Morgunblaðið - 04.09.2010, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 04.09.2010, Qupperneq 44
44 Velvakandi MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2010 Eyjólfur Andrésson, Síðumúla íBorgarfirði, setti sig í samband við Vísnahornið vegna fyrirspurnar um vísu í liðinni viku. Hann segir til- efni vísunnar að þulurinn í útvarp- inu hafi á sínum tíma verið með frétt af því að skefli hafi lagt á vegi norð- anlands. Fréttin hafi gefið Stein- grími Baldvinssyni, skáldbónda í Að- aldal, tilefni til yrkinga og vísan hafi birst svona í vísnaþætti Torfa Jóns- sonar: Stundar af öllu efli útvarpið málvöndun breytir það skafli í skefli skatnar fá um það grun að fréttahraflið sé hrefli holan í kviðinn nefli staflarnir séu stefli og stundum sé soðið drefli af því að ganga að gefli glæst ert þú nýsköpun. Valgeir Sigurðsson, fyrrverandi blaðamaður, hafði einnig samband vegna vísunnar. „Tildrögin eru merkileg,“ segir hann. „Þannig er að austur um allt Austurland segja menn skefli, ekki um einn skafl, heldur samfelld snjóalög. Við segj- um til dæmis alveg eins stórskefli og harðfenni.“ Hann giskar á að vísan sé ort á þeim fáu árum sem Ólafur Thors fór fyrir nýsköpunarstjórninni, enda hafi orðalagið síðan verið fólki tamt: „Þetta er nýsköpun.“ Valgeir rifjar upp að Gísli Jónsson hafi birt vísuna í málfarspistli sínum í Morg- unblaðinu 23. júlí 1994 og talið að hún væri eftir Steingrím í Nesi. Vís- una sótti Gísli í Útvarpstíðindi, júní 1954, en þar stendur: „Útvarpstíðindum hefur borist eftirfarandi kveðskapur, og mun til- efni hans það, að í fréttum af Aust- urlandi var notað nafnorðið skefli, sem mun ekki óalgengt þar, í stað- inn fyrir skaflar. Stundar af öllu efli útvarpslið málvöndun, breytir það skafli í skefli svo skatnar fá um það grun, að þekkingarhrafl sé hrefli, holan í kviðinn nefli, staflarnir séu stefli og stundum sé soðið drefli, en málfarskend gangi af gefli. Ó! Góð ertu nýsköpun!“ Valgeir var bréfavinur Gísla og skrifaði honum bréf, sem birtist að hluta 10. september sama ár, en þar stendur: „Fyrir mörgum árum ræddum við dálítið um orðið skefli, sem er víst að- allega austfirzka, og nú birtir þú góðu heilli, í 754. þætti þínum, vísuna gömlu (en ekki góðu), þar sem höf- undurinn hæðist að þessu orði, af því að hann þekkir það ekki og heldur því að starfsmenn Ríkisútvarpsins hafi gert sig seka um málspjöll með því að nota það. Ég hef sannar spurn- ir af orðinu skefli sem lifandi máli, a.m.k. norðan úr Vopnafirði og suður á Reyðarfjörð. Á uppvaxtarárum mínum var okkur Vopnfirðingum al- veg jafntamt að tala um stórskefli og t.d. harðfenni. Samsetningin nýskefli var líka til, þótt mér sé hún ekki töm. „Það kom heilmikið nýskefli hjá okk- ur í hríðunum um daginn,“ sagði langt að kominn sveitungi okkar við föður minn svo ég heyrði. Eitthvað held ég nú að orðið skefli sé þekkt ut- an Austurlands, þótt ég sé ekki með beinar heimildir um það fyrir framan mig. Talar ekki Þorgils gjallandi ein- hvers staðar um skefli?