Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2011, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 21.12.2011, Qupperneq 88
21. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR76 Ég þorði í fyrstu ekki að líta niður á löpp- ina þar sem ég hélt að hún væri það illa útlítandi. En svo slæmt var það sem betur fer ekki. EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN LEIKMAÐUR AEK AÞENU FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen ætlar sér að spila fótbolta á ný áður en tímabilinu lýkur í Grikk- landi. Hann fótbrotnaði á tveimur stöðum eftir að hann lenti í sam- stuði við markvörð Olympiakos í leik með liði sínu, AEK Aþenu, í grísku úrvalsdeildinni um miðjan október. Talið var að hann myndi missa af tímabilinu en Eiður Smári segir enn óvíst hvenær hann muni snúa til baka. Hann verði frá í alls 4-6 mánuði en nú nýverið gekkst hann undir aðgerð þar sem skrúfur voru fjarlægðar úr fótleggnum. Segir hann að það hafi verið afar sárs- aukafullt. „Það var ótrúlega vont og engin smá kvöl sem fylgdi því,“ segir Eiður en hann var vitanlega svæfður fyrir aðgerðina. „Það þurfti að fjarlægja skrúfur sem voru merkilega langar og gengu í gegnum beinið. Verkurinn kom svo eftir að ég vaknaði og var gríðar- lega mikill,“ rifjar hann upp. Eiður var í endurhæfingu hér á landi bæði fyrr í þessum mánuði og verður áfram hjá Einari Ein- arssyni, sjúkraþjálfara og einka- þjálfara, fram yfir hátíðirnar. Fjölskylda hans er með honum í jólafríi en að því loknu verður haldið aftur til Grikklands. Eiður segir að kona sín, Ragn- hildur Sveinsdóttir, hafi reynst sér ótrúlega vel í gegnum þessa erfiðu tíma eftir að hann meiddist. „Ég hef fengið fimm stjörnu meðferð hjá henni og er ég henni afar þakk- látur fyrir það,“ segir hann. Líkaminn í sjokki Eiður Smári hefur upplifað ýmis- legt síðan hann fór frá Barce- lona árið 2009 en AEK er fimmta félagið sem hann spilar með síðan þá. Svo þegar hann var loksins komin á fulla ferð með AEK varð hann fyrir þessu áfalli. Hann vissi um leið að meiðslin væru alvarleg. „Það kom ekki bein- línis verkur heldur var líkaminn í hálfgerðu sjokki. Ég þorði í fyrstu ekki að líta niður á löppina þar sem ég hélt að hún væri það illa útlít- andi. En svo slæmt var það sem betur fer ekki og brotið nokkuð hreint,“ segir hann. „Ég var loksins byrjaður að spila í hverri viku og farinn að aðlagast lífinu í nýju landi. Við fjölskyld- an vorum búin að koma okkur vel fyrir og hefur það reyndar ekkert breyst. Það fer vel um okkur.“ Hef ekki áhyggjur af kreppunni Grikkland hefur verið mikið í fréttunum í haust vegna gríðar- legra þrenginga í efnahags málum og mikils niðurskurðar í opin- berum útgjöldum. „Við Íslend- ingar höfum einhverja reynslu í þessum málum,“ segir hann í létt- um dúr. „En ég hef svo sem ekki spáð mikið í því og fyrst og fremst tók ég þessa ákvörðun út frá fót- boltanum. Mér fannst eitthvað spennandi við þá tilhugsun að fara til AEK og það stendur enn.“ AEK hefur þó ekki farið var- hluta af kreppunni og til að mynda hefur gengið illa að greiða leik- mönnum og öðrum starfsmönnum laun. „Það hefur auðvitað áhrif en ekki eitthvað sem heldur manni uppteknum öllum stundum. Ég hef frekar einbeitt mér að því að ná mér aftur góðum af meiðslunum.