Morgunblaðið - 04.09.2010, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 04.09.2010, Qupperneq 18
18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2010 Ráðherraskipti hafa verið tíð í ráðu- neytum heilbrigðis-, félags og tryggingamála. Einmitt þeim ráðu- neytum sem mest útgjöld fara í gegnum. Guðbjartur Hannesson stýrir nú þessum þremur ráðu- neytum sem til stendur að sameina í velferðarráðuneyti. Ingiríður Hanna Þorkelsdóttir, deildarstjóri í heilbrigðisráðuneyt- inu, hóf störf í ráðuneytinu árið 1988 í tíð Guðmundar Bjarnasonar. Hún sagði að vissulega hefðu mannaskipti verið tíð í ráðuneytinu og Guðbjartur væri tíundi heil- brigðisráðherrann sem hún starfar með. Treysti honum fyllilega Spurð um hollráð fyrir nýjan ráð- herra sagði hún: „Ég vil ráðleggja honum að fara sér að engu óðslega og skoða málin vel og af gaum- gæfni. Ég held reyndar að ég treysti honum fyllilega til þess,“ sagði Ingiríður. Þegar Guðbjartur Hannesson tók við sem heilbrigðisráðherra og fé- lagsmálaráðherra á miðvikudag var það í fimmta skipti sem skipt var um heilbrigðisráðherra á rúmlega fjórum árum. Þeir sem gegnt hafa embættinu frá 2006 hafa að með- altali setið í embætti í rúmlega eitt ár og einn mánuð. Stoppa stutt við Frá árinu 1970 hafa engir heil- brigðisráðherrar setið lengur í emb- ætti en Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Kristjánsson, ráðherrar Fram- sóknarflokksins. Ingibjörg var heil- brigðisráðherra í um sex ár og Jón var heilbrigðisráðherra í um fimm ár. Svipaða sögu er að segja af fé- lagsmálaráðherrum, þeir hafa oft stoppað stutt við og ekki síst síð- ustu ár. Frá því í mars árið 2006 hafa sex ráðherrar stýrt félags- málaráðuneytinu. Guðbjartur er sjötti húsbóndinn í félags- og tryggingamálaráðuneyt- inu frá því í marsmánuði árið 2006. Á þessu tímabili sat Jóhanna Sig- urðardóttir, núverandi forsætisráð- herra, lengst eða í tæp tvö ár. aij@mbl.is | runarp@mbl.is Ráðherra fari sér að engu óðslega  Starfar nú með tíunda heilbrigðisráð- herranum á rúmum tveimur áratugum Útgjaldaskipting ráðuneyta Forsætisráðuneyti 985,6 Mennta- og menningarmálaráðuneyti 60.363,3 Utanríkisráðuneyti 11.885,2 Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti 18.906,9 Dómsmála- og mannréttindaráðuneyti 25.011,8 Félags- og tryggingamálaráðuneyti 128.827,7 Heilbrigðisráðuneyti 102.373,2 Fjármálaráðuneyti 58.779,3 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti 39.855,1 Iðnaðarráðuneyti 5.829,1 Efnahags- og viðskiptaráðuneyti 3.057,8 Umhverfisráðuneyti 7.001,6 milljónir krónaárið 2010 Fimm heilbrigðisráðherrar á fjórum árum Guðlaugur Þór Þórðarson 24. 5. 2007 – 1. 2. 2009 Ögmundur Jónasson 1. 2. 2009 – 1. 10. 2009 Álfheiður Ingadóttir 1. 10. 2009 – 2. 9. 2010 Guðbjartur Hannesson 2. 9. 2010 – Siv Friðleifsdóttir 7. 3. 2006 – 24.5. 2007 Sex félagsmálaráðherrar á rúmlega fimm árum Jóhanna Sigurðard. 24. 5. 2007 – 1. 2. 2009 Ásta Ragnh. Jóhannesd. 1. 2. 2009 – 10. 5. 2009 Árni Páll Árnason 10. 5. 2009 – 2. 9. 2010 Guðbjartur Hannesson 2. 9. 2010 – Magnús Stefánsson 15. 6. 2006 – 24. 5. 2007 Jón Kristjánsson 7. 3. 2006 – 15. 6. 2006 Einar K. Guð- finnsson, þing- maður Sjálfstæð- isflokks, segir að sú glansmynd sem forsætisráð- herra hafi reynt að draga upp af stöðu efnahags- mála standist ekki. Nýjar tölur um hagvöxt sýni það glögglega, en landsframleiðsla dróst saman um 3,1% að raungildi frá fyrsta ársfjórðungi 2010 til ann- ars ársfjórðungs 2010. Einar sagði að tölur sýndu að kreppan sem reið yfir á haustdögum 2008 hefði ekki verið jafndjúp og ótt- ast var. Nú væri hins vegar verk- leysi ríkisstjórnarinnar farið að hafa áhrif á þróun efnahagsmála. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagði rétt að hagvöxtur í byrjun árs hefði reynst minni en vænst var, en hins vegar væri spáð meiri hagvexti á næstunni en í fyrri spám Seðlabankans. Tryggvi Þór Herbertsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, hefur óskað eftir fundi í efnahags- og skattanefnd til að ræða nýbirtar töl- ur Hagstofunnar um hagvöxt á fyrsta ársfjórðungi. egol@mbl.is Glans- mynd sem ekki stenst Ráðherra segir stöð- una betri en spáð var Einar K. Guðfinnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.