Morgunblaðið - 04.09.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.09.2010, Blaðsíða 27
Fréttir 27VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2010 S U M A R A U K I Í M I Ð B O R G I N N I Fjölmennum í miðborgina þar sem hjartað slær! TÓNLIST, TÍSKA, LJÓÐ & GAMANMÁL Hegningarhúsið Skólavörðustíg kl. 14:00 & 15:00: Hljómsveitin GÆÐABLÓÐ. Sérstakir gestir: SPOTTARNIR Óvæntir gestir og góðkunningjar lögreglunnar velkomnir Bakarabrekkan Lækjargötu kl. 13.30 og 14.30: Brúðubíllinn sýnir leikritið AFMÆLISVEISLAN Lækjartorg frá kl. 12:00: Fatamarkaður kl. 15:00: Unghönnunarsýning & tískusýning Ingólfstorg frá kl. 13:00: Koppí og Peist farand-dúettinn leggur í´ann gegnum miðborgina Hljómalindarreitur kl. 15:00 og 16:00: Caterpillar Men og Jam-Session Hljóðfæraleikarar og söngvarar velkomnir. Kassinn hjá Kjörgarði kl. 14:15: Ljóðalestur Kjarvalsstaðir kl. 11:00: Hverfishátíð Miðborgar og Hlíða. Fjölbreytt dagskrá og útimarkaður til kl. 15:00 K R A F T A V E R K Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Ísland er eitt þeirra landa sem hafa hvað minnst svigrúm til að bregðast við ófyrirséðum áföllum í fjármálum hins opinbera, samkvæmt nýrri rann- sóknarskýrslu Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Staða Íslendinga er þó ekki sú versta meðal þeirra þjóða sem horft var til í rannsókninni, en Grikk- ir, Japanir, Ítalir og Portúgalar eru í enn þrengri stöðu hvað frekari lán- töku varðar. Ísland er sett í flokk með Írlandi, Spáni, Bretum og Banda- ríkjamönnum. Meðal þróaðra ríkja eru Ástralar, Danir, Suður-Kóreu- menn, Nýsjálendingar og Norðmenn standa best að vígi hvað skuldastöðu varðar. Óviðráðanleg skuldsetning Höfundar skýrslunnar bera núver- andi skuldastöðu ríkja saman við það sem þeir kalla „skuldahámark.“ Þeir halda því fram að þegar skuldsetning er hófleg og stöðug leiti ríkisbúskap- urinn í ákveðið jafnvægi, sem sé við- ráðanlegt. Með aukinni skuldsetn- ingu raskast þetta jafnvægi hins vegar og staðan getur orðið óviðráð- anleg. Skuldahámarki er náð þegar hlutfall skulda af landsframleiðslu er orðið slíkt að ekki eru lengur fordæmi fyrir því að viðkomandi ríki hafi getað rétt stöðu sína af með hefðbundnum aðlögunar- og niðurskurðaraðgerð- um. Greiðslugetan kemst í uppnám og valið stendur á milli enn frekari skuldsetningar, sé hún yfir höfuð í boði, eða greiðslufalls. Fjárhagslegt athafnarými ríkja er skilgreint sem mismunur núverandi skulda og þessa skuldahámarks. Föst í vítahring skulda Þau ríki sem hafa hvað minnst at- hafnarými, eins og því hefur verið lýst hér, eiga jafnframt erfiðast með það að auka það. Það má því segja að þau séu í ákveðnum vítahring. Í skýrsl- unni er því haldið fram að ef ríkis- stjórnir ná að auka jákvæðan frum- jöfnuð (tekjujöfnuður án tillits til vaxtagreiðslna) sinn hraðar en vaxta- greiðslur hækka muni skuldsetning- arhlutfallið smám saman lækka í við- ráðanlegt horf. Þetta sé hins vegar ekki algilt því ef skuldirnar eru þeim mun hærri gæti frumjöfnuður þurft að vera hærri en landsframleiðsla sem er óhugsandi. Samkvæmt ann- arri endurskoðun samstarfsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er gert ráð fyrir því að frumjöfnuður ríkissjóðs verði orðinn jákvæður á næsta ári. Spár hafa ekki staðist Rétt er að hafa í huga að nýjar tölur Hagstofunnar um landsframleiðslu setja forsendur skýrslunnar í upp- nám. Samkvæmt annarri endurskoð- un hafði verið gert ráð fyrir þriggja prósenta raunsamdrætti landsfram- leiðslu á þessu ári. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var samdrátturinn hins vegar 7,3% á fyrstu sex mánuð- um ársins, miðað við sama tímabil í fyrra. Verði þetta hlutfall samdráttar á árinu í heild þýðir það að landsfram- leiðsla dregst saman um rúma hundr- að milljarða sem hefur það í för með sér að hlutfall skulda hækkar. Ísland stendur ekki verst allra Morgunblaðið/Eggert Íslendingar Lítið má út af bera í fjármálum ríkisins á næstu árum ef ekki á að fara illa, samkvæmt skýrslu AGS.  Opinber fjármál Íslands á barmi skuldsetningarvítahrings, þó enn við bjargandi með aðhaldsaðgerð- um, samkvæmt AGS  Gríðarlegur samdráttur landsframleiðslu á milli ára setur niðurstöður í uppnám Skuldavandi » Ísland er ekki meðal þeirra landa sem eru í mesta skulda- vandanum, samkvæmt nýrri skýrslu AGS. » Grikkir, Japanir, Ítalir og Portúgalar eru sagðir standa verr en Íslendingar, með tilliti til möguleika á því að vinna sig út úr þeim skuldavanda sem löndin stríða við. » Skuldastaða ríkisins er ekki orðin slík að ekki sé hægt að komast hjá vítahring skulda. » Skýrsla AGS tekur ekki tillit til nýútkominna talna Hagstof- unnar sem sýna að samdráttur landsframleiðslu á árinu hefur verið mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir í samstarfs- áætlun ríkisstjórnar Íslands og sjóðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.