Morgunblaðið - 04.09.2010, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 04.09.2010, Qupperneq 19
Fréttir 19INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2010 Guðbjarti hefur eflaust þótt vænt um eftirfarandi kveðju sem lesa mátti á heimasíðu Grundaskóla á Akranesi í gær: „Nemendur og starfsmenn Grundaskóla óska Guðbjarti Hannes- syni, nýjum félags- og tryggingaráðherra, til hamingju með embættið og velfarnaðar í starfi. Hann er vel að þessu kominn og við erum stolt af „gamla“ skólastjóranum okkar. Til hamingju, Gutti og fjöl- skylda.“ Árið 1995 hlaut skólinn menntaverðlaun forseta Íslands þegar þau voru veitt í fyrsta skipti. Þau eru veitt skólum sem sinnt hafa vel ný- sköpun eða farsælu samhengi í fræðslustarfi. Til hamingju Gutti… SKÓLASTJÓRI Á SKAGANUM SVIPMYND Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Vinnusamur og hollur forsætisráð- herra eru einkunnir sem samferða- menn í andstæðum stjórnmálaflokk- um gefa Guðbjarti Hannessyni, sem á miðvikudag tók við embætti ráðherra heilbrigðis-, félags- og trygginga- mála. Hann er sagður maður lausna frekar en illinda og ekki sagður lík- legur til að berja í borðið til að klára mál. Sjálfur segir maður vikunnar að hann sé venjulegur Akurnesingur, al- inn upp af verkafólki og hafi orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna við það sem honum þyki skemmtilegt. Störf í stjórnmálum séu hluti af því að vera félagsvera, en hann hafi alltaf lagt mikið upp úr því að vinna með fólki, nýta kunnáttu þess og leyfa fólki að njóta sín. Guðbjartur Hannesson fæddist á Akranesi og fagnaði sextíu ára af- mæli í sumar. Eiginkona hans er Sig- rún Ásmundsdóttir yfiriðjuþjálfi og eru dætur þeirra Birna og Hanna María. Hann er menntaður kennari, með sérnám í skólastjórn og tóm- stundakennslu og lauk meistaraprófi frá Lundúnaháskóla 2005. Hann hóf störf sem kennari á Akranesi 1971 en var síðan erindreki Bandalags ís- lenskra skáta 1973-1975. Einn við- mælandi sagði að Guðbjartur hefði alla tíð starfað í góðum íþrótta- og skátaanda. Guðbjartur byggði upp og var skólastjóri Grundaskóla á Akra- nesi 1981-2007. Um árabil, 1986-1998, átti Guð- bjartur sæti í bæjarstjórn Akraness fyrir Alþýðubandalagið og var í mörg ár ýmist formaður bæjarráðs eða for- seti bæjarstjórnar. Sem bæjarfulltrúi kom hann víða við og sat fyrir hönd bæjarins í nefndum, samtökum og stjórnum fyrirtækja. Annar þátttakandi í bæjarmál- um á Akranesi segir Guðbjart vera dugnaðarfork og hann sé trúr sinni sannfæringu. Alþýðubandalagið hafi um árabil átt góðu gengi að fagna á Akranesi. Skólafólk hafi staðið þétt saman og þá hafi ekki skemmt fyrir Guðbjarti að hann átti rætur í skáta- hreyfingunni. Hann sé vinnusamur og vinsæll og gott hafi verið að vinna með honum. „Vinnumaður forsætisráðherra“ Guðbjartur hefur verið alþingis- maður fyrir Samfylkinguna í Norð- vesturkjördæmi frá 2007. Hann var forseti Alþingis 2009 og hefur meðal annars verið formaður fjárlaga- nefndar og félags- og tryggingamála- nefndar. Guðbjartur var í bankaráði Landsbanka Íslands 1998-2003 og bankaráði Heritable-bankans í Lond- on 2002-2003, en Landsbankinn eign- aðist þann banka árið 2000. „Að mörgu leyti má segja að Guðbjartur sé vinnumaður forsætis- ráðherra,“ sagði stjórnarandstöðu- þingmaður í gær. Mikið hefði mætt á Guðbjarti sem formanni fjárlaga- nefndar og Icesave-mál voru um tíma erfið fyrir formanninn, en þá náði stjórnarandstaðan saman með fulltrúum „órólegu deildarinnar“. Leitar lausna „Hann er kominn í þessa stöðu af því að Jóhanna treystir honum. Stundum hefur borið á því að Guð- bjartur ýtir á undan sér erfiðum mál- um til að leita lausna og ná samstöðu, sem ekki hefur verið vanþörf á und- anfarin misseri.“ sagði þingmaðurinn. Guðbjartur sagði í samtali við Morgunblaðið fyrir ári að honum hefði ekki þótt gaman að vera forseti Alþingis. Stjórnmálamaður sem rætt var við segir að Guðbjartur sé ekki maður sem berji í borðið og segi hing- að og ekki lengra. Kannski þess vegna hafi hann ekki verið lengur for- seti Alþingis en raun ber vitni. Guðbjartur hefur síðasta árið leitt störf starfshóps um endur- skoðun fiskveiðistjórnunar. Á ýmsu hefur gengið í þeim störfum og Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra ekki auðveldað Guðbjarti þau störf. Í fyrra ákvað ráðherra að bæta við skötu- selskvóta framhjá aflamarki á meðan hópurinn vann að framtíðarlausnum. Í nýliðnum mánuði var ráðherra greinilega orðinn óþolinmóður og ýtti við Guðbjarti með bréfi um að störf- um nefndarinnar yrði að fara að ljúka. Nefndin nálgast nú lokamarkið og stefnir að því að skila skýrslu til ráðherra á mánudag. Guðbjartur er nú sestur í ríkisstjórn með Jóni. Ekki líklegur til að berja í borðið Morgunblaðið/Ómar Guðbjartur Hannesson Venjulegur Akurnesingur og alinn upp af verka- fólki. Hann er mikill félagsmálamaður og líkar vel að vinna með fólki. Vinnusamur og nýtur trausts Jóhönnu Hafðu samband sími 444 7000 • arionbanki.is Skammtímabinding er óverðtryggður innlánsreikningur og spennandi nýjung fyrir þá sem vilja binda fé sitt í stuttan tíma. Kynntu þér kosti Skammtímabindingar á arionbanki.is, hringdu í síma 444 7000 eða komdu við í næsta útibúi okkar og kynntu þér fjölbreytt úrval innlánsreikninga. Nýr innlánsreikningur • Binditími er ákveðinn við stofnun reiknings: 3, 6, 9 eða 12 mánuðir. • Lágmarksinnlegg er 500 þúsund krónur og innstæðan er bundin út binditímann. • Nýjung: Vextir eru fastir allan binditímann. • Að loknum binditímanum greiðist höfuð- stóllinn út ásamt vöxtum. Viðskiptavinir sem opna Skammtímabindingu fyrir 21. september fá 5,01% vexti, hvort sem þeir velja 3, 6, 9, eða 12 mánaða binditíma. ÍS LE N S K A S IA .IS A R I 5 1 2 3 2 0 9 /1 0

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.