Morgunblaðið - 04.09.2010, Síða 43

Morgunblaðið - 04.09.2010, Síða 43
Dagbók 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2010 Orð dagsins: Ég er Drottinn, það er nafn mitt, og dýrð mína gef ég eigi öðr- um né lof mitt úthöggnum líkneskjum. (Jesaja 42, 8) Þegar Víkverji varð móðir fannhann fljótt að fólki fannst hann eiga að haga sér öðruvísi en hann gerði áður en hann fór í þetta mik- ilvæga hlutverk. Hann átti auðvitað ekki að reykja, hann átti ekki að blóta og hann átti að draga verulega úr því að djamma og djúsa. Stundum gerði Víkverji þessu fólki það til geðs að draga úr þessum hlutum, en annars reyndi hann nú fyrst og fremst að ráða sér sjálfur. Tekið skal fram að Víkverji hefur hvorki fyrr né síðar verið óhófsmaður, nema þá kannski þegar kemur að því að blóta. x x x Það er nefnilega þannig að þegarfólk tekur að sér ákveðin hlut- verk er því oft ætlað að fara inn í þröngan kassa. Oftast er þetta nú ekkert illa meint, fólk vill einfaldlega að maður haldi sig á mottunni, verði sér yngra fólki góð fyrirmynd. x x x Þetta er samt algjörlega óþolandi.Þessi afskiptasemi og pappakassaítroðningur kemur kannski best í ljós þegar gagnrýni á nýja borgarstjórann er skoðuð. Því flestir aðrir en borgarstjórinn virðast vita nákvæmlega upp á hár hvernig fólk á að haga sér í slíku embætti.  Borgarstjóri á ekki að gera mynd- band og dreifa á YouTube.  Borgarstjóri á ekki að játa að hann sé í nikótínfráhvörfum.  Borgarstjóri á ekki að grínast og þykjast ekki kannast við Eftirlits- stofnun EFTA.  Borgarstjóri á ekki að fara í dragg.  Borgarstjóri á yfir höfuð ekki að vera fyndinn og sniðugur – hann á að taka lífinu alvarlegar. „Ætlar þessi borgarstjóri ekki að fara að gera eitthvað af viti? Eða halda áfram að haga sér eins og vit- leysingur? Hvenær ætlar hann að hætta að leika þennan trúð?“ Þannig tala nú siðapostularnir. Víkverji man ekki lengur hvað forveri Jóns Gnarr í starfi afrekaði á fyrstu mánuðunum. Víkverji man þó að flokkur þess borgarstjóra gerði Ólaf F. Magnússon að æðsta manni Reykjvíkur. Hver var þá að leika trúð? víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 glímutök, 8 vog- urinn, 9 mergð, 10 spil, 11 fugl, 13 ýtarlegar, 15 höf- uðfats, 18 yfirhöfnin, 21 blekking, 22 eyja, 23 drukk- ið, 24 heillaráði. Lóðrétt | 2 ílát, 3 lokka, 4 halinn, 5 mjó, 6 brýni, 7 kostar lítið, 12 veiðarfæri, 14 fiskur, 15 snjókoma, 16 nauts, 17 fælin, 18 rándýr, 19 erfiðið, 20 brúka. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 rúgur, 4 felds, 7 málin, 8 sóðar, 9 ask, 11 röng, 13 angi, 14 áfátt, 15 list, 17 afls, 20 Sif, 22 úldin, 23 logar, 24 teigs, 25 taðan. Lóðrétt: 1 rimar, 2 gilin, 3 ræna, 4 fúsk, 5 liðin, 6 syrgi, 10 skáli, 12 gát, 13 ata, 15 ljúft, 16 suddi, 18 fagið, 19 sárin, 20 snös, 21 flot. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 4. september 1845 Jón Sigurðsson, 34 ára skjala- vörður (síðar nefndur forseti), og Ingibjörg Einarsdóttir, 40 ára, voru gefin saman í hjóna- band, en þau höfðu verið í fest- um í tólf ár. Jón og Ingibjörg létust bæði í desember 1879. 4. september 1969 Björgvin Halldórsson var kos- inn poppstjarna ársins á mik- illi popphátíð í Laugardals- höllinni í Reykjavík og Ævintýri valin vinsælasta hljómsveitin. Hann var þá 18 ára. 4. september 1998 Viðskiptaháskólinn í Reykja- vík (síðar nefndur Háskólinn í Reykjavík) var settur. Fyrsta skólaárið voru nemendur um þrjú hundruð. Skólinn tók við af Tölvuháskólanum sem hafði starfað í tíu ár. 4. september 2004 Hús Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness í Mosfellsbæ, Gljúfra- steinn, var opnað sem safn. