Morgunblaðið - 04.09.2010, Side 36
36 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2010
Það er sumar við Tómasarhaga
57 og þriggja ára stúlka á afmæli.
Þetta er fallegur dagur og eft-
irvæntingin er mikil. Það er engin
venjuleg gjöf sem bíður hennar á
þessum degi því hún fær þær
fréttir að afmælisgjöfin hennar sé
lítil systir. Hún er ekki lengur
yngst og hún og Björg stóra systir
gleðjast yfir því að vera búnar að
eignast systur sem fær nafnið Ólöf
Kristín. Ég hef heyrt þessa frá-
sögn mömmu af því þegar Ólöf
kom í heiminn og engin önnur gjöf
seinna á ævinni hefur líklega verið
henni eins eftirminnileg, rétt eins
og Ólöf er fyrir mér eftirminnileg
frænka sem tók þátt í þroskaferli
manns innan vébanda ömmu. Afi
hafði alltaf verið að bíða eftir strák
og þegar fjórða systirin fæddist
var ljóst að enginn yrði strák-
urinn. Þær systur bættu úr því
með ýmsum prakkarastrikum og
foreldrarnir fóru ekki varhluta af
ákveðni í skapgerð þeirra. Með
elju og aga í bland við ævintýri í
tjaldferðum á slóðir forfeðranna
voru þær systur undirbúnar undir
lífið og tilveruna.
Ólöf tókst líka afar fljótt á við
lífið og var búin að gifta sig 17 ára
gömul. En það var kannski gott að
hefja lífið snemma því tveimur ár-
um seinna deyr afi og enn meiri
þörf er til þess að sýna sjálfstæði.
Og sjálfstæði Ólafar og frumkvæði
sýndi sig best þegar hún ákvað að
mennta sig sem snyrtifræðingur
og fara síðan til Englands að
mennta sig í leikhúsförðun. Seinna
miðlaði hún af þekkingu sinni sem
kennari í FB. Með því afslappaða
og jákvæða fasi sem ávallt ein-
kenndi Ólöfu vann hún hug og
hjörtu nemenda og var valin vin-
sælasti kennarinn. Þekking hennar
og yfirvegum gerði hana síðar eft-
irsóttan starfskraft hjá Íslensku
óperunni og í kvikmyndum. Hún
var líka framsýn og rúmlega tvítug
hafði hún stofnað Hár og snyrt-
ingu í félagi við Báru Kemp og átti
ávallt stóran hóp fastra viðskipta-
vina.
Og Ólöf kenndi líka mér sitt
hvað í sjálfstæði því þegar ég var
aðeins 7 ára gamall gerðist ég að-
stoðarmaður hennar brot úr sumri
þegar hún var verslunarstjóri í
Topptískunni. Þrátt fyrir ungan
aldur treysti hún mér til þess að
sendast eftir kaffi, þurrka af gler-
afgreiðsluborðinu og sinna hinum
ýmsu störfum. Öllu var miðlað til
mín af yfirvegun og með jákvæðni
að leiðarljósi og hún brosti ávallt
hlýlega til mín með stóru fallegu
augunum sínum og jafnvel líka
þegar litlar hendur sulluðu niður
Ólöf Kristín
Ingólfsdóttir
✝ Ólöf Kristín Ing-ólfsdóttir fæddist
í Reykjavík 4. maí
1955. Hún lést á
krabbameinsdeild
Landspítala miðviku-
daginn 25. ágúst sl.
Hún var dóttir
hjónanna Regínu
Helgadóttur, f. 1923,
d. 1996, og Ingólfs
Guðjóns Ólafssonar, f.
1923, d. 1974. Systur
Ólafar eru Björg, f.
1947, gift Steingrími
Leifssyni, Birna, f.
1952, gift Ólafi R.Gunnarssyni, og
Unnur, f. 1958, gift Oddi Jónssyni.
Fyrri maður Ólafar var Bjarni
Þór Óskarsson, þau skildu. Hinn 8.
maí 1999 giftist Ólöf Hannesi Ragn-
arssyni, f. 1948, og eiga þau soninn
Ragnar Má, f. 25. október 1995.
