Morgunblaðið - 04.09.2010, Blaðsíða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2010
Þegar þetta er skrifað
hefur fréttaflutningur
um kirkjuna og kynferð-
ismál staðið samfleytt í
22 daga. Fréttamenn
þekkja það að yfirleitt
reynist erfitt að halda
fréttaflutningi af sama
máli gangandi lengur en
í þrjá daga, jafnvel þótt
um stór mál sé að ræða.
Það á ekki síður við um
„góð mál“, mál sem
fréttamennirnir sjálfir telja mik-
ilvæg. Vissulega tengist frétta-
flutningurinn nú mjög alvarlegu
máli sem ekki var gert upp á sín-
um tíma. Upphaf umfjöllunarinnar
var hins vegar frásögn af því að
kirkjan hygðist loksins taka málið
fyrir. Það voru góðar fréttir og
hefðu átt að geta orðið tilefni upp-
byggilegrar umræðu. Sú hefur
hins vegar ekki orðið raunin.
Eðli umræðunnar
Það er mikilvægt að læra af mis-
tökum fortíðar og kynferðisafbrot
og forvarnir gegn þeim eru að
sjálfsögðu mjög alvarleg mál og
verðskulda ítarlega umræðu. Hins
vegar virðast fréttirnar af kirkj-
unni ekki snúast fyrst og fremst
um það. Í stað þess að fjalla um
kynferðisbrot almennt og hvernig
megi koma í veg fyrir þau virðist
fréttaflutningurinn aðallega ganga
út á að tengja saman umræðu um
kirkjuna og kynferðisbrot á einn
eða annan hátt. Þetta varð ljóst
fyrstu dagana á meðan menn voru
að þreifa sig áfram í umræðunni.
Eftir það fór umræðan hins vegar
að snúast nánast eingöngu um mál
fyrrverandi biskups sem upp kom
fyrir 14 árum. Það er hræðilegt
hvernig skilið var við það mál á
sínum tíma en það eru mistök nú,
rétt eins og þá, að láta umræðuna
fyrst og fremst snúast um kirkj-
una fremur en stöðu fórnarlamba.
Sem betur fer hefur umræðan þó
aðeins þróast í þá átt að und-
anförnu.
Viðbrögð kirkjunnar voru
reyndar um margt klaufaleg þegar
umræðan byrjaði. Að hluta til er
það vegna þeirrar erfiðu stöðu sem
forystumenn kirkjunnar eru í, eðli
starfsins vegna. Þeir geta ekki
varið sig eins og
hvert annað fyr-
irtæki. Raunar er til
þess ætlast af kirkj-
unni að þar bjóði
menn hinn vangann
fremur en að ráðast
í ímyndarherferð.
Þegar fólk er reitt
yfir alvarlegu máli
og vill sjá afgerandi
viðbrögð kann hins
vegar tal um iðrun
og mikilvægi fyr-
irgefningar að virð-
ast ósannfærandi.
Þó myndum við ekki vilja að kirkj-
an yrði pólitísk í störfum sínum og
svörum.
Undirtónninn
Núverandi biskup hefur gengið
mjög langt til að koma til móts við
þær kröfur sem til hans eru gerðar
í málinu. Engin ástæða er til ann-
ars en að ætla að hann og prestar
þjóðkirkjunnar taki það mjög al-
varlega. Kirkjan hefur raunar gert
meira en flestir til að takast á við
þessi mál. Hvers vegna er ekkert
minnst á aðrar stofnanir sem hafa
gert minna eða ekkert. Hvers
vegna eru ekki rifjuð upp alvarleg
kynferðisbrotamál annars staðar
og rætt um þessi mál almennt.
Mörg alvarleg afbrot eru óupp-
gerð. Aðalatriðið virðist vera að
tengja kynferðisbrot við kirkjuna á
einn eða annan hátt fremur en að
ræða það alvarlega mál sem slík
afbrot eru. Undirtónninn er sá að
kynferðisafbrot séu sérstakt
vandamál í kirkjunni og jafnvel
látið í veðri vaka að kirkjan um-
beri kynferðisafbrot. Það er mjög
mikilvægt að fréttaflutningur líti
ekki út eins og herferð. Í hverju
skrefi þessa máls hefur maður hins
vegar getað sagt sér hvert umræð-
an yrði leidd næst, algjörlega óháð
svörum kirkjunnar manna.
