Morgunblaðið - 04.09.2010, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 04.09.2010, Qupperneq 27
Fréttir 27VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2010 S U M A R A U K I Í M I Ð B O R G I N N I Fjölmennum í miðborgina þar sem hjartað slær! TÓNLIST, TÍSKA, LJÓÐ & GAMANMÁL Hegningarhúsið Skólavörðustíg kl. 14:00 & 15:00: Hljómsveitin GÆÐABLÓÐ. Sérstakir gestir: SPOTTARNIR Óvæntir gestir og góðkunningjar lögreglunnar velkomnir Bakarabrekkan Lækjargötu kl. 13.30 og 14.30: Brúðubíllinn sýnir leikritið AFMÆLISVEISLAN Lækjartorg frá kl. 12:00: Fatamarkaður kl. 15:00: Unghönnunarsýning & tískusýning Ingólfstorg frá kl. 13:00: Koppí og Peist farand-dúettinn leggur í´ann gegnum miðborgina Hljómalindarreitur kl. 15:00 og 16:00: Caterpillar Men og Jam-Session Hljóðfæraleikarar og söngvarar velkomnir. Kassinn hjá Kjörgarði kl. 14:15: Ljóðalestur Kjarvalsstaðir kl. 11:00: Hverfishátíð Miðborgar og Hlíða. Fjölbreytt dagskrá og útimarkaður til kl. 15:00 K R A F T A V E R K Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Ísland er eitt þeirra landa sem hafa hvað minnst svigrúm til að bregðast við ófyrirséðum áföllum í fjármálum hins opinbera, samkvæmt nýrri rann- sóknarskýrslu Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Staða Íslendinga er þó ekki sú versta meðal þeirra þjóða sem horft var til í rannsókninni, en Grikk- ir, Japanir, Ítalir og Portúgalar eru í enn þrengri stöðu hvað frekari lán- töku varðar. Ísland er sett í flokk með Írlandi, Spáni, Bretum og Banda- ríkjamönnum. Meðal þróaðra ríkja eru Ástralar, Danir, Suður-Kóreu- menn, Nýsjálendingar og Norðmenn standa best að vígi hvað skuldastöðu varðar. Óviðráðanleg skuldsetning Höfundar skýrslunnar bera núver- andi skuldastöðu ríkja saman við það sem þeir kalla „skuldahámark.“ Þeir halda því fram að þegar skuldsetning er hófleg og stöðug leiti ríkisbúskap- urinn í ákveðið jafnvægi, sem sé við- ráðanlegt. Með aukinni skuldsetn- ingu raskast þetta jafnvægi hins vegar og staðan getur orðið óviðráð- anleg. Skuldahámarki er náð þegar hlutfall skulda af landsframleiðslu er orðið slíkt að ekki eru lengur fordæmi fyrir því að viðkomandi ríki hafi getað rétt stöðu sína af með hefðbundnum aðlögunar- og niðurskurðaraðgerð- um. Greiðslugetan kemst í uppnám og valið stendur á milli enn frekari skuldsetningar, sé hún yfir höfuð í boði, eða greiðslufalls. Fjárhagslegt athafnarými ríkja er skilgreint sem mismunur núverandi skulda og þessa skuldahámarks. Föst í vítahring skulda Þau ríki sem hafa hvað minnst at- hafnarými, eins og því hefur verið lýst hér, eiga jafnframt erfiðast með það að auka það. Það má því segja að þau séu í ákveðnum vítahring. Í skýrsl- unni er því haldið fram að ef ríkis- stjórnir ná að auka jákvæðan frum- jöfnuð (tekjujöfnuður án tillits til vaxtagreiðslna) sinn hraðar en vaxta- greiðslur hækka muni skuldsetning- arhlutfallið smám saman lækka í við- ráðanlegt horf. Þetta sé hins vegar ekki algilt því ef skuldirnar eru þeim mun hærri gæti frumjöfnuður þurft að vera hærri en landsframleiðsla sem er óhugsandi. Samkvæmt ann- arri endurskoðun samstarfsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er gert ráð fyrir því að frumjöfnuður ríkissjóðs verði orðinn jákvæður á næsta ári. Spár hafa ekki staðist Rétt er að hafa í huga að nýjar tölur Hagstofunnar um landsframleiðslu setja forsendur skýrslunnar í upp- nám. Samkvæmt annarri endurskoð- un hafði verið gert ráð fyrir þriggja prósenta raunsamdrætti landsfram- leiðslu á þessu ári. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var samdrátturinn hins vegar 7,3% á fyrstu sex mánuð- um ársins, miðað við sama tímabil í fyrra. Verði þetta hlutfall samdráttar á árinu í heild þýðir það að landsfram- leiðsla dregst saman um rúma hundr- að milljarða sem hefur það í för með sér að hlutfall skulda hækkar. Ísland stendur ekki verst allra Morgunblaðið/Eggert Íslendingar Lítið má út af bera í fjármálum ríkisins á næstu árum ef ekki á að fara illa, samkvæmt skýrslu AGS.  Opinber fjármál Íslands á barmi skuldsetningarvítahrings, þó enn við bjargandi með aðhaldsaðgerð- um, samkvæmt AGS  Gríðarlegur samdráttur landsframleiðslu á milli ára setur niðurstöður í uppnám Skuldavandi » Ísland er ekki meðal þeirra landa sem eru í mesta skulda- vandanum, samkvæmt nýrri skýrslu AGS. » Grikkir, Japanir, Ítalir og Portúgalar eru sagðir standa verr en Íslendingar, með tilliti til möguleika á því að vinna sig út úr þeim skuldavanda sem löndin stríða við. » Skuldastaða ríkisins er ekki orðin slík að ekki sé hægt að komast hjá vítahring skulda. » Skýrsla AGS tekur ekki tillit til nýútkominna talna Hagstof- unnar sem sýna að samdráttur landsframleiðslu á árinu hefur verið mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir í samstarfs- áætlun ríkisstjórnar Íslands og sjóðsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.