Fréttablaðið - 21.12.2011, Page 26

Fréttablaðið - 21.12.2011, Page 26
21. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR26 MYNDASYRPA: Jólasýning grunnskóladeildar Listdansskóla Íslands í Gamla bíói Aðventudraumur Listdansskólans Listdansarar framtíðarinnar, nemendur í grunnskóladeild Listdansskóla Íslands, sýndu sýninguna Draumur á aðventu í síðustu viku. Í sýningunni vekur snjókarl lítinn dreng upp af værum svefni og tekur hann með sér í ævintýraferð um loftin blá, innan um tunglsljósið, norðurljós og ský. Kennarar við grunnskóladeild Listdansskólans sömdu dansana sem nemendurnir sýndu. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins, fangaði stemmninguna í Gamla bíói. FURÐUVERUR Strákurinn og snjókarlinn mæta ýmsum verum á ferð sinni. Til dæmis hittu þeir fyrir þessar furðuverur í þokunni á leið sinni aftur heim. Nemendur af sjötta stigi túlkuðu furðuverurnar. JÓLAÁLFARNIR Jólaálfarnir á öðru stigi fylgdu jólasveininum sem strákurinn og snjókarlinn hittu fyrir í sögunni. JÓLATRÉ OG PAKKAR Eins og í öllum jólasögum komu jólatré og jólapakkar við sögu í aðventudraumi stráksins. Trén eru nemendur á fimmta stigi. FROSTRÓSIR Snjókarlinn lyftir stráknum upp til himins og frostrósirnar, nemendur á þriðja stigi, dansa með. SNJÓKARLINN OG ENGLARNIR Englarnir sem svæfðu aðalsöguhetjuna eru í raun dansarar á fyrsta stigi List- dansskólans.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.