Rök fást ekki rædd
Einn andans maður, en þó ekki
tíðarandans, leyfði sér við upphaf
umræðunnar að greina frá þeirri
skoðun sinni að þagnarskylda
presta mætti ekki vera neinum
vafa undirorpin. Taldi hann lög
sem vernda þagnarskylduna æðri
öðrum lögum (en orðaði það reynd-
ar óheppilega.)Þetta hentaði ágæt-
lega til að fóðra málið í nokkra
daga. Hins vegar var lítið rætt um
rök prestsins heldur ráðist á hann
persónulega af ótrúlegri óbilgirni
og óhikað gefið í skyn að honum
gengi það til að verja kynferð-
isbrotamenn.
Rök prestsins sem ekki fengust
rædd voru hins vegar þau að ef
ekki væri til staðar þagnarskylda
mundi ekki hvarfla að nokkrum
manni, hvorki fórnarlambi né ger-
anda að trúa presti fyrir því að
brot hefðu átt sér stað. Prestur
væri þá ekki í aðstöðu til að hvetja
fórnarlömb til að kæra mál eða
gerendur til að leita sér hjálpar.
Þótt ég sé ekki endilega sammála
mati prestsins eru rök hans þó
þess verð að vera rædd. Þetta er
reyndar ævagömul og áhugaverð
lagaleg og heimspekileg umræða,
efniviður ótal lærðra ritgerða, leik-
rita, kvikmynda og bóka. Hvers
vegna var ekki farið í þá umræðu.
Af hverju datt engum í hug að
spyrja um þagnarskyldu geð-
lækna, sálfræðinga eða lögmanna?
Það var vegna þess að umræðan
snerist í raun ekki um stóru spurn-
ingarnar og svör við þeim heldur
um að halda áfram að berja á
kirkjunni. Hvaða mál sem dugði til
að halda umræðunni gangandi var
því gripið og ef ekkert nýtt gerðist
var sama fréttin sögð að morgni, í
hádeginu og á kvöldin. Sú máls-
meðferð er ósanngjörn gagnvart
kirkjunni en hún er ekki síður
ósanngjörn gagnvart þolendum
kynferðisbrota.
Eftir allmörg viðtöl við fólk sem
tjáði sig um það hversu óeðlilegt
það væri að prestur „ætlaði að fara
á svig við lög til að verja níðinga“
og biskup hefði ekkert aðhafst í
málinu var hringt ítrekað í þjóð-
skrá svona eins og til að athuga
hvort umræðan væri ekki farin að
hafa áhrif, nánast eins og söfnun-
arátak með öfugum formerkjum.
Fólk getur viljað standa utan
þjóðkirkjunnar af mörgum ástæð-
um. Augljósasta ástæðan er sú að
vera annarrar trúar en ýmislegt
fleira getur komið til. En er eðli-
legt að stjórnmálamenn og aðrir
sem hafa horn í síðu kirkjunnar
noti ógæfu fólks til að hafa áhrif
þar á?
Lögreglustjórinn
Sér einhver fyrir sér að ef hátt-
settur starfsmaður annarrar stofn-
unar hefði verið sakaður um kyn-
ferðisafbrot hefði verið fjallað
linnulaust um það með sömu nálg-
un og gert hefur verið gagnvart
kirkjunni, jafnvel þótt um væri að
ræða stofnun á sviði heilbrigð-
ismála, menntamála eða réttar-
fars?
Fyrir skömmu var fyrrverandi
lögreglustjóri í Svíþjóð og skóla-
stjóri lögregluskólans þar í landi
sakfelldur fyrir mjög alvarleg kyn-
ferðisbrot. Sá var einnig þekktur
femínisti og baráttumaður gegn of-
beldi gegn konum. Dytti nokkrum
manni í hug að halda því fram að
lögreglan væri ónýt af þessum sök-
um eða að tortryggja alla fem-
ínista. Lausnin er ekki sú að ein-
angra vandann við þá stofnun þar
sem málið kemur upp í hvert sinn
og telja hana ónýta. Þvert á móti.