“ Nýr þjálfari hefur breytt miklu Það hefur einnig gengið á ýmsu inni á vellinum hjá AEK. Liðið tapaði fyrstu fimm leikjum sínum í Evrópudeild UEFA og þegar skipt einu sinni um þjálfara. „Upphaf tímabilsins í Grikklandi var mjög ruglingslegt og lengi vel óvíst hvaða lið yrðu í efstu deild, meðal annars vegna mútumála sem komu upp. Það tók langan tíma að greiða úr því og við fórum inn í Evrópu- deildina án þess að vera búnir að spila deildarleik. Við vorum með marga nýja leikmenn og vorum einfaldlega ekki nógu vel undir- búnir,“ segir Eiður. „Svo þegar það varð ljóst að við myndum ekki komast áfram þá var ekki mikið lagt í leikina í þeirri keppni.“ Nikos Kostenoglou var ráðinn þjálfari í stað Spánverjans Manolo Jimenez hinn 6. október og segir Eiður að síðan þá hafi orðið meira úr liðinu. „Það er komið meira skipulag og agi á leik liðsins. Það leiðinlega er að ég meiddist strax í fyrsta leiknum sem hann stýrði en hann er afar viðkunnanlegur maður og fylgist náið með því hvernig mín endurhæfing gengur.“ AEK er nú í þriðja sæti grísku úrvalsdeildarinnar með 28 stig, tveimur á eftir toppliði Olympi- akos, sem á leik til góða, og einu stigi á eftir Panathinakos sem á tvo leiki til góða. Liðið vann ný- verið fimm leiki í röð en tapaði fyrir Atrimotos, sem er í fjórða sætinu, nú um helgina. Ætla að spila aftur á tímabilinu Eiður fer í aðra myndatöku á fót- brotinu hinn 15. janúar næstkom- andi og fær hann þá frekari frétt- ir af því hvernig endurhæfingin gengur. „Þetta fer allt eftir því hversu fljótt beinið getur tekið við fullum líkamsþunga aftur og hversu vel gengur að byggja upp vöðvana í kring,“ útskýrir hann. „Ég hugsa bara um að koma mér sem fyrst aftur af stað. En það er alveg ljóst að ég ætla mér að spila aftur áður en tímabilinu lýkur. Hversu mikið það verður get ég hins vegar ekkert sagt til um eins og er.“ Eiður Smári hefur átt erfitt upp- dráttar síðustu tvö árin en sér ekki eftir neinum ákvörðunum. „Það væri alveg hægt að grenja í koddann á kvöldin yfir hinum og þessum ákvörðunum en það myndi engu breyta. Ég ætla frek- ar að nota orkuna í að ná mér aftur góðum af meiðslunum og ná árangri á vellinum. Síðustu tvö ár hafa þróast leiðinlega en mér er efst í huga að snúa þessu við og enda ferilinn á jákvæðum nótum.“ eirikur@frettabladid.is Ætla mér að spila aftur á tímabilinu Rúmir tveir mánuðir eru síðan Eiður Smári Guðjohnsen tvíbrotnaði á fæti í leik með liði sínu, AEK Aþenu, í Grikklandi. Þrátt fyrir svartar spár í fyrstu er hann sjálfur staðráðinn í að snúa aftur fyrir vorið. EIÐUR SMÁRI Hér á fullu í leik með AEK Aþenu í grísku úrvalsdeildinni. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI „Satt best að segja þá var ég aldrei í Stoke. Þannig lít ég á þetta þegar ég hugsa til baka,“ segir Eiður Smári um þá mánuði sem hann var á mála hjá Stoke City í ensku úrvalsdeildinni. Hann kom til liðsins í lok félagaskiptagluggans í ágústlok í fyrra og samdi við liðið til eins árs. „Þetta var ömurlegur tími og mjög erfiður,“ segir hann, en Eiður Smári var svo lánaður til Fulham skömmu eftir síðustu áramót. Þar var hann til loka tímabilsins og fékk meira að spila. Mark Hughes knattspyrnustjóri sagði svo upp störfum og Eiður Smári endaði í Grikklandi. „Tímasetningarnar hafa allar verið mjög óheppilegar. Hálft tímabilið leið án þess að ég stigi varla inn á völlinn. Ég fann svo aftur leikgleðina hjá Fulham en brotthvarf Marks Hug- hes frá félaginu batt í raun enda á veru mína þar.