Morgunblaðið - 04.09.2010, Síða 26

Morgunblaðið - 04.09.2010, Síða 26
FRÉTTASKÝRING Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Fjárfesting dróst saman um rúmlega 26% á öðrum fjórðungi milli ára mið- að við óárstíðarleiðréttar tölur. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar um verga landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi sem birtar voru í gær. Sé litið til fyrri árshelmings milli ára nemur samdrátturinn tæpum fimm- tán prósentustigum. Einkaneysla dregst einnig hratt saman, þó ekki með sama hraða og fjárfestingin. Frá fyrsta ársfjórðungi til annars á þessu ári nam samdrátturinn 3,2%, en milli ára er samdrátturinn 2,1%. Hagstofan birti að sama skapi endurskoðaðar hagvaxtartölur fyrir síðasta ár. Samdráttur vergrar landsframleiðslu nam þá 6,8%, en fyrri tölur gerðu ráð fyrir 6,5% sam- drætti. Fram kemur í tölum Hag- stofunnar að samdráttur vergrar landsframleiðslu á fyrri helmingi árs milli áranna 2009 og 2010 nemur 7,3% að raunvirði. Spá Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, sem hefur veg og vanda af hagstjórn á Íslandi í dag, gerði ráð fyrir 3% samdrætti lands- framleiðslu á árinu 2010. Ef heldur fram sem horfir má gera ráð fyrir að endanlegur hagvöxtur í ár verði mun minni en spár sjóðsins gera ráð fyrir. Aflvakar hagvaxtar gefa eftir Helstu aflvakar hagvaxtar, fjár- festing og einkaneysla, hafa dregist hratt saman síðastliðin tvö ár. Fyrstu tölur Hagstofunnar um hag- vöxt á fyrsta fjórðungi ársins sýndu 0,6% vöxt, sem mátti þó fyrst og fremst rekja til birgðaaukningar í sjávarafurðum eftir vetrarvertíð. Endurskoðaðar tölur leiða í ljós að í raun varð samdráttur upp á 0,3%. Það þýðir að samfelldur samdráttur hefur verið í landsframleiðslu milli fjórðunga allt frá lokum þriðja árs- fjórðungs 2008. Samkvæmt algengri skilgreiningu er kreppu opinberlega talið lokið þegar vöxtur hefur verið tvo árs- fjórðunga í röð. Ljóst er að miðað við þróun helstu hagvísa er nokkuð í land með kreppulok. Þegar fyrstu tölur um hagvöxt á fyrsta fjórðungi bárust benti greiningardeild Ís- landsbanka á að kreppan hefði náð lágmarki sínu. Einnig sagði Vil- hjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, að kreppunni væri lokið. Endurskoðað- ar tölur leiða annað í ljós. Á þetta benti Bjarni Már Gylfa- son, hagfræðingur Samtaka iðnaðar- ins, á vefsíðu samtakanna í gær. „Þetta er þvert á þau skilaboð sem stjórnmálamenn eru að senda okkur um að botninum sé náð og að betri tíð sé framundan. Vissulega væri ósk- andi að svo væri en hagtölur benda því miður til annars,“ var haft eftir Bjarna. Þess ber að geta að Hagstof- an slær varnagla við því að afleið- ingar bankahrunsins á haustmánuð- um valdi áfram óvissu um hagtölur, sem sæta sífelldri endurskoðun. Mun verri staða en í OECD Verg landsframleiðsla OECD ríkjanna í heild er talin hafa dregist saman um 3,3% á síðasta ári. Á tíma- bilinu 1997 til 2009 er því aðeins að ræða um annað skiptið sem hagvöxt- ur á Íslandi er minni en á OECD- svæðinu, en það gerðist síðast árið 2002, að því er fram kemur í Hagtíð- indum. Sé litið til tímabilsins 1990- 2009 hefur meðalvöxtur á Íslandi verið meiri en á OECD-svæðinu. Fjárfesting á Íslandi minnk- ar um fjórðung milli ára  Endurskoðaðar tölur um verga landsframleiðslu sýna meiri samdrátt en áður Hagvöxtur - raunbreyting milli ársfjórðunga 3 2 1 0 -1 -2 -3 -4 -5 % 1,8 -0,8 2,4 -3,6 -2,4 -0,8 -4,2 -0,3 -1,2 -3,1 1. ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj. 4. ársfj. 1. ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj. 4. ársfj. 1. ársfj. 2. ársfj. 