Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2011, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 21.12.2011, Qupperneq 64
21. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR52 HEIMÞRÁ Mars 1986, Agadír S íðasta kvöldið okkar Sjan-Klots sátum við undir pálmatré á strönd- inni í Agadír og svældum í okkur súkkulaði af gömlum vana. Búnir að halda til í bænum í viku og gengið þokkalega að spila til að byrja með. En nú var farið að halla undan fæti eins og svo oft áður. Þetta kvöld hnakkrifumst við af tómum leiðindum. Fyrr um daginn hafði Sjan-Klot brotið ólífu- olíuflösku Mústafa þegar hann lagði bakpok- ann of harkalega frá sér á kaffihúsi. Síðan bætti hann um betur með því að spandera síðustu peningunum okkar í hass. Ég reykti til að fá minn hlut af sjóðnum. Fékk útborgað í reyk sem við skoluðum niður með marokk- ósku fernurauðvíni. Banvænn kokteill. „Djöfuls klaufi geturðu verið,“ tautaði ég þegar hassvíman læddist yfir mig eins og þunglyndi. „Þetta var besta ólífuolía sem ég hef nokkurn tíma smakkað.“ Sjan-Klot pírði augun og fitlaði við gítarinn. „Svona, slappaðu af …“ „Slappa af? Við erum að reykja burt á okkur heilann, Sjan-Klot! Vinstra heilahvelið að runka því hægra!“ „Merde! Hvaða kjaftæði er nú þetta?“ Ég fékk mér bita af sérstöku kökubrauði sem ég hafði ánetjast eftir komuna til Agad- ír. Þetta voru hleifar á stærð við arabísk brauð sem voru seld í bakaríum við ströndina. Ég skolaði bitanum niður með sopa af súru víni áður en ég hélt áfram: „Á næstu öld þegar Amazon-skógurinn verður horfinn og menn búnir að sporðrenna síðustu rottunum og farnir að stunda hausaveiðar til að eiga í mat- inn, þá kemur þessi fíni maður inn á verts- hús og biður um menúinn. Og hvað? Efst á matseðlinum stendur: Heilinn úr Sjan-Klot. Léttmaríneraður hasshaus með kókablöðum borinn fram í rauðvínssósu.“ „Þú átt ekkert með að gera grín að mér!“ „Ekki það?“ „Þú ættir að sjá smettið á þér þegar þú ert að biðja um aur! Frekar aumkunarverð sjón, get ég sagt þér!“ Þarna hitti gamli hippinn í mark. Hann vissi að ég hataði að betla. Ég lét á engu bera og reyndi mótleik: „Þú ættir að hlusta á sjálf- an þig stundum. Þú hefur enga tónlistarhæfi- leika. Enga!“ Sjan-Klot beit í vörina og horfði á mig svo- lítið hugsi. „Þetta er bara leikur fyrir þig, er það ekki?“ „Hvað meinarðu?“ „Þú ert bara ríkur krakki að leika þér í slömminu. Getur farið heim hvenær sem þér sýnist. Getur hringt í mömmu þína og látið hana senda þér flugmiða. Við hin … við eigum engan stað til að fara á, skilurðu? Við erum að þessu upp á líf og dauða.“ Hann hafði stungið ærlega upp í mig núna. Hvað gat ég sagt við þessu? En Sjan-Klot var ekki búinn: „Og einn daginn, Ísland. Einn daginn verðurðu ekki lengur ungur og sætur. Ekki lengur svona andskoti saklaus!“ Myrkrið hafði læðst aftan að okkur. Upp með ströndinni kviknuðu ljósin eins og litlar freðnar eldflugur svo langt sem augað eygði. Brimið malaði einmanalega í hálfmyrkrinu fyrir neðan. Tími til kominn að spila fyrir klinki og betla eða drepast úr hungri. Þegar við nálguðumst strandbarina – þöglir eftir rifrildið – sáum við að þeir voru nánast mannlausir fyrir utan nokkra norræna túrista sem mændu djúpt ofan í kokteilana, svekktir á svip. Svipað og þeir væru að hugsa: „Af hverju fór ég ekki til Ibiza eins og í fyrra? Hér er svo leiðinlegt. Enginn að reyna við mig. And- skotinn.“ Þeir horfðu öfundaraugum út á ströndina þar sem stæltir arabískir folar kepptust við að sjarmera eldri konur. Þær voru breskir pen- sjónistar: Miss Marple, Agatha Christie og Margaret Thatcher með handtöskur og húð- sjúkdóma. „O dear, o dear!