Morgunblaðið - 04.09.2010, Síða 35
Minningar 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2010
Kæra vinkona.
Ég man þig.
Fyrir örfáum dögum sastu hér í
sófanum þar sem ég sit núna. Mað-
urinn minn var að stríða þér, strauk
á þér höndina, þú kipptir að þér
hendinni og gólaðir „þú ert giftur“.
Svo hlógum við. Hann hafði svo
gaman af því að láta þig roðna,
ganga fram af þér með athuga-
semdum sem flestir hefðu varla
kippt sér upp við.
Þennan dag töluðum við og töl-
uðum. Við höfðum ekki hist í tvær
vikur því þú varst í sumarfríi í borg-
inni svo við höfðum um margt að
spjalla. Ég er þér svo þakklát fyrir
að hafa gefið okkur svona góðan
tíma þennan föstudag, því það voru
okkar síðustu stundir saman. Við
ræddum svo margt á þessum
klukkutímum og þess vegna hef ég
svo skýra mynd af því hvað þú vilt í
dag, hvernig þér leið og hvað skipti
þig raunverulega máli, börnin þín.
Yndislegu uppátækjasömu gull-
molarnir þínir sem sýndu þér eina
stundina að lífið væri þess virði að
lifa því, en þá næstu hve erfitt það
er að vera einstætt foreldri án
stuðningsnets. Þú gerðir þitt besta
og varst öll af vilja gerð til að
breyta rétt gagnvart þeim. Missir
þeirra er mikill.
Við höfum ekki þekkst í mörg ár
og ég man vel þegar við kynntumst.
Þú vildir að við yrðum vinkonur og
sagðir það bara hreint út. Ég kunni
að meta þá hreinskilni. Við spjöll-
uðum og þú sagðist vilja hafa fólk í
kringum þig sem fengi þig til að
verða að betri manneskju. Ég var
mjög upp með mér yfir að þú teldir
mig vera það góða manneskju að ég
væri þér hvatning og ég reyndi að
verða að betri manneskju sjálf fyrir
vikið.
Oft leitaðir þú til mín eftir ráðum,
einkum þegar það snerti börnin þín
og ég reyndi að gefa þau eftir bestu
samvisku. Stundum komstu til okk-
ar hjóna og vildir fá að vita hvort
eitthvað væri ósanngjarnt af þér,
hvort þú tækir réttar ákvarðanir í
málum barnanna, hvort þú gerðir
óraunhæfar kröfur. Stundum vildir
þú að Pétur svaraði því þú vildir fá
viðhorf karlmanns. Það var stund-
um erfitt en ákaflega gaman að
fylgjast með þér reyna að gera rétt.
Eftir því sem ég kynntist þér bet-
ur sá ég hve gríðarlega langa leið
þú hafðir komið. Þú hafðir unnið þig
svo langt frá þeirri manneskju sem
þú áður varst, stolt einstæð móðir, í
eigin húsi og langt komin með nám í
hjúkrunarfræði þrátt fyrir hjóna-
skilnað og erfiðleika. Þér var að
takast að púsla nýja lífinu þínu sam-
an, talaðir um að eftir ár yrðir þú
hjúkrunarfræðingur og þá yrði lífið
auðveldara. Lífið var farið að brosa
við þér út í annað. Og þá var því
lokið.
Ég man þig.
Sofðu rótt.
Þín vinkona,
Kristjana.
Miðvikudagsmorguninn 18. ágúst.
Ekki óraði mig fyrir því þegar við
kvöddumst með innilegu og hlýju
faðmlagi (eins og við vorum vanar
að gera þegar við hittumst og
kvöddumst) að ég sæi þig ekki aftur
elsku hjartans stelpan mín. Þú varst
hjá mér í 10 yndislega daga með
börnin þín elskuleg og aftur á aust-
urleið til að ljúka náminu. Það var
því reiðarslag að fá þær fréttir að
þú hefðir verið kölluð burt í skyndi
frá ungum börnum sem voru sann-
kölluð mömmubörn, því þú varst
Sigurlaug Ísabella Árnadóttir
✝ Sigurlaug ÍsabellaÁrnadóttir var
fædd í Reykjavík 5.
apríl 1979. Hún varð
bráðkvödd á heimili
sínu, Bleiksárhlíð 17,
Eskifirði, 24. ágúst
2010.
