Morgunblaðið - 04.09.2010, Page 40
40 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2010
✝ Ólafur Andréssonfæddist á Bæ í
Borgarfirði hinn 20.
október 1924. Hann
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
hinn 17. ágúst 2010.
Foreldrar hans
voru Andrés Björns-
son frá Bæ, f. 27.
nóvember 1892, d.
17. febrúar 1967, og
Stefanía Ólafsdóttir
frá Jörfa, f. 30. nóv-
ember 1900, d. 16.
nóvember 1982. Syst-
ur Ólafs: Guðrún Ásta, f. 12. ágúst
1926, d. 29. maí 1984, Áslaug, f.
26. mars 1929, og Erla, f. 25. ágúst
1930, d. 26. ágúst 2002.
Ólafur kvæntist 25. desember
1954 eftirlifandi eiginkonu sinni
Þóreyju Sveinsdóttur, f. 10. ágúst
1932 í Borgarnesi. Foreldrar
hennar voru Sveinn Skarphéð-
maki: Ásta Björk Björnsdóttir, þau
eiga þrjú börn, b) Ólafur Andri, f.
12. mars 1978, maki: Þorbjörg Jó-
hannsdóttir, þau eiga eitt barn, c)
Hlynur Þór, f. 2. mars 1982, maki:
Gunnhildur Magnúsdóttir, þau
eiga eitt barn. 3) Stefanía, f. 5.
september 1961, maki: Bragi J.
Ingibergsson, f. 21. nóvember
1961. Börn þeirra eru: a) Þórey, f.
21. mars 1986, unnusti: Musa
Modou Leigh, b) Helga, f. 22. mars
1991.
Ólafur Andrésson stundaði nám
í Héraðsskólanum á Laugarvatni
1942-1944. Hann kom víða við um
starfsævina, en vann lengst hjá
Kaupfélagi Borgfirðinga, eða um
40 ár. Hann var hæfileikaríkur,
stundaði fimleika á yngri árum,
spilaði á píanó og harmoniku og
lék um tíma með Danshljómsveit
Borgarness og SAÓ-tríóinu. Ólaf-
ur og Þórey bjuggu alla sína bú-
skapartíð á Þórólfsgötu 5 í Borg-
arnesi.
Útför Ólafs fór fram í kyrrþey
frá Víðistaðakirkju 1. september
2010.
insson, f. 1. ágúst
1882, d. 28. sept-
ember 1955, og Sig-
ríður Kristjánsdóttir,
f. 14. október 1894,
d. 12. mars 1976.
Ólafur og Þórey
eignuðust þrjár dæt-
ur sem eru: 1) Sigríð-
ur, f. 2. maí 1951,
maki: Árni B. Sveins-
son, f. 15. október
1951. Börn Sigríðar
með fyrri maka Jó-
hannesi Reynissyni,
f. 6. október 1950: a)
Ólafur Þór, f. 13. maí 1972, maki:
Aldís Arnardóttir, þau eiga þrjú
börn, b) Elsa Guðrún, f. 5. október
1975, maki: Jón Kjartan Krist-
insson, þau eiga þrjú börn. 2)
Fanney, f. 15. desember 1952,
maki: Stefán Haraldsson, f. 16.
ágúst 1954. Börn þeirra eru: a)
Haraldur Már, f. 1. apríl 1975,
Elsku Óli minn.
Þó sorgin sé sár,
og erfitt er við hana að una.
Við verðum að skilja,
og alltaf við verðum að muna,
að Guð hann er góður,
og veit hvað er best fyrir sína.
Því treysti ég nú,
að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farin þú sért,
og horfin ert burt þessum heimi.
Ég minningu þína,
þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína, ég bið síðan
Guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Halldóra Jónsdóttir)
Þín eiginkona
Þórey.
Pabbi okkar, Ólafur Andrésson,
var maður vorsins, birtunnar, hækk-
andi sólar og hlýnandi daga. Maí og
júní voru hans uppáhaldsmánuðir til
útivistar og verka. Vormánuðir voru
tíminn til að sinna viðhaldi og ýmsum
verkum utanhúss á Þórólfsgötunni,
„ættaróðalinu“, sem var honum svo
kært.
Ljósið loftin fyllir
og loftin verða blá.
Vorið tánum tyllir
tindana á.
Dagarnir lengjast
og dimman flýr í sjó;
bráðum syngur lóa
í brekku og mó.
