Morgunblaðið - 04.09.2010, Page 48

Morgunblaðið - 04.09.2010, Page 48
48 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2010 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Í gær var afhjúpuð bronsstytta eftir bandaríska listamanninn Todd McGrain af geirfugli, við Valahnjúk í Reykjanesbæ, til móts við Eldey. Styttan er hluti af myndlistarverk- efni McGrain sem ber heitið The Lost Bird Project og samanstendur af styttum af fimm útdauðum fuglateg- undum og þar af þremur styttum af geirfuglinum. Styttan á Reykjanesi er ein þessara þriggja og sú eina sem McGrain setur upp á Íslandi, en svo vill til að listakonan Ólöf Nordal gerði styttu af geirfugli árið 1998 sem stendur í flæðarmálinu við Skerja- fjörð í Reykjavík. Sú stytta er eign Reykjavíkurborgar, Listasafns Reykjavíkur, og var hluti af útisýn- ingu Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík, Strandlengjunni, sem stóð yfir frá sumri árið 2000 fram í janúar 2001. „Neyðarlegt“ Hafþór Yngvason, safnstjóri Lista- safns Reykjavíkur, er ekki sáttur við þessi líkindi með verkunum og segir hugmyndina að verki McGrain hættulega nálægt verki Ólafar. Hann lét menningarfulltrúa Reykjanes- bæjar vita af óánægju sinni í fyrra, sendi tveimur fulltrúum þess tölvu- póst, þeim Valgerði Guðmundsdóttur og Sveini Núma Vilhjálmssyni, en engu að síður var ráðist í verkið og stytta McGrain er nú komin á sinn stað. McGrain fékk þó upplýsingar um verk Ólafar frá menningar- fulltrúum áður en ákveðið var að setja það upp. Hafþór segir ljóst að McGrain sé ekki að stæla skúlptúr Ólafar, verk hans sé hluti af stóru verkefni helguðu útdauðum fuglum. Hann hafi þó beðið Valgerði að senda McGrain ljósmynd af verki Ólafar, þannig að hann gæti endurskoðað sinn hug. „Það er náttúrlega bara neyðarlegt, burtséð frá öllu siðferði og lögum, fyrir listamann að gera eitthvað svona,“ segir Hafþór. „Ég veit ekki hvað er hægt að gera á þessu stigi, ég held að þetta sé ekki rakinn myndstuldur eða slíkt, engan veginn, en leiðindamál.“ Hafþór telur verk Ólafar mjög sterkt sem list í al- menningsrými. „Þetta er mjög vel heppnað verk og þetta setur dálítinn skugga yfir það.“ Ólíkar hugmyndir að baki Todd McGrain segir verkin vissu- lega svipuð á yfirborðinu en inntak þeirra sé ólíkt, grundvallarhug- myndin að baki verkunum. Hann seg- ist hafa gert styttuna af geirfuglinum áður en hann hafi vitað af styttu Ólaf- ar. Hann væri því alls ekki að stæla hana eða líkja eftir henni að neinu leyti. Hann hafi gert bronsstyttur af útdauðum fuglum fyrir verkefnið The Lost Bird Project í þessum stíl og fyrir ólíka staði í heiminum. Hann segir að fyrir sér sé verk Ólafar afar ljóðrænt, kallist á við hafið og sjáv- arföllin, afar sérstakt og fagurt. En það sé gjörólíkt sínu verki sem fjalli um verndun náttúrunnar. „Snerting er mjög mikilvæg í verkinu mínu, einn mikilvægasti þáttur þess. Yfir- borð styttunnar er mjúkt eins og steinn sem hefur verið slípaður af sjó og sandi. Þú getur gengið upp að styttunni, snert hana og horft út til eyjarinnar,“ útskýrir hann. Staðsetn- ingin sé afar mikilvæg, með henni ná- ist hið sögulega samhengi. Verkið sé minnisvarði um útdauða tegund og að auki breyti hann útliti geirfuglsins með þeim hætti að hann standi eins og maður, frekar en fugl. „Þegar fólk skoðar skúlptúrinn mun það átta sig á því að ákveðin viðkvæmni er í lögun hans sem gerir það að verkum að hann er ekki hrein birtingarmynd geirfuglsins heldur frekar áhrifamik- ill skúlptúr í líki geirfugls.