Morgunblaðið - 04.09.2010, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.09.2010, Blaðsíða 50
50 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2010  Martini-Fatahönnunarkeppnin fór fram í gær á vegum Iceland Fashion Week. Þar sýndu sex hönn- uðir, bæði lærðir sem ólærðir flíkur sínar og var það áhugahönnuður- inn Jóhanna Eva Gunnardóttir sem hampaði sigri. Kynnir kvölds- ins var Paola Hernandeze. Jóhanna Eva vann Martini-keppnina Fólk  Ráðstefnan You Are In Control verður haldin í fjórða sinn í Reykja- vík 1. og 2. október nk. á hótelinu Hilton Nordica og verður á henni rýnt í þróun og tækifæri í stafræn- um viðskiptamódelum. Skráning fer fram á vefsíðunni youareincont- rol.is og má þar finna frekari upp- lýsingar um ráðstefnuna. Fjöldi virtra gesta verður á ráðstefnunni, m.a. Ian Livingstone, forstjóri tölvuleikjafyrirtækins Eidos sem á heiðurinn að leikjum á borð við Dungeons & Dragons. Þá kemur einnig Grammy-verðlaunahafinn og söngkonan Imogen Heap. Grammy-verðlaunahafi á You Are In Control  Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylking- arinnar, bað fréttamann RÚV að skila því til frænda síns að hann ætti að hoppa upp í óæðri endann á sér eftir að viðtali við hana lauk 1. sept. sl. Nú hafa verið gerðir bolir og peysur með ummælum hennar undir merkjum WeeMad Design. Skilaboð til frænda komin á flíkur  Í gær var birt viðtal á ensku við ísdrottninguna Ásdísi Rán á vef búlgarska blaðsins The Sofia Echo. Í inngangi fer blaðamaður mikinn um fegurð Ásdísar og spyr hana svo hvor þjóðin eigi fegurri konur, Búlgaría eða Ísland. Ásdís svarar diplómatískt en bendir svo á feg- urðarsigra Íslendinga, nánar til- tekið alheimsfegurðardrottningar. Þrjár alheims- fegurðardrottningar versta, það er illskan. Þar af leið- andi eru peningarnir rótin að öllu illu. Á sama tíma lifum við á hákapí- talískum tímum þar sem pening- urinn er allt. Þarna lendum við í smá móralskri dílemmu. Það eru alls konar svona hlutir sem við krössum í kringum.“ Sex leikarar túlka dverginn Leikarar sýningarinnar eru sex og koma víðsvegar að frá Norð- urlöndunum. Þeir bregða sér allir í gervi dvergsins og verða þar af leið- andi á nokkrum tímapunktum sex útgáfur af dvergnum á einum og sama tímanum. „Við ákváðum að gera sam- norrænt verkefni með leikarahópi úr Får302 og öðrum frá Noregi sem heitir Verkproduktion. Við erum því með Dani, Svía, Norðmann og Finna, og svo íslenskan leikstjóra,“ segir Egill og hlær við. Þar sem leikararnir koma víða að leikur blaðamanni forvitni á að vita hvaða tungumál hafi orðið fyrir val- inu hjá hópnum. „Það er leikið á öllum Norð- urlandatungumálunum,“ segir Egill og kemur blaðamanni á óvart með svari sínu. – Eruð þið þá með textavélar? „Nei. Við ákváðum að vera ekki með neinar textavélar. Við vorum í Þórshöfn um síðustu helgi og það var ekkert mál. Fólk skildi þetta al- veg. Þetta verður að einhverju sam- norrænu tungumáli. Við hljótum öll að skilja það.“ Ekki barnasýning – Er þetta þungt leikverk? „Nei í rauninni ekki. Ég myndi segja að þankarnir á bak við það væru alvarlegir. Okkur langaði til að setja spurningar við þessa hluti. Svo er þessi frásögn af þessum of- boðslega vonda litla dverg sem þolir ekki fegurð, konur né ástina og hef- ur viðbjóð á kynlífi. Maður getur ekki annað en hlegið að þessu. Hann er bara fúll á móti. Það er al- veg sama hvað það er. – En er sýningin við hæfi barna? „Hvað eru börn í dag?