Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2011, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 21.12.2011, Qupperneq 34
34 21. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR FÖNIX Raftækjaverslun . Hátúni 6a . Sími 552 4420 . fonix@fonix.is www.fonix.is Nýlega kom út rúmlega 700 síðna skýrsla á vegum banda- ríska landlæknisembættisins um áhrif beinna og óbeinna reykinga á heilsu og líf einstaklinga (1). Þar eru niðurstöður vísindarannsókna dregnar saman og tekin af öll tví- mæli um skaðsemi reykinga. Í ljós hefur komið að fyrsta sígar- ettan getur valdið stökkbreyting- um í frumum sem síðar þróast í krabbamein. Nú á dögum er ekki deilt um áhættu vegna beinna og óbeinna reykinga. Það er sannað að þær eru heilsuspillandi, valda sjúkdómum og dauða. Lýðheilsusjónarmið eru höfð í huga þegar löggjafar ákveða tak- markanir á reykingum til varnar þeim sem ekki vilja anda að sér krabbameinsvaldandi, hættuleg- um reyk. Hagfræðileg sjónarmið eru einnig mikilvæg en kostnað- ur samfélagsins vegna reykinga er gríðarlegur. Hér á landi kosta reykingar samfélagið um 30 millj- arða á ári. Bann við reykingum á veitingastöðum tók gildi þann 1. júní 2007 og var þá stigið stórt skref í tóbaksvörnum. Í þessari grein er reifuð staða tóbaksvarna erlendis til að varpa ljósi á hvar Íslendingar standa samanborið við aðra. Borgarstjórinn í New York, Michael Bloomberg, er ötull bar- áttumaður gegn reykingafaraldr- inum. Í hans tíð hafa reykingar verið bannaðar á vinnustöðum, veitingastöðum, krám, í 1.700 almenningsgörðum, á baðströnd- um, göngustígum og á torgum við Times Square. Í Finnlandi tóku ný lög um tób- aksvarnir gildi 1. október 2010. Yfirlýst markmið laganna er að stöðva tóbaksnotkun í Finnlandi. Þau miða að því að stöðva nýliðun reykingafólks og að vernda aðra gegn tóbaksreyk. Þar er nú m.a. saknæmt að selja ungmennum tóbak og varðar það sektum. End- urtekin brot varða allt að 6 mán- aða fangelsi. Húsfélög fjölbýlis- húsa geta nú bannað reykingar á sameiginlegum svæðum utan- húss. Reykingar á hótelum verða bannaðar með öllu. Það verður ekki lengur leyfilegt að reykja fyrir utan skóla, þótt þar séu nem- endur yfir 18 ára aldri. Í Póllandi er bannað að reykja í almenningsgörðum, í skólum, á veitingahúsum og krám. Í Vest- ur-Ástralíu er bannað að reykja á útikaffihúsum og í bílum þar sem einhver farþeganna er undir 17 ára aldri. Bannað er að reykja á leikvöllum og í 10 metra radíus frá þeim. Einnig er bannað að reykja á sérmerktum baðströndum. Brot gegn þessum lögum varða háum sektum. Í Skotlandi varðar það háum sektum að selja tóbak til ungmenna og einnig að kaupa tóbak fyrir ungmenni. Lögreglan getur, samkvæmt skoskum lögum, lagt hald á tóbak sem ungmenni undir 18 ára aldri hafa undir hönd- um á almannafæri. Þessi lög voru samþykkt með miklum meirihluta á skoska þinginu af meðlimum allra flokka, 108 þingmenn voru með lögunum, 15 á móti. Í Svíþjóð hafa margar borgir, bæir og sveitarfélög samþykkt að innleiða reyklausan vinnu- tíma. Markmiðið er að bæta heilsu starfsfólks. Í Svíþjóð hafa fjölmörg sjúkrahús sett það sem