Morgunblaðið - 04.09.2010, Blaðsíða 32
Sverrir Kristinsson,
framkvæmdastjóri,
lögg. fasteignasali
Guðmundur
Sigurjónsson,
lögfræðingur,
lögg. fasteignasali
Þorleifur St.
Guðmundsson,
lögg. fasteignasali
Kjartan Hallgeirsson,
lögg. fasteignasali
Geir Sigurðsson,
lögg. fasteignasali
Hilmar Þór
Hafsteinsson,
lögg. leigumiðlari,
lögg. fasteignasali
Magnús Geir
Pálsson,
sölumaður
Þórarinn M.
Friðgeirsson,
lögg. fasteignasali
Jóhanna
Valdimarsdóttir,
gjaldkeri
Elín Þorleifsdóttir,
ritari
Reykjavík
Frá 1957
Elsta starfandi fasteignasala landsins
S : 5 8 8 9 0 9 0 • S í ð u m ú l a 2 1 • 1 0 8 R e y k j a v í k w w w. e i g n a m i d l u n . i s
HÚSNÆÐI ÓSKAST
Heiðvangur - einbýli á einni hæð.
Fallegt og mjög vel skipulagt einbýlishús á
einni hæð, 121,6 fm ásamt 35,3 fm bílskúr.
Húsið hefur verið talsvert endurnýjað á undan-
förnum árum, m.a. ofnalagnir, inni- og útidyra-
hurðir, eldhúsinnrétting o.fl. Mjög góður rækt-
aður garður með sólpöllum og fallegum
gróðri. Bílskúrinn er innréttaður sem stúdíóí-
búð. V. 39,5 m. 5945
Grófarsel - fallegt hús Sérlega fallegt
og vel staðsett, samtals 252 fm, einbýlishús
með auka íbúð sem er 3ja herbergja. Endur-
nýjað eldhús og baðherbergi. Hús nýlega mál-
að og hefur fengið gott viðhald. Arinn í stofu.
Innbyggður 30,8 fm bílskúr. V. 55 m. 5956
Stóragerði - með bílskúr 4ra her-
bergja 102,1 fm íbúð á 4. hæð við Stóragerði.
18,5 fm bílskúr. Íbúðin skiptist í hol, eldhús,
tvö barnaherbergi, baðherbergi, stofu og
hjónaherbergi. Geymsla er inn af holinu. Íbúð-
in er laus strax. V. 21,9 m. 5961
Sólvallagata - sjávarútsýni Einstak-
lega falleg 71,6 fm tveggja herbergja íbúð á
4.hæð í lyftuhúsi ásamt bílastæði í bílgeymslu.
Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, bað-
herbergi, herbergi, sér geymslu í kjallara og
sér bílastæði í bílageymslu. Stórglæsilegt sjáv-
arútsýni. V. 24,5 m. 5923
Íbúð óskast í Fossvogi
Traustur kaupandi óskar eftir 100-120 fm íbúð í Fossvoginum.
Útsýnisíbúð óskast - staðgreiðsla
Traustur kaupandi óskar eftir 120-160 fm íbúð með sjávarútsýni. Æskileg staðsetning:
Sjálandshverfið í Garðabæ eða Skuggahverfið. Fleiri staðir koma þó til greina. Nánari
uppl. veitir Sverrir Kristinsson.
Jörð í nágrenni Reykjavíkur óskast
Traustur kaupandi óskar eftir jörð (ekki bújörð) í nágrenni Reykjavíkur, þó innan 30
mín. akstursfjarlægðar. Allar nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson.
Einbýlis- og raðhús í Fossvogi óskast
Höfum fjársterka kaupendur að góðum einbýlis- og raðhúsum í Fossvogi. Allar nánari
upplýsingar veita Kjartan Hallgeirsson í síma 824-9093 eða Sverrir Kristinsson í síma
861-8514.
Einbýlishús í Vesturborginni óskast.