(Þorsteinn Gíslason)
Við þökkum þér elsku pabbi fyrir
allt og kveðjum þig með góðum minn-
ingum. Þú varst faðir sem við virtum,
mátum mikils og varst ávallt til stað-
ar.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Þínar dætur,
Sigríður, Fanney og Stefanía.
Þegar ég kveð tengdaföður minn
Ólaf Andrésson er mér þakklæti efst í
huga, fyrir vináttu og velvild nærri
þriggja áratuga. Frá fyrstu stundu
tók hann mér vel. Ég fann strax þétt
handtak, einlægni í orðum og traust-
vekjandi fas – og þannig var hann,
heill og gegn.
Hann hafði gaman af samræðum,
var glöggur, vel að sér og gaf góðan
gaum að orðum og högum annarra.
Hann spurði margs og spurningarn-
ar fólu ætíð í sér áhuga en aldrei
hnýsni. Ég minnist margra spjall-
stunda okkar í gegnum tíðina og þær
enduðu oftast á þessum orðum:
„Jæja, Bragi minn, nú er ég búinn að
þreyta þig með endalausum spurn-
ingum.“ En reyndin var sú að ég
hafði gaman af spjallinu – því hann
sýndi umræðuefninu einlægan áhuga
og miðlaði um leið af fróðleik sínum.
Óli var hægur og hógvær í fasi,
nánast fágaður í framgöngu enda
fimleikamaður bæði til líkama og
anda. Hann stundaði fimleika á yngri
árum og var alla tíð lipur og styrkur í
hreyfingum, en jafnframt svo fimur í
orðum að eftir var tekið, mikill húm-
oristi og þekktur fyrir sín hnyttnu til-
svör. Hann var skemmtilegur, skarp-
greindur og fróður, ákveðinn og
fastur fyrir, honum varð ekki hnikað
frá mótaðri skoðun, tekinni ákvörðun
eða settri stefnu.
Kom þessi staðfesta m.a. fram í
dugnaði hans við ýmis verkefni – ekki
síst á sumrin. Þá nýtti hann tímann
vel. Þegar verk voru framundan við
viðhald húsakosts og stórrar lóðar þá
vaknaði hann oft eldsnemma jafnvel
um miðjar nætur og fór út í bjarta
kyrrðina að vinna. „Það er ekki eftir
það sem búið er“ sagði hann svo er
hann kom inn til morgunverðar og
hafði næstum lokið heilu dagsverki.
Hann var vandvirkur og vildi hafa
allt í röð og reglu, var snyrtilegur í
umgengni en þó sérstaklega er hann
hirti um bílinn sinn. Það gerði hann af
mikilli natni og alúð. Broncoinn kem-
ur strax upp í hugann en hann var
ávallt sem nýr, skínandi hreinn og í
toppstandi. Enda þurfti bíllinn að
vera í góðu lagi og vel útlítandi fyrir
ferðalögin. Óli hafði gaman af því að
ferðast og vil ég sérstaklega minnast
á ferðalög þeirra hjóna þegar þau
komu að heimsækja okkar Stefaníu
og dæturnar til Siglufjarðar.
Ég á einnig kærar minningar frá
þeim dögum er ég og fjölskylda mín
dvöldum hjá Óla og Eyju á ættaróðal-
inu, að Þórólfsgötu 5 í Borgarnesi og
nutum gestrisni þeirra um lengri eða
skemmri tíma. Samverum þar lauk
gjarnan með kveðjum í garðinum.
Þegar inn í bíl var komið og ekið af
stað veifaði Óli í kveðjuskini með sín-
um einstaka hætti. Ég sé hann ljóslif-
andi fyrir mér standa við grindverkið
með bros á vör og með báðar hendur
á lofti eins og prestur sem blessar
söfnuð sinn. Það var hans fararbless-
un.
Og nú á kveðjustundu flyt ég hon-
um mína fararblessun og óska góðrar
ferðar til sumarlandsins þar sem
birtan og friðurinn umlykja að eilífu:
Guðs blessun þér fylgi á birtunnar leið,
þig beri á ástríkum höndum,
svo verði þér gatan til himnanna greið
að glitrandi eilífðar ströndum.
Bragi J. Ingibergsson.