“ Að síðustu, Valgeir Sigurðsson orti veikur á spítala eftir bæj- arstjórnarkosningarnar í vor: Ömurleiki allt um kring. Ærnar mannafórnir. Bjánar kjósa bjána á þing og bjána í sveitarstjórnir. „Var þetta ekki fallegt um þjóðina sína?“ segir hann svo og hlær. Vísnahorn pebl@mbl.is Af skafli og skefli Stakkur fannst Mittisstakkur, herra, gráköflóttur, fannst á Klambratúni. Upplýs- ingar í síma 847-1507. Heyrnartæki fannst Heyrnartæki fannst í Víkinni, sjóminjasafn- inu í Reykjavík. Skák fyrir eldri borgara Nú hallar sumri og haustar brátt. Þá för- um við eldri borgarar að hugsa um hvað við getum gert okkur til dægrastyttingar í vetur. Það er fjöl- margt í boði fyrir okkur sem erum komin af vinnumarkaðnum. Ég ætla aðeins að vekja athygli á skákinni. Á höfuðborgarsvæðinu eru starf- andi tveir skákklúbbar eldri borg- ara. Í Ásgarði, félagsheimili eldri borgara í Stangarhyl 4 í Reykjavík, eru Æsir, þeir tefla á þriðjudögum frá kl. 13 til 16.30 frá september til maíloka. Í Hafnarfirði eru Riddararnir, þeir tefla í húsnæði Hafnarfjarð- arkirkju alla miðvikudaga allt árið kl. 13 til 17. Það eru mikið sömu mennirnir sem flakka á milli þessara klúbba og tefla sér til ánægju. Þegar menn eru komn- ir á þennan aldur þá eru þeir hættir að berj- ast til einhvers sér- staks árangurs, það er stemning augnabliks- ins sem gildir. Ég vil hvetja alla eldri borgara, bæði konur og karla sem hafa gaman af skák, að kíkja inn hjá þessum klúbbum og sjá hvort þetta er ekki eitthvað fyrir þau. Það er vel tekið á móti öllum og menn þurfa ekki að vera gamlir meistarar til þess að passa í þessa hópa. Við förum út að ganga til þess að styrkja fætur og efla þrek líkamans en skákin er upplögð til þess að styrkja heilann og gleðja sálina. Sjáumst á hvítum reitum og svört- um. Heyrnartæki fannst Heyrnartæki fannst í Salahverfi, upplýsingar í síma 698-3047. Ást er… … þegar þú finnur hlýjuna í handataki hans. VelvakandiGrettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GERUM EITTHVAÐ EINS OG HVAÐ? EITTHVAÐ SKEMMTILEGT KEMUR EKKI TIL GREINA ÉG HEF ENGAN ÁHUGA Á AÐ PRÓFA EITTHVAÐ NÝTT ÉG HEF ALDREI KOMIÐ Á BÓKASAFN EN ÉG SÉ HANN EKKI ÞETTA VERÐUR SKEMMTILEG REYNSLA FYRIR ÞIG ALLIR ÆTTU AÐ ÞEKKJA BÓKASAFNSFRÆÐINGINN HRÓLFUR, HVENÆR ÆTLAR ÞÚ EIGINLEGA AÐ KOMA ÞÉR Á FÆTUR?!? JÁ „JÁ„HVAÐ ?!? JÁ, ELSKAN FINNST ÞÉR RÉTT AÐ KENNA KRÖKKUNUM OKKAR AÐ LJÚGA ALDREI ÞÓ AÐ VIÐ LJÚGUM STUNDUM SJÁLF? JÁ... ÞAU EIGA EFTIR AÐ SKILJA ÞETTA ALLT SAMAN ÞEGAR ÞAU VERÐA ELDRI MÉR FINNST ÞETTA SAMT VERA HRÆSNI ÞAÐ ER LÍKA EITTHVAÐ SEM ÞAU EIGA EFTIR AÐ SKILJA ÞEGAR ÞAU VERÐA ELDRI ÉG VILDI AÐ ÉG GÆTI HJÁLPAÐ ÞESSU FÓLKI EN ÉG GET EKKI SETT RAFMAGNIÐ AFTUR Á AUK ÞESS SEM MAY FRÆNKA ER VEIK HEIMA... OG HÚN SKIPTIR MEIRA MÁLI NÝJU GALLA- BUXURNAR MÍNAR! AF HVERJU BEIST ÞÚ GAT Á BUXURNAR MÍNAR? PEYSURNAR VORU BÚNAR Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.