“ Eiður Smári segist aldrei hafa fengið nein svör um af hverju hann fékk ekki fleiri tækifæri hjá Tony Pulis knattspyrnustjóra. „Nei, ég var heldur ekki að leita eftir þeim. Það myndi ekki friða mig sérstaklega. Ákvörðunin um að fara til Stoke var tekin á síðustu stundu áður en lokað var fyrir félagaskipti og það verður að segjast að sú ákvörðun reyndist ekki rétt, eftir á litið. Þetta var allt saman mjög skrítið.“ Pulis sagði margsinnis að Eiður hefði ekki verið í nægilega góðu formi til að komast í liðið. Eiður gefur lítið fyrir það. „Ég skil ekki hvernig er hægt að dæma um það þar sem ég fékk aldrei 90 mínút- ur. Ég fékk að koma inn á í fimm leikjum fram í október og svo ekki söguna meir. Ég spyr hvort það sé ekki þjálf- aranna að koma leikmann- inum í form ef þeir vilja að hann spili.“ - esá Eiður Smári Guðjohnsen um stutta en skrautlega dvöl hjá Stoke: Ömurlegur tími og mjög erfiður TONY PULIS Hefur ekki reynst íslenskum knattspyrnumönnum sérlega vel í gegnum tíðina. FÓTBOLTI Eitt af spútnikliðunum í ensku úrvalsdeildinni í ár er Swansea. Brendan Rodgers er stjóri liðsins og lýsti oft yfir áhuga á að fá Eið Smára til liðs við félagið, nú síðast í sumar. Sparkspekingar segja að Eiður Smári hefði passað vel inn í þann fótbolta sem Rodgers hefur látið liðið spila. Eiður Smári sér þó ekki eftir þeirri ákvörðun að hafa farið til Grikklands. „Auðvitað er auðvelt að velta þessu fyrir sér þegar maður liggur fótbrotinn heima,“ segir Eiður Smári sem fótbrotn- aði í leik með AEK Aþenu í októ- ber síðastliðnum. „Ég vissi nákvæmlega hvern- ig fótbolta Brendan Rodgers lætur sín lið spila,“ segir hann en Eiður þekkir vel til hans frá því að hann var þjálfari hjá Chelsea, þar sem Eiður var í sex ár. „Það hefur reyndar komið mér aðeins á óvart hversu marga leiki Swan- sea hefur unnið. Ég var mjög ánægður með að hann sýndi mér áhuga, rétt eins og Sam Allar- dyce hjá West Ham gerði. Ég tók samt mínar ákvarðanir og stend við þær.“ - esá Eiður um áhuga í Englandi: Stend við mína ákvörðun RODGERS Starfaði áður hjá Chelsea og þekkir Eið Smára vel frá þeim tíma. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Varnarmaðurinn Elfar Freyr Helgason gekk í raðir AEK frá Breiðabliki í sumar og hefur Eiður Smári verið honum innan handar í vetur. Hann hefur tvíegis fengið að spila með liðinu í Evrópudeildinni en bíður enn eftir tækifæri með liðinu í grísku úrvalsdeildinni. „Hann er að stíga sín fyrstu skref í atvinnumennsku og hef ég reynt að hjálpa honum eins mikið og ég get. Hann hefur staðið sig vel og nýtt sín tækifæri ágæt- lega,“ segir Eiður Smári. „En ástandið í Grikklandi er eins og það er og þetta er erfitt fyrir hann eins og aðra í liðinu. Þetta er þó mikil reynsla fyrir hann og hann mun koma sterkur úr þessu.“ - esá Eiður Smári um Elfar Frey: Reynslan mun styrkja hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.