Morgunblaðið - 04.09.2010, Side 10

Morgunblaðið - 04.09.2010, Side 10
PRUFUTÍMINN Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Ég fékk þá flugu í höfuðiðað gerast útvarpsmaður ísmátíma og hringdi í Ein-ar Bárðarson, útvarps- stjóra Kanans, með það í huga að komast í útsendingu. Einar tók þeirri beiðni mjög vel. Úr varð að ég mætti til Þórs Bærings í gærmorgun, en Þór er með morgunútvarp alla daga á Kananum frá kl. 7 til 10. Kvöldið áður lá ég andvaka af spenningi og setti saman í huganum svalar setningar sem ég ætlaði að láta flakka í útsendingunni. Ég var búin að ákveða að segja hvað klukkan væri í hvert sinn sem tækifæri gæfist og troða veðrinu inn í allt. Eftir á að hyggja náði ég bara að upplýsa hlust- endur um tímann tvisvar sinnum og segja einu sinni að það væri þungbúið yfir höfuðborginni. Þessi mikilvægu atriði gleymdust sem og allar svölu setningarnar í beinni útsendingu, heilinn tæmdist og tungan tvöfald- aðist þegar til kom. „Er þetta blaðamaðurinn“ Það þyrmdi yfir mig þegar ég sá allar tölvurnar og takkana í útsend- ingarherbergi Kanans, því var upp- örvandi að mæta glaðlegu andliti og hressulegu viðmóti Þórs Bærings sem kom mér inn í málin. Ég hafði séð fyrir mér að ég yrði á hliðarlínunni, fengi að segja eina og eina setningu í hljóðnemann og fylgj- ast svo með snilli Þórs. Dagurinn byrjaði líka þannig, ég dáðist að Þór, sem stjórnaði þessu af festu; ýtti á takka, talaði í hljóðnemann og fiktaði í tölvunni af mikilli fagmennsku. Fyrst tók Þór mig í lítið spjall og kynnti til leiks og svo fékk ég að taka á móti símtali hlustanda sem tók þátt í litlum gjafaleik. „Er þetta blaða- maðurinn?“ sagði hlustandinn fliss- andi og sló mig strax út af laginu. „Jú jú, þetta er hann, ætlar þú að fá út að borða á nammi namm hádegisverð- arhlaðborði,“ svaraði ég og skildi ekkert hvernig nammi namm gat komið í staðinn fyrir orðið gómsætt sem ég ætlaði að nota. Þegar klukkan fór að nálgast níu sagði Þór að ég ætti að taka við, ég átti að stjórna þættinum síðasta klukkutímann. Ég fékk ekki að vera á hliðarlínunni lengur, ég var orðin út- varpsmaður í klukkutíma. Siggi Gunnars á Kananum var með mér til halds og trausts, passaði að ég skrúf- aði fyrir hljóðnemann þegar lag var sett á og gaf mér hugmyndir að um- talsefni. Annars stóð ég á eigin fót- um. Rúllaði áfram í rólegheitum Tölvutækninni að þakka er ekki mjög flókið að vera útvarpsmaður, Útvarpsmaður í klukkutíma „Þú ert að hlusta á Kanann FM 100,5, það er föstudagur, klukkan er korter yfir níu og vonandi allir í stuði. Við skulum fá örstutt skilaboð en svo er það meiri tón- list.“ Einhvern veginn svona hljómaði það sem ég var búin að ákveða að segja með ótrúlega svalri útvarpsröddu á Kananum í gærmorgun þegar ég fékk að stjórna hluta af morgunþætti Þórs Bærings. Svölu setningarnar gleymdust þó þeg- ar til kom og meira var um taugaveiklun, hik og stam. Stuð Siggi Gunnars var blaðamanni til halds og trausts í útsendingunni. Þetta helst Það er erfitt að finna eitthvað sniðugt að segja. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2010 Það er fátt sætara en litlir sætir kett- lingar. Það vita síðuhaldarar The- dailykitten.com en vefsíðan hefur þann tilgang að birta daglega myndir og sögur af sætum kettlingum. „Við vinnum hart að því að færa ykkur sætustu kettlingana og sögur þeirra hvern dag,“ segir á síðunni sem er unnin frá Cambridge, Massachusetts í Bandaríkjunum. Notendur síðunnar geta sent myndir af sínum kettlingi og sögu hans með. Skilyrðin fyrir birtingu eru þó ströng, það þurfa t.d. að koma margar góðar myndir af kettlingnum teknar í návígi. Það virðist vera til mikið af sætum kettlingum því not- endur síðunnar segjast fá það mikið sent að þeir geti ekki birt allt. Ljóst er á síðunni að það eru ekki allir kettlingar sætir þótt hverjum þyki sinn fugl fagur. Sumar katt- artegundir eru ljótar, líka þegar þær eru kettlingar. Til dæmis má sjá myndir frá Svíþjóð af kettlingum sem eru blanda af sænskum „exotic“ og persneskum ketti. Þeir eru með svo hrikalega klesstan haus og uppbrett nef að á þá er varla horfandi. Eig- inlega óhugnanlega ljótir. Þetta er annars hin sykursætasta síða og samkvæmt henni virðist vera mest um bröndótta ketti og brand- flekkótta. Vefsíðan: www.thedailykitten.com Morgunblaðið/Ómar Kettlingar Þessir félagar gætu fengið mynd af sér á síðuna. Sykursætar kettlingamyndir Skottmarkaður verður á bílastæð- inu við Kjarvalsstaði í dag milli kl. 11 og 15. Er hann hluti af hverf- ahátíð Miðborgar og Hlíða á Klam- bratúni. Á skottmarkaði er heimilisbíllinn notaður sem sölubás og getur fólk selt allt milli himins og jarðar úr bílskottum sínum. Íbúasamtökin héldu slíkan skottmarkað í fyrsta sinn í fyrra við góðar undirtektir og gerðu margir góð kaup enda há- gæða kompudót sem leynist í geymslum og bílskúrum hverfisins. Skráning seljanda á markaðinn hefur farið fram úr björtustu von- um og búið er að panta hvert ein- asta stæði á planinu, en þau eru um 90 talsins. Seljendur geta einn- ig mætt með borð og varning. „Íbúar Hlíða og Miðbæjar draga fram gersemar úr geymslum sínum: girnilegar sultur, gamlar plötur, tímalausan tískufatnað, bækur, púsl og pottasett auk alls þess sem þú vissir ekki að þig vantaði en munt finna þarna á spottprís. Svo vonum við bara að kaupend- urnir streymi að og njóti alls þess besta sem kemur úr háaloftum og bílskúrum íbúa í hverfinu,“ segir í fréttatilkynningu um markaðinn. Endilega … … kauptu úr skottinu Skottmarkaður Það er öðruvísi stemning á skottmörkuðum. 10 Daglegt líf Hugsaðu Þegar þig vantar skó Afslátturinn gildir laugardag og sunnudag gegn framvísun þessarar auglýsingar Herradagar um helgina í Smáralind 15% afsláttur af Herra vörum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.