Morgunblaðið - 04.09.2010, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 04.09.2010, Qupperneq 12
12 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2010 Verslanir opnar: mán-mið 11-19, fim 11-21, fös 11-19, lau 11-18 og sun 13-18, www.smaralind.is Smáralind býður upp á snyrtidaga um helgina með fjölmörgum góðum tilboðum á snyrtivörum í verslunum, tískusýningum og fleiri spennandi uppákomum. Njótum helgarinnar saman. Sjáumst í Smáralind! Opið til 18 í dag. SNYRTIDAGAR Kristján Jónsson kjon@mbl.is Jarðskjálfti upp á 7 stig reið yfir Christchurch, næststærstu borg Nýja-Sjálands, aðfaranótt laugar- dags að staðartíma, síðdegis í gær að íslenskum tíma. Margir höfðu leitað læknishjálpar vegna minni- háttar áverka en ekki var vitað um manntjón seint í gærkvöld. Mikið tjón varð á húsum og öðrum mannvirkjum í hamförunum, al- þjóðaflugvellinum við borgina var lokað og járnbrautarleiðum einnig meðan hugað var að skemmdum. Rafmagn fór af hálfri borginni, víða rofnaði farsímasamband og skemmdir urðu á vatnsleiðslum og holræsakerfi. Að sögn AFP-fréttastofunnar urðu margir eftirskjálftar og haft var eftir staðarblaðinu The Post að miklar skemmdir hefðu orðið í borginni. Upptökin voru á 16,1 km dýpi um 30 km norðvestur af Christchurch klukkan 4.05 að stað- artíma, að sögn bandarísku jarð- fræðistofnunarinnar. Hann fannst í hafnarborginni Timaru og í Du- nedin og þar urðu nokkrar skemmdir. Fólk varað við að nota kaldavatnskerfið Farsímakerfi lá víða niðri. Margir óttuðust flóðbylgju þótt ekki væri gefin út nein opinber viðvörun. Vegir í úthverfum við sjóinn voru þéttskipaðir bílum fólks sem hugðist flýja til svæða fjarri sjó. Bob Parker, borgarstjóri Christ- church, varaði íbúa borgarinnar við að nota kaldavatnskerfið. Kerf- ið skemmdist mikið í skjálftanum og borgaryfirvöld óttast að lagnir séu skemmdar og vatnið hugsan- lega ekki neysluhæft. Parker hvatti fólk til að sturta ekki niður úr salernum en óljóst er hve mikið holræsakerfi borgarinnar skemmdist. Brak úr húsum lokaði víða vegum og umferðarljós rofn- uðu sem jók enn á glundroðann. Harður jarðskjálfti á Nýja-Sjálandi  Margir þurftu læknishjálp vegna minniháttar meiðsla  Ekki er vitað til að neinn hafi farist  Skjálftinn mældist 7 stig, mikið tjón varð á mannvirkjum  Flugvellinum við Christchurch var lokað Reuters Hrun Víða hrundu gömul hús í hamförunum. Hér hefur bíll í Christchurch grafist undir múrsteinum og öðru braki. Ekki var vitað um neitt manntjón. Mikið jarðskjálftaland » Tvær stórar eyjar mynda Nýja-Sjáland. Um 340.000 búa í Christchurch á Suðureynni. » Jarðskjálftar eru mjög tíðir í landinu og árlega verða að jafnaði 20 skjálftar sem eru fimm stig eða meira. » Þrír fórust í hörðum skjálfta sem varð á Nýja-Sjálandi 1968. „Við erum að upplifa eft- irskjálfta núna. Við vöknuðum í nótt í kringum 20 mínútur í fimm [að þarlendum tíma] við öflugan skjálfta,“ sagði Svava Krist- insdóttir, hús- móðir í Christchurch á Nýja- Sjálandi, er mbl.is ræddi við hana í gærkvöld. Rafmagnslaust var í hverfinu þar sem Svava býr og gler- brot um allt hús. Svava er gift Hilmari Kjartans- syni lækni, en saman eiga þau börnin Birnu Líf og Árna Kristján. Svava, sem á von á sínu þriðja barni, segir þau hjónin hafa vaknað upp með andfælum og hlaupið til barna sinna til að athuga hvort þau væru óhult. Þau hafi síðan komið sér fyrir í dyrunum í forstofunni og beðið á meðan hrinan reið yfir. „Það fyrsta sem maður gerir er að hlaupa og athuga með börnin sín. Við fórum strax af stað og náð- um í þau inn í herbergi. Við reynd- um svo að finna okkur einhvern öruggan stað og stóðum við þá fyrst í dyrunum. Svo kíktum við á nágranna okkar en flestir virðast vera í góðu lagi. Börnin eru enn svolítið hrædd. Það rigndi glerbrotum út um allt hús. Bækur og aðrir munir hrundu úr hillunum. Það er rafmagnslaust í nágrenninu.“ Einkum gömul hús sem hrundu Hjörtur Arason, einnig í Christ- church, hefur búið um nokkurra ára skeið á Nýja-Sjálandi og starfar sem smiður þar. Hera Hjartardóttir, eiginkona hans, sem er tónlistar- maður, hefur hins vegar búið lengi á Nýja-Sjálandi ásamt foreldrum og bróður. Hjörtur og Hera sluppu ómeidd og eins foreldrar Heru og bróðir sem búa á svæðinu. Að sögn Hjartar eru það einkum gömul hús sem hafa hrunið eins og spilaborgir en nýrri hús virðast hafa staðið af sér skjálftann. „Börnin eru enn svolítið hrædd“ ÍSLENDINGAR Í CHRISTCHURCH Svava Kristinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.