Útför Sigurlaugar
fór fram frá Bústað-
arkirkju 2. september
2010. Jarðsett var í
Fossvogskirkjugarði.
þeim afskaplega góð
móðir. Missir þeirra
er mikill.
Ég kynntist Sillu
fermingarárið hennar
og urðum við strax
góðar vinkonur. Þótt
henni hafi ekki verið
ætlað að verða
tengdadóttir mín
héldum við samt allt-
af góðu sambandi.
Hún bjó á heimili
mínu í tvö ár, var
mjög þægileg í um-
gengni, hún kenndi
mér nýtt spil og ófá kvöldin sátum
við og spiluðum og skemmtum okk-
ur vel. Dætur mínar litu upp til
hennar og hún var þeim eins og
besta systir, þær gátu leitað til
hennar hvenær sem var. Svo skildi
leiðir í smátíma en við fundum hvor
aðra aftur.
Síðan kynnist hún Ragnari, flyst
austur á Eskifjörð og eignast þar
tvö yndisleg börn, en okkar góða
samband hélst alltaf. Ég heimsótti
hana á Eskifjörð ásamt dóttur
minni og barnabarni og það var vel
tekið á móti okkur, henni þótti af-
skaplega vænt um að fá okkur í
heimsókn og sýna okkur heimili sitt.
Hún var ótrúlega dugleg ung
kona. Þegar hún fluttist austur hóf
hún sjúkraliðanám, en draumurinn
var að verða hjúkrunarfræðingur og
átti hún stutt eftir með að ljúka því.
Í tengslum við námið þurfti hún
að dvelja í Reykjavík um tíma og
bjó hún þá hjá mér. Það var ynd-
islegt að fá að hafa hana hjá mér
þann tíma og alltaf var hún svo
ánægð með það sem hún hafði lært
þann daginn.
Það er sárt að vita að ung móðir í
blóma lífsins sé kölluð frá tveimur
litlum börnum og fái ekki að fylgj-
ast með þeim vaxa úr grasi.
Ég votta fjölskyldu hennar mína
innilegustu samúð og bið börnum
hennar allrar blessunar.
Hvíl í friði kæra vinkona.
Kristín.
Ung kona í blóma lífsins er nú
horfin á braut. Þetta vekur okkur til
umhugsunar um hversu lífið getur
verið hverfult, og stutt á milli lífs og
dauða.
Sigurlaug hóf störf í Hulduhlíð í
ágúst 2000. Kraftmikil stúlka sem
gustaði af. Sjúkraliðanámi lauk hún
í nóvember 2005, og hefur svo síð-
ustu misseri verið á fullu í hjúkr-
unarnámi frá háskólanum á Akur-
eyri og átti eitt ár eftir af því.
Elsku Silla, hjartans þakkir fyrir
samfylgdina þessi 10 ár, og megi
góður guð vera með þér.
Ragnari og börnum þeirra Vil-
hjálmi og Kristrúnu, systkinum og
öðrum aðstandendum vottum við
okkar dýpstu samúð.
Þó sorgin sé sár,
og erfitt er við hana að una.
Við verðum að skilja,
og alltaf við verðum að muna,
að Guð hann er góður,
og veit hvað er best fyrir sína.
Því treysti ég nú,
að hann geymi vel sálina þína.
(Bryndís Halldóra Jónsdóttir)
Fyrir hönd starfsfólks Hulduhlíð-
ar Eskifirði,
Valgerður Valgeirsdóttir.
Ég er engan veginn tilbúin að
kveðja hana Sillu. Ég kynntist
henni haustið 2007 þegar við hófum
saman nám í hjúkrunarfræði við
Háskólann á Akureyri. Þegar ég
hugsa um hana nú get ég ekki ann-
að en brosað í gegnum tárin. Hún
var einstök á sinn hátt. Hress og
kát, til í allt, töffari og klassadama,
allt í einum pakka. Hún lifði hratt,
fékk mikinn mótbyr, tók á móti og
hafði sigur.
Silla elskaði börnin sín af öllu
hjarta og ósjaldan fékk ég að heyra
skemmtilegar sögur af góðum
stundum fjölskyldunnar litlu. Hún
hlakkaði svo mikið til að Vilhjálmur
væri að fara að byrja í skóla í haust
og sagði hress í bragði að hún væri
eiginlega orðin spenntari en hann.