Sólin skín hátt á lofti og himinninn
er skínandi blár. Þegar ég keyri inn
Þórólfsgötuna sé ég þig. Þú situr fyr-
ir utan bílskúrinn með sólgleraugu og
nýtur sólargeislanna. Þú ert orðinn
sólbrúnn í framan eftir sumarið því
að í hvert skipti sem sólin skín finnst
þér best að sitja úti. Fyrir aftan þig
stendur Broncoinn skínandi hreinn
eins og venjulega. Ég veit ekki um
neinn sem hugsar um bílinn sinn af
eins mikilli natni og þú. Ég er komin
inn í heimreiðina og þú tekur á móti
mér með glampandi brosi. Ég brosi á
móti og faðma þig að mér. Ég finn
hlýju og yl streyma um mig alla. Ég
finn að ylurinn kemur ekki frá
geislum sólarinnar. Hann kemur frá
þér.
Elsku afi minn, ég á svo margar
yndislegar minningar um þig og allar
eru þær sveipaðar hlýju og birtu.
Fyrir mér eru þær núna eins og dýr-
mætur, glitrandi fjársjóður sem ég
mun geyma í hjarta mínu að eilífu.
Þessar minningar eru svo margar
tengdar sumrinu því þér þótti svo
gott að vera í birtunni og ég man hvað
þú talaðir oft um það. Ég er svo inni-
lega þakklát fyrir að hafa séð þig dag-
inn áður en ég fór utan og sú minning
er mér einkar mikilvæg því ég gat
sagt þér hvað mér þætti vænt um þig.
Ég veit samt að þú vissir það.
Ég mun aldrei gleyma þér, afi
minn. Þú býrð í hjartanu mínu og lýs-
ir það upp með fallegu ljósi og gefur
mér hlýju sem ég þarf svo mikið á að
halda. Þar sem þú ert núna er alltaf
bjart og þess vegna veit ég að þér líð-
ur vel. Guð geymi þig elsku afi Óli.
Þórey Bragadóttir.
Við fráfall afa míns og nafna
streyma fram ótal minningar frá liðn-
um áratugum sem ég hugsa hlýlega
til á þessari stundu. Ég varð þeirrar
gæfu aðnjótandi að dvelja sumar-
langt hjá ömmu og afa í Borgarnesi á
uppvaxtarárum mínum. Þá kynntist
ég afa mjög vel og við höfum allt frá
þeim tíma verið mjög nánir.
Afi var gæfumaður í einkalífi með
ömmu sér við hlið sem stoð og styttu,
lifði tiltölulega einföldu lífi, var mað-
ur framkvæmda, útivistarmaður og
vildi hafa reglu á hlutunum. Ein-
hverjir myndu segja að hann hafi ver-
ið mjög sérvitur en það var að mínu
mati einn helsti kostur hans og lykill-
inn að hans lífshamingju.
Afi hafði mjög mikinn áhuga á bíl-
um, öryggi og umhirðu þeirra. Þegar
bíll var keyptur var það með fyrstu
verkefnunum að hringja í afa og
segja honum frá bílaviðskiptunum
ásamt því að sýna honum gripinn. Þá
fór afi í vinnusloppinn, opnaði allar
dyr, leitaði eftir óeðlilegum hljóðum,
opnaði húddið og kíkti undir bílinn.
Skipti þá engu hvort bíllinn var nýr
eða kominn til ára sinna. Um tæplega
þrjátíu ára skeið átti afi grænan Ford
Bronco sem vakti ætíð eftirtekt í
Borgarnesi þegar honum var ekið um
göturnar gljáfægðum og fínum, sann-
kallaður sumarboði því afi forðaðist
að taka hann út úr skúrnum í rign-
ingu.
Afi var framkvæmdamaður, mikið
í mun að halda heimilinu vel við og
umhverfi þess. Í minningunni fór
drjúgur tími flestra sumarfría afa í að
dytta að húsinu og þá var ekki spurt
um hvað klukkan var eða vikudagur.
Afi hóf sína framkvæmdadaga
snemma og ekki óalgengt að skóflu-
eða hamarshljóð frá Þórólfsgötunni
heyrðust um miðjan nætur á björtum
sumarnóttum.
Afi var mikill útivistarmaður og
undi sér best undir beru lofti í góðu
veðri. Hann lifði heilbrigðu lífi, pass-
aði upp á mataræði og hreyfingu,
stundaði hjólreiðar og gönguferðir á
meðan heilsan leyfði. Hann hélt dag-
bók þar sem hann ritaði niður allt það
markverðasta sem gerðist þann dag-
inn ásamt veðurlýsingu.
Afi var vel lesinn, talnaglöggur og
vel að sér um málefni líðandi stundar
og maður kom aldrei að tómum kof-
unum hjá honum þegar dægurmálin
voru rædd. Öfund var eitthvað sem
ekki var til í hans orðabók. Í orðabók
afa voru efnamenn peningamenn úr
Reykjavík og menn sem fóru geyst
yfir og tóku áhættu voru ævintýra-
menn.