“ skríktu þær, flaggandi töskunum. Folarnir á ströndinni vissu hvað klukkan sló. Vissu hvað þeir áttu að gera til að vinna sér inn peninga. Amma borgar. Sjan-Klot stillti sér upp í hálfmyrkrinu fyrir framan upplýsta verönd með myrkvað brimið í bakið. Ég sveif inn í ljósið og lét klingja vel í blikkdollunni þegar ég hristi hana. Sjan-Klot ætlaði í þúsundasta skipti að reyna að taka þetta bítlalag. Hann virtist staðfastur í kvöld. Enginn taktur og engin laglína. Gaulaði eins og Yoko Ono í rafmagnsstól. Við vandlega hlustun mátti þó greina textann: Síðasta kvöldið með Sjan-Klot Í skáldævisögunni Götumálaranum byggir Þórarinn Leifsson á reynslu sinni sem götulistamaður á flakki um Evrópu, þar sem hann bjó á götunni og kynntist fjöldanum öllum af skrautlegu fólki á ferðum sínum. Fréttablaðið birtir hér kafla úr bókinni. GÖTUMÁLARINN Skáldævisaga Þórarins Leifssonar berst vítt og breitt um Spán og Marokkó, inn í framandi og háskalegan heim götulistamanna og flækinga. Höfundur myndskreytir bókina sjálfur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hey you’ve got to hide your love away. Hey you’ve got to hide your love away … Gestirnir áttu sér enga undankomuleið. Tilneyddir að hlusta á gargið í franska hipp- anum hvort sem þeim líkaði það betur eða verr meðan ég ranglaði milli borðanna með blikkdolluna, flissandi eins og asni. Engum stökk bros á vör. Ég var einn um að skemmta mér konunglega. Skyndilega heyrði ég einhvern tuða á dönsku og leit um öxl. Danskt drengjap- ar starði daufum augum út á sjó, á svipinn eins og hjón eftir alvarlegt rifrildi. Báðir með gljáfægðan skalla í skræpóttum stut- termaskyrtum. Voru þeir að skilja? Frænd- ur mínir, Danir? Ég bara skil það ekki! Hvað er að? Hví þessi depurð? Þessi fer- tugsaldur? Þessir rauðu skallar? Haha! Ég er fíflið! „Gefiði mér eitthvað, strákar?“ flissaði ég á dönsku og hristi blikkdolluna framan í þá. „Fandeme nej!“ hvæsti annar þeirra en hinn veifaði hendinni ákaft eins og hann væri að banda frá sér flugu. „Haha! … Heyrðirðu þetta Sjan-Klot?“ grenjaði ég. „Fandmenæ! Hahaha!“ Ég réð ekki lengur við mig. Lagði frá mér dolluna og fór í keng. Hristist á meðan hlát- urinn gubbaðist upp úr mér. Þegar ég leit upp horfði Sjan-Klot spyrjandi á mig og nikkaði í átt að hinum gestunum á staðnum. Fátt annað að gera en klára rúntinn. Á næsta borði sat breskur silakeppur með gullkeðju um hálsinn, auðsjáanlega illa hald- inn af leiðindum. Hann teygaði svartan bjór úr lítraglösum og ljómaði af illsku. Blóð- hlaupin augun stóðu á stilkum. Þegar ég nálgaðist með kökuboxið missti keppurinn endanlega stjórn á sér og þaut upp frá borð- inu. „Ég hef aldrei heyrt þetta bítladrasl sungið jafn illa!“ baulaði hann. „Eins og það sé ekki nóg með það að maður sé plataður á þennan skítastað … þarf maður líka að sitja undir þessum tortúr? Hvaða fífl skipuleggur eiginlega skemmtiatriðin í þessari ferð? Charles fokking Manson?“ Silakeppurinn þagnaði, rauðsprengd bola- bítsaugun störðu á okkur Sjan-Klot til skiptis. Hann virtist hafa eitthvað annað og meira í huga en eiginhandaráritun svo við forðuðum okkur hið snarasta. Við ráfuðum norður eftir ströndinni með- fram hálftómum kaffihúsunum. Nokkuð ljóst að við yrðum ekki klappaðir upp í kvöld. Sjan-Klot var sleginn út af laginu, hann ans- aði því ekki þegar ég gerði grín að öllu saman og hermdi eftir silakeppnum. Ég endurtók í sífellu það sem hann hafði sagt um Bítlana, já að hann hefði aldrei heyrt lagið flutt jafn illa. Skyndilega nam Sjan-Klot staðar fyrir fram- an einn barinn: „Hinkraðu aðeins, ég þarf að skreppa á klóið.“ „Ég vona að þú getir skitið betur en þú spil- ar,“ sagði ég. Sjan-Klot yppti öxlum áður en hann hvarf inn á barinn. Ég gekk til baka sömu leið og við komum. Síðan þá hef ég aldrei séð Sjan-Klot.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.