Ólöf Kristín var snyrti- og förð-
unarfræðingur að mennt. Hún rak
eigin snyrtistofu, farðaði fyrir
nokkrar kvikmyndir, var förðunar-
meistari við Íslensku óperuna á
upphafsárum hennar og kenndi á
tímabili við snyrtibraut Fjölbrauta-
skólans í Breiðholti.
Útför Ólafar Kristínar fór fram í
kyrrþey frá Seljakirkju 1. sept-
ember 2010.
stærstum hluta af
kaffinu. Með jákvæðu
fasi tókst Ólöfu hins-
vegar að eiga stóran
þátt í að miðla til mín
boðskap sem kenndi
mér að standa á eigin
fótum.
Og nú þegar Ragn-
ar Már þarf að
standa á eigin fótum
með stuðningi pabba
síns og okkar hinna í
fjölskyldunni veitir
það mér hinsvegar
öryggi að vita að Ólöf
hefur lagt allt sitt í að undirbúa
hann vel fyrir lífið. Ólöf hefur alið
í syni sínum sama jákvæða hug-
arfarið, yfirvegunina og viljann til
að koma undir sig fótunum
snemma eins og hún sjálf gerði.
Ég er líka þess fullviss að hún
fylgist með stráknum sínum úr
fjarlægð, brosir til hans með björt-
um augum og hugsar til hans dag-
lega með stolti þaðan sem hún
dvelst nú með ömmu, afa og litlu
Sól.
Ingólfur Örn.
Á lífsleiðinni hittum við fólk sem
mótar okkur og hefur áhrif á líf
okkar á mismunandi hátt. Við til-
einkum okkur gæði og gildi sem
við nýtum í leik og starfi og fyrir
utan fjölskylduna eru það vinirnir
sem eiga þar stóran þátt og skipta
okkur miklu máli, ein af mínum
var Ólöf. Hún kom inn í líf mitt á
ósköp venjulegan hátt, deildi með
mér hversdagslegum lífsreynslum
sem skilja eftir ótal minningar. Við
kynntumst á róló, sennilega í
sandkassanum, þar sem við tókum
fyrstu skrefin í átt að djúpri vin-
áttu, það eru meira en 50 ár síðan.
Við brölluðum ýmislegt saman;
fórum í Tónabæ, pössuðum fyrir
Björgu og Birnu og stálumst til að
hlusta á plöturnar hennar Birnu,
samferða í vinnuna á morgnana,
útilegur og utanlandsferð, fórum
saman í kvöldskóla, áttum kærasta
sem voru vinir, saman í sauma-
klúbb og svona má lengi telja.
Hlutir sem virtust hversdagslegir
þá eru í dag dýrmætar minningar
um stórkostleg ævintýri.
Ólöf tók fréttunum um veikindi
sín á þann hátt sem var lýsandi
fyrir hana, af yfirvegun og ró. Hún
var alltaf svo raunsæ og átti auð-
velt með að greina hismið frá
kjarnanum. Hún var heilsteyptur
persónuleiki, traust, ákveðin og
þrjósk en ljúf og mild, því hún
kunni líka að taka hlutunum ekki
of alvarlega. Hún hafði skemmti-
legan húmor og sagði svo
skemmtilega frá. Okkur leiddist
aldrei saman. Hún hafði ótrúlegt
minni og ég held að hún hafi
stundum lesið hugsanir mínar líka.
Stundum byrjaði ég á einhverri
setningu og það var eins og hún
vissi hvað ég ætlaði að segja og
kláraði setninguna fyrir mig.
Það er sárt að skrifa þessi minn-
ingarorð um Ólöfu því einhvern
veginn verður sorgin svo raun-
veruleg, nánast áþreifanleg, en
raunveruleiki sem við fáum ekki
við ráðið og þurfum að sætta okk-
ur við og læra að lifa með. Ég er
þakklát fyrir að hafa notið þeirra
forréttinda að kalla Ólöfu vinkonu
mína, æskuvinkonu mína.