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist … „Það er alltaf gaman að gera sér dagamun. Ég hugsa að ég skelli mér í villibráð í Öldunni á Seyð- isfirði,“ segir Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi á Fljótsdalshéraði. Hann fæddist 1955 og verður 55 ára í dag. Eymundur rekur fyrirtækið Móðir Jörð og er brautryðjandi í framleiðslu og markaðssetningu lífrænt ræktaðra afurða. Sumarið og haustið er uppskerutíminn í ræktuninni. Eymundur er þessa dagana að undirbúa vélarnar til að geta byrjað að þreskja byggið. Einnig er komið að kartöflunum. Þótt mikið sé að gera og dagarnir yfirleitt of stuttir hjá Eymundi á hann sér ýmis áhugamál. Útivist og leiklist hafa alltaf togað í hann. „Ég gæti alveg hugsað mér að eyða meiri tíma í að njóta ævistarfsins. Í allri minni hógværð tala ég stundum um 350 hektara listaverkið sem ég hef verið að gera í þrjátíu ár. Ég hef plant- að milljón trjám og ræktað akra. Það fylgir því viss heilagleikatilfinn- ing að ganga um skóginn, eins og þegar maður kemur inn í stóra kirkju. Ég myndi vilja verja meiri tíma þar.“ Eymundur og Eygló Björk Ólafsdóttir giftu sig í sumar. Hann á þrjú börn. „Þau eru að verða eldri en ég,“ bætir hann við. helgi@mbl.is Eymundur Magnússon í Vallanesi er 55 ára 350 hektara listaverk Þær Stella Hlynsdóttir, Rakel Arn- ardóttir og Vaka Orradóttir, á myndina vantar Hörð Sindra Guðmundsson, héldu tombólu og söfnuðu 17.000 kr. og gáfu RKÍ. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Reyndu að lenda ekki útistöðum við fólk í dag. Til að verða góð/ur í að biðja um hluti, þarf að gera það sem oftast. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þetta er góður dagur til viðskipta en þú ættir þó að gæta þess að ofmetnast ekki yfir hæfni þinni. Láttu ekki hanka þig á því að hafa ekki lesið heima. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þótt goðsögnin segi annað geta gullfiskar vel munað lengur en þrjár sek- úndur. Einfaldaðu hlutina með því að ákveða þig og halda þig við þá ákvörðun. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það er nauðsynlegt að fá útrás fyrir tilfinningarnar og gott ráð að hrópa þær frá sér, þar sem aðstæður leyfa. Skoðaðu hvert mál vandlega áður en þú tekur afstöðu. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Lausn mála er nær en þú heldur. Gættu þess bara að aðrir misskilji þig ekki, þegar þú vilt draga þig í hlé. Vertu opin/n fyrir hug- myndum annarra. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Ekki bíða eftir því að andinn komi yfir þig, leitaðu hann uppi. Verið líka viðbúin því að aðrir láti það eftir sér að koma ykkur á óvart. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Markmið þitt næstu vikurnar verður að víkka sjóndeildarhringinn með ráðum og dáð. Það er ferðalag framundan. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þér finnst þú í erfiðri aðstöðu til að taka ákvörðun í vandasömu máli. Farðu varlega. Forðastu neikvætt fólk. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú ert yfirleitt glaðastur/glöðust þegar þú ert að læra eitthvað nýtt. Viðskipti og samskipti um praktísk atriði ganga vel. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Frá og með deginum í dag munu hæfileikar þínir fleyta þér í hæstu hæðir. Mundu samt að draga þig í hlé tímanlega og hlaða batteríin. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Himintunglin hvetja þig til þess að stunda hreyfingu, heilsurækt og lestur til þess að auka þekkinguna. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Eitthvað sem þú hefur unnið hörðum höndum að er nú að koma upp á yfirborðið. En þú mátt vel við una, þinn skjöldur er hreinn. Stjörnuspá Þorgrímur Á. Guðmannsson, Hraunbæ 108, Reykjavík, verð- ur 80 ára 6. sept- ember. Hann er fyrrverandi starfsmaður Vegagerð- arinnar. Hann tekur á móti gestum á Grand hóteli sunnudaginn 5. sept- ember milli kl. 15 og 18. Blóm og gjafir afþakkaðar. 80 ára Sæmundur Þorsteinsson, Hamraborg 36, verður 90 ára hinn 8. sept- ember. Hann heldur upp á tímamótin í dag, 4. september, kl. 15 á heimili dóttur sinnar og tengdasonar Eikarási 9, Garðabæ. Honum þætti vænt um að sjá sem flesta, fjölskyldu, vini og sam- ferðamenn í gegnum tíðina. 90 ára Sudoku Frumstig 6 5 2 9 8 1 7 3 2 1 9 6 9 1 2 7 5 3 7 9 6 1 5 1 8 9 8 7 8 2 2 9 1 5 9 8 1 3 7 9 1 5 4 7 8 3 5 4 8 2 9 4 1 6 5 7 3 5 8 7 9 1 6 2 5 3 1 4 2 7 9 8 2 4 6 7 8 3 4 6 2 7 9 5 1 7 9 1 8 4 5 6 3 2 6 5 2 3 1 9 8 4 7 1 8 9 2 7 3 4 6 5 3 4 7 5 9 6 1 2 8 5 2 6 1 8 4 3 7 9 4 1 5 7 3 8 2 9 6 9 7 8 4 6 2 5 1 3 2 6 3 9 5 1 7 8 4 8 4 3 6 7 5 9 2 1 1 9 7 3 8 2 6 5 4 6 5 2 9 4 1 3 8 7 9 1 4 2 3 8 7 6 5 3 8 6 7 5 9 4 1 2 2 7 5 1 6 4 8 9 3 7 2 1 8 9 3 5 4 6 4 6 8 5 2 7 1 3 9 5 3 9 4 1 6 2 7 8 3 2 7 4 5 1 6 8 9 6 5 8 7 2 9 1 3 4 9 4 1 8 3 6 7 5 2 1 8 4 9 7 3 2 6 5 2 9 6 5 4 8 3 1 7 5 7 3 1 6 2 4 9 8 4 1 2 6 9 5 8 7 3 8 3 5 2 1 7 9 4 6 7 6 9 3 8 4 5 2 1 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 4. september, 247. dagur ársins 2010 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7. f3 Rc6 8. Dd2 0-0 9. Bc4 Bd7 10. Bb3 Hc8 11. 0-0-0 Re5 12. Kb1 Rc4 13. Bxc4 Hxc4 14. g4 Db8 15. h4 h5 16. g5 Re8 17. b3 Hc5 18. Rde2 Bc6 19. Bxc5 dxc5 20. De3 b6 21. Hhf1 Rd6 22. f4 Db7 23. f5 Be5 24. fxg6 fxg6 25. Hxf8+ Kxf8 26. Rd5 Be8 27. Rg1 Bf7 28. Rf3 Bg7 29. Df4 Kg8 Staðan kom upp í AM-flokki svokall- aðrar Fyrstu laugardagsmótaraðar sem lauk fyrir skömmu í Búdapest. Daði Ómarsson (2.150) hafði hvítt gegn ungverska alþjóðlega meist- aranum Emil Szalanczy (2.272). 30. Rxe7+! Dxe7 31. Hxd6 c4 32. e5 cxb3 33. axb3 Be6 34. Rd4 Bg4 35. Hxg6 hvítur hefur nú léttunnið tafl og inn- byrti vinninginn skömmu síðar. Daði fékk 4½ vinning á mótinu af 9 mögu- legum og mun hann hækka um 22 stig vegna frammistöðu sinnar. Hvítur á leik Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Góð pressusögn. Norður ♠KG2 ♥G104 ♦G75 ♣KD75 Vestur Austur ♠5 ♠764 ♥D9862 ♥K53 ♦ÁK98 ♦D1064 ♣G43 ♣Á108 Suður ♠ÁD10983 ♥Á7 ♦32 ♣962 Suður spilar 4♠. Viðkvæmustu tvímenningsspilin eru oft þau þegar styrkur beggja átta er svipaður. Í Sumarbrids á mánudaginn opnaði einn Vestmaðurinn á 2♥ – utan gegn á hættu. Sögnin er af Tartan-ætt, sýnir lítil spil í punktum talið og minnst 5-4 í hjarta og láglit. Norður passaði og austur lyfti hindrandi í 3♥. Hvað á suður að gera? Pass eða 3♠. Annað er ekki í boði. A-V vinna 3♥ (-140), jafnvel fjögur (-170) með því að finna ♥Á annan í suð- ur. Í þessu spili virðist því heppnast vel að segja 3♠. Sá samningur fer einn nið- ur (-100) með bestu vörn og gæti jafn- vel unnist ef vestur hreyfir hjartað (+140). En þetta eru draumórar, því norður mun að sjálfsögðu lyfta 3♠ í 4♠. Í hnotskurn: Báðir kostir suðurs eru vondir og ástæðan er vel tímasett pressusögn austurs. Hlutavelta Flóðogfjara 4. september Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 2.14 2,8 8.32 1,4 14.57 3,2 21.30 1,3 6.20 20.35 Ísafjörður 4.28 1,5 10.38 0,7 16.59 1,8 23.38 0,6 6.18 20.46 Siglufjörður 0.17 0,5 6.55 1,1 12.30 0,6 18.52 1,2 6.01 20.29 Djúpivogur 5.13 0,8 12.02 1,7 18.25 0,8 5.47 20.06 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.