Morgunblaðið - 04.09.2010, Side 28
FRÉTTASKÝRING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
K
atrín Jakobsdóttir,
mennta- og
menningar-
málaráðherra, segist
ekki vilja skerða tekjur
Ríkisútvarpsins meira en orðið er, en
hún hafi ákveðinn skilning á nefnd-
aráliti meirihluta menntamála-
nefndar þess efnis að takmarka þurfi
umsvif RÚV á auglýsingamarkaði.
Álit meirihlutans kemur Katrínu
ekki á óvart. Hún segir að þegar fjöl-
miðlafrumvarpið hafi legið fyrir Al-
þingi haustið 2008 hafi málinu verið
frestað, meðal annars vegna þess að
ekki hafi verið vilji til þess að ræða
takmarkanir RÚV á auglýsingamark-
aði fyrr en búið væri að taka á eign-
arhaldi fjölmiðla. „Ég held að það sé
mjög mikilvægt að þessi tvö mál verði
skoðuð samhliða,“ segir hún, en
meirihlutinn vill að gerðar séu til-
lögur í frumvarpsformi um viðeigandi
takmarkanir eignarhalds á fjöl-
miðlum.
25% tekna frá auglýsingum
Ljóst er að RÚV má ekki við því
að missa auglýsingatekjurnar nema
sambærilegar tekjur komi með ein-
hverjum hætti á móti. Katrín tekur
undir það og bendir á að fjórðungur
tekna RÚV komi frá auglýsingum.
Taka þurfi tillit til þess. Hún segist
hafa bent á að æskilegt væri að hér
gæti verið Ríkisútvarp sem væri ekki
á auglýsingamarkaðnum, rétt eins og
staðan væri í nágrannalöndunum, en
þá yrði líka að tryggja tekjur Ríkis-
útvarpsins.
Miklar kröfur eru gerðar til
Ríkisútvarpsins. Katrín segir að sjá
þurfti fyrir afleiðingar þess, fari RÚV
út af auglýsingamarkaði alfarið eða
að einhverju leyti. Þá þurfti að bæta
RÚV tekjumissinn, en hún sjái ekki
að það sé hægt, miðað við núverandi
aðstæður í ríkisfjármálum. Skoða
þurfi fjármögnun RÚV heildstætt og
finna lausn á þessu máli. Hún sé tilbú-
in að takmarka stöðu RÚV á auglýs-
ingamarkaði svo fremi að tekjur RÚV
séu tryggðar með öðrum hætti. „Ég
vil ekki skerða stöðu RÚV en ég hef
ákveðinn skilning á þeim sjónar-
miðum sem eru uppi um að RÚV eigi
ekki að vera á auglýsingamarkaði.“
Þingmenn Sjálfstæðisflokks í
menntamálanefnd leggja til að frum-
varp til laga um fjölmiðla verði lagt til
hliðar og vinna verði hafin við heild-
stæða rammalöggjöf, þar sem meðal
annars sé tekið á samkeppnismálum
einkarekinna fjölmiðla og Ríkis-
útvarpsins.
Marka þarf stefnu
Í áliti minnihlutans kemur líka
fram að löggjafinn þurfi að marka
skýra stefnu varðandi eignarhald á
fjölmiðlum og tryggja gegnsæi í þeim
efnum. Reglur um eignarhald fjöl-
miðla verði ekki settar án þess að
tryggt verði að eðlileg og sanngjörn
samkeppni ríki á fjölmiðlamarkaði. Í
þessu sambandi verði að huga að
breytingum á samkeppnislögum sem
miða meðal annars að því að mark-
aðsráðandi fyrirtæki á öðrum sviðum
geti ekki misnotað stöðu sína með því
að beina viðskiptum sínum aðeins til
eins fjölmiðils, óháð eðlilegum við-
skiptalegum sjónarmiðum. Slíkt
skekki samkeppnisstöðu á fjölmiðla-
markaði og dragi um leið úr sjálfstæði
þess fjölmiðils sem nýtur auglýsinga-
tekna frá viðkomandi aðila.
Katrín segir að verði frumvarpið
ekki afgreitt núna og hún þurfi að
mæla fyrir því á nýjan leik með hugs-
anlegum breytingum í ljósi fyrirliggj-
andi breytingatillagna meirihluta
menntamálanefndar í október hafi
hún í hyggju að setja á laggirnar
starfshóp sem hafi þá veturinn til
þess að vinna að málinu.
Ráðherra vill ekki
skerða tekjur RÚV
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ríkisútvarpið Efstaleiti Meirihluti menntamálanefndar segir að takmarka
þurfi umsvif Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði.
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Forystumennrík-isstjórn-
arinnar, Jóhanna
Sigurðardóttir og
Steingrímur J.