Elsku Hannes, Ragnar Már,
systur Ólafar og fjölskyldur. Megi
kærleikurinn ykkar á milli lina
verkinn í hjörtum ykkar, Guð gefa
ykkur styrkinn til að komast í
gegnum þetta erfiða tímabil og
minningarnar um dásamlega konu
veita ykkur huggun og frið. Hvíl í
friði elsku vinkona.
Ingibjörg M. Ísaksdóttir.
Elsku Ólöf, ég kynntist þér
fullri af lífsgleði og starfsorku,
hafðir þú nýlokið námi í snyrti-
fræði. Þú varst tilbúin að takast á
við ný verkefni, að móta og vinna
að þessu fagi, sem var þér svo
kært. En það var þér ekki nóg. Þig
langaði til að kunna meira og vita
betur. Því fórstu til Bretlands í
framhaldsnám, að læra leikhús- og
kvikmyndaförðun. Eftir að hafa
lokið því með láði og snúið heim til
Íslands má segja að hjólin hafi far-
ið að snúast. Þú áttir þinn þátt í að
skapa útlit og ímynd fjöldamargra
kvikmynda, myndataka, tískusýn-
inga og annarra viðburða, þar sem
listsköpun þín og hæfileikar vöktu
hrifningu og aðdáun þeirra sem
nutu. Og í Íslensku óperunni
stýrðir þú förðunardeildinni til
margra ára. Það var skemmtilegt
og krefjandi og hefði mörgum þótt
ærið verkefni og fullt starf, en
með þessu öllu vannst þú með okk-
ur krökkunum, þú á snyrtistofunni
og ég í hárinu. Í 30 ár var gengið í
gegnum sorg og gleði á stofunni
sem varð vettvangur ævistarfsins.
Þegar þú kynntist Hannesi og
varðst ófrísk að Ragnari Má
hringdu nýjar bjöllur í þínu lífi. Þú
eins og lyftist upp, tiplaðir á tán-
um eins og ballerína. Hvílík
himnasending þeir voru, þessir
tveir. Lífið snerist um þá og ekki
síst um Ragnar Má. Það var svo
fallegt samband á milli ykkar.
Ég mun aldrei gleyma því þegar
þú hringdir í mig af gjörgæslunni,
þú varst nýkomin úr erfiðum upp-
skurði, jákvæð og með kímnigáf-
una í lagi, búin að mála þig og
varst að glugga í blað. Stúlkan
sem var að annast þig var svo hrif-
in af förðuninni þinni og þá hvarfl-
aði að mér að þú myndir halda
námskeið í förðun á gjörgæslunni.
Ég hefði ekki orðið hissa og við
hlógum að hugmyndinni.
En það var meira en heilsa þín
leyfði. Þú varst sterk og ákveðin í
að sigra, en það gekk ekki eftir.
Ég minnist þín í kærleika, elsku
vinkona.
En kærleikurinn gerir lífið þess
virði að lifa því og gefa börnunum
okkar eitthvað að lifa fyrir.
Hugur minn er hjá ykkur feðg-
um, Hannes og Ragnar Már, og
fjölskyldu ykkar.
Þín vinkona,
Bára Kemp.
Hugurinn reikar aftur til áranna
sem við áttum saman hjá Hári og
snyrtingu, við vorum starfsfólk hjá
Báru Kemp á hárgreiðslustofunni
og Ólöf var snyrtifræðingur á stof-
unni. Líf og fjör, iður og kliður
einkenndi hárgreiðslu- og snyrti-
stofuna. Viðskiptavinir voru okkur
allt, við vorum samstilltur hópur
starfsmanna sem lifðum gleði og
sorgir hvert annars. Ólöf var ein af
styrku stoðunum í þessum hópi.
Hún og Bára voru heild sem vann
ótrúlega falleg listaverk á fólki og
við lærðum af meisturunum. Ólöf
var listakona sem ávallt tókst að
láta öllum líða vel, hvort sem var
með innilegu spjalli, hennar ein-
stöku höndum sem umvöfðu í and-
litsnuddi eða þegar hún tók upp
penslana og gerbreytti útliti með
förðun sem átti sér enga hlið-
stæðu, enda eftirsóttur listamaður
hvort sem var í leikhúsi, tískuþátt-
um tímarita, tískusýningum eða
hjá þeim fjölmörgu sem til hennar
leituðu til að öðlast fallegra útlit.