Afi steig aldrei fæti á erlenda
grundu en hafði mikið yndi af ferða-
lögum innanlands, að höfuðarborgar-
svæðinu undanskildu þar sem hann
vildi helst stoppa sem allra styst sök-
um hávaða og mannmergðar eins og
hann orðaði það á sinn glettnislega
hátt. Afi var nefnilega húmoristi og
gerði mikið grín en þó mest að sjálf-
um sér.
Elsku afi minn, nú er komið að
kveðjustund. Síðasta verslunar-
mannahelgi var ómetanleg samveru-
stund þegar við fjölskyldan komum
og slógum garðinn undir styrkri leið-
sögn þinni. Þá var afmælisdagurinn
hennar ömmu eftirminnilegur þegar
þú lékst á als oddi á spítalanum með
þinn mikla lífsvilja en þverrandi lík-
amsstyrk.
Elsku amma, missir þinn er mikill
að góðum manni. Megi Guð veita þér
styrk til þess að takast á við sorgina.
Ólafur Þór Jóhannesson.
Elsku afi, nú er komið að kveðju-
stund. Mikið er skrýtið að hugsa til
þess að geta ekki hitt þig aftur á holt-
inu, Þórólfsgötunni. Margar æsku-
minningar kvikna, tónlistin, ég sakna
þeirra tíma þegar píanóið og harm-
onikkan hljómuðu sem þú spilaðir á
af fingrum fram. Mikið man ég hvað
ég var stoltur að leyfa þér að heyra
fyrstu laglínuna sem ég lærði á píanó
við ljóðið „Góða mamma“, það fannst
mér aldeilis flott. Umfram allt annað
stendur upp úr hvað þú reyndist mér
vel þegar miklir erfiðleikar steðjuðu
að og ég varð mikið veikur. Það skipti
mig miklu máli að finna kærleika sem
þú svo sannarlega sýndir. Eftir að
fullorðinsárin fóru að taka við fór
heimsóknum fækkandi, en þegar ég
kom fann ég að þér þótti mikilvægt
að fylgjast með hvernig gengi í skól-
anum og síðar hjá okkur litlu fjöl-
skyldunni, Þorbjörgu og Jóhanni
Frey. Við erum líkir um margt, þegar
ég þarf að standa á sannfæringunni
leiðir það til þess að ég hugsa til þín,
og stundum er ég sagður þrjóskur, en
það er kostur því við klárum það sem
byrjað var á – þá veit ég að ég líkist
þér og af því er ég mikið stoltur afi
minn. Þú lifir áfram í okkur öllum.
Við óskum þess að þér líði betur þar
sem þú ert núna, að þú finnir engan
sársauka lengur.
Elsku afi minn, ég kveð þig nú og
held um leið fast í allar minningarnar
– þær lifa.
Þinn
Ólafur Andri Stefánsson.
Góður maður er genginn. Ólafur
Andrésson í Borgarnesi lézt hinn 17.
ágúst sl. Kynni okkar Ólafs hófust
þegar Bragi, sonur okkar hjóna, og
Stefanía dóttir hans felldu hugi sam-
an. Með okkur og hans ágætu konu,
Þóreyju Sveinsdóttur, tókust hin
bestu kynni og skapaðist þannig
brátt vinátta sem við erum ákaflega
þakklát fyrir. Það var ávallt ánægju-
efni að koma við hjá þeim á Þórólfs-
götunni þegar við áttum leið um.
Ávallt kom Ólafur fagnandi og tók á
móti okkur og fjölskyldunni á sinn
vinsamlega hátt – og hlýjar móttökur
þeirra hjóna voru svo eðlilegar og
sannfærandi að maður fann svo vel að
hugur fylgdi máli. Þar eignuðumst
við góða vini.
Nokkrum sinnum komu þau í
heimsókn til okkar að Hvoli og voru
alltaf aufúsugestir. Ólafur hafði gam-
an af því að ferðast, setti niður áætlun
og fór eftir henni af festu og ákveðni,
hann var vinur í raun, trúfastur og
heill. Ólafur var maður myndarlegur
á velli, fróðleiksfús, áhugasamur um
menn og málefni og gat ausið af
vizkubrunni sínum um hin ýmsu efni.
Hann var skoðanafastur og traustur í
alla staði.
