Morgunblaðið - 04.09.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.09.2010, Blaðsíða 30
30 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2010 –– Meira fyrir lesendur Að huga vel að heilsu starfsfólksins getur skipt sköpum fyrir allar gerðir fyrirtækja. Lítil hreyfing og slæmt mataræði geta aukið á forföll og slen, á meðan heilbrigður lífstíll er ávísun á afköst og árangur Næstkomandi fimmtudag ætlar Viðskiptablað Morgunblaðsins að skoða hvernig best má huga að heilsu starfsfólksins. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn í síma 569-1134 eða sigridurh@mbl.is Heilbrigðir starfsmenn= heilbrigður rekstur Fræðandi og skemmtileg úttekt í Viðskiptablaðinu 9. september Kaup Framtaks- sjóðs lífeyrissjóða á nokkrum fyr- irtækjum af Lands- banka Íslands orka mjög tvímælis. Skyld- ur lífeyrissjóða eru að ávaxta með eins öruggum hætti og hægt er lífeyr- isgreiðslur lands- manna. Við þær erf- iðu aðstæður og óvissu sem nú er í íslensku efnahagslífi liggur það í augum uppi að hér er um mikla áhættufjárfestingu að ræða. Ekk- ert þessara fyrirtækja getur talist sérstaklega þjóðhagslega mik- ilvægt, enda eru þau öll í sam- keppnisrekstri. Í mínum huga gilda önnur rök fyrir fjárfestingu í Icelandair, sem er samfélagslega mjög mikilvægt fyrirtæki og áríðandi að halda því í íslenskri eigu. Áleitnar spurningar vakna um aðkomu ríkisins í gegn- um Landsbankann og lífeyrissjóði að rekstri þessara fyrirtækja. Öll eru þau í harðri samkeppni og full ástæða til að óttast samkeppn- isumhverfið á þeim markaði sem þessi fyrirtæki starfa á. Rekstur þeirra hlýtur að vera mjög áhættu- samur, sérstaklega við þær að- stæður sem nú eru uppi. Markmið eigenda hlýtur að vera að hámarka hagnað þeirra fyrirtækja sem þeir fjárfesta í. Í þessu tilfelli eru kaup fyr- irtækjanna fjár- mögnuð með lífeyr- isgreiðslum frá keppinautum á mark- aði, sem vekur siðferð- islegar spurningar um hvort hér hafi stjórnir lífeyrissjóða ekki farið út fyrir velsæmis- og skynsemismörk gagn- vart umbjóðendum sínum. Að mínu mati eiga lífeyrissjóðir ekki að vera meirihlutaeigendur og rekstraraðilar fyrirtækja. Þeir geta verið kjölfestufjárfestar sem hafa ekki endilega langtíma- fjárfestingu að markmiði. Við þær aðstæður sem uppi eru í íslensku samfélagi er þröngt um augljósa góða fjárfestingakosti. Þó er það þannig að fyrirtæki í almannaeigu, eins og Landsvirkjun og fleiri, eru í viðræðum um fjármögnum stórra verkefna á borð við Búðarháls- virkjun. Ekkert mun setja meiri kraft í atvinnulíf landsmanna en nýting auðlinda, þ.m.t. virkj- anakosta, til eflingar atvinnulífinu. Skýrt hefur komið fram að mikil eftirspurn er eftir orku frá erlend- um stórfyrirtækjum. Arðsemi virkjana fyrir stóriðju hefur verið mjög góð á Íslandi og augljóst að þar væri sjóðum landsmanna vel varið til fjárfestinga. Slíkar fjár- festingar sýndu líka erlendum að- ilum getu okkar hér til að fjár- magna framkvæmdir sjálf í stað þess að þurfa að leita út fyrir land- steinana. Það myndi auka tiltrú á íslensku efnahagslífi og hafa í för með sér aukið traust á getu okkar til að vinna á aðsteðjandi vanda- máli á eigin forsendum. Eftir þessa ákvörðun Framtaks- sjóðs lífeyrissjóðanna verður sú spurning áleitin hvort eðlilegt sé að lífeyrissjóðirnir skipi stjórn- armenn í fyrirtækjunum sem fjár- fest er í. Það er nauðsynlegra en áður að slíta öll slík tengsl og lág- marka þannig hættuna á hags- munaárekstrum. Mikilvægt er að koma þessum fyrirtækjum