Morgunblaðið - 04.09.2010, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 04.09.2010, Qupperneq 23
Sportbúðin Ódýra veiðibúðin Í leiðinni úr bænum Ódýrustu gervigæsirnar? Ódýrusta gæsaskotin? 2 3/4” - 42 gramma gæsaskot frá 1.895,- 3” - 50 gramma gæsaskot frá 2.395,- 2 3/4” - 24 gramma æfingskot frá 890,- Optima S12. Y/U tvíhleypa. Einn gikkur, val á milli hlaupa. Útdragari. Frábært verð. Aðeins 109.900. 5% staðgreiðsluafsláttur eða vaxtalausar afborganir til 6 mánaða. Beretta ES. Hálfsjálfvirk, bakslagsskift. Tekur 2 ¾“ og 3“ skot. 3 þrengingar fylgja. Verðlækkun. Aðeins frá 159.900. 5% staðgreiðslu- afsláttur eða vaxtalausar raðgreiðslur til 6 mánaða. Sportbúðin • Krókhálsi 5 • 517 8050 sportbudin.is Munið vinsælu gjafabréfin okkar 12 grágæsaskeljar með lausum hausum og öllum festijárnum á frábæru verði. Aðeins 17.900,- Léttöl MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2010 Í tilefni af Vísindavöku 2010 efnir Rannís til teiknisamkeppni barna 6-9 ára og 10-12 ára. Efni myndanna skal vera „Ef ég væri vísindamaður...“ Myndum skal skila í síðasta lagi 20. september merktar höfundi, aldri, símanúmeri og nafni forráðamanns til Rannís, Laugavegi 13, 101 Reykjavík. Verðlaun verða veitt á Vísindavöku 24. september 2010. Nánari upplýsingar á... ...www.rannis.is/visindavaka Teikni samkeppni BARNA - Allir með ! H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is ÚR BÆJARLÍFINU Kristín Ágústsdóttir Neskaupstaður Líflegt hefur verið í Neskaupstað nú þegar íbúar koma heim úr sum- arfríi og nemendur í Nesskóla og Verkmenntaskólanum skila sér til baka. Heldur færri nemendur eru í báðum skólunum þetta haustið en síðasta haust. Útlitið er engu að síð- ur bjart. Nýnemar við Verkmennta- skólann hafa aldrei verið fleiri og stærri árgangar koma inn í Nes- skóla næstu ár.    Skólarnir báðir hafa skapað þá skemmtilegu hefð að fara í fjall- göngu á fyrstu góðviðrisdögum haustsins. Í vikunni gaf veðrið tilefni til göngu. Nemendur og kennarar í Nesskóla skelltu sér af stað á vit æv- intýra í fjallahringnum. Hin ýmsu fjöll voru klifin, allt eftir aldri nem- enda. Á næsta ári verða ný fjöll klif- in. Með þessu móti ná nemendur að ganga á helstu fjöll innan fjalla- hringsins áður en skólagöngu lýkur.    Gleðilegt sumar! hljómaði víða í vikunni, enda er góða veðrið sem verið hefur kærkomin uppbót við frekar óspennandi sumar. Halldór Þorsteinsson, betur þekktur sem Dóri rauði, hefur haldið veður- dagbók frá árinu 1976. Hann segir að miðað við áratuginn 1980-1990 þegar suðvestan- og sunnanáttir voru ríkjandi hafi síðustu sumur ein- kennst af austlægum og norð- austlægum áttum. „Inn á milli hafa þó komið smákaflar til að hressa okkur við. Fyrir trillukarla hefur þetta þó verið með bestu sumrum. Hægar austanáttir og þokuloft er óskaveður fyrir þá sem stunda sjó á litlum bátum,“ sagði Dóri og benti jafnframt á að enn hefði ekki komið vont hvassviðri á þessu ári. „Við eig- um það alveg eftir,“ sagði hann kát- ur í bragði.    „Sparisjóðurinn á góða að“ sagði fráfarandi stjórnarformaður Sparisjóðs Norðfjarðar, Jón Kr. Ólafsson, á aðalfundi Sjóðsins sl. þriðjudag. Eftir langt og strangt ferli er endurskipulagningu sjóðsins loksins lokið. „Í erfiðleikum sjóðsins komu nýir stofnfjáraðilar að með svo afgerandi hætti að eftir því var tek- ið. Nú er búið að koma þessari gömlu og virtu stofnun fyrir vind,“ sagði Jón í kveðjuræðu sinni. Ný stjórn er tekin við með fulltrúum nýrra stofnfjáraðila. Hennar verk- efni er að m.a. vinna að rekstrarlegri endurskipulagningu sjóðsins. „Við eigum alveg eftir að fá vont veður“ Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Skólastofurnar færðar út í góða veðrið Dýrunn Pála Skaftadóttir, Heiðar Jökull Hafsteinsson og Arnar Snær Bjarkason í Nesskóla nýttu tækifærið og fóru út að lesa í góða veðrinu, sem verið hefur kærkomin uppbót.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.