skilyrði fyrir bæklunaraðgerðum að einstaklingurinn sé hættur að reykja. Áhætta á fylgikvillum minnkar um helming hjá reyk- ingafólki sem hættir að reykja fyrir aðgerðir (2). Rannsóknir sýna að reykingar í kvikmyndum hafa mikil áhrif bæði á ungmenni sem ekki reykja og þá sem reykja. Að sjá einhvern reykja kveikir reyklöngun hjá öðrum. Það er með ólíkindum hve mikið er reykt í íslenskum kvik- myndum og á leiksviði hérlendis. Þessar reykingar gefa ekki raun- sanna mynd af tíðni reykinga hér á landi. Meira að segja augnlækn- ir er látinn reykja nánast stans- laust í nýlegri mynd en meðal lækna eru reykingar afar fátíð- ar. Mjög margir, sem ekki reykja, tala um að þetta fari í taugarn- ar á þeim, þeir hætta að fylgjast með framvindu myndarinnar og taka bara eftir reykingunum, sem þrátt fyrir allt eiga varla að vera aðalatriði myndarinnar. Hópur framsýnna þingkvenna lagði fram þingsályktunartillögu um tóbaksvarnir á Alþingi síð- astliðið vor (3). Markmið þings- ályktunartillögunnar er að stöðva nýliðun reykingafólks. Það er von okkar, sem vinnum við að reyna að hjálpa einstaklingum með reykingatengda sjúkdóma, að fleiri þingmenn sjái ljósið og styðji þessa framsæknu þings- ályktunartillögu fólkinu í land- inu til heilla. Það græðir enginn á tóbaki nema þeir sem fram- leiða það og selja og það er ljót- ur „bissness“ að græða á því að selja ávanabindandi, heilsuspill- andi og deyðandi efni. Ekki er um að ræða frelsi einstaklingsins til að reykja, flestir sem reykja hafa byrjað sem börn og unglingar og þeir geta ekki hætt þar sem um er að ræða eitt mesta ávanabindandi efni sem til er. Takmarkanir reykinga, Ísland og önnur lönd Lífvísindasetur Háskóla Íslands tók formlega til starfa 30. nóvember 2011. Líf- vísindasetrið hefur heimilisfesti við læknadeild Háskóla Íslands en býður til samstarfs öllum aðilum á Landspítala – Háskóla- sjúkrahúsi og annars staðar á Íslandi þar sem eru stundaðar rannsóknir á sviði sameinda- og frumulíffræði og sem óska eftir aðild að setrinu. Rannsóknahópar innan Lífvísindaseturs HÍ stunda rannsóknir á ýmsum sviðum sam- einda- og frumulíffæði svo sem líffræði krabbameina, starfsemi og sérhæfingu stofnfruma, tauga- líffræði, stjórnun genatjáning- ar, erfðalækninga, næringar- og matvælafræði, ónæmisfræði auk ýmissa sviða lífeðlisfræði. Til- gangur með stofnun Lífvísinda- seturs er margvíslegur. Samvinna og þekkingarsköpun Mikill ávinningur verður af sam- vinnu milli rannsóknahópa þegar vísindamenn á þessu sviði stefna að sameiginlegum markmiðum. Aukin samskipti vísindamanna leiða til samvinnu og um leið til þekkingarsköpunar. Betri tengsl myndast einnig við klíníska starf- semi LSH en tengsl grunnvísinda og klínískra vísinda er forsenda betri meðferðar- og greiningaúr- ræða. Þegar þetta er skrifað eru skráðir 33 hópstjórar við Lífvís- indasetur HÍ og með þeim starfa 60-70 meistara- og doktorsnem- ar, ásamt nýdoktorum og tækni- fólki. Stefnt er að því að flestir vísindamenn HÍ og LSH á sviði sameindalífvísinda tengist Líf- vísindasetri HÍ í náinni framtíð og skapi þannig frjóan vettvang rannsókna á þessu