Kristrún var litla prinsessan hennar
Sillu, svo falleg og bjart yfir henni.
Við unnum báðar á Sjúkrahúsinu
á Norðfirði í sumar og hún mætti
einn dag á vaktina um miðjan júlí
og sagði „Jæja, nú má skólinn fara
að byrja aftur, kominn tími til að
klára þetta, í vor verðum við orðnar
hjúkrunarfræðingar“. Ég spurði
auðvitað á móti hvort hún væri bara
ekki í lagi, það væri nú allt í lagi að
njóta sumarsins aðeins áður en
lokaárið skylli á. Hvernig átti mann
að gruna að þessi hressa og káta
stúlka yrði hrifin á brott svo snöggt
og óvænt. Þegar skólinn byrjaði
beið ég enn, þrátt fyrir að hafa
fengið fréttirnar af láti hennar, eftir
að hún kæmi inn um dyrnar eins og
við hinar, blaðskellandi eins og
henni einni var lagið.
Silla mun ekki taka við prófskír-
teininu sínu í júní næstkomandi en
ég er viss um að hún verður með
okkur skólasystrum sínum og við
munum allar hugsa til hennar.
Við fráfall hennar er höggvið
stórt skarð í hóp okkar sem nú
kveðjum hana. Við munum sakna
Sillu okkar og minningin um góða
stúlku mun lifa með okkur.
Til barnanna hennar, Vilhjálms
og Kristrúnar, vil ég senda styrk og
hlýjar hugsanir. Öllum aðstandend-
um sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Þeir segja mig látna, ég lifi samt
og í ljósinu fæ ég að dafna.
Því ljósi var úthlutað öllum jafnt
og engum bar þar að hafna.
Frá litlu hjarta berst lítil rós,
því lífið ég þurfti að kveðja.
Í sorg og í gleði ég senda mun ljós,
sem að mun ykkur gleðja.
(G.Ingi.)
Minningin um þig, elsku Silla,
mun lifa með okkur sem fengum að
kynnast þér.
Helga Sturludóttir.
HINSTA KVEÐJA
Hæ mamma.
Ég vil að þú komir til mín aft-
ur.
Ég vil ekki að þú sért hjá
guði, þú mátt ekki vera þarna
því Kristrún vill þig.
Mamma á bara að koma aft-
ur hingað í bæinn heim til mín, í
Bleiksárhlíðina.
Ég sakna þín, mamma.
Bless mamma.
Kristrún Lilja.
Elsku mamma.
Ég vil ekki að þú deyir. Ég
sakna þín.
Ég elska þig.
Mig langar ekki að kveðja
þig mamma.
Ég ætla að vera duglegur
strákur. Ég skal passa Krist-
rúnu.
Þinn
Vilhjálmur Árni.
MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík
sími 587 1960 - www.mosaik.is
Legsteinar og fylgihlutir
Vönduð vinna og frágangur
Yfir 40 ára reynsla
Sendum myndalista
Alvöru blómabúð
Allar skreytingar unnar af fagfólki
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499
Heimasíða: www.blomabud.is
Netfang: blomabud@blomabud.is
✝
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
MAGNÚS SIGURJÓNSSON,
Hvammi,
V-Eyjafjöllum,
lést á Lundi, Hellu, miðvikudaginn 1. september.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
✝
Móðir okkar,
HÓLMFRÍÐUR INGIBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR,
áður til heimilis að,
Fornhaga 17,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn
2. september.
Soffía Georgsdóttir,
Kristinn Georgsson,
Ingvar Georgsson.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÍVAR ÖRN INGÓLFSSON
húsasmíðameistari,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn
1. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
Ingibjörg Rósa Ívarsdóttir, Kristján Kristjánsson,
Ingólfur Valur Ívarsson, Lára Gunnarsdóttir,
Ásmundur Rúnar Ívarsson, Guðný Agla Jónsdóttir,
og barnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HREFNA VALDEMARSDÓTTIR,
Hlaðhömrum 2,
Mosfellsbæ,
lést miðvikudaginn 18. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Valdemar S. Jónsson, Nilma K. Soon,
Hrafnhildur Jónsdóttir,
Máni Freysteinsson,
barnabörn og barnabarnabarn.