Sigfússon, hafa
síðustu vikur keppt um það
hvort þeirra getur tekið
stærra upp í sig um að allt sé á
réttri leið í efnahagsmálum
þjóðarinnar. Steingrímur
reyndi að slá Jóhönnu við með
því að birta á vef ráðuneyt-
isins sex greina flokk seinni
hluta síðasta mánaðar undir
yfirskriftinni „Landið tekur
að rísa!“
Í þessum greinaflokki legg-
ur fjármálaráðherra meðal
annars áherslu á hagvöxt, sem
hann segir mikilvægan hag-
vísi, og fullyrðir að þróun ný-
liðna mánuði bendi til að land-
ið sé tekið að rísa, „þvert á allt
tal um lamað hagkerfi“.
Jóhanna átti ekki hægt um
vik að slá út djarfar yfirlýs-
ingar Steingríms en tókst það
engu að síður. Eftir að hafa
endurnýjað stjórn sína á
fimmtudag lýsti Jóhanna því
yfir að hagvöxtur hefði mælst
undanfarna sex mánuði, meira
en hálfu ári fyrr en reiknað
hefði verið með. Augljóst
mátti vera af orðum hennar að
hún taldi kreppunni lokið.
Nú væri vitaskuld ósköp
gaman að taka þátt í bjartsýni
Jóhönnu og Steingríms en það
er ekki hægt. Vandinn er að
engin innistæða er fyrir yf-
irlýsingunum sem virðast
miklu frekar byggjast á ör-
væntingu en staðreyndum.
Forystumennirnir, sem
mættu að ósekju hafa ein-
hverja tilfinningu fyrir þróun
hagkerfisins,
höfðu varla sleppt
orðinu þegar Hag-
stofan birtir tölur
um hagvöxt fyrir
annan ársfjórðung
sem eru afar dökk-
ar og sýna mikinn samdrátt í
stað hagvaxtar.
Það var þess vegna engin
innistæða fyrir bjartsýni Jó-
hönnu og Steingríms enda
ekki við því að búast. Yfirlýs-
ingarnar voru þvert á spár og
fyrir þeim var enginn rök-
stuðningur sem gagn var að,
aðeins óskhyggja. Óskhyggj-
an ein mun hins vegar ekki
lyfta landinu upp úr því dýi
sem Jóhanna og Steingrímur
hafa haldið því í síðustu mán-
uði og misseri, algerlega að
óþörfu.
Á Íslandi er í dag fjöldi
tækifæra. Hér er líka til fjár-
magn til að taka til hendinni
og byggja atvinnulífið upp á
nýjan leik. Afstaða rík-
isstjórnarinnar hefur hins
vegar dregið úr vilja fjárfesta
til að leggja fram áhættufé.
Þannig hefur ríkisstjórnin
lengt samdráttarskeiðið.
Þær hagtölur sem birtar
voru í gær eru að langmestu
leyti á ábyrgð núverandi rík-
isstjórnar. Líkast til munu
forystumenn hennar reyna að
vísa ábyrgðinni til forvera
sinna en sú röksemd dugar
ekki lengur. Þegar Stein-
grímur og Jóhanna héldu því
fram að landið væri tekið að
rísa þökkuðu þau meint um-
skipti eigin verkum. Atburðir
sem gerast síðar skrifast enn
frekar á þeirra reikning. Það
verður ekki bæði haldið og
sleppt í þessum efnum.
Hagvöxturinn sem
ríkisstjórnin hrósaði
sér af er orðinn að
miklum samdrætti}
Hagvöxturinn horfinn
GuðbjarturHannesson er
nýr ráðherra
stjórnarinnar sem
kennir sig við nor-
ræna velferð. Hon-
um eru ætluð tölu-
verð verkefni. Guðbjartur varð
frægur sem formaður fjár-
laganefndar, þegar hann
stjórnaði meðferð þess á Ice-
save-málinu. Og einkum varð
hann þekktur fyrir að segja um
sérhvert nýtt atriði sem barst
að „ekkert nýtt hefði komið
fram“ í málefnum Icesave.
Skipti þá engu þótt upplýsing-
arnar sem bárust kollvörpuðu í
reynd þeim forsendum sem
hann sjálfur hafði gefið sér við
meðferð málsins. Og hann
dinglaði einnig þægur aftan í
flokksformönnunum Jóhönnu
og Steingrími, þegar þau réðust
að fyrirhugaðri
þjóðaratkvæða-
greiðslu um Ice-
save og gerðu svo
lítið úr nið-
urstöðum hennar,
þegar ekki tókst að
eyðileggja hana. Lagði hann at-
kvæðagreiðsluna að jöfnu við
allt annað sem fram hefði kom-
ið áður. Það fælist ekkert nýtt í
því og í rauninni hefði ekkert
gerst. Nú er reynt að fá sömu
þjóð, sem lét ekki hindra sig í
að segja sitt álit með skýrum og
afgerandi hætti, til að trúa því
að eðlisbreyting hafi orðið á
þreyttri og vanhæfri ríkis-
stjórn við það að Kristján Möll-
er fari út og Guðbjartur inn.