Ólöf var skemmtileg, jákvæð,
hjálpsöm og áhugasöm um líf og
líðan annarra. Hún tók þátt í lífi
okkar og þó að leiðir hafi skilið
fyrir mörgum árum hittist hóp-
urinn af og til í gegnum árin og þá
var farið yfir málin og hlegið sam-
an. Mörg okkar héldu áfram að
fara til Ólafar til þess að finna fyr-
ir hennar einstöku höndum auk
þess að eiga gott spjall. Við fylgd-
umst ávallt að.
Kæru feðgar, Hannes og Ragn-
ar Már, missir ykkar er mikill.
Hugur okkar er hjá ykkur og
minningin um einstaka listakonu
lifir. Góður guð blessi minningu
Ólafar.
Margrét Sigurleifsd.,
Hanna, Margrét Jónsd.,
Sigrún Jónsd., Sigríður
Kristín, Ari, Jonna, Hafdís
Hafsteins, Ragnheiður,
Rósa og Þóra.
✝
Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, dóttir,
systir og amma,
BRYNDÍS HELGADÓTTIR,
Sæbakka 18,
Neskaupsstað,
sem lést sunnudaginn 29. ágúst, verður
jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju þriðjudaginn
7. september klukkan 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Jón Grétar Guðgeirsson,
Guðlaug Helga Þórðardóttir, Kári Jóhannsson,
Íris Dögg Jónsdóttir, Sigurður M. Svanbjörnsson,
Guðgeir Jónsson, Esther Bergsdóttir,
Arnar Freyr Jónsson, Eydís Heimisdóttir,
Helgi Guðnason, Guðlaug Einarsdóttir,
Guðný Helgadóttir, Ólafur Guðmundsson,
Linda Björk Helgadóttir, Eiríkur Hilmarsson
og barnabörnin.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN FANNEY GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Lýtingsstöðum,
Vættagili 27,
Akureyri,
lést 29. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 7. september kl. 13.30.
Guðmundur Ingi Baldursson,
Guðrún Halldóra Baldursdóttir, Hjálmar Þorlákur Ólafsson,
Elínborg Baldursdóttir, Elvar Þór Sigurðsson,
Ingibjörg Baldursdóttir, Ingi Sigurbjörn Hilmarsson,
Björn Stefán Baldursson, Eydís Hrönn Gunnlaugsdóttir,
Jónas Helgi Baldursson
og ömmubörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
VALDIMAR LOFTUR LÚÐVÍKSSON,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans fimmtu-
daginn 2. september.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn
9. september kl. 15.00.
Helga Hjördís Sveinsdóttir,
Sveinn Ingiberg Magnússon, Katrín Þórdís Jacobsen,
Hulda Ósk Valdimarsdóttir, Jens Kristian Fiig,
Edda Guðrún Valdimarsdóttir, Gísli Björn Bergmann,
Margrét Pála Valdimarsdóttir, Guðni Þorsteinn Guðjónsson
og barnabörn.
✝
Ástkær sambýlismaður minn, sonur, faðir, tengda-
faðir og afi,
BJÖRN GUÐMUNDSSON
frá Ólafsfirði,
lést þriðjudaginn 31. ágúst.
Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn
10. september kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Rannveig Axfjörð,
Margrét Björnsdóttir, Guðmundur Björnsson,
Birnir Freyr Björnsson, Elísa Björnsdóttir,
Brynhildur Einarsdóttir,
Konráð Antonsson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SOFFÍA AÐALBJÖRG BJÖRGVINSDÓTTIR,
Obba,
sem lést miðvikudaginn 25. ágúst á hjúkrunar-
heimilinu Skógarbæ, verður jarðsungin frá
Seljakirkju þriðjudaginn 7. september kl. 13.00.
María Björg Jensen, Jón Ingi Guðjónsson,
Birgir V. Sigurðsson, Inga Skaftadóttir,
Erlín Linda Sigurðardóttir, Guðjón Sigurbjörnsson,
Gréta Ósk Sigurðardóttir, Guðmundur Ármannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.