Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2011, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 21.12.2011, Qupperneq 28
28 21. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Undanfarið hefur mikið verið fjallað um það viðmið um raunávöxtun, sem notuð er í lífeyriskerfinu til að ákvarða framtíðar lífeyrisréttindi og núvirða framtíðartekjur og -gjöld sjóð- anna. Umræða um lífeyrismál er mikil- væg, en því miður byggir þessi umfjöllun á misskilningi á nokkrum grundvallar- atriðum sem leiðir til þess að einblínt er á ranga þætti í þróun fjármálamarkaðar og lífeyris kerfis. Í fyrsta lagi er rétt að árétta að það eru engin lög sem kveða á um lágmarksvexti hjá lífeyrissjóðunum. Eftir að gjaldeyris- höftin voru sett á hefur ávöxtunarkrafa lækkað verulega. Raunvextir íbúðabréfa eru nú komnir vel niður fyrir 3% og raun- vextir innistæðna eru neikvæðir. Samt sem áður eru lífeyrissjóðirnir á þessum markaði og hafa ekki brotið nein lög. Eina ákvæði laganna er að lífeyrissjóðum ber að ávaxta fé sjóðsfélaga með sem best- um hætti m.t.t. ávöxtunar og áhættu á hverjum tíma. Í öðru lagi verður að hafa það í huga að umrætt viðmið er hugsað sem langtíma- ávöxtun eigna sjóðanna. Hver einstakling- ur hefur samskipti við sinn lífeyrissjóð í allt að 65-70 ár. Viðmiðið við útreikning réttinda þessa einstaklings gerir ráð fyrir að sjóðnum takist að ná 3,5% raunávöxtun á iðgjöld hans að meðaltali allt þetta tíma- bil. Því ber að fara varlega í breytingar á þessu viðmiði, því þær hafa mikil áhrif á réttindi sjóðsfélaga. Hækkun eða lækkun þessa viðmiðs um 0,5% jafngildir 10-12% hækkun eða lækkun iðgjalda eða lífeyris- réttinda. Í Bandaríkjunum er algengasta viðmiðunin t.d. 4,5% og víða í Evrópu er miðað við 3-4% þannig að íslenska lífeyris kerfið sker sig ekkert úr hvað þetta varðar. Í þriðja lagi hefur í umræðunni verið vitnað til kenningar um að raunvextir geti ekki verið hærri en hagvöxtur. Fyrir utan hvað þessi kenning hvílir á veikum grunni, einkum ef litið er til þróunar vest- rænna hagkerfa, lítur hún framhjá þeirri staðreynd að mun fleiri þættir hafa áhrif á raunávöxtun einstakra eignarflokka en hagvöxtur. Sérstaklega á þetta við um ávöxtun hlutabréfa og víkjandi lána með ívilnunum. Lífeyrissjóðirnir eru þátttak- endur á alþjóðlegum fjármálamarkaði og geta nýtt sér ávöxtunartækifæri víðar en hér og í fleiri eignarflokkum en hingað til hefur verið gert, þó þessir kostir séu nú takmarkaðir með gjaldeyrishöftunum. Um lífeyri og langtíma viðmið Lífeyris- sjóðir Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ F réttablaðið greindi frá því í gær að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefði verið sextán mánuði að úrskurða um kæru blaðamanns á ritstjórn blaðsins. Fréttablaðið hafði í júlí í fyrra krafizt aðgangs að gögnum sem vörðuðu deilur í Iðnskólanum í Hafnarfirði, en fengið synjun hjá menntamálaráðuneytinu, sem taldi að gögnin ættu ekki erindi fyrir almennings sjónir. Synjunin var kærð til úrskurðarnefndarinnar, sem starfar samkvæmt upplýsingalögum, í ágúst í fyrra. Úrskurðarnefndin komst fyrr í þessari viku að þeirri niðurstöðu að ráðuneytinu bæri að afhenda stóran hluta gagnanna. Það er orðið heldur seint, enda málinu sem var til umfjöllunar löngu lokið og málsaðilar sumir hverjir hættir störfum. Trausti Fannar Valsson, for- maður úrskurðarnefndarinnar, viðurkennir í Fréttablaðinu í gær að þetta sé alltof langur málsmeðferðartími. Hann eigi að vera frá einum og hálfum mánuði og upp í þrjá mánuði. Hins vegar séu miklar annir hjá nefndinni; bætzt hafi við verkefni hennar og hún hafi ekki mannafla eða aðstöðu til að klára málin hraðar. Meginmarkmið upplýsingalaganna á sínum