Þegar slík brot eiga sér stað í
stofnunum sem hafa sérstöðu í
samfélaginu eins og kirkjunni, lög-
reglunni eða á heilbrigðisstofn-
unum sýnir það einmitt að slíkt
geti gerst hvar sem er. Það að ein-
angra málið við tiltekna stétt eða
vinnustað er því til þess fallið að
líta fram hjá hinu eiginlega vanda-
máli og hvernig megi bregðast við
því.
Að læra ekki af reynslunni
Þegar óhugnanlegir atburðir
koma upp er rík tilhneiging til að
einangra þá við tilteknar kring-
umstæður til að þurfa ekki að horf-
ast í augu við hversu almennt
vandamálið er (slíkt er of flókið.)
Afleiðingin er sú að menn læra
sárasjaldan af reynslunni. Þegar
svo bætist við að fólk sem vill nýta
tækifærið fyrst og fremst til að
koma höggi á umrædda stofnun
fremur en að skoða hvernig megi
vinna á vandanum er ekki von á
góðu.
Ráðist á grunnstoðirnar
Í því upplausnarástandi sem ríkt
hefur á Íslandi er komin upp mikil
tilhneiging til að höggva í grunn-
stoðir samfélagsins. Allt sem teng-
ist stjórnmálum hefur verið af-
skrifað, ráðist er gegn lögreglunni
og ráðherrar og þingmenn tala um
dómstóla með hætti sem hefði ekki
hvarflað að nokkrum manni fyrir
fáeinum árum. Það er ekki væn-
legt ástand þegar andrúmsloftið er
orðið þannig að allt er tortryggt og
þær stofnanir sem við þurfum til
að byggja upp samfélagið eru rifn-
ar niður.
Staðreyndin er sú að þjóð-
kirkjan og aðrir söfnuðir og trúar-
hreyfingar á Íslandi hafa unnið
mikið og fórnfúst starf fyrir þá
sem eiga um sárt að binda hér á
landi og erlendis. Í söfnuðum þjóð-
kirkjunnar starfar mikill fjöldi
fólks sem hefur helgað sig því að
hjálpa öðrum. Það er eins ósann-
gjarnt og hægt er að hugsa sér að
það fólk og störf þess séu sett í
samhengi við hræðileg afbrot.
Meðferð valds
Kirkjan hefði á margan hátt get-
að staðið betur að málum en fólkið
sem fyrir henni fer virðist vera
einlægt í því að vilja læra af
reynslunni. Takist það er þjóð-
kirkjan komin lengra en flestar
eða allar stofnanir samfélagsins í
forvörnum gegn kynferð-
isafbrotum. Þá hefur barátta
þeirra kvenna sem málið snýst um
gagnast kirkjunni og samfélaginu.
Ef málið verður hins vegar til þess
að festa í sessi ranga mynd af
kirkjunni og starfi hennar er skað-
inn mikill.
Umræðan minnir á að vald fjöl-
miðla er mikið. Takist vel til hjá
kirkjunni verður vonandi sagt frá
því ekki síður en hinu. Eftir að bú-
ið er að flytja fréttir í þrjár vikur
þar sem kirkjan er á einn eða ann-
an hátt tengd umræðu um kyn-
ferðisafbrot eru eflaust flestir
komnir með það á tilfinninguna að
slíkt sé sérstakt vandamál í kirkj-
unni þótt ekkert bendi til þess að
sú sé raunin. Það er mikilvægt að
þeir sem fara með mikil völd noti
þau af sanngirni gagnvart þeim
sem undir þau völd eru settir og
hafi hugfasta þá reglu að allt sem
þér viljið að aðrir menn gjöri yður
skulið þér og þeim gjöra.
Eftir Sigmund Davíð
Gunnlaugsson »En er eðlilegt að
stjórnmálamenn og
aðrir sem hafa horn í
síðu kirkjunnar noti
ógæfu fólks til að hafa
áhrif þar á?
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Höfundur er alþingismaður og
formaður Framsóknarflokksins.
Sótt að kirkjunni
Fjórir á tvo Heldur fámennt var í áhorfendastúkum Laugardalsvallar í gærkvöldi þegar íslenska landsliðið í knattspyrnu tók á móti því norska. Ekkert vantaði hinsvegar upp á löggæsluna.
Golli