Morgunblaðið - 04.09.2010, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 4. S E P T E M B E R 2 0 1 0
ILLA INNRÆTTUR
DVERGUR HATAR
KONUR OG ÁST
ÞURFUM AÐ
ENDURHEIMTA
HUGREKKIÐ
HEILINN TÆMD-
IST OG TUNGAN
TVÖFALDAÐIST
SUNNUDAGSMOGGINN PRUFUTÍMI Í ÚTVARPI 10SAMNORRÆN LEIKSÝNING 50
Stofnað 1913 206. tölublað 98. árgangur
Þotur Hollenska fyrirtækið ECA-Programs
vill leigja út herþotur til æfinga hér á landi.
Ögmundur Jónasson, nýskipaður
samgönguráðherra, hefur ekki tekið
afstöðu til þess hvort hann muni
gefa út reglugerð þannig að mögu-
legt væri að veita leyfi fyrir herþot-
um ECA-Program hér á landi.
„Ég ætla að skoða málið frá
tveimur hliðum. Annars vegar hvort
þetta samræmist stjórnarsáttmál-
anum, þar sem kveðið er á um að Ís-
land skuli framfylgja friðsamlegri
utanríkisstefnu. Og þá vil ég vita
meira um eðli þessarar starfsemi og
um þetta fyrirtæki sem margt virð-
ist vera á huldu um. Hins vegar vil
ég skoða þetta út frá málefnum
stjórnsýslunnar,“ sagði hann. Meðal
þess sem þurfi að skoða er hver við-
brögð alþjóðastofnana í flugmálum
yrðu. Þetta væri ekki eins og hver
önnur atvinnustarfsemi. „Ég vil fá
allar staðreyndir á borðið og skoða
málið faglega,“ sagði hann. »4
Ögmundur mun
skoða málefni ECA
faglega og vandlega
Icesave-málið
» Samninganefndir Íslands,
Bretlands og Hollands áttu í
gær og fyrradag fundi um Ice-
save í Hollandi.
» Íslensk stjórnvöld vinna
núna að svari til ESA, Eftirlits-
stofnunar EFTA, vegna meintra
samningsbrota vegna inn-
stæðna á Icesave.
Agnes Bragadóttir
Egill Ólafsson
Enginn árangur varð af fundum
samninganefnda Íslands, Hollands
og Bretlands um Icesave í Haag í
Hollandi sem lauk í gær. Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, segir greinilegt að lítil
breyting hafi orðið á viðhorfum
Breta og Hollendinga. Ef ekkert
nýtt gerist í málinu stefni í að það
fari til dómstóla.
Ekkert hefur verið afráðið um
frekari fundahöld samninganefnda
þjóðanna. Í fréttatilkynningu frá
fjármálaráðuneytinu segir að fund-
irnir hafi reynst gagnlegir.
„Það er greinilegt að það hefur lít-
ið breyst í viðhorfum Breta og Hol-
lendinga. Að óbreyttu hlýtur málið
að sigla í þennan farveg hjá ESA og
síðan til dómstólanna. Það er ekkert
áhyggjuefni að mínu mati,“ segir
Bjarni um niðurstöðu fundanna.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins,
segir að flest bendi til að lítil tíðindi
hafi orðið á fundinum. „Maður veltir
fyrir sér hvers vegna fundurinn var
haldinn, þ.e.a.s. hver var aðdragandi
þess að hann var haldinn. Af ummæl-
um fjármálaráðherra að dæma virð-
ist sem hann hafi unnið lengi að því
að fá menn til að byrja aftur að ræða
um Icesave. Maður veltir fyrir sér
hvort þessi fundur hafi bara verið til
málamynda.“
Sigmundur Davíð segir að það
liggi nú endanlega fyrir að það sé
ekki ríkisábyrgð á innstæðutrygg-
ingasjóðnum. Lausn málsins hljóti
að byggjast á þeirri staðreynd.