Starfsævi Ólafs var lengst af í
Borgarnesi, þar sem hann vann hjá
Kaupfélagi Borgfirðinga. Á yngri ár-
um var hann efnilegur fimleikamaður
og var í sýningarflokki í Reykjavík
um skeið. Þá lék hann á hljóðfæri,
spilaði á píanó í Danshljómsveit
Borgarness og SAÓ-tríóinu á sam-
komum í Borgarfirði, Dölum og víð-
ar.
Eftir að hann hætti störfum vegna
aldurs hefur hann notið þess að búa í
sínu ríki með konu sinni og sinnt
hugðarmálum sínum. Hann naut
þokkalegrar heilsu lengst af – en átti
nokkuð erfitt síðustu misserin sem
hann lifði, en hélt þó reisn sinni til
hinzta dags. Og við horfum á eftir
honum og söknum vinar í stað.
Því nú er kvöldsett að loknum
löngum og farsælum degi. En jafn-
skjótt rís nýr dagur – sólin brýst
fram – þar ljómar árroði eilífðarinnar
og þar hefur hann gengið á móti ljós-
inu á nýrri leið – á eilífðarvegum, því
Trúarinnar traust og styrkur
tendrar von í döpru hjarta.
Eilífðin er ekki myrkur,
eilífðin er ljósið bjarta.
(Helgi Sæmundsson)
Og hann á góða heimvon.
Nú er dagurinn hniginn að djúpi sínu
og döggvaðar hæðir og grund.
Og sólþeyrinn vermir af mýkt og mildi
þína minningu og kveðjustund.
Í heiðríkju kvöldsins er fagnandi friður
yfir fegurð þíns sólarlags
og varpinn er grænn þar sem vinirnir
bíða
í veröld hins nýja dags.
(Valdimar Hólm Hafstað)
Við hjónin þökkum af alhug sanna
vináttu og margar góðar stundir á
liðnum árum, og vottum Þóreyju,
dætrunum þremur og fjölskyldum
þeirra okkar dýpstu samúð. Megi
Guð leiða ykkur og vernda nú og æv-
inlega.
Ingiberg og Helga.
Nú hefur lífsklukka Ólafs stöðvast
eftir margra ára tif og eftir standa
góðar minningar um ótrúlegan mann,
því að mínu mati og margra annara
var Ólafur einn af stærri karakterum
bæjarins. Ég varð þeirrar gæfu að-
njótandi að vinna á sama vinnustað
og Ólafur til margra ára og þar
kynntist ég honum vel.
Ólafur skilur eftir sig ótalmargar
sögur og væri létt að skrifa bækur
um öll uppátæki hans og viðtöl jafnt
við starfsmenn og viðskiptavini í
gegnum öll þessi ár.
Ólafur hafði það einstaka lag í sam-
skiptum við fólk að þegar það kvaddi
hann fór það ávallt fullt sjálfstrausts
frá honum.
Ólafur átti sér mörg áhugamál. Þar
voru framarlega veður og veðurspár,
einnig hafði hann mikinn áhuga á tón-
list og einkum djassmúsík og var þar
Oscar Peterson númer eitt. Bílar
voru einnig stór þáttur í hans lífi og
voru þeir eins og verndað gæludýr í
höndum hans. Hann var skemmtilega
sérvitur, til dæmis kveikti hann aldr-
ei ljós á skrifstofunni hjá sér fyrr en á
vissum degi eftir sumarlok.
Ólafur átti mikið af frösum sem
hann notaði óspart í tilsvörum á ansi
skemmtilegann hátt sem menn muna
eftir um ókomna tíð. Um leið og ég
votta Eyju konu Ólafs og aðstand-
endum hans mína dýpstu samúð enda
ég þessa stuttu gein um þennan góða
mann og þökk fyrir að hafa fengið að
kynnast honum á einni hans uppá-
haldssetningu: „Þetta er búið.“
Einar O. Pálsson.
Ólafur Andrésson
HINSTA KVEÐJA
Elsku langafi okkar. Nú er
komið að kveðjustund. Það
verður sérstök tilfinning að
koma næst á Þórólfsgötuna og
enginn afi sem tekur á móti
okkur með yfirvegaðri röddu
og hlýjan faðm sem býður okk-
ur velkomin í heimsókn og
kveður með tilkomumiklum
handahreyfingum þegar allir
eru komnir út í bíl. Afi var alltaf
blíður og góður við okkur og
bar hag okkar fyrir brjósti.
Guð veri með afa á nýjum
stað og veiti ömmu styrk á erf-
iðum tímum.
Eyþór Örn, Brynja
og Sigríður Lára.