Æskileg stærð 400-500 fm Traustur kaupandi óskar eftir 400-500 fm einbýlishúsi í
Vesturborginni. Góðar greiðslur í boði.
Óskum eftir 3ja- 4ra í hverfi 104
Höfum kaupanda að góðri 3ja- 4ra herbergja íbúð, helst í lyftuhúsi í hverfi 104 (Sundin,
Heimar, Vogar eða nágrenni). Um staðgreiðslu yrði að ræða ef um semst. Nánari uppl.
veitir Magnús Geir Pálsson í síma 892-3686
2ja herbergja íbúðir óskast
Fjársterkur kaupandi óskar eftir nokkrum 2ja herbergja íbúðum í lyftuhúsum á Höfuð-
borgarsvæðinu. Íbúðirnar verða staðgreiddar ef um semst. Allar nánari uppl. veitir
Magnús Geir Pálsson sölumaður á Eignamiðlun.
Einbýlishús í Þingholtunum óskast - staðgreiðsla
Óskum eftir 300-400 fm einbýli í Þingholtunum. Verð mætti vera á bilinu 80-150 millj-
ónir. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson.
Einbýlishús í Vesturborginni óskast - staðgreiðsla
Óskum eftir 250-350 fm einbýli í Vesturborginni. Verð mætti vera á bilinu 90-150 millj-
ónir. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson
Fallegt og vel skipulagt 186,2 fm einbýlishús (íbúðin er 150,5 fm og bílskúr 35,7 fm) á einni
hæð á fallegum útsýnisstað í Grafarvogi. Húsið stendur við opið svæði innst í botnlanga, góð
tenging er við skjólgóðan suðurgarð með timburverönd og heitum potti. V. 52,7m. 5965
OPIÐ HÚS MÁNUDAG FRÁ KL. 17:00 - 18:00
STARARIMI 17 - GLÆSILEGT HÚS
Fallegt og vel byggt 335,1 fm
tvílyft einbýlishús með inn-
byggðum 42,6 fm bílskúr við
Bleikjukvísl í Reykjavík. Húsið
er einstaklega bjart og með
rúmgóðum vistarverum og
stendur efst í botnlanga með
útsýni til norðurs og útgangi í
glæsilegan garð til suðurs. V.
74,9 m. 3749
OPIÐ HÚS MÁNUDAG FRÁ
KL. 17:00 - 18:00
BLEIKJUKVÍSL 9 - GOTT ÚTSÝNI
Stórt og rúmgott 300 fm raðhús á
frábærum útsýnistað á Arnarnes-
hæðinni. Húsið er klætt með við-
haldslitlu efni, áli og harðviði. Hönn-
un og útlit er stílhreint og funkis. Alls
er gert ráð fyrir fimm svefnherbergj-
um, þar af einni glæsilegri hjónas-
vítu. 46 fm þaksvalir með fallegu út-
sýni. Húsin eru tilbúin til innréttingar.
V. 44 m. 8026
OPIÐ HÚS MÁNUDAG FRÁ KL.
17:00 - 18:00
LÍNAKUR 6- 8 STÓRT OG RÚMGOTT
Glæsileg fullbúin 3ja herbergja 129
fm íbúð við sjávarsíðuna með gólf-
efnum. Íbúðinni fylgir stæði í bíla-
geymslu. Við hönnun hússins var
leitast við að skapa glæsilega
byggingu sem myndi njóta sín vel
við sjávarsíðuna í Sjálandshverfi í
Garðabæ. V. 39,0 m. 4696
LANGALÍNA - FULLBÚIN GLÆSIÍBÚÐ
Fallegt og vel staðsett 300 fm einbýlishús sem stendur á einstökum útsýnisstað. Arkitektar
eru Helgi Hjálmarsson og Vilhjálmur Hjálmarsson. Húsið hefur verið mikið endurnýjað á s.l.