sem hér um ræðir í opið söluferli sem fyrst. Þá kæmi einnig í ljós hversu skyn- samleg þessi fjárfesting er. Eftir Jón Gunnarsson Jón Gunnarsson »Ekkert mun setja meiri kraft í at- vinnulíf landsmanna en nýting auðlinda, þ.m.t. virkjanakosta, til efl- ingar atvinnulífinu. Höfundur er alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Kaup sem orka tvímælis Nú þegar hillir undir að stjórnarskrárþing verði sett er rétt að gera sér grein fyrir hvað við viljum fá út úr nýrri stjórnarskrá. Ég vil sjá að þrí- skipting ríkisvaldsins verði í heiðri höfð og enginn sem situr á þingi geti verið að vas- ast í framkvæmda- eða dómsvaldinu. Einnig að embætt- ismenn (ráðuneytisstjórar, skrif- stofustjórar og yfirmenn helstu stofnana) séu ekki æviráðnir heldur einungis til jafn langs tíma og þingið situr, þannig að með nýjum herrum komi nýtt fólk. Við höfum allt of lengi haft óhæfa flokksdindla í helstu stöðum og þeir hafa getað ek- ið seglum eftir vindi flokksforyst- unnar sem kom þeim í stólinn. Ég vil sjá í stjórnarskrá að Ísland sé herlaust og fari ekki með ófriði á hendur öðrum þjóðum, svona bara til að vera okkar á lista viljugra þjóða endurtaki sig ekki. Ég vil fá heiðarleika inn á alþingi. Þeir sem hafa gerst brotlegir í opinberu starfi, sýnt af sér vanhæfi eða að- gerðarleysi, geti ekki boðið sig fram til þings og geti ekki farið í ann- að opinbert starf. Það sama á að gilda um þá, sem hafa vanvirt al- þingi t.d. með því að þiggja óeðlilega styrki eða mútur með ein- hverjum hætti. Einnig geti viðkomandi einungis fengið lág- markseftirlaun samkvæmt eft- irlaunakerfi ríkisstofnana (64% af lægstu launum innan opinbera geir- ans, að hámarki). Styrkir til stjórnmálaflokka verði lagðir niður, eða einskorðist við ákveðna upphæð t.d. 2 milljónir á hvern flokk sem nær kjöri á þing, óháð stærð þeirra. Aðrir flokkar, sem ekki ná kjöri, fái 50% af þeirri upphæð á kosningaári. Stjórn- málaflokkum og einstaklingum sem bjóða sig fram til þings skal gert að halda opið bókhald yfir fjármál sín og getaallra styrkja með nafni ein- staklings eða fyrirtækis sem styrkir þá. Einnig greiði menn skatta af styrkjum og geti ekki stofnað góð- gerðarfélög eða ehf-vætt framboðið með aðsetur á Tortólaeyju. Ég vil sjá gagngerar breytingar á starfsháttum þingsins. Gömlum hefðum verði breytt eða þær aflagð- ar, eins og til dæmis reglur um klæðaburð og að hætt verði að titla menn háttvirta og hæstvirta. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að þegar menn setjast á þing hætta menn að gera greinarmun á „h“ og „l“. Samanber að fyrir kosningar er iðulega talað um að lækka skatta en eftir kosningar er það orðið að hækka skatta. Samkvæmt því er hætt við að menn verði lágtvirtir eða lægstvirtir. Þingflokksfundir verði aflagðir á starfstíma þingsins. Ef menn vilja halda slíka fundi gera þeir það á eigin reikning og á öðrum tíma en þegar þing er starfandi. Þingmanni ber að mæta á alla fundi í þeim nefndum sem viðkomandi er í og á fundi í sameinuðu alþingi, eða boða varamann ef um veikindi eða aðra ófyrirsjánlega ástæðu er að ræða. Þingmál verði meira afgreidd í nefndum þar sem málefnin eru rædd og hinar eiginlegu umræður í sameinuðu alþingi séu mun tak- markaðri og bundnar tímamörkum þannig að atkvæðagreiðsla fari fram eftir fyrirfram ákveðinn tíma. Þann- ig losnum við við að þingmenn van- virði alþingi og um leið kjósendur sína með því að fara í pontu og þylja „Hani krummi hundur svín …“ eða syngja ramfalskt „Það var kátt hérna um laugardagskvöldið á Gili.