“ Auk geirfuglsins á Reykjanesi er tvo aðra að finna eftir McGrain, einn við dýragarðinn í Róm og hinn á Ný- fundnalandi, nærri Funk-eyju. Fimm útdauðar fuglategundir eru í verki McGrain: flökkudúfa, skaftpáfi, la- bradorönd, lynghæna og geirfugl. Hinir fuglarnir fjórir verða staðsettir í Bandaríkjunum, í Elmira í New York-fylki, Flórída, Massachusetts og Ohio. Og geirfuglarnir þrír eru ekki nákvæmlega eins. Hluti af stærra verki Valgerður Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri menningarsviðs Reykjanesbæjar, segist hafa vitað af líkindunum með verkum McGrain og Ólafar og hafi látið McGrain vita af því. Hún segir verkið í upphafi hafa verið umhverfisverkefni, það hafi fyrst verið tekið fyrir hjá umhverfis- sviði og síðan menningarsviði í sept- ember í fyrra. Spurð að því hvort verkið sé í raun ekki alveg eins og verk Ólafar svarar Valgerður því að verk McGrain sé hluti af stóru verk- efni og það sé útskýrt með texta við styttuna þar sem einnig megi sjá myndir af hinum fuglunum. En rétt sé að hvort tveggja séu styttur af geirfuglum sem standi við sjó. „Þetta var hugsað fyrst og fremst sem um- hverfisverkefni, barátta gegn því að útrýma dýrategundum,“ segir Val- gerður. „Þetta var í raun mjög já- kvætt verkefni.“ Ljósmynd/Víkurfréttir Seinni Verk Todds McGrain á Valahnúk á Reykjanesi. Tveir geirfuglar horfa til hafs Ást á náttúrunni Reykjanesbær sendi eftirfar- andi tilkynningu frá sér í ágúst síðastliðnum: „Listamaðurinn Todd McGrain hefur í nokkur ár unnið að gerð skúlptúra af út- dauðum fuglum m.a. geirfugl- inum og vill þannig vekja athygli samtímans á umhverfisvernd og ást á náttúrunni. Hann vinn- ur fuglana í brons og er hverjum fugli ætlaður staður víðs vegar um heiminn, allt eftir því hvar þeirra upprunalegu heimkynni voru. Í tilefni þess að talið er að síðasti geirfuglinn hafi verið drepinn í Eldey 3. júní 1844 hef- ur verið ákveðið að styttan af geirfuglinum verði sett upp neðan við Valahnjúk á Reykja- nesi og mun fuglinn horfa út til Eldeyjar og minna okkur um leið á sameiginlega ábyrgð allra þjóða á náttúru og umhverfis- vernd.“  Bronsstytta af geirfugli var vígð í gær í Reykjanes- bæ  Hættulega nálægt verki Ólaf- ar Nordal, segir safnstjóri Lista- safns Reykjavíkur Morgunblaðið/Ómar Fyrri Verk Ólafar Nordal í Skerjafirði, frá árinu 1998. Fuglarnir Styttur McGrain af útdauðum fuglum. Myndina tók hann sjálfur. Einn fremsti blandaði kór Bæj- aralands, Heinrich Schütz En- semble, heldur tónleika í Hall- grímskirkju á sunnudag kl. 17:00. Tónleikarnir bera nafnið Friður á jörðu og á efnisskránni eru verk eftir Josquin, Schütz, Jennefelt, Tormis, Schönberg og fleiri. Kórinn, sem kennir sig við bæinn Vornbach sem er í hjarta Bæjaralands á landamærum Þýskalands, Tékklands og Austurríkis, hefur hlotið mikið lof og unnið til ýmissa verðlauna og við- urkenninga, m.a. menningarverðlauna Passau og Bayern. Stjórnandi kórsins er Martin Steidler, pró- fessor við Tónlistarháskólann í München. Tónlist Frá Bæjaralandi í Hallgrímskirkju Heinrich Schütz Fjórða bindið í fræðilegri heildarútgáfu á verkum Hall- gríms Péturssonar, Ljóðmæli 4, er komið út hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Bindið hefur að geyma andlegan kveðskap sem tengist