árum og er í góðu ástandi jafnt að innan sem að utan. V. 79,0 m. 5957
ESKIHOLT - MIKIÐ ENDURNÝJAÐ
Björt 3ja herbergja 108,3 fm íbúð á annarri hæð í litlu fjölbýli með sér inngangi af svölum.
Íbúðin er öll parket- og flísalögð. Svalir til suð/vesturs. Falleg íbúð. V. 25,9 m. 5962
OPIÐ HÚS MÁNUDAG FRÁ KL. 17:00 - 18:00
HALLAKUR 1 - GARÐABÆR
OPIÐ HÚS
OPIÐ HÚS
OPIÐ HÚS
OPIÐ HÚS
32 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2010
Á meðan þjóðin um-
turnast í leit að sann-
leikanum í málum
þjóðkirkju, lætur hún
sér í léttu rúmi liggja
hvernig mál kunni að
skipast um sjálfstæði
þjóðarinnar við inn-
göngu í Evrópusam-
bandið eða hvort hún
verður skattpínd í
botn, þannig að hún
rísi ekki undan okinu, eða hvort hún
sé einfær um að hrista þetta allt af
sér af alkunnri þrautseigju.
Ráðamenn þjóðarinnar fara hins
vegar undan í flæmingi þegar svo al-
varleg þjóðmál eru reifuð í þeim
ljósvakamiðlum sem láta sér annt
um líðandi stund og staðreyndir. En
þeir eru þessir helstir: útvarps-
stöðin Bylgjan, sem hefur tekist að
ná verulegri áheyrn í morgunþætt-
inum Í býtið og síðdegsþættinum
Reykjavík síðdegis, Útvarp Saga,
sem hefur tekist að opna umræðu á
sínum vettvangi með frjálsri að-
komu hins breiða almennings sem
lætur í sér heyra og fær samstundis
lífleg viðbrögð þáttastjórnenda – og
svo sjónvarpsstöðin ÍNN, sem send-
ir út þætti með snarpri
þjóðmálaumræðu.
Ríkisútvarpið (Rás 2
og Sjónvarpið) lætur
sér fátt um finnast og
sneiðir í fullkomnu
skeytingarleysi hjá
slíkri umræðu utan
lögskipaðra fréttatíma.
– Eins og Sjónvarpið
væri nú heppilegur
vettvangur til skoð-
anaskipta, jafnvel fjöl-
skipaðra þátttakenda,
um ágreiningsmál á
landsvísu sem nú virðast hafa þróast
í afar flókið og ruglingslegt þrátefli
milli talsmanna landsstjórnarinnar
og mikils meirihluta landsmanna
sem er í eindreginni varnarstöðu
gegn áhlaupinu á lífskjörin og á
framþróun til uppbyggingar í at-
vinnumálum.
Tilvalin umræðuefni
Í stað örstuttra viðtala í Kastljósi
Sjónvarpsins, þar sem „tíminn“
virðist ávallt vera að renna út (nema
„drottningarviðtöl“ í „sannleiks-
málum þjóðkirkjunnar“ – einskonar
einþáttungur) – er þörf á umræðu-
þáttum um mörg þau mál sem reifuð
hafa verið í ofannefndum ljósvaka-
miðlum og virðast hafa hljómgrunn
úti í þjóðfélaginu. Og ekki síður mál
sem hafa fengið einskonar skemmri
skírn, en eru þess eðlis, að þeim er
beinlínis bægt frá umræðunni – oft
með tilliti til pólitískra hagsmuna.
Ekki talin „henta“ í umræðunni, eða
beinlínis til að „þóknast“ ákveðnum
hópum í samfélaginu.
Þess konar mál ættu einkar vel
heima í sjónvarpsútsendingu ekki
síður en á hljóðvarpsstöðvunum áð-
urnefndu. – Svona þættir eru áber-
andi á erlendum sjónvarpsstöðvum,
t.d. í Þýskalandi, þar sem almenn-
ingi gefst kostur á að spyrja ráða-
menn í þjóðfélaginu og fá svör
þeirra samstundis.
