Fréttablaðið - 21.12.2011, Síða 36

Fréttablaðið - 21.12.2011, Síða 36
36 21. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR Hönnunarstefna Íslands Hvað er hönnun? Er það starf? Líklegt er að tónlistarmenn kannist við þessa spurningu. Að mörgu leyti er líkt með tón- list og hönnun, varðandi það að sumir vinna þetta svolítið sem markaðsdrifnar tækniútfærslur en aðrir eru að þessu listarinnar vegna. Svo virðist sem hinu opinbera og sveitarfélögum finnist enn í lagi að hönnuðir gefi vinnu sína í samkeppnum, rétt eins og tónlistarmenn gera oft á tíðum vegna góðgerðatónleika. En myndu sömu stofnanir og fyrir- tæki ætlast t.d. til þess að 15-20 smiðir gæfu vinnu sína eða 20-30 lögfræðingar gæfu vinnu sína – bara til að velja eina lausn sem hentaði stofnun hverju sinni? Nei, það held ég ekki. Landslagsarkitektúr liggur á milli hönnunar, list-, tækni- fræði og raunvísinda. Lands- lagsarkitektúr er þverfaglegt háskólanám, sem byggist m.a. á kúrsum í plöntufræði, jarð- og landafræði, umhverfissál- arfræði, vistfræði, listum og hönnun. Landslagsarkitektar hanna umhverfi út frá mann- legu atferli, rými, formi, fegurð og manngera umhverfi svo að það verði vistlegt, hagkvæmt og fallegt. Á dögunum var haldin hönnunarráðstefna á vegum Hönnunarmiðstöðvar Íslands, menntamála- og iðnaðarráðu- neytisins og fleiri. Á dagskránni voru skemmtileg og áhugaverð erindi. Ég fagna áhuga iðnað- arráðherra á því að styðja og styrkja við hönnun á Íslandi. Það er allt of oft sem íslensk pólitík snýst einungis um eldri atvinnugreinar eins og sjávarút- veg og landbúnað. Einn fyrirlesarinn var Norð- maðurinn, Jan R. Stavik, hag- fræðingur og framkvæmda- stjóri norska hönnunarráðsins. Þetta var áhugavert erindi fyrir þær sakir að Norðmenn og Norðurlöndin, telja hönnun almennt skila miklu til baka til þjóðarbúsins. Þeir álíta ekki bara að gott sé að nota orðið „hönnun“ á tyllidögum eða að nóg sé að setja verðlaunafé í einstaka hönnunarsamkeppni á nokkurra ára fresti. Í huga almennings snýst hönn- un um fatnað, sem er frábært að sé vel á veg komið. Hins vegar snýst hönnun ekki bara um að framleiða ákveðna vöru heldur líka um að hugsa upp aðferð- ir, hluti og ferla á nýjan hátt. Þannig þróast samfélög áfram inn í nýjar brautir. Allir þekkja stórfyrirtæki eins og Apple og Nokia sem hafa notað hönn- un mikið og lengi. Ekki bara í vöruþróun heldur líka sem nýja hugsun í innviði, aðferðafræði og markaðsdrifna hugsun fyrir- tækjanna. Af þeim fyrirtækjum sem nota hönnun sem hluta af verk- ferlum hafa 69% þróað nýja vöru eða þjónustu á seinustu þremur árum, en aðeins 28% þeirra sem ekki nota hönnun. Í ágústmánuði fór Apple hönn- unarfyrirtækið upp fyrir Exxon olíurisann yfir verðmætustu fyrirtæki heims. Þrátt fyrir að það hafi staldrað stutt á toppn- um er það táknrænt fyrir þau straumhvörf sem nú eru að eiga sér stað og ber vitni um mikil- vægi heildrænnar hönnunar. Oft snýst nefnilega hönnun líka um nýsköpun þó að ekki sé hægt að aðgreina það í sundur. Lands- lagsarkitektúr snýst t.d. oftar en ekki um að finna sértæka lausn á tilteknu verkefni, sem er snið- in að þörfum hvers viðskipta- vinar. Þannig að í raun er við- skiptavinur að fá einstaka lausn án þess að gera sér grein fyrir þeim verðmætum sem liggur í lausninni. Við Íslendingar erum ósjald- an frábrugðnir öðrum Norður- landabúum, enda þótt við teljum hugsunarhátt okkar svipaðan og annarra í Skandínavíu. Við erum þó nokkrir eftirbátar þeirra í viðhorfi til hönnunar og verðmætamats hennar. Þegar viðkemur fjármagni í hönnun eigum við enn langt í land. Forsaga Hönnunarmiðstöðvar hófst 1985 með grasrótarsam- tökunum FORM-Ísland samtök hönnuða. Á hinum Norðurlönd- unum hefur stofnun hönnunar- miðstöðva komið ofan frá, þ.e. frá ríkinu og ríkið leggur veiga- mikla áherslu á að setja fjár- magn í verkefnið. Tölur sýna að því meira fé sem eytt er í hönn- un því mun meira skilar það sér til þjóðarbúsins. Þá er áhuga- vert að bera saman það fé sem sett er í aðrar listgreinar s.s. tónlist og ritstörf og hins vegar hönnun og arkitektúr. Allir vita hvað t.d. tónlist Bjarkar og fleiri listamanna hafa haft mikil áhrif á ferðamennsku, sem er orðin stór atvinnugrein. Það er mjög ánægjulegt að iðnaðarráðherra skuli hafa mik- inn áhuga á málinu, og ég hvet Hönnunarmiðstöð og starfshóp um hönnunarstefnu Íslands, að klára vinnuna þannig að við getum haldið áfram að þróa hönnun, sem einn af máttar- stólpum atvinnulífsins í fram- tíðinni. Veigamikið er að hafa nýjar atvinnugreinar að stefna að þar sem við vitum að nátt- úruauðlindir okkar eru ekki óþrjótandi og að framþróun felst í að þróa og finna nýjar lausn- ir. Að móta hönnunarstefnu er þýðingarmikið skref í að færa hönnun til vegs og virðingar í samfélaginu. Hönnun Björk Guðmundsdóttir landslagsarkitekt Framlög ríkisins til listgreina 2010 Tónlist 775 milljónir Myndlist 313 milljónir Kvikmyndagerð 697 milljónir Bókmenntir 293 milljónir Sviðslistir 1.099 milljónir Hönnun og arkitektúr 37 milljónir Ég fagna áhuga iðnaðarráðherra á því að styðja og styrkja við hönnun á Íslandi. Það er allt of oft sem íslensk pólitík snýst einungis um eldri atvinnugreinar eins og sjávarútveg og landbúnað.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.