Morgunblaðið - 04.09.2010, Síða 33

Morgunblaðið - 04.09.2010, Síða 33
Umræðan 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2010 Afmælisþakkir Innilegar þakkir til allra sem glöddu mig með nærveru sinni á 90 afmælisdaginn minn. Einnig þakka ég þeim sem stóðu fyrir veitingum og tónlist. Kær kveðja, Óskar Jóhannesson. Tyrkland Heimsferðir bjóða frábært tilboð á allra síðustu sætunum til Bodrum í Tyrklandi 29. september í viku. Bodrum bíður þín með einstakan menningararf, stórbrotna náttúrufegurð, töfra Eyjahafsins, frábæran mat og ótrúlega hagstætt verðlag! Gríptu tækifærið og bókaðu frábært frí á hreint ótrúlegum kjörum Verð getur hækkað án fyrirvara! Verð kr. 129.980 - Hotel L´Ambiance ***+ Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna með allt innifalið í viku. Sértilboð 29. sept. Aukalega fyrir einbýli kr. 11.800. 29. sept. Síðustu sætin til Bodrum í haust á einstöku tilboði Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 124.900 - Hotel Eken ***+ Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna með allt innifalið í viku. Sértilboð 29. sept. Aukalega fyrir einbýli kr. 10.000. Beint morgunflugmeð Icelandair frá kr. 124.900 með allt innifalið Þegar horft er yfir sundurleitt samstarf sveitarfélaganna á Suð- urnesjum þá er það ávallt gleðiefni þegar fólk nær að vinna sam- an og þá einkum og sér í lagi þegar þver- pólitísk samstaða fólks úr öllu pólitíska litróf- inu nær að taka hönd- um saman, skilja ólíkar skoðanir á málefnum eftir heima og horfa samhent fram á veginn til að vinna bug á atvinnuleys- isdjöflinum. Það var nákvæmlega það sem gerðist við undirbúning ECA- þotuverkefnisins þar sem fólk úr öll- um flokkum kom að því að veita þessu spennandi verkefni brautargengi og auka þannig fjölbreytni starfa á Suð- urnesjum. Hvort sem þar er um að ræða flugvirkja, tölvunarfræðinga, skrifstofufólk eða verkamenn, þá verður mikil eftirspurn eftir öflugum krafti Suðurnesjamanna til að fylla stöður innan fyrirtækisins. Þess ber einnig að geta að verk- efnið var unnið í sameiningu við alla þingflokka og var aðdáunarvert að sjá hvernig bæði Krist- ján L Möller og Össur Skarphéðinsson auk þingmanna okkar í Suð- urkjördæmi stigu fram og lögðu sig alla fram til að efla atvinnusköpun með okkur Suður- nesjamönnum. Vel má vera að það sem hér er skrifað sé full væmið en það verður að segjast eins og er að fyr- ir 27 ára mann sem stíg- ur nú sín fyrstu skref í heimi íslenskra stjórnmála þá fyllir slík samvinna mig eldmóði og áhuga um að halda áfram af fullum krafti. Enn er erfitt verkefni fyrir hönd- um og ECA-verkefnið er einungis ein sneið af kökunni. Nú þurfum við því að standa klár á því, öll sem eitt, að vinna áfram saman að því verkefni að koma atvinnuleysinu í eðlilegt horf. Það gerum við ekki með því að gráta yfir því hvað allir eru vondir við okkur, heldur stöndum við með höf- uðið hátt, horfum fram á veginn og berjumst áfram þar til atvinnuleys- istölurnar verða lægstar hér á öllu landinu! Þverpólitísk samvinna skilar sér í nýjum störfum Eftir Hjört Magnús Guðbjartsson Hjörtur Magnús Guðbjartsson »Nú þurfum við því að standa klár á því, öll sem eitt, að vinna áfram saman að því verkefni að koma atvinnuleysinu í eðlilegt horf. Höfundur er frkvstj. og er varafor- maður atvinnu- og hafnaráðs Reykja- nesbæjar og varabæjarfulltrúi Sam- fylkingarinnar. Þegar talað er um milljarða, tölum þá líka um 100 milljarðana sem við ekki sækjum. Fjárfestingar í orkuiðnaðinum hafa talist vænlegustu fjárfestingar til uppbyggingar landsins. En hvað um það fé sem við getum sótt án markverðra út- láta? Hvað ef menn eins og Jón Kristjánsson fiski- fræðingur, eða flestallir sjómenn landsins hafa rétt fyrir og Hafrannsóknastofnun ekki? Hvað ef þorskstofninn þolir stóraukið veiði- álag? Hvað ef 100 milljarðar króna svamla fram hjá okkur árlega? Alvöruauðlindir Þegar talað er um auðlindir okkar er svo gríðarlega stór hluti þeirra í sjón- um. Og fáist aðrir til að skoða það álíka og Frjálslyndi flokkurinn hefur gert, má ræða hugmyndir sem ganga út á 100 þús tonna aukningu í þorski og hlutfallslega annað eins í öðrum tegundum, má auka verðmætin um meira en 100 milljarða árlega og það án aukafjárfestingar. Raunverulegar lausnir án froðu Raunverulegar lausnir finnast ekki í gagnrýni á Steingrím, eða Jóhönnu – þjóðfélagið er búið að leyfa lítt hæfu fólki að draga athygli okkar frá lausn- unum. Horfum til alvörulausna. Það vill til að það krefst nánast engrar fjárfestingar að auka aflamörkin. Það kostar okkur nánast ekkert að hefja þá tilraun sem aukin veiði væri. Það þarf ekki að stækka veiðiskipaflotann. Það þarf ekki að auka tækjabúnað fiskvinnslunnar, sem neinu nemur. Og jafnvel þó tækjabúnað þurfi til framleiðum við hann hér innanlands hjá fremsta tæknifyrirtæki í heimi í framleiðslu matvælavinnsluvéla. Hættum að láta misvitra stjórn- málamenn sem eingöngu hafa náð að auka sína getu í þrasi ákvarða þessa umræðu um allt nema lausnir. Krefj- umst raunverulegra lausna. HARALDUR BALDURSSON, tæknifræðingur. Raunverulegar lausnir – árlega 100 milljarðar Frá Haraldi Baldurssyni Haraldur Baldursson BRÉF TIL BLAÐSINS Heimili & hönnun Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Heimili og hönnun föstudaginn 17. september. MEÐAL EFNIS: Ný og spennandi hönnun. Innlit á heimili. Lýsing. Lítil rými. Stofan. Eldhúsið. Baðið. Svefniherbergið. Litir. Gardínur, púðar, teppi og mottur. Blóm, vasar og kerti. Arnar og pallaupphitun. Þjófavarnir. Ásamt fullt af öðru spen- nandi efn um heimili og hönnun. –– Meira fyrir lesendur S ÉR B LA Ð Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 14. september. Í blaðinu verða kynntir margir möguleikar sem í boði eru fyrir þá sem eru að huga að breytingar á heimilum sínum. Skoðuð verða húsgögn í stofu, eldhús, svefnherbergi og bað, litir og lýsing ásamt mörgu öðru.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.