sviði. Lífvís- indasetrið hefur einnig þegar skapað frjóan jarðveg fyrir gestafyrirlestra og mun það efl- ast með stækkun setursins. Aukinn sýnileiki Með Lífvísindasetri eykst sýnileiki rannsókna HÍ, LSH og annarra aðila sem tengjast setrinu á þessu sviði, bæði hérlendis og erlend- is. Rannsóknir á sviði lífvísinda byggja á gömlum merg og hafa haft mikil áhrif í íslensku þjóðlífi, mun meiri áhrif en menn kannski gera sér grein fyrir. Rannsóknir á þessu sviði hafa leitt til þess að sérfræðiþekking er til staðar sem tryggir bæði menntun ungs fólks í fræðunum en um leið öryggi á ýmsum sviðum, t.d. vegna þekk- ingar á smitsjúkdómum, krabba- meinum og hjartasjúkdómum. Þessar rannsóknir hafa einnig haft mikil áhrif á íslenskt atvinnulíf en atvinnusköpun á sviði lífvísinda er mikil og mun vaxa í framtíðinni. Samnýting tækja og hagræðing í rekstri Tæki til rannsókna í lífvísind- um eru sérhæfð, dýr og úreld- ast hratt. Það er því mikilvægt að nýta þau sem best á hinum stutta líftíma þeirra. Með stofn- un Lífvísindaseturs má bæði samnýta tæki og standa sameig- inlega að fjármögnun og rekstri þeirra. Auk þess verður ávinning- ur vegna hagræðingar í rekstri, svo sem með sameiginlegum inn- kaupum á rekstrar- og rannsókna- vörum sem iðulega eru sérhæfðar og dýrar. Aukin styrkjasókn Aukinn þéttleiki virkra vísinda- manna á sviði lífvísinda eykur samvinnu en skapar um leið kröfuna um að menn standi sig í styrkjasókn bæði um innlenda og erlenda styrki. Að lokum Með Lífvísindasetri Háskóla Íslands er orðið til frjótt umhverfi fyrir vísindamenn og rannsókna- nema, þar sem eftirsóknarvert er að vinna og starfa. Markmið- ið er að Lífvísindasetrið verði mikilvægur vettvangur þeirra Íslendinga sem flytja til Íslands að loknu framhaldsnámi erlend- is og þeirra erlendu aðila sem vilja stunda nám eða störf í sam- einda- og frumulíffræði á Íslandi. Stofnun Lífvísindaseturs Háskóla Íslands hefur nú þegar leitt til öflugs vísindastarfs sem mun án efa leiða til aukinna gæða þess- arar starfsemi. Sú þekking sem vísindin skapa leiðir til hagsbóta fyrir sjúklinga og íslenskt sam- félag í heild. Lífvísindasetur HÍ: nýtt þekk- ingarafl í heilbrigðisvísindum Er lítill lyfjamarkað- ur á Íslandi ástæða lítils lyfjaframboðs? Í síðasta mánuði kom út skýrsla Ríkisendurskoðunar, Þróun lyfjakostnaðar 2008-2010. Helsta niðurstaða hennar er sú að þrátt fyrir smæð íslenska lyfjamarkaðarins sé lyfjaverð hérlendis bæði sambærilegt við lyfjaverð í þeim löndum sem við berum okkur jafnan saman við og í mörgum tilfellum sé lyfja- verð meira að segja lægra en í þessum löndum. Þetta verður efni næstu greinar í blaðinu þar sem ég mun bera saman verð- lag á lyfjum og skoða það með tilliti til verðs í öðrum lönd- um. Í skýrslunni benti Ríkis- endurskoðun jafnframt á smæð íslenska markaðarins sem ríka ástæðu fyrir minna framboði hér en á hinum Norðurlöndun- um. Þótt önnur atriði geti hér einnig skipt máli er þetta vissu- lega rétt hjá Ríkisendurskoðun. Lyfjaframboð íslenska markaðs- ins samanborið við Norðurlöndin Í skýrslu Ríkisendurskoðun- ar segir „að einungis séu um 3.300 lyfjavörunúmer