“ Þingmál mega ekki tefjast í nefndum, það verður að sinna þeim innan ákveðins tíma. Ég vil fækka þingmönnum (þó ekki væri nema til að spara). Ég vil sjá 41 þingmann. Einnig að réttur þeirra, sem ekki vilja styðja ein- hvern flokk, eru búnir að gefast upp á úreltu flokkskerfi, og ákveða að sitja heima eða skila auðu, að þeirra atkvæði gildi jafnt og hinna og skili auðu þingsæti. Sem dæmi má taka að ef þessi aðferð hefði verið við síð- ustu kosningar þá sætu á þingi núna 51 eða 52 þingmenn sem mundi spara tugi milljóna á ári og ég tala nú ekki um tíma. Ef tiltrú kjósenda er svo lítil að fleiri þingsæti eru auð en með sitjanda ber að kjósa aftur innan eins eða tveggja ára. Til þess að lög nái fram að ganga þurfi í það minnsta 21 þingmaður að greiða því atkvæði (auð þingsæti greiða ekki atkvæði). Einnig væri athugandi að fyrir mitt kjörtímabil, segjum eftir 20 mánuði, fari fram skoðanakönnun þar sem 10-15% kjósenda, valin af handahófi, leggi mat á störf þing- manna. Ef fram komi almenn óánægja með störf þingmanns sé rétt að varamaður taki hans sæti. Það sama mætti gera með helstu embættismenn og æðstu menn inn- an stjórnkerfisins. Varðandi forseta lýðveldisins þá þarf að geirnegla hann niður og láta hann gegna virkara starfi en hann hefur gert hingað til (finna eitthvað að gera fyrir hann annað en að flakka á milli landa). Hér hef ég tæpt lauslega á nokkr- um málum en þau eru mörg sem bíða betri tíma. Eftir Einar S. Þorbergsson » Þeir sem hafa gerst brotlegir í opinberu starfi, sýnt af sér van- hæfi eða aðgerðarleysi, geti ekki boðið sig fram til þings … Einar S. Þorbergsson Höfundur er kennari. Tillögur fyrir stjórnarskrárþing Undanfarin ár hefur mjög græð- andi og uppbyggjandi starf verið unnið í 12 spora starfi kirkj- unnar. Stuðst er við bókina Tólf sporin – andlegt ferðalag. Þar eru tuttugu spurningar við hvert spor, og margt fróðlegt til að opna bet- ur sýn á sporin og okkur sjálf. Þetta er ein- staklingsvinna með eigin tilfinn- ingar og hugsanir. Á vikulegum fundum hittast lokaðir hópar sem bindast trúnaði og deila þar manneskjur hver með annarri vinnu sinni og skilningi á spor- unum og áhrifum þeirra á sig. Markmiðið er að græða innri sár, rétta af bjagaðar tilfinningar og nálgast sinn æðri mátt. Árangur þessa hópastarfs hefur aukið vel- líðan fólks og lífsgæði bæði með sjálfu sér og öðrum. Það hefur leitt lækningu og bata inn í líf þátttakenda og verið þeim andleg vakning. Margir hafa farið aftur og aftur í gegnum efni bók- arinnar til að vinna að auknum bata sínum. Þetta starf er ekki eyrnamerkt fyrir alkóhólista eða aðstandendur þeirra þó að 12 spora leiðin sé farvegurinn. Hér eru allir velkomnir sem finna að þeir /þær vilja taka út þroska og auka vellíðan sína. Kynning- arfundir byrja á flestum stöðum í september og eru í fjórar vikur, eftir það lokast hópastarfið. Fundirnir eru vikulega víða um land og má sjá nánar um það og starfið allt á www.viniribata.is. Starfið er eins og tvær skóla- annir. Yfirferðinni lýkur í maí en gott frí verður tekið yfir jól, ára- mót og páska. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Ég hvet alla til að kynna sér þetta mannbætandi starf sem unnið er innan kirkj- unnar. BÁRA FRIÐRIKSDÓTTIR, sóknarprestur og vinur í bata. 12 spora námskeið kirkjunnar andlegt ferðalag Frá Báru Friðriksdóttur Bára Friðriksdóttir BRÉF TIL BLAÐSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.