Árangurslausir fundir
Greinilegt að afstaða Breta og Hollendinga hefur lítið breyst, segir formaður
Sjálfstæðisflokksins sem telur stefna í að málið fari fyrir ESA og dómstóla
Víkingi Heiðari Ólafssyni var ný-
lega gefið antíkpíanó, svokallað
„square piano“ frá árinu 1785, og
var gefandinn eldri kona sem býr
fyrir neðan hann og Höllu Oddnýju
kærustu hans í Oxford á Englandi.
„Þetta er alveg fríkað,“ segir
Víkingur Heiðar. „Þetta er ómet-
anlegur gripur og ofsalega fal-
legur. Píanóið smíðaði maður sem
hét Astor, það var sveinsstykkið
hans frá Longman & Broderip-
píanófabrikkunni í London, sem á
þessum tíma var fremsti píanó-
framleiðandinn. Astor þessi varð
síðar moldríkur á því að stofna Wal-
dorf-hótelin í London og New York,
en þau heita einmitt Astoria eftir
honum.“
Hann segir að ætlunin sé að
koma með píanóið heim til Íslands.
„Þetta yrði væntanlega eina píanó á
Íslandi frá 18. öld og mig dreymir
um að láta semja nýtt verk fyrir
það.“
Víkingur Heiðar er með margt á
prjónunum, svo sem tónleika með
Sinfóníuhljómsveitinni og í Carne-
gie Hall, og segir frá því í ítarlegu
viðtali í Sunnudagsmogganum.
Fékk gefins píanó frá 1785
Hugsanlega elsta píanó á Íslandi og það eina frá 18. öld
Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði fyrir því
norska, 1:2, í fyrsta leik undankeppni Evrópu-
mótsins sem háður var á Laugardalsvelli. Þrátt
fyrir að ná yfirhöndinni og hafa forystu í hálfleik
fékk liðið á sig tvö mörk í þeim síðari og þar við
sat. Niðurstaðan er vonbrigði, enda norska liðið
síst betra í leiknum auk þess sem 35 ár voru liðin
frá því Norðmenn unnu síðast sigur á Íslend-
ingum í mótsleik. » Íþróttir
Sárgrætilegt tap fyrir slökum Norðmönnum
Morgunblaðið/Eggert
Katrín Jak-
obsdóttir
mennta- og
menningar-
málaráðherra
vill ekki skerða
tekjur Ríkisút-
varpsins meira.
Hún hefur
ákveðinn skiln-
ing á nefndaráliti
meirihluta
menntamálanefndar þess efnis að
takmarka þurfi umsvif RÚV á aug-
lýsingamarkaði, en tekjumissi sé
ekki hægt að bæta við núverandi
aðstæður í ríkisfjármálum. »28
Vill ekki skerða
tekjur RÚV
Katrín
Jakobsdóttir
Eva Joly kveðst ánægð með upp-
byggingu embættis sérstaks sak-
sóknara. Hún hyggur nú á forseta-
framboð í Frakklandi og segir að
ekki hafi verið gert ráð fyrir að ráð-
gjöf hennar hér á landi myndi vara
að eilífu: „Störfum mínum mun
ljúka með eðlilegum hætti.“
Hún vill í viðtali í Sunnudags-
mogganum ekki tjá sig um gang
rannsóknar embættis sérstaks sak-
sóknara, en bætir við: „Einnig höf-
um við smám saman áttað okkur á
ferli afbrotanna. Hlutirnir eru mun
skýrari nú en þeir voru í upphafi.“
Joly segir að búast megi við því
að þeir, sem rannsóknin beinist að,
muni beita öllum brögðum til að
tefja og drepa málum á dreif, þar á
meðal með því að láta líta út fyrir að
annarlegar hvatir búi að baki.
Mun ljúka með
eðlilegum hætti
Öllum brögðum í bók-
inni verður beitt til að
koma í veg fyrir að
málið fari fyrir dóm.
Eva Joly
Gripurinn Píanóið
er svokallað
„square piano“.
MEnginn árangur í Haag »2