Morgunblaðið - 04.09.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.09.2010, Blaðsíða 18
18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2010 Ráðherraskipti hafa verið tíð í ráðu- neytum heilbrigðis-, félags og tryggingamála. Einmitt þeim ráðu- neytum sem mest útgjöld fara í gegnum. Guðbjartur Hannesson stýrir nú þessum þremur ráðu- neytum sem til stendur að sameina í velferðarráðuneyti. Ingiríður Hanna Þorkelsdóttir, deildarstjóri í heilbrigðisráðuneyt- inu, hóf störf í ráðuneytinu árið 1988 í tíð Guðmundar Bjarnasonar. Hún sagði að vissulega hefðu mannaskipti verið tíð í ráðuneytinu og Guðbjartur væri tíundi heil- brigðisráðherrann sem hún starfar með. Treysti honum fyllilega Spurð um hollráð fyrir nýjan ráð- herra sagði hún: „Ég vil ráðleggja honum að fara sér að engu óðslega og skoða málin vel og af gaum- gæfni. Ég held reyndar að ég treysti honum fyllilega til þess,“ sagði Ingiríður. Þegar Guðbjartur Hannesson tók við sem heilbrigðisráðherra og fé- lagsmálaráðherra á miðvikudag var það í fimmta skipti sem skipt var um heilbrigðisráðherra á rúmlega fjórum árum. Þeir sem gegnt hafa embættinu frá 2006 hafa að með- altali setið í embætti í rúmlega eitt ár og einn mánuð. Stoppa stutt við Frá árinu 1970 hafa engir heil- brigðisráðherrar setið lengur í emb- ætti en Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Kristjánsson, ráðherrar Fram- sóknarflokksins. Ingibjörg var heil- brigðisráðherra í um sex ár og Jón var heilbrigðisráðherra í um fimm ár. Svipaða sögu er að segja af fé- lagsmálaráðherrum, þeir hafa oft stoppað stutt við og ekki síst síð- ustu ár. Frá því í mars árið 2006 hafa sex ráðherrar stýrt félags- málaráðuneytinu. Guðbjartur er sjötti húsbóndinn í félags- og tryggingamálaráðuneyt- inu frá því í marsmánuði árið 2006. Á þessu tímabili sat Jóhanna Sig- urðardóttir, núverandi forsætisráð- herra, lengst eða í tæp tvö ár. aij@mbl.is | runarp@mbl.is Ráðherra fari sér að engu óðslega  Starfar nú með tíunda heilbrigðisráð- herranum á rúmum tveimur áratugum Útgjaldaskipting ráðuneyta Forsætisráðuneyti 985,6 Mennta- og menningarmálaráðuneyti 60.363,3 Utanríkisráðuneyti 11.885,2 Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti 18.906,9 Dómsmála- og mannréttindaráðuneyti 25.011,8 Félags- og tryggingamálaráðuneyti 128.827,7 Heilbrigðisráðuneyti 102.373,2 Fjármálaráðuneyti 58.779,3 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti 39.855,1 Iðnaðarráðuneyti 5.829,1 Efnahags- og viðskiptaráðuneyti 3.057,8 Umhverfisráðuneyti 7.001,6 milljónir krónaárið 2010 Fimm heilbrigðisráðherrar á fjórum árum Guðlaugur Þór Þórðarson 24. 5. 2007 – 1. 2. 2009 Ögmundur Jónasson 1. 2. 2009 – 1. 10. 2009 Álfheiður Ingadóttir 1. 10. 2009 – 2. 9. 2010 Guðbjartur Hannesson 2. 9. 2010 – Siv Friðleifsdóttir 7. 3. 2006 – 24.5. 2007 Sex félagsmálaráðherrar á rúmlega fimm árum Jóhanna Sigurðard. 24. 5. 2007 – 1. 2. 2009 Ásta Ragnh. Jóhannesd. 1. 2. 2009 – 10. 5. 2009 Árni Páll Árnason 10. 5. 2009 – 2. 9. 2010 Guðbjartur Hannesson 2. 9. 2010 – Magnús Stefánsson 15. 6. 2006 – 24. 5. 2007 Jón Kristjánsson 7. 3. 2006 – 15. 6. 2006 Einar K. Guð- finnsson, þing- maður Sjálfstæð- isflokks, segir að sú glansmynd sem forsætisráð- herra hafi reynt að draga upp af stöðu efnahags- mála standist ekki. Nýjar tölur um hagvöxt sýni það glögglega, en landsframleiðsla dróst saman um 3,1% að raungildi frá fyrsta ársfjórðungi 2010 til ann- ars ársfjórðungs 2010. Einar sagði að tölur sýndu að kreppan sem reið yfir á haustdögum 2008 hefði ekki verið jafndjúp og ótt- ast var. Nú væri hins vegar verk- leysi ríkisstjórnarinnar farið að hafa áhrif á þróun efnahagsmála. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagði rétt að hagvöxtur í byrjun árs hefði reynst minni en vænst var, en hins vegar væri spáð meiri hagvexti á næstunni en í fyrri spám Seðlabankans. Tryggvi Þór Herbertsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, hefur óskað eftir fundi í efnahags- og skattanefnd til að ræða nýbirtar töl- ur Hagstofunnar um hagvöxt á fyrsta ársfjórðungi. egol@mbl.is Glans- mynd sem ekki stenst Ráðherra segir stöð- una betri en spáð var Einar K. Guðfinnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.