tíma var, eins og sagði í greinargerð með frumvarpinu, aðgangur almennings að upp- lýsingum um mál sem til meðferðar eru hjá stjórnvöldum og þar með aukið réttaröryggi. „Í nútíma lýðræðisþjóðfélagi er það talið sjálfsagt að almenningur eigi þess kost að fylgjast með því sem stjórnvöld hafast að, ýmist beint eða fyrir milligöngu fjölmiðla,“ sagði í þeirri sömu greinargerð. Af ákvæðum laganna um úrskurðarnefndina og greinargerðinni er sömuleiðis alveg augljóst að nefndinni er ætlað að hraða vinnslu úrskurða sinna eins og hægt er. Sextán mánaða málsmeðferðartími er alveg út úr korti þegar um er að ræða kæru fjölmiðils sem farið hefur fram á upplýsingar hjá stjórnvöldum. Hann er jafnvel lengri en þegar stjórnvaldsúrskurðir bárust Íslendingum með vorskipum frá Danmörku á öldum áður. Meinið er að upplýsingar úreldast hraðar í nútímasamfélagi en þær gerðu þá og má jafnvel halda því fram að málsmeðferðartími upp á þrjá mánuði sé of langur til þess að „almenningur geti á einfaldan og tiltölulega skjótvirkan hátt fengið úr því skorið hvort eðlilegt og rétt sé hjá stjórnvaldi að neita að veita aðgang að til- teknum upplýsingum, eða hvort verið sé að brjóta á rétti þess sem upplýsinganna leitar,“ svo vitnað sé til upplýsingarits forsætisráðu- neytisins um upplýsingalögin. Ef það tekur úrskurðarnefndina meira en ár til að komast að niðurstöðu kemur það einfaldlega í veg fyrir að lögin virki eins og þau eiga að gera. Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis- ins, upplýsir í Fréttablaðinu í dag að til standi að bæta við starfs- manni til að létta undir með úrskurðarnefndinni. Það eru jákvæðar fréttir og dugir vonandi til að lagfæra þann brest í réttaröryggi almennings sem núverandi ástand hefur í för með sér. Sextán mánuði tók að úrskurða um kæru vegna synjunar ráðuneytis um upplýsingar. Úrskurður með vorskipi Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Áratugaaldirnar Forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson, ræddi við bandaríska blaðamenn á dögunum og bar hvalveiðar á góma. Forsetinn varði þar aldagamla hefð Íslendinga til hvalveiða. Vissulega hafa hvalir verið veiddir við strendur Íslands öldum saman, en þar voru Baskar á ferð og svo tóku Norðmenn við. Mörlandar átu vissulega hvalinn þegar hann rak á fjörur, samanber hugtakið hvalreki, en til að veiða stór sjávarspendýr þarf stór skip, sem ekki voru í eigu þjóðarinnar. Íslendingar sjálfir hófu hvalveiðar í atvinnuskyni árið 1935. Það er vissulega dágóður tími liðinn síðan, en þó að einn dagur verði að þúsund árum í þjóðsöngnum eiga áratugir ekki að verða að öldum hjá forsetanum. Sjálfbærnin næg rök Ólafi Ragnari er þó vorkunn, því þegar kemur að hvalveiðum virðast rök sem eiga við um nýtingu annarra stofna hætta að virka. Þannig ætti að vera nóg að stunda sjálfbærar veiðar á hvölum, líkt og öðrum skepnum sjávarins. Fleiri rök þarf ekki, en allt kemur fyrir ekki. Dýrarasistar hafa sett hvalina öðrum skepnum æðri. Lögin torvelda vinnuna Úskurðarnefnd um upplýsingamál hefur komist að þeirri niðurstöðu, eftir 16 mánaða yfirlegu, að mennta- málaráðuneyti hafi borið að afhenda Fréttablaðinu umbeðin gögn vegna deilu kennara og skólameistara Iðn- skólans. Ráðuneytið neitaði blaðinu um gögnin á sínum tíma, þar sem verið væri að sætta deiluaðila. Afhending gagnanna á grundvelli upplýsingalaga og opinber umfjöllun gæti torveldað það ferli. Upplýs- ingalög eru mikilvægur hlekkur í lýðræðiskeðjunni og þeim á ekki að ýta til hliðar þótt það torveldi ráðherra vinnuna. kolbeinn@frettabladid.is FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP TAKTU VÍSI Á HVERJUM MORGNI!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.