2008 2009 2010 26 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2010 Reykjavíkurborg óskar eftir áhugasömum aðila til að taka að sér veitingarekstur í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík. Óskað er eftir útfærslu á rekstrarfyrirkomulagi veitingaþjónustunnar þar sem megináhersla er lögð á fjölskylduvæna starfsemi. Borgaryfirvöld eru opin fyrir „allskonar“ hugmyndum um reksturinn. Upplýsingar um verkefnið má nálgast á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is eða í síma- og upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur, Tjarnargötu 11 frá og með mánudeginum 6. september. Veitingasala með fjölskylduvænum blæ h u n a n g STUTTAR FRÉTTIR ● Skuldabréfavísitala GAMMA, GAMMA: GBI, stóð í stað í gær, í 18,4 milljarða króna viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði lítillega í 9,4 millj- arða króna veltu og GAMMAxi: Óverð- tryggt hækkaði um 0,1% í 6,9 milljarða króna . viðskiptum. Samtals hækkaði GAMMA: GBI um 2,42% í vikunni, að því er fram kemur í tilkynningu frá GAM Management. Skuldabréf stóðu í stað ● Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Eyrir Invest hafa undirritað samning um kaup á hlutafé í hátæknifyrirtækinu Remake Electric ehf. Fjárfestingin verð- ur í nokkrum áföngum og eru greiðslur háðar framgangi verkefna. Að þeim loknum mun Nýsköpunarsjóður eiga 18% hlut í félaginu og Eyrir Invest 20%. Það er markmið þessara hluthafa að byggja upp ReMake Electric sem öfl- ugt íslensk hátæknifyrirtæki, leiðandi á sínu sérsviði á alþjóðavísu. ReMake Electric hefur þróað raf- skynjara sem kemur í stað hefðbund- inna rafmagnsöryggja og kviknaði hug- myndin hjá Hilmi Inga Jónssyni frumkvöðli þegar hann starfaði sem raf- virki, vegna skorts á upplýsingum til bilanaleitar. Kaupa í ReMake Electric Karl Wernersson segir að sparnað- araðgerða rík- isins á sviði heil- brigðismála gæti í rekstri Lyfja og heilsu, en Karl settist í fram- kvæmdastjóra- stól fyrirtækisins í gær. „Við þurf- um að bregðast við þessu með hag- ræðingu í rekstri fyrirtækisins. Ég hef haft góða yfirsýn yfir reksturinn síðastliðin ár og stendur hann traustum fótum,“ segir Karl í sam- tali við Morgunblaðið. Greint var frá því á mbl.is í gær að Karl hygðist taka við stjórn Lyfja og heilsu, en Karl tekur við af Guðna B. Guðna- syni, sem sagði í samtali við mbl.is í gær að starfslokin væru gerð í góðri sátt við stjórn fyrirtækisins. Karl hefur sömu sögu að segja: „Fráfar- andi framkvæmdastjóri og stjórn fyrirtækisins sömdu um starfslokin í mesta bróðerni.“ Fyrir skömmu hættu nokkrir úr hópi millistjórn- enda hjá Lyfjum og heilsu. Karl seg- ir þær uppsagnir ekki tengdar starfslokum Guðna, heldur vera hluta af hagræðingaraðgerðum sem komu til framkvæmda um síðustu mánaðamót. thg@mbl.is Karl mætir til leiks á ný Karl Wernersson Segir reksturinn finna fyrir sparnaði                                           !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +,+-, +++-01 1.-23/ +0-110 +4-10 ++4-14 +-20/ +/,-,2 +3+-30 ++,-23 +,1-15 ++1-13 1.-5+/ +0-1,4 +4-22, ++4-3, +-5.++ +/0-24 +31-.+ 1.4-.423 ++,-42 +,1-4, ++1-3, 1.-5// +0-252 +4-2,4 ++4-0 +-5.31 +/0-,0 +31-52 Fram kom í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins í mars síðastliðnum að heildarskuldir ríkissjóðs hefðu numið 1.167 milljörðum króna við lok árs, eða rúmlega 78% af landsfram- leiðslu. Samkvæmt markaðs- fréttum Lánamála ríkisins námu heildarskuldir ríkissjóðs við lok júlímánaðar um 1.297 millj- örðum króna. Á síðasta ári var verðbólga mikil, svo að verg landsframleiðsla að nafnvirði dróst ekki saman. Verði sam- dráttur landsframleiðslu á síð- ari helmingi ársins ámóta og á þeim fyrri má reikna með að verg landsframleiðsla verði undir 1.500 milljörðum á þessu ári. Því þyrfti ekki að koma á óvart þó skuldastaða ríkissjóðs mundi liggja nærri 90% undir lok ársins. Halli verður á fjár- lögum næsta árs, ekki síst vegna aukinna vaxtagjalda rík- issjóðs, sem mun síðan þurfa að fjármagna að einhverju leyti með aukinni lántöku. Fyrir utan það sem er nefnt hér að ofan ber að líta til lífeyrisskuldbind- inga ríkissjóðs, en Lífeyr- issjóður starfsmanna er rekinn með ríkisábyrgð. Fram hefur komið að lífeyrissjóðir með rík- isábyrgð hefðu haft trygg- ingafræðilegan halla upp á 500 milljarða í árslok 2008. Versnandi skuldahlutföll SKULDASTAÐAN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.