laganna“. Þau segja það skjóta skökku við að ferðamenn munu sleppa viðað greiða skatt á hálendinu, líkt og kveður á um í nýju lög- unum. Þegar ferðamenn fari um hálendið næsta sumar mun skipta máli hverjir reka fjalla- skálana, hvort þeir þurfa að greiða gistináttaskatt eða ekki. Samtökin hafa lagt mikla áherslu á að verði gistinátta- skatt lagður á, eigi að leggja hann á alla gistingu. - sv SF mótmæla gistináttaskatti: Gengur þvert á viðmið laganna Bíll rann inn á golfvöll Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lög- reglu í Vestmannaeyjum en þá hafði ökumaður bifreiðar misst stjórn á bifreið sinn í hálku á gatnamótum Hamarsvegar og Dalvegar með þeim afleiðingum að bifreiðin rann inn á golfvöll. Ekkert slys varð á fólki og lítið sem ekkert tjón á bifreiðinni. LÖGREGLUFRÉTTIR Mjólkurframleiðsla eykst Mjólkurframleiðsla fyrstu ellefu mán- uði ársins var 0,7 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Fram kemur á vef Landssambands kúabænda að aukningin í nóvember hafi hins vegar verið 5,1 prósent milli ára. LANDBÚNAÐUR Stakk á hjólbarða bíls Einn fékk að gista fangageymslur lög- reglu í Vestmannaeyjum eftir að hann hafði verið handtekinn við að stinga á hjólbarða bifreiðar og sökum ölvunar og óspekta. Maðurinn var síðan frjáls ferða sinna eftir að hafa sofið úr sér. VIÐSKIPTI Framtakssjóður Íslands hefur gengið frá sölunni á starf- semi Icelandic Group í Banda- ríkjunum og tengdri starfsemi í Asíu. Kaupandi er kanadíska fisk- sölufyrirtækið High Liner Foods, sem greiðir 28,4 milljarða króna fyrir starfsemina á núverandi gengi. Tilkynnt var um kaupin fyrir rúmum mánuði en nú hefur endan lega verið gengið frá þeim. Greiðir High Liner 1,8 milljarða króna hærra verð en tilkynnt var um þá vegna endurmats á veltu- fjármunum starfseminnar. Með sölunni er fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins lokið. Í tengslum við söluna hefur Landsbankinn einnig selt 19 pró- senta hlut sinn í Icelandic og á Framtakssjóðurinn nú félagið að fullu. Framtakssjóðurinn hefur hins vegar nú selt eignir Ice- landic Group fyrir samtals um 41 milljarð króna en þar af hefur um 21 milljarður verið greiddur með yfirtöku skulda sem hvíldu á starfsemi félagsins. Lárus Ásgeirsson, forstjóri Ice- landic Group, segir að verkefnið fram undan sé að straumlínulaga reksturinn enn frekar og efla starfsemi félagsins. - mþl Endanlegt söluverð Icelandic-starfsemi 1,8 milljörðum króna hærra en tilkynnt: Hærra verð fyrir Icelandic-starfsemi ICELANDIC GROUP Fyrirtækið hefur nú starfsemi á Íslandi, í Evrópu og í Asíu. Á LEIÐINNI Í VEISLU Tveir jólasveina- klæddir hestamenn koma til veislu í austurþýska bænum Alt Zeschdorf. NORDIC PHOTOS/AFP o.fl. o.fl. sögur uppskriftir leikirgjafir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.