Full ástæða er til að ætla að nú
muni eiga betur við en áður:
„Það hefur bara alls ekkert
nýtt gerst í málinu.“
Þeir eru vandfundnir
sem telja manna-
breytingar í ríkis-
stjórn til bóta}
Ekkert nýtt gerst
Sumarið var yndislegt. Ef ég man rétt skein
sólin sem aldrei fyrr á Norðurlandi, sunnan
andvari var ráðandi, fuglarnir sungu fag-
urlega, spretta var óvenju mikil og nyt með
eindæmum góð. Sumarið stendur reyndar enn
ef út í það er farið; í gær voru 20 stig á mæl-
inum hjá mér á Agureyri.
Í einkalífinu upplifði ég yndislegar fimmtán
mínútur í júlí eftir að þjóðin var frædd um það
í tímariti að ykkar einlægur væri tekjuhæsti
fjölmiðlamaður landsins!
Við á landsbyggðinni erum ekki vön því að
verða fræg þegar skattskráin er birt, nema
einstaka útgerðarmaður og apótekari. Og þótt
ég borði aðallega fisk og neyti lyfja í þónokkr-
um mæli dugar það varla til að vera dreginn í
þá dilka.
En þvílíkur unaður; allt í einu fylltust híbýli
mín af vinum, bankarnir hringdu og freistuðu þessa ný-
ríka manns með spennandi fjárfestingarkostum, auk
þess sem allir héldu að ég byði á barnum.
Ég vissi ekki af þessu fyrr en DV hringdi og færði mér
fréttirnar.
– Ha? Tvöfalt meira en Davíð?
Nú var gríðarlega mikilvægt að bregðast rétt við.
Ætti ég að segja kollega mínum á hinum enda lín-
unnar ósatt? Láta sem ég væri jafn loðinn um lófana og
prentvillan í blaðinu gaf til kynna? Tala digurbarkalega
við hann um vanmáttuga verkalýðshreyfingu og eigin
samningatækni gagnvart vinnuveitandanum?
Svo gerði ég mér grein fyrir því að ekki
nokkur sála tryði því að maður, sem hefur
aldrei gert neitt annað á starfsævinni en
segja frá því sem aðrir fást við, væri tekju-
hærri en eigin ritstjóri og fyrrverandi for-
sætisráðherra. Og með hærri laun en sjón-
varpsstjörnurnar allar.
– Þetta hlýtur að vera prentvilla, sagði ég,
frekar lágt því innst inni langaði mig enn dá-
lítið til að ljúga að starfsbróðurnum. Hafði
strax fundið að ríkidæmið er gott og frægðin
ekki síðri – já, frægðin var á næsta leiti og um
hana hafði mig lengi dreymt.
– Ha?
– Ég skrifaði að vísu bók í fyrra...
– Fékkstu tugi milljóna fyrir það?
Nei, segi ég í lágum hljóðum.
Mér varð andartak hugsað til Arnaldar
Indriðasonar, míns gamla vinnufélaga úr Aðalstrætinu;
væri hugsanlega flott að fullyrða að mín bók hefði selst á
við hans, von væri á þýðingu víða um lönd og fyrirfram-
greiðsla heimsþekktra útgefenda hefði líklega verið inn-
leyst fyrir áramót, þó ég væri raunar ekki viss. Nei, saga
íslensku bikarkeppninnar í fótbolta – þó vönduð sé og
skemmtileg! – hefur varla slíkt aðdráttarafl.
Á endanum gefst ég upp. Kann ekki að segja ósatt og
viðurkenni að þetta sé eitthvert endemis rugl.
Mér er létt þegar símtalinu lýkur. Hélt svo bara áfram
að tutla hrosshárið mitt, eins og landsbyggðarmanni
sæmir. Hér er ekki annað við að vera. skapti@mbl.is
Skapti
Hallgrímsson
Pistill
Að vera ríkur og frægur
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Í nefndaráliti meirihlutans segir
að þátttaka Ríkisútvarpsins á
auglýsingamarkaði raski sam-
keppnisstöðu íslenskra fjölmiðla
og stuðli að mismunun milli Rík-
isútvarpsins og einkarekinna
fjölmiðla.
„Meirihlutinn telur að tak-
marka þurfi umsvif Ríkisútvarps-
ins á auglýsingamarkaði til þess
að hægt sé að tryggja fjölbreytni
og fjölræði í fjölmiðlum. Er það
álit meirihlutans að nauðsynlegt
sé að beina þeirri vinnu í skýran
farveg og leggur meirihlutinn til
að þegar á haustmánuðum verði
settur á fót starfs-
hópur á vegum
stjórnvalda
sem móti til-
lögur um veru-
lega takmörk-
un á umsvifum
Ríkisútvarps-
ins á auglýs-
ingamark-
aði.“
Raskar sam-
keppnisstöðu
NEFNDARÁLIT
Katrín
Jakobsdóttir