til sölu á Íslandi meðan samsvarandi fjöldi annars staðar á Norður- löndum er á bilinu 8.000 til 10.700“. Hér er vert að hafa í huga að Ríkisendurskoðun ber saman fjölda vörunúmera þar sem hver stærðarpakkning fær eigið vörunúmer. Hér á íslensk- um markaði standa okkur ekki endilega til boða eins margar stærðir af pakkningum af sama lyfi samanborið við nágranna okkar á Norðurlöndum og það skýrir að hluta til þann mun sem Ríkisendurskoðun bendir á. Fréttaflutningur vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar gaf aftur á móti til kynna að hér væri bókstaflega skortur á lyfjum á íslenskum lyfjamarkaði þótt það sé alls ekki tilfellið. Hækkun gjaldskrár og meiri álögur hamla auknu lyfjaframboði Líkt og fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar hafa 4.327 lyf gilt markaðsleyfi á Íslandi þótt aðeins 2.237 séu mark- aðsfærð hérlendis. Rökrétta skýringin á því ætti að liggja í smæð íslenska markaðarins sem framboðið tekur mið af. En fleira hangir á spýtunni. Ríkisendurskoðun bendir á að framboð á samheitalyfjum sé minna hér en í samanburðar- löndunum. Líkt og ég gat um í upphafi er lyfjaverð hérlendis sam- bærilegt við það sem gengur og gerist á Norðurlöndunum og í sumum tilvikum lægra. Þennan árangur má þakka samstilltu átaki stjórnvalda og frumlyfja- framleiðenda. Við bendum þó á að ástæðan fyrir minna fram- boði á samheitalyfjum hér, samanborið við önnur lönd, geti meðal annars orsakast af aðgerðum stjórnvalda. Undanfarið hafa stjórn- völd staðið fyrir breytingum á umgjörð lyfjamarkaðarins í heild, til dæmis með breyttri tilhögun á greiðsluþátttöku lyfja. Á sama tíma hafa neyt- endur fundið fyrir hækkunum á gjaldskrám, aukinni gjald- töku auk þess sem kostnaður hefur almennt aukist. Allt þetta hamlar mjög gegn auknu fram- boði lyfja á íslenska mark- aðnum. Því hafa frumlyfja- framleiðendur ítrekað gert stjórnvöldum grein fyrir því að hugsanlegar afleiðingar aðgerða þeirra geti haft í för með sér að lyf verði afskráð, tekin af markaði og að aðgerð- irnar í heild geti til lengri tíma litið grafið undan lyfjamark- aðnum. Skýrsla Ríkisendurskoðunar gefur því tilefni til að endur- meta hvort þau markmið sem stjórnvöld ásettu sér, þ.e. að tryggja gott lyfjaframboð á íslenskum lyfjamarkaði, hafi í raun náðst. Því miður bendir ýmislegt til að aðgerðir stjórn- valda hafi haft þveröfug áhrif. Lyf Jakob Falur Garðarsson framkvæmdastjóri Frumtaka Á sama tíma hafa neytendur fundið fyrir hækkunum á gjaldskrám, aukinni gjaldtöku auk þess sem kostnaður hefur almennt aukist. Heilbrigðismál Sigríður Ólína Haraldsdóttir lungnalæknir Heimildir: 1. How Tobacco Smoke Causes Disease: The Biology and Behav- ioral Basis for Smoking-Attributable Disease, A Report of the Surgeon General 2010. www.surgeongeneral.gov/ library/tobaccosmoke/index.html 2. www.enrokfrioperation.se/new 3. Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun um tóbaksvarn- ir. 139. löggjafarþing 2010-2011. Þskj. 1571 – 860. mál. Vísindi Þórarinn Guðjónsson dósent og hópstjóri við Lífvísindasetur HÍ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.