ESB-umsóknin er eitt heitasta
mál dagsins og líklegasta þrepið
sem núverandi ríkisstjórn fellur í ef
hún þráast við að stíga niður af
sjálfsdáðum og láta málið kyrrt
liggja út kjörtímabilið. Með því eina
móti gæti hún framlengt líf sitt af
sjálfsdáðum. Önnur mál eru henni
þó einnig skeinuhætt, sérstaklega
aukin skattlagning aldraðra, m.a.
með afnámi tekjutengdra stofna í
kerfinu. Flest eru málin þess eðlis,
að þrautseigju landsmanna er í raun
ofboðið og afmarkast við sérhvert
skref sem ríkisstjórnin stígur.
Þessi síðasttöldu mál hafa þó
brýna þörf fyrir galopna umræðu í
formi þjóðstefnu í sjónvarpi. Rík-
isútvarpið Sjónvarp sýnist ekki
tilbúið til að ergja yfirboðara sinn,
núverandi ríkisstjórn, með slíku
brölti!
Fleiri mál og viðkvæm
Enn má víkka sjóndeildarflötinn
um þá umræðu sem hefur sárlega
skort í þjóðfélaginu á hreinskiptinn
hátt. Mörg eru einnig þau málin sem
varla hefur mátt minnast á en hefur
verið mætt með yfirdrepsskap eða
uppgerðar þjóðernishroka, en eru
aldrei langt frá yfirborðinu. Stjórn-
málamenn eru lagnir við að grípa
sum málin, þegar sérstaklega stend-
ur á eða mikið liggur við að sefa um-
ræðuna, áður en hún springur í
þjóðfélaginu. – Nefni hér tvö þeirra.
(1) Töf á rannsókn hinna 5 km
þykku setlaga á Skjálfandaflóa
er eitt þeirra sem ekki hefur
mátt fjalla um opinberlega – og
alls ekki án þess að þá með fylgi
sérstök áhersla íslenskra iðn-
aðarráðherra um fyrirhugaðar
íslenskar rannsóknir á Dreka-
svæðinu við Jan Mayen og hug-
myndir um að norðausturhluti
Íslands gæti orðið mikilvæg
„samgöngumiðstöð“ þegar þar að
kæmi! – Setlögin á Skjálf-
andaflóa kunna þó að verða einn
mikilvægasti „minnismiðinn“ – ef
ekki sú gulrót sem samn-
inganefnd Íslands veifar við
samningaborðin í Brussel innan
skamms.
(2) Varnarmál með þátttöku Íslend-
inga sjálfra á landsvísu, líkt og
gerist meðal annarra fullvalda
þjóða, er annað viðkvæmt mál
sem reynt er að forða frá um-
ræðu, enda landsmenn góðu van-
ir eftir áratuga skjól Bandaríkj-
anna með dvöl varnarliðs þeirra
hér á landi.
Án þess að tala um beina her-
skyldu Íslendinga, heldur aðeins
tímabundin þegnskyldustörf ungs
fólks tengd þjóðarbúskapnum og al-
mannaþjónustu, hefur það heldur
ekki átt fylgi að fagna. – Það er ekki
fyrr en í ljós koma inngönguskil-
málar ESB þar sem herskylda er
við lýði í flestum ríkjum og alls-
herjar útboð í bígerð fyrir nýstofn-
aðan Evrópuher, að Íslendingar
taka þá umræðu alvarlega.
Svo mörg eru þau orð og í sann-
leika sagt vill svo til, að þau eru öll
meira en tímabær.
Eftir Geir R.
Andersen
Geir R. Andersen
Þjóðmálin: Í sannleika sagt …
»Ríkisútvarpið (Rás 2
og Sjónvarpið) lætur
sér fátt um finnast og
sneiðir í fullkomnu
skeytingarleysi hjá slíkri
umræðu utan lögskip-
aðra fréttatíma.
Höfundur er blaðamaður.