hringrás náttúrunnar, tímaskiptum, svo sem dægra- og árstíðabreytingum, bæði lengri sálma og stök vers, alls 39 talsins. Texti hvers kvæðis er prentaður stafréttur eftir aðalhandriti en orðamunur úr öðrum handritum birtur neðanmáls. Margrét Eggertsdóttir, Svan- hildur Óskarsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir önnuðust útgáfuna. Bókmenntir Fjórða bindi í heild- arútgáfu Hallgríms Hallgrímur Pétursson Næstkomandi þriðjudag opnar Vigdís Finnbogadóttir þrjú ný námskeið innan Icelandic On- line verkefnisins; námskeið fyrir byrjendur og tvö fram- haldsnámskeið. Icelandic On- line eru sjálfstýrð vefnámskeið í íslensku sem öðru máli. Fyrsta námskeiðið var form- lega tekið í notkun árið 2004. Icelandic Online er öllum opið án endurgjalds. Nýju námskeiðin eru unnin í samvinnu Hugvís- indastofnunar Háskóla Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Stofnunar Vig- dísar Finnbogadóttur, Fjölmenningarseturs, Fjölmenningar ehf. og fimm norrænna stofnana. Vefmenntun Ný námskeið innan Icelandic Online Vigdís Finnbogadóttir Nú stendur yfir í Ilon-safninu í Ha- apsalu í Eistlandi sýning á verkum Sigurðar Arnar Brynjólfssonar, SÖB. Á sýningunni, sem er í boði safnsins, sýnir Sigurður um 50 verk; myndskreytingar, myndasög- ur, teikningar, teikningar úr teikni- myndum, plaköt og fleira. Flest verkin eru gerð á Íslandi og þau elstu eru frá 1967 en önnur eru gerð í Tallinn 1995-2000. Einnig eru sýndar teiknimyndir eftir Sigurð, en hann er frum- kvöðull á Íslandi í teiknimynda- gerð, gerði fyrstu íslensku teikni- myndina, „Þrymskviða“, 1980 og hefur síðan gert um áttatíu teikni- myndir. Sigurður hefur verið búsettur í Eistlandi frá 1993 og býr í Haap- salu þar sem hann fæst við teikni- vinnu, myndasögugerð og gerð barnabóka. Hann stundaði nám í grafískri hönnun og myndlist í Myndlistar- og handíðaskóla Íslands og Aca- demie van Beldende Kunsten í Rot- terdam í Holland. Hann vann við grafíska hönnun, myndskreytingar, teiknimyndagerð og kennslu í myndlist þar til hann flutti il Eist- lands og hefur unnið við gerð teiknimynda á Íslandi, í Svíþjóð, Finnlandi, Ungverjalandi, Eistlandi og Litháen. Hann hefur haldið á annan tug einkasýninga heima og erlendis og tekið þátt í sýningum víða erlendis. Ilon-safnið Haapsalu er nýlegt safn með yfir 800 teikningum eftir Ilon Wikland. Yfirlitssýning Sigurður Örn Brynjólfsson í Eistlandi. Sigurður Örn sýnir í Eistlandi 50 myndir í Ilon- safninu í Haapsalu Þjóðleikhúsið býður til afmælisveislu á sunnudaginn kl. 14:00 til 16:00, en leikhúsið á 60 ára afmæli á árinu. Í til- efni af tímamótunum hefur verið sett saman dagskrá á Stóra sviðinu þar sem fjölmargir góðkunningjar leik- húsáhorfenda eins og Lilli klifurmús, bakadrengurinn, ræningjarnir í Kardemommubæ, dvergarnir úr Skilaboðaskjóðunni og Litli Kláus bregða á leik. Sýningin er um 30 mín- útna löng og verður sýnd þrisvar yfir daginn; kl. 14:15, 15:00 og 15:45. Einnig verður boðið upp á skoð- unarferðir um leikhúsið, prinsessan í leikritinu Ballið á Bessastöðum verð- ur á Kristalsal, Fíasól og Ingólfur Gaukur verða á fleygiferð með alls kyns sprell og spaug, boðið verður upp á hestvagnaferðir, föndurhorn og margt fleira. Afmælis- veisla Þjóð- leikhússins Söguþráðurinn er grunnur, persónu- sköpunin engin, leikurinn til skammar 44 »

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.