“ segir Eg- ill hugsi. „Þetta er hugsað fyrir full- orðna og fullorðin börn. Dvergurinn gerir eitt og annað af sér svo ég myndi passa ef maður er með lítil viðkvæm börn. Við vorum með dá- lítið af ungu fólki á sýningunni í Danmörku þar sem þetta var gert að skólasýningu líka. Það vakti mikla lukku meðal gagnfræða- nema.“ Halda í Norðurlandaferð Egill las bók Pärs Lagerkvists sem unglingur í menntaskóla og hefur hún blundað í honum alllengi. Hann segir þá sem hafa lesið bók- ina verða steinhissa yfir leikritinu og ekki síður hina sem ekki hafa lesið hana. Leiksviðið sé lítið og nándin mikil svo upplifun leik- húsgesta verði einstaklega kraft- mikil. Að lokinni Íslandsdvöl leggja að- standendur Dvergsins í ferðalag um gervöll Norðurlöndin. „Við byrjuðum í Þórshöfn, erum nú hér á Lókal og förum svo til Sví- þjóðar og höldum þaðan út um allt. Okkur langaði með þessu sam- norræna verkefni að teygja anga okkar út og draga saman það sem við eigum sameiginlegt og það sem er ólíkt með okkur á Norð- urlöndum,“ segir Egill að lokum. Leiksýning Sex norrænir leikarar fara með hlutverk dvergsins sem á eflaust eftir að gera eitt og annað af sér í kvöld. Uppátækjasamur og illa innrættur dvergur  Sýning byggð á sögu nóbelsskálds  Íslenskur leikstjóri  Dvergurinn hatar konur, ástina og kynlíf Leikstjóri Egill Heiðar Anton er kominn með sýninguna til Íslands. Miðasala er í síma 898-3412 og á www.lokal.is „Við frumsýndum Dverginn í Kaupmannahöfn rétt fyrir lok janúar, á svipuðum tíma og Obama fékk Nóbels- verðlaunin. Nóbelsræða hans var eiginlega mjög sjokkerandi því hún líktist svo textanum okkar. Hann sagð- ist sjálfur ekki skilja af hverju það væri verið að veita hon- um verðlaun þar sem hann væri stríðsforseti. Obama flytur svo ræðuna og fer inn á réttlætingu hins réttlæt- anlega stríðs sem er í raun og veru notuð í sömu réttlætingu og krossferðirnar. Allt í einu vorum við og ræðuritarar Obama búin að vera að lesa sömu bækurnar,“ seg- ir Egill og bætir við að hópnum hafi brugðið við að heyra ræðuna. „Það er ofboðslegur tvískinn- ungur um gildi okkar og viðmið, hvað hið illa er, hvað okkur þykir gott og vont.“ Sjokkerandi nóbelsræða RÆÐA BARACKS OBAMA LÍK TEXTA LEIKRITSINS Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Samnorræna leiksýningin Dverg- urinn verður sýnd á vegum listahá- tíðarinnar Lókal í Smiðjunni á Sölv- hólsgötu í kvöld kl. 20. Verkið er byggt á sögu sænska nób- elsverðlaunahafans Pärs Lag- erkvists og hefur verið sýnt í danska leikhúsinu Teater Får302 í dágóðan tíma við góðar undirtektir. Leikstjóri sýningarinnar er Egill Heiðar Anton Pálsson sem hefur starfað erlendis síðastliðin ár, þ.á m. í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Dvergurinn sloppinn? „Dvergurinn fjallar í stuttu mannamáli um illskuna. Við fylgj- umst með aðalpersónunni sem er dvergur við endurreisnarhirð á Ítal- íu, en í byrjun sögunnar er búið að fangelsa hann í dýflissu. Hann segir okkur svo smám saman í brotum af hverju hann er þangað kominn,“ segir Egill um sýninguna Dverginn í stuttu máli. Sagan var upphaflega skrifuð af Lagerkvist árið 1943 og að sögn Egils var ekkert verið að draga dul á það á þeim tíma hver þessi dverg- ur væri; illskan. „Við erum að velta fyrir okkur hvar þessi dvergur er niðurkominn í dag. Getur verið að við séum bú- in að leysa hann úr dýflissunni og leyfa honum að vafra aftur um?“ spyr Egill og bætir við að orðið illska sé mikið notað í dag en það hafi tapað merkingu sinni. „Það þýðir eitt fyrir einum og eitthvað annað fyrir öðrum. Til dæmis erum við með kristin gildi og í kristni er